Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 I MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Ekki minni botnfiskafli á Islandsmiðum í aldarfjórðung Verðmæti Smngn- afla 2,5 milljarðar BOTNFISKAFLI innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hefur ekki verið minni á síðasta aldarfjórðungi en í ár. Heildaraflinn er hins vegar eins og í góðu ári. Á þessu ári veiddu íslensk fiskiskip um 35 þús- und tonn af fiski í Smugunni, mest þorsk, að verðmæti um 2,5 milljarð- ar. Fiskifélag íslands áætlar að ís- lensk skip hafi fengið 5-6 þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni að verðmæti um 950 milljónir. Fiskistofa áætlar þennan afla hins vegar 7.700 tonn. Ekki fékkst skýr- ing á þessum mun í gær. Bæði Fiskistofa og Fiskifélag íslands sendu í gær frá sér áætlun um fiskafla ársins og eru þær nokk- uð mismunandi eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu. Mismuninn má rekja til þess að Fiskistofa mið- ar við fyrirliggjandi upplýsingar úr „lóðsinum", tölvukerfi Fiskistofu, sem þróað hefur verið undanfarin ár. Fiskifélagið tekur hins vegar jafnframt tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á þessum tölum við uppgjör samkvæmt reynslu undan- farinna ára. Jafnframt sendu Fiski- stofa og Fiskifélagið frá sér frétta- tilkynningar sem fara hér á eftir. í fréttatilkynningu Fiskistofu segir: „Afli íslenskra skipa í Smug- unni er 34 þúsund lestir af þorski í ár á móti 35 þúsund lestum árið 1994 og tæpum 10 þúsund lestum árið 1993. Uthafskarfaaflinn er 27 þúsund lestir í ár, en var 47 þúsund lestir árið 1994 og tæpar 20 þúsund lestir árið 1993. Á Flæmingjá- grunni er rækjuaflinn í ár um það bil 7,7 þúsund lestir, en var 2,4 þúsund lestir árið 1994 og 2,2 þús- und lestir árið 1993. Afli íslenskra skipa af norsk-íslensku vorgotssíld- inni er alls 172 þúsund lestir, en var rúmlega 21 þúsund lestir á síð- asta ári. Afli þorsks og ýsu, miðað við óslægðan físk, á línu í mánuðunum nóvember og desember 1995 er um það bil 17 þúsund lestir í ár, saman- borið við 11.500 lestir í fýrra og 12.500 lestir árið 1993. Telja verð- ur verulegar líkur á að þær 34 þúsund lestir, sem heimilt er að veiða á línu í mánuðunum nóvem- ber til febrúar á hveiju fiskveiðiári og reiknast aðeins að hálfu til afla- marks, náist á fiskveiðiárinu." Mikil umsvif vegna umskipana í fréttatilkynningu Fiskifélags íslands segir að íslensk skip hafi „veitt um 35.500 tonn af fiski í Barentshafi (Smugunni), mest af þeim afla er þorskur. Verðmæti Smuguaflans er áætlað 2.500 millj- ónir kr. og er þá miðað við meðal- verð á afla eins og það er hérlend- is. Þá má ætla að um 5-6.000 tonn af rækju hafi verið veidd af íslensk- um skipum á Flæmingjagrunni við Nýfundnaland og má ætla verð: mæti þess afla um 950 m. kr. í heild er afli íslenska fiskiskipaflot- ans 1.606 þús. tonn og er aflinn því orðinn eins og í góðu ári, þess ber þó að geta að botnfiskafli hefur sjaldan og aldrei á síðasta áratugi verið minni en í ár. Þá ber þess að geta að til viðbót- ar þessu hafa erlend skip landað hér á landi um 30.000 tonnum af fiski, en 6.800 tonn af þeim var loðna, en um 10.800 voru þorskur. Auk þessa kemur svo til umskip- unar (transit) verulegt magn af fiski, aðallega karfa og rækju. Má áætla að um 30 þús. tonn af karfa hafí komið hér til umskipunar og um 2.500 tonn af rækju. Þessi umsvif hafa skapað ótal störf bæði í þjónustu, viðhaldi og sölu búnaðar og er ekki lítil búbót fýrir þjóðina. Fiskifélagið hefur áætlað að keypt þjónusta og vörur hérlendis séu um 2,5 til 3,0 milljarðar króna.