Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 9 FRÉTTIR Miðoverð kr. 2.000 Loðskinn hækka í verði Á LOÐSKINNAUPPBOÐI í Danmörku 14. og 15. desember síðastliðinn hækkuðu refaskinn um 17% í verði og minkaskinn um 8% frá síðasta uppboði sem var í september. Að sögn Arvids Kro fram- kvæmdastjóra sambands ís- lenskra loðdýraræktenda var lítið af íslenskum skinnum á uppboðinu. „Við seldum rúm- lega 200 refaskinn og um 3000 minkaskinn þannig að þetta er ekki stór hluti af okkar fram- leiðslu,“ sagði Arvid. Hann sagði að verð á loð- skinnum hefði verið gott und- anfarin tvö ár og verð á minkum farið smám saman hækkandi. Meðalverð uppboðshússins á minkaskinnum var 177 dkr. en meðalverð á íslenskum minka- skinnum var 166 dkr. á uppboð- inu,“ sagði Arvid. Hann sagðist búast við áframhaldandi hækkun minka- skinna og kemur þar til aukin eftirspurn vegna stækkandi markaðar í Kína, Kóreu og Rússlandi. „Verð á refaskinnum er það gott núna að bændur vonast til að það haldist óbreytt. Það er bjart yfir loðdýrabændum og allt of snemmt er að afskrifa þessa búgrein. Hún á örugglega eftir að skila því til baka sem í hana hefur verið lagt.“ ísland er í samstarfi við danska loðdýrasambandið sem rekur uppboðshúsið í Dan- mörku. Á uppboðinu voru um 300 kaupendur. Afnam sérstaks skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði Borgarstjórí gagnrýnir vinnubrögð Alþing- is og Sambands íslenskra sveitarfélaga BORGARSTJORINN í Reykjavík gagnrýndi vinnubrögð Alþingis og Sambands íslenskra sveit- arfélaga harðlega á fundi borgarstjórnar fimmtu- dagskvöld fyrir jól, í tilefni af nýjum lögum um að fella niður sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Sagði hún að þessi breyting, þegar hún væri að fullu komin til framkvæmda, myndi þýða um 150 til 160 milljóna króna tekj- utap árlega fyrir borgina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar gagnrýninni á bug. Aldrei leitað til borgar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að Reykjavíkurborg hefði aldrei verið beðin um að koma að þessu máli og aldrei hefði verið leit- að eftir upplýsingum hjá borginni, þrátt fyrir að Ijóst væri að þessi skattur gæfi Reykjavík öðrum fremur tekjur í hönd. Hún sagðist telja að Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefði ekki tryggt hagsmuni Reykvíkinga og Alþingi ekki heldur. Gagnrýndi hún sérstaklega að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði aldrei haft samband við sig til að láta vita af stöðu mála. Eins gagnrýndi hún harðlega að frumvarp, sem hefði verið í vinnslu í nefnd í tvö ár, hefði verið afgreitt á einni viku í flýti í þinginu og að ekki hefði verið haft sam- band við þá, sem málið varðaði sérstaklega. Dropinn sem fyllti mælinn Nýju lögin fela í sér að sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði verður lagður af í skrefum fram til ársins 1999 og aðlagaður al- mennum skatti á atvinnuhúsnæði. Á næsta ári mun þetta þýða 32 milljóna króna tekjutap fyrir borgina sagði Ingibjörg og um 150 til 160 millj- óna króna tekjutap árlega þegar skatturinn hefur að fullu verið lagður af. Ennfremur fullyrti hún að beinar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári myndu skerða tekjur borgarinnar um 500 til 600 milljónir króna árlega. Þessa nýjustu tekjuskerð- ingu sagði Ingibjörg vera dropann sem fyllti mælinn í fjármálalegum samskiptum borgarinnar og ríkisins og að Reykjavík yrði að fara að spyrna við fótum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, vísar