Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hollenskar bókmennt- ir komast í sviðsljósið ÞRÁTT fyrír að búa nánast í Evrópu miðri, skrífar Kristján B. Jón- asson, hafa hollenskir og flæmskir rithöfundar ætíð veríð fremur utan- veltu í bókmenntalífí álfunnar og verk þeirra minna þekkt en skyldi. En nú er farið að tala um „hollensku bylgj- una“ í bókmenntum. BