Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR 39 stúdentar braut- skráðir í Garðabæ 35 nemendur braut- skráðir frá Fjölbrauta skóla Suðurlands Selfossi. Morgnnblaðið. Braut- skráning' stúdenta úr Flensborg- arskólanum 29 STÚDENTAR voru brautskráðir frá Flensborgarskólanum við athöfn sem fram fór í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 21. desember. Flestir stúdentanna eða 12 braut- skráðust af félagsfræðibraut, 5 af hagfræðibraut, 5 af málabraut, 3 af náttúrufræðibraut, 3 af íþróttabraut og 1 af eðlisfræðibraut. 20 af stúd- entunum eru konur en 9 karlar. Best- um árangri náði Smári Johnsen sem brautskráðist af náttúrufræðibraut. Skólameistari, Kristján Bersi Ól- afsson, afhenti nýstúdentum ein- kunnir og flutti lokaorð, en auk þess tóku til máls Gunnar Rafn Sigur- björnsson formaður skólanefndar, sem afhenti styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar, sem að þessu sinni féll í hlut Ragnars G. Stein- grímssonar, og Stefán Einarsson, sem flutti skólanum kveðju frá hinum nýju stúdentum. Við útskriftina söng Kór Flens- borgarskólans undir stjórn Helga Þ. Svavarssonar. MIÐVIKUDAGINN 20. desember- voru brautskráðir 39 stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Bragi Friðriksson, prófastur hóf athöfnina með bænastund. Síðan flutti Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari ávarp og afhenti nemendum prófskír- teini. Hann greindi frá starfsemi skólans á haustönn en þetta er 12. starfsár skólans og voru nem- endur á haustönn 558. Skólameistari ræddi um fram- tíðarhlutverk skólans og í því sam- bandi sérstakar hugmyndir um eflingu verk- og listmenntunar og stöðu þeirra í skólakerfinu. Þegar hann hafði afhent nýstúdentum skírteini sín ávarpaði hann þá. Skólameistari hvatti stúdenta til að trækta með sér létta lund, lífs- gleði og trú á að viljinn dragi langt til góðra verka. Brynjólfur Kjartansson, for- maður skólanefndar, flutti ávarp. Edda Hrund Halldórsdóttir kvaddi skólann fyrir hönd nýstúdenta. Hún minntist brauðsins dýra og þess að vera trúr því sem manni væri trúað fyrir. Helga Rós Ind- riðadóttir söngkona söng við at- höfnina við undirleik Laufeyjar Ólafsdóttur söngkennara. Viðurkenningar veittar Gísli Ragnarsson aðstoðar- skólameistari, Kristín Bjarnadóttir áfangastjóri og deildarstjórar í einstökum greinum afhentu verð- laun fyrir góðan námsárangur. Maren Albertsdóttir var dúx skól- ans með ágætiseinkunn í 39 námsáföngum á náttúrufræði- braut. Anna Lilja Pétursdóttir og Barbara K. Kristjánsdóttir fengu viðurkenningar fyrir flestar nám- seiningar. Skólinn veitti síðan viðurkenn- ingu fyrir ágætan námsárangur í mörgum greinum. Þær Maren og Anna Lilja fengu viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í mörg- um greinum, Björg Þórisdóttir fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í þýsku og nokkrir nem- endur fengu viðurkenningu fyrir góða skólasókn. Sérstaka viður- kenningu fékk Ástríður Einars- dóttir sem fyrsti nemandi sem út- skrifaðist af myndmennta- og handíðabraut með sérhæfingu í fatahönnun. ÞRJATIU og fimm nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands við lok 29. starfsannar skólans 21. desember, þar af 23 stúdentar. Alls stunduðu 630 nem- endur nám í dagskóla Fjölbrauta- skóla Suðurlands á þessari önn. í öldungadeild skólans voru 97 nemendur, 55 nemendur í fram- haldsnámi Skógaskóla, enginn nemandi var í meistaraskólanum, á Litla-Hrauni voru 20 nemendur við nám og 13 þeirra tóku próf. Fisk- eldisbrautin á Kirkjubæjarklaustri var ekki starfrækt, en unnið er að flutningi hennar á Selfoss. í Far- skóla Suðurlands var góð aðsókn að námskeiðum og vinsælast þar var skrautskriftarnámskeið sem 120 manns sóttu. Á önninni var kennt í 66 kennsludaga og þeir verða 69 á næstu önn, en nýtt fram- haldsskólafrumvarp gerir ráð fýrir 150 kennsludögum yfír veturinn, 75 á hvorri önn. Bestum árangri stúdenta náði Anna Runólfsdóttir og hlaut hún viðurkenningu skóla- nefndar fyrir. Óvenjufáir nemendur brautskráðir Óvenju fáir nemendur braut- skráðust að þessu sinni og kom fram í máli skólastjómenda að ein ástæða þess væru vinnudeilur kenn- ara síðastliðinn vetur, en margir nemendur hefðu seinkað námslok- um sínum. Námsárangur nemenda var heldur slakari en áður, en þeir stóðust 83,1% eininga í áföngunum en mikið fall var í byijunaráföngum. Þrátt fyrir þetta sagði Örlygur Karlsson aðstoðarskólameistari að margir nemenda næðu mjög góðum árangri. í starfsyfirliti sínu sagði Örlygur frá þátttöku í verkefnum á vegum Evrópusambandsins og auknum heimnsóknum frá skólum erlendis, einkum frá Svíþjóð og í samanburði sem gjarnan fylgdi slík- um heimsóknum kæmi fram að mun meira fjármagn væri á bak við hvern nemanda í framhaldsskólum á Norðurlöndunum en hér á landi. Þú þarft að gera betur Sigurður Sigursveinsson gat þess sérstaklega í ávarpi sínu til nem- enda hversu erlendum gestum sem kæmu í skólann fýndust nemendur rólegir og yfirvegaðir og að þeir sýndu góða umgengni. „Þið eruð sendiherrar skólans hvert sem leiðir ykkar liggja," sagði Sigurður og lagði áherslu á að meginatriðið í námi, á hvaða skólastigi sem væri, væri að hafa hugsun á því að bæta sig. Ætlir þú í frekara nám þarftu að gera betur,“ sagði Sigurður í sínum lokaorðum er hann kvaddi nemendur. Reynslan er höfuðlykill „Nú reynir á þrek okkar og þrótt. Framundan er strangur skóli og meðal spurninga er hvers virði stúd- entsprófíð er. Laun námsins felast í auknum þroska og getu til að takast á við lífið. Reynslan er höfuð- lykill og við höfum í höndunum lyk- il að framtíðinni," sagði Frímann Baldursson meðal annars, en hann flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Hann varaði við niðurskurði á fé til menntamála í ávarpi sínu. Brautskráningin fór fram með hefðbundnum hætti, kór skólans, sem telur 60 manns, söng undir stjóm Jóns Inga Sigurmundssonar og að lokinni athöfn var viðstöddum boðið til kaffídrykkju á innitorgi skólans. •ÉK '• >.* M i. f ”* S i t V ■' iinSÉ'lS ' £s|> íVL ~ J|bS| ? |||* ' fl|L , Morgunblaðið/Sig. Jóna. BRAUTSKRÁÐIR nemendur á 29. starfsönn Fjölbrautaskóla Suðurlands. STÚDENTARNIR sem brautskráðir voru frá Franihaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Framhaldsskólinn í Eyj- um útskrifar stúdenta Vestmannaeyjum. Morgunblaðid. HAUSTÖNN Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lauk fyrir skömmu með útskrift nemenda. 22 nemendur voru útskrifaðir frá skól- anum, 13 stúdentar, fímm vélsmið- ir, einn húsasmiður og þrír vélaverð- ir. Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari, fjallaði í ávarpi sínu um verknámsbyggingu sem nú hef- ur risið við skólann og sagðist telja að með tilkomu verknámsálmunnar myndi áhugi fyrir verknámi við skól- ana aukast til muna. Hann sagði að verknámsálman væri fyrri hluti uppbyggingar skólans en síðan ætti að byggja við gamla skólahúsið og klæða það að utan. Þegar því yrði lokið yrði komin sú framtíðar- aðstaða sem skólinn _þyrfti á að halda og vonaðist hann til að ekki þyrfti lengi að bíða eftir að því verki lyki. Ólafur gat árangurs nemenda úr skólanum í Hugvísiskeppninni og Evrópukeppni ungra vísindamanna og sagði að þau sem þar unnu til verðlauna hefðu verið skóla sínum til mikils sóma. 1 lok ræðu sinnar talaði Ólafur til útskriftarnema og hvatti þau til að leggja sig fram við að vinna sín störf af alúð og heiðarleika í fram- tíðinni og rækta það með sér að þau væru íslendingar. Þau ættu að gæta íslenskrar menningar og tungu en jafnframt að hafa næga víðsýni og umburðarlyndi til að skilja og virða menningu og rétt annarra þjóða. Að loknu ávarpi Ólafs voru nem- endur brautskráðir en síðan flutti Rannveig Konráðsdóttir ávarp fyrir hönd nýstúdenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.