gagnrýninni á bug og segir að samstarfshóp- ur félagsmálaráðuneytisins og sambandsins, sem vann að frumvarpinu um afnám skattsins, hafi verið að framfylgja mjög ákveðnum lagaákvæð- um, sem voru samþykkt á Alþingi í desember 1993. „Verkefni hópsins var einfaldlega að gera tillögur um á hve löngum tíma ætti að fella skrif- stofuskattinn niður og á hvern hátt ætti að hækka fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði, þannig að sveitarfélögin í heild fengju sambærilegar tekjur á móti. Það var alltaf vitað að við þessa breyt- ingu myndi Reykjavíkurborg missa tekjur. Frá því hefúr margoft verið skýrt bæði í borgarstjórn og á fjármálaráðstefnu sambandsins í ræðu fé- lagsmálaráðherra,“ sagði Vilhjálmur. „Á stjórnarfundi sambandsins 11. desember síðastliðinn, þar sem allir stjórnarmenn voru við- staddir og við erum tvö fulltrúar Reykjavíkurborg- ar, ég og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, mælti stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga samhljóða með samþykkt frumvarpsins," bætti Vilhjálmur við. Forseti ASÍ um af- greiðslu fjárlaga Bitnar verulega á okkar fólki BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að við lokaafgreiðslu fjárlaga og frumvarps um ráðstafanir í ríkis- fjármálum hafi verið tekið nokkuð mið af þeim hörðu mótmælum sem miðstjórn ASI hafði uppi vegna til- lagna heilbrigðisráðherra og ríkis- stjórnar um verulegan niðurskurð og aukna gjaldtöku í heilbrigðis- og tryggingakerfinu í seinustu viku. Benedikt segir að engu að síður sé enn hallað á ASÍ-fólk í fjárlögum. „Mér finnst þessi afgreiðsla nokk- uð handahófsleg. Það er eins og allt- af á þingi uppi fótur og fit rétt fyr- ir áramót og verið að gera alls kon- ar snarreddingar. Efnið geldur þess að nokkru leyti. Að vísu má sjá ákveðna línu sem stjórnvöld lögðu upphaflega um að draga úr útgjöld- unum þannig að áætlaður fjárlaga- halli færi alls ekki yfir fjóra millj- arða króna. Mér virðist sú lína hafa ráðið allan tímann og að það bitni verulega á okkar fólki. Við náum ekki skattleysisrhörkunum upp í það sem ráð hafði verið fyrir gert og einnig að því er varðar bótaréttinn á ýmsum sviðum. Þetta erum við óánægðust með og okkur finnst að hér sé lagt meira kapp á halla- markmiðið en skynsamlegt sé við þær aðstæður sem við búum við. Þetta höfum við gagnrýnt harð- lega,“ sagði Benedikt. I Híp„ Silfurpottarnir byrja alltaf I 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. Jeppi í vandræðum ÍSINN á Rauðavatni er ekki orð- inn jeppaheldur eins og sjá má af þessum sem ætlaði sér um of. Björgunarsveitarmenn voru snöggir á vettvang á bíl sínum og drógu hann í land. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunnk 65 milljónir Vikuna 21. tii 27. desember voru samtals 65.071.860 kr. greiddar út í happdrættisvéium um allt land. Petta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 21.des. Kringlukráin................ 123.271 21. des. Hafnarkráin................... 163.741 22. des. Pizza 67, Hafnarfirði..... 206.409 23. des. Hanastél, Kópavogi........ 83.784 23. des. Háspenna, Laugavegi....... 115.174 24. des. Mamma Rósa, Kópavogi... 176.311 27. des. Háspenna, Hafnarstræti.... 178.930 27. des. Háspenna, Hafnarstræti.... 112.791 Staöa Gullpottsins 28. desember, kl. 11.00 var 5.767.788 krónur. Morgunblaðið/Ingvar •'■■■■• • • ■• Gamlárskvöld á Hótel íslandi fró kl. 23-04 Hljómsveilm Fjollkonon leikur fyrir donsi ósoml YDDA F53.151/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.