“ Aflatölur 1986- 1994 og spár um aflann 1995 Áætlun Aætlun Endanlegartölur1986- •1994 og áætlun 1995. Allar tölur eru í þúsundum tonna, m.v. - óslægðan fisk Fiskifél. íslands Fiski- stofu* Heiti fisktegunda 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1995 Þorskur 366 390 376 354 334 307 267 251 178 168 164 Ýsa 47 40 53 62 66 54 46 47 58 59 59 Ufsi 64 78 74 80 95 99 78 70 63 49 47 Karfi 86 88 94 92 91 96 94 96 95 88 85 Úthafskarfi 0 0 0 1 4 8 14 20 47 29 - j Steinbítur 12 13 15 14 14 18 16 13 13 12 12 Grálúða 31 45 49 58 37 35 32 34 28 27 26 Skarkoli 13 11 14 11 11 11 10 13 12 11 11 Annar botnfiskur 13 20 23 20 22 27 28 30 27 31 32 Botnfiskur alls 632 684 698 693 674 654 585 574 521 474 436 Humar 2,6 2,7 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 1,0 1,0 Rækja 36,2 38,6 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 72,8 72,0 73,0 Hörpudiskur 16,4 13,3 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 11,5 8,4 8,3 8,0 Síld 66 75 93 97 90 79 . 123 117 130 120 110 Íslandssíld 0 0 0 0 0 0 0 0 21 174 - j Loðna 895 803 909 650 692 256 797 940 748 710 717 Annað 3,4 7,7 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 7,6 5,7 - Heildarafli 1.651 1.625 1.752 1.489 1.502 1.044 1,569 1.699 1.511 1.565 1.345 * Afli íslenskra skipa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. IS stofnar deild fyrir mjöl og lýsi ÍSLENSKAR sjávaraf- urðir hf. hafa opnað söludeild fyrir mjöl og lýsi. Um er að ræða nýja deild innan fyrir- tækisins og er Haraldur Gíslason forstöðumaður hennar. Hingað til hefur ÍS ekki haft mjöl- og lýsis- afurðir til sölu en marg- ir af framleiðendum og hluthöfum fyrirtækisins annast þó framleiðslu á þessum afurðum. Segir Haraldur að ýmsir þeirra hafi hvatt til þess að ÍS tæki þessar afurðir einnig til sölu og nú hafi verið orðið við því. Hin nýstofnaða deild hefur sér- stöðu að því leyti að hún hefur aðsetur í Vest- mannaeyjum, nánar til- tekið hjá Vinnslustöð- inni hf., en Haraldur hefur séð um sölu mjöls og lýsis hjá því fyrir- tæki frá árinu 1992. Þar áður var hami framkvæmdastjóri Fiskimjölsverksmiðj- unnar í Vestmannaeyj- um hf. á árunum 1969 til 1992. Haraldur segir að með því að taka þessa vöruflokka til sölu von- ist ÍS til að veita viðskiptamönnum sínum og aðildarfyrirtækjum betri og víðtækari þjónustu en áður. Haraldur Gíslason Leyft að veiða loðnu í flotvörpu SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU hafa borist nokkrar umsóknir um leyfi til loðnuveiða í flotvörpu. Ráðu- neytið hefur að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar og Lands- sambands íslenskra útvegsmanna ákveðið að leyfa notkun flotvörpu við loðnuveiðar í tilraunaskyni til 1. febrúar 1996. Eftir það verður mál- ið endurmetið. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir að það muni láta fara fram ítarlega athugun á loðnuveiðum í flotvörpu áður en ákvörðun verður tekin um hvort leyfa eigi þessar veiðar yfir sumar- og haustmánuði. Undanfarið hefur Beitir frá Nes- kaupstað veitt loðnu í flotvörpu með góðum árangri. Ar frá Evrópusambandsaðild Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis Reutcr FULLTRÚUM nýju aðildarríkjanna var vel tekið af Klaus Hánsch, forseta Evrópuþingsins, er þeir mættu til starfa í árs- byijun. Að loknu fyrsta árinu eru flestir þeirrar skoðunar að nýju ríkjunum hafi gengið vel að aðlaga sig. I Fjölgunin gekk greiðlega í Brussel. Reuter. ÁRI EFTIR að Svíar, Finnar og Austurríkismenn gerðust aðilar að Evrópusambandinu eru sérfræðing- ar farnir að draga fyrstu ályktan- imar af aðild ríkjanna. Segja má að aðild þessara ríki hafí orðið til að styrkja þau öfl er vilja fjölga aðildarríkjum, auka fríverslun og opna markaði og draga úr Ieynim- akki í störfum ESB. Hins vegar hefur óánægja meðal almennings í nýju aðildarríkjunum hugsanlega orðið til að draga úr áhuga íbúa annarra ríkja utan ESB um ágæti aðildar að einhveiju leyti. Stjórnarerindrekar í Brussel segja aðild Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis ekki hafa valdið neinum stórvægilegum vandamálum. Inn- ganga þeirra í sambandið hafi gengið mjög greiðlega fyrir sig. Helst hafi mátt merkja að nýju rík- in séu ekki jafnæst í enn frekari samruna og sum þeirra ríkja er eru fyrir. Þá hefur aðild þeirra ýtt und- ir nauðsyn þess að stofnanakerfi sambandsins verði endurskoðað á ríkjaráðstefnunni er hefst á næsta ári. Aðild Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis stækkaði ESB um þriðj- ung landfræðilega, íbúafjölda um 6,2% og landsframleiðslu um 7%. Vilja opna ESB Svíar og Finnar hafa lagt ofur- áherslu á að gera ákvarðanatöku innan sambandsins gegnsærri og færa störf ESB nær almenningi. Enn hafa þó nýju ríkin ekki knúið fram neinar róttækar breytingar á starfsaðferðum ESB. „Þetta er líkt og að fara um borð í risavaxið olíu- skip ... Menn breyta ekki hlutum frá degi til dags,“ sagði stjórnarerindreki. Annar sagði að mun auðveldara hefði verið að taka inn þessi ríki heldur en Spán og Port- úgal árið 1986 eða Grikkland árið 1981. Það mætti ekki síst rekja til að nýju aðildarríkin stæðu pólitískt og efnahagslega jafnfætis þeim ríkjum sem fyrir voru. Allir eru þó ekki jafnhrifnir af nýju ríkjunum og kvarta yfir að þau hafi takmarkaðan áhuga á því sámrunaferli sem hefur verið helsti drifkraftur Evrópusamstarfsins undanfarna áratugi. „Sambandið skiptir þessi ríki ekki mestu máli. Þau láta sambandið einungis hafa forgang þegar það þjónar beinlínis hagsmunum þeirra,“ sagði einn stjórnarerindreki. Finnar bestir Flestir eru þeirrar skoðunar að Finnar hafi staðið sig hvað best í störfunum innan Evrópusambands- ins. „Þeir eru mjög markvissir og vita nákvæmlega hvað þeir vilja. Þeir vilja vera þar sem hlutirnir gerast. Þeir eiga eftir að koma okk- ur öllum á óvart,“ sagði embættis- maður hjá framkvæmdastjórninni. | Hann hafði hins vegar efasemdir | um Svía. „Þeir sitja þarna uppi á . hálfeyjunni sinni og líta niður og * velta fyrir sér hvað sér að gerast. Eðlislæg viðbrögð þeirra virðast vera að halda sér í fjarlægð.“ Þá hefur pólitísk ringulreið í landinu dregið nokkuð úr virkni Austurríkismanna. „Þeir hafa í raun verið lamaðir vegna innanríkis- vandamála og orðið að forðast öll viðkvæm mál,“ sagði embættismað- > urinn. Svíar eru þeir sem hafa verið | ófeimnastir við að ráðast harkalega " á gömlu Evrópusambandsríkin líkt og kom greinilega í ljós í deilunni um kjarnorkutilraunir Frakka. „Stundum finnst okkur við geta séð, fundið og heyrt að þarna fer ríki sem um aldabil hefur ekki ver- ið hernumið eða búið við utanað- komandi ógn,“ sagði stjórnarerind- . reki. Finnar aftur á móti hafa ekki } látið mikið á sér bera í umræðum | um utanríkismál. „Þegar við höfum “ verið á móti einhvetju, líkt og til dæmis kjarnorkutilraunum, þá höf- um við látið andstöðu okkar í ljós. Við höfum hins vegar forðast illdeil- ur,“ sagði Taija Halonen, utanríkis- ráðherra Finnlands. Almenningur óánægður Þeir sem kannski hafa erfiðast með að aðlaga sig að breytingunum i eru hinir almennu borgar- ^ ar ríkjanna þriggja. Samkvæmt skoðana- könnun er framkvæmda- stjórnin birti í nóvember eru Svíar, Austurríkis- menn og Finnar almennt óánægðri með Evrópusambandið en íbúar annarra aðildarríkja. Þannig sögðust 62% Svía ekki | telja að þeir hefðu haft hag af Evr- w ópusambandsaðildinni. Þessi við- horf komu einnig greinilega í ljós | í Evrópuþingskosningum í septem- ber þar sem flokkar er beijast gegn aðild fengu mikið fylgi. Sænskir stjórnarerindrekar taka þó fram að þessi andstaða hefur ekki haft áhrif á Evrópustefnu stjómvalda. Finnar virðast nokkuð ánægðari með aðildina ekki síst vegna þess að verð á matvælum hefur lækkað [; um 11% frá áramótum. „Fyrsta árið hefur staðið undir væntingum okkar,“ sagði Martti Ahtisaari, for- P seti Finnlands. „Finnar dug- legir en láta lítið á sér bera“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.