Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r » VIÐSKIPTI Hlutabréfaviðskipti með mesta móti í gær Stóraukin ásókn í hlutabréfasjóði Lítið framboð á hlutabréfum í fyrirtækjum veldur áhyggjum HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi voru með líflegra móti í gær. Alls voru skráð 108 viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi og Opna tilboðsmark- aðnum í gær og nam söluverðmæti þeirra rúmri 81 milljón króna. Hins vegar var mun meiri ásókn í hluta- bréf í hlutabréfasjóðunum og klukk- an fimm í gær höfðu selst bréf í þessum sjóðum fyrir um 206 millj- ónir króna samkvæmt samantekt Verðbréfaþings, en það voru þó ekki endanlegar tölur því verðbréfa- fyrirtækin voru opin fram eftir kvöldi í gær. Þetta samsvarar u.þ.b. þriðjungi af heildarsölu hlutabréfa í sjóðunum það sem af er desember. Halldór Friðrik Þorsteinsson, hjá Kaupþingi, segir hins vegar að lítið framboð á hlutbréfum í einstökum félögum um þessar mundir sé áhyggjuefni vegna þeirra óheppi- legu áhrifa sem það kunni að hafa á verðmyndun bréfanna. Hlutabréfaviðskiptin hafa gjarn- an tekið kipp um þetta leiti árs, en salan í ár virðist vera enn meiri en á liðnum árum. Þó virðist ásókn ein- staklinga í hlutabréf einstakra fyrir- tækja hafa dregist nokkuð saman á sama tíma og sala á hlutabréfum í hinum ýmsu hlutabréfasjóðum hefur aukist verulega. Halldór segir að hjá Kaupþingi sé t.d. gert ráð fyrir rúm- lega 100% aukningu I sölu á hluta- bréfum í hlutabréfasjóði fyrirtækis- ins, Auðlind, á þessu ári. Hann seg- ir að álagið hafi aldrei verið meira á þessum árstíma. Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar VÍB, segir að hlutabréfaviðskipti þar hafi verið gríðarlega mikil í gær. „Álagið hef- ur verið mjög mikið en við erum alltaf betur og betur búin undir þessa skorpu í lok árs.“ Ásgeir seg- ir að ásóknin í hlutabréf í Hluta- bréfasjóðnum hf., hlutabréfasjóði VÍB, hafi verið mjög mikil eða sem nemur u.þ.b. 75% af öllum viðskipt- um hjá fyrirtækinu. Heildarsala á þessum hlutabréfum hafi aukist um 50% á milli ára og ekki sé óalgengt að sjá fólk nýta sér möguleikann á því að nýta sér möguleikann á því að nýta hlutabréfakaup á þessu ári til skattaafsláttar á því næsta með því að kaupa tvöfaldan skammt nú. Lítið framboð af hlutabréfum Af einstökum fyrirtækjum var mest ásókn í hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum og Islandsbanka. Gengi þessara bréfa hélst nokkð stöðugt, nema hvað gengi hlutabréfa í Flug- leiðum lækkaði nokkuð undir iok dags, fór úr 2,35 í 2,27. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði hins vegar nokkuð, fór úr 5,30 í 5,50 og hefur gengi bréfanna nú hækkað um 10% á fáeinum dögum. Halldór Friðrik segir hins vegar framboð á hlutabréfum í mörgum fyrirtækjum vera mjög lítið um þessar mundir og það sé áhyggjuefni þár sem það geti leitt til óeðlilegra hækkana á gengi bréfanna. Hann segir að það væri því æskilegt að framboðið, væri meira. HÖFUÐSTÖÐVAR Haraldar Böðvarssonar á Akranesi Búr ehf. yfir tekur rekst- urlnka - > HIÐ nýja innkaupafyrirtæki kaup- félaganna, Olíufélagsins hf. og Nóa- túnsverslananna, Búr ehf., hefur yf- irtekið rekstur Innkaupasambands kaupfélaga (Inka). Þar með hafa langflest kaupfélög landsins gengið til liðs við Búr og munu eftirleiðis sameinast um innkaup á nýlenduvör- um. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa a.m.k. tvö verslun- arfyrirtæki í einkaeigu á höfuðborg- arsvæðinu sýnt áhuga á samstarfi við Búr og standa yfir viðræður um aðild þeirra. Þá hyggjast forráða- menn Búrs ehf. ræða við stórkaup- menn eftir áramót. Stefnt er að því að Búr heiji rekst- ur strax í byijun janúar og mun fé- lagið annast innkaup fyrir fyrirtæki sem velta árlega um 11 milljörðum króna á matvörumarkaði. Eins og fram hefur komið gera forráðamenn Búrs ráð fyrir að fá ekki lakari kjör hjá framleiðendum og heildsölum en Baugur, innkaupafyrirtæki Hag- kaups og Bónus, hefur notið. > í I i í I Hlutafjárútboði Haraldar Böðvarssonar hf. lokið j ! | Óll bréfin seldust tíl forkaupsréttarhafa I 1 I HLUTABREFAUTBOÐI Haraldar Böðvarssonar hf. (HB) á Akranesi sem hófst þann 5. desember sl. er nú formlega lokið og seldust öll bréfín til forkaupsréttarhafa. Engin Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. janúar 1996 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 564,20 tt tt 10.000 kr. skírteini = kr. 1.128,40 tt tt 100.000 kr. skírteini = kr. 11.284,00 Hinn 10. janúar 1996 er 20. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.044,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1995 til 10. janúar 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á Iánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Inníausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1996. Reykjavík, 29. desember 1995 SEÐLABANKIISLANDS bréf verða_ því í boði á almennum markaði. Útboðið var að nafnvirði 50 milljónir króna og voru bréfin seld á genginu 2,4 þannig að heild- arsöluverð nam 120 milljónum króna. Kaupþing hf. hafði umsjón með útboðinu. Fram kemur í frétt frá HB og Kaupþingi að þetta sé í annað sinn á einu ári sem efnt hafi verið til hlutafjárútboðs hjá fyrirtækinu. Félagið seldi hlutabréf að nafnvirði 80 milljónir í nóvember í fyrra á genginu 1,63. Hafa bæði útboðin gengið að óskum. Að mati Kaup- þingis virðist jarðvegur fyrir hlut- afjárútboð fyrirtækja almennt góð- ur um þessar mundir og má telja líklegt að fjöldi fyrirtækja muni sækja sér áhættufjármagn þangað á næstu misserum. Framboð af hlutabréfum fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði hefur minnkað und- anfarna mánuði á sama tíma og eftirspurn hefur aukist og gerir það skilyrði til hlutafjárútboða enn betri en ella. Áætlanir HB gera ráð fyrir 100 milljóna hagnaði á þessu ári og um 60 milljóna hagnaði á því næsta. Eftir hlutafjáraukninguna verður ljárhagsstaða félagsins mun betri en áður. Þannig er áætlað að veltufjárhlutfall verði um 1,7 og eiginfjárhlutfall 30% í árslok. Fyrirtækið er langstærsti at- vinnurekandi á Vesturlandi og greiðir hátt í 800 milljónir í laun á ári, en meðalfjöldi starfsmanna er tæplega 400. Gerður er út einn frystitogari, tveir ísfisktogarar og tvö loðnuskip ásamt því sem fyrir- tækið rekur frystihús, fiskimjöls- verksmiðju o.fl. I 6 ■ Hluthafahópurinn breikkaði Hluthafar gátu framselt for- kaupsrétt sinn í útboðinu og urðu töluverðar breytingar í hluthafa- hópnum. Að sögn Halldórs Friðriks Þorsteinssonar hjá Kaupþingi hefur hluthafahópurinn bæði breikkað og styrkst, en nokkrir stofnanafjár- festar juku hlut sinn nokkuð. „Við erum mjög ánægð með undirtektir hluthafa og ég held að þeir hafi gert góð kaup í útboðinu," sagði hann.“ Auk HB hafa Grandi, Síldar- vinnslan og SR-mjöl boðið út nýtt hlutafé á þessu ári. í. I; 30 milljóna hagn- aður hjá Sæplasti c c SÆPLAST hf. á Dalvík skilaði alls um 30 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins og jafn- gildir það um 10,5% af heildarveltu fyrirtækisins. Nam veltan alls um 290 milljónum átímabilinu ogjókst um 10% frá sama tíma árið 1994. Ekki liggja fyrir samanburðar- hæfar tölur fyrir afkomuna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra, en allt það ár nam hagnaðurinn 10 milljón- um. í lok september voru heildar- eignir Sæplasts hf. bókfærðar á tæplega 394 milljónir og námu skuldir samtals 109 milljónum. Eig- ið fé var því 285 milljónir og eiginfj- árþlutfall 72%. Fram kemur í fréttabréfi fyrir- tækisins að afkoman fyrstu niu mánuðina sé mjög nálægt þeim markmiðum sem sett voru í upp- hafi ársins. Verkefnastaðan sé mjög góð um þessar mundir og ríkir bjartsýni um reksturinn á næsta ári. Sæplast gerði sinn stærsta út- flutningssamning í lok nóvember við franskt fyrirtæki. Þar er um að ræða sölu á 1.800 fiskikerum og verða fyrstu kerin send út um ára- mótin en gert ráð fyrir að afhend- ingu ljúki fyrir lok febrúarmánaðar. Á fyrstu níu mánuðunum var um 60% af fiskikeraframleiðslu fyrir- tækisins seld til útlanda. c I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.