Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kirkj ugarðurinn úr lagi genginn SNJÓFLÓÐIÐ í október færði kirkjugarðinn á Flateyri allan úr lagi enda er garðurinn beint fyrir neðan Skollagróf, gilið sem snjóflóðið kom úr. Legsteinarnir hafa færst úr stað og erfitt að átta sig á legstæðunum. Tölu- vert af fólki kom þó í kirkju- garðinn um hátíðirnar og var krossinn sem sést á myndinni reistur. Farið hefur verið hægt í hreinsunarstarf og sést eyði- leggingin um allt flóðasvæðið og skemmd hús í jaðri þess. Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson Vinna að heíjast við nýja Seyðis- fjarðarlínu Egilsstöðum - Ný 130 kv rafmagnslína verður reist í vetur og vor á milli Seyðisfjarðar og Eyvindarárvirkis við Egilsstaði. Linan er um 20 km löng og verða notuð í hana um 400 tonn af stauraefni. í vikunni fyrir jól kom stauraefnið til Egilsstaða og var lagt út á gömlu flugbrautina, því mikið pláss þarf undir efnið og þegar unnið verður úr því. A myndinni er unnið við að afferma bíla sem fluttu stauraefnið til Egilsstaða. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Nýtt orgel í Eyrar- bakkakirkju Eyrarbakka - Við miðnætur- messu á aðfangadagskvöld var nýtt 13 radda pípuorgel helgað til þjónustu Eyrarbakkakirkju. Orgelið hefur sem fyrr segir 13 raddir, tvö hljómborð og pedal. Það er sérhannað í það rými sem kirkjan býður upp á. f hljóðfærinu eru 756 pípur. Björgvin Tómasson orgel- smiður hefur ásamt þremur samstarfsmönnum sínum unnið að smíðinni síðastliðna níu mán- uði og ber smíðin með sér að hún er unnin af fagmönnum. Hvar sem á er litið ber hún vott um snilldarhandverk. Ekki voru allar raddirnar komnar í gagnið við miðnætur- messuna, enda tíminn naumur sem gafst til uppsetningar hljóðfærisins. Orgelleikari og kórsljóri kirkjunnar er Haukur Gíslason. Hann lét vel af þessu nýja hljóðfæri. Sóknarpresturinn, séra Úlfar Guðmundsson, helgaði orgelið en í ráði mun vera að fagna því síðar með hljómleikum. Gamla orgelið hefur þegar fengið nýtt hlutverk hjá organista norður í Eyjafirði, eins og lesa mátti um í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Fj ár hagsáætlun Húsavíkurbæjar Tekjur hækkaum 5% en rekstrar- gjöld 6% Húsavík - Fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs Húsavíkur og fyrirtækja hans var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar hinn 18. þessa mánaðar. Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 488 millj. kr. og hafa hækkað um 21 millj. kr. eða 5% frá síðustu áætlun. I framsöguræðu bæjarstjóra, Ein- ars Njálssonar, kom m.a. fram að heildarrekstrargjöld eru áætluð rúm- ar 376 millj. kr. og hafa hækkað um 6% frá fyrra ári. Tekjuafgangur til eignabreytinga er samkvæmt áætluninni um 111 millj. kr. og er sem hlutfall af heildartekjum um 23% en var á líðandi ári 24%. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 198,3 millj. kr. á móti 186 millj. kr. á yfir- standandi ári. Lántökur bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og hafnarsjóðs eru áætlaðar 66,1 millj. kr. en af- borganir lána hjá sömu stofnunum er 66,3 millj. kr. og þannig gert ráð fyrir að skuldir aukist ekki á árinu. Rekstrartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 301,7 millj. kr. en rekstr- argjöld 251,3 millj. kr. og tekjuaf- gangur til eignabreytinga því 50,4 millj. kr. eða um 17% af tekjum. Alagningarhlutfall útsvara er 9,2% sem er hámark skv. tekjustofn- unarlögum. Álagningarstigi fasteig- nagjalda er áætlaður sá sami og var á líðandi ári. Nokkrar umræður urðu um fjár- hagsáætlunina en henni síðan vísað til síðari umræðu. Morgunblaðið/Silli BÆJARSTJÓRINN, Einar Njálsson, skýrði frá fjárhags- áætlun Húsavíkurbæjar. Lionsklúbburinn Skyggnir í Rangárþingi Sjúkralyfta á Dval- arheimilið Lund Hellu - Lionsklúbburinn Skyggnir í Rangárvallasýslu afhenti fyrir stuttu Dvalarheimilinu Lundi á Hellu rafknúna sjúkralyftu. Að sögn Jóhönnu Friðriksdóttur hjúkrunarforstjóra á Lundi er þetta afar kærkomin gjöf og léttir starfsfólki og heimilismönnum lífið á margan hátt. Lyftan er t.d. notuð við að taka sjúklinga fram úr rúmum, til að lyfta þeim í bað eða í stól og eins til að lyfta fólki upp af gólfi í siysa- tilfellum. Lyftan var afhent á ár- legri samverustund nú á aðvent- unni, stund sem Lionsklúbburinn hefur staðið fyrir á Lundi sl. fimmtán ár, en þá bjóða Lions- menn heimilismönnum uppá jóla- glögg og piparkökur. Heimilisfólk, starfsfólk og Li- onsmenn skemmtu sér saman um stund við söng og harmonikkuleik að afhendingunni lokinni. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir AFHENDING sjúkralyftunnar, Jóhanna Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri, Leifur Þórsson formaður Lionsklúbbsins Skyggnis og Drífa Hjartardóttir formaður stjórnar Dvalarheimilisins Lundar á Hellu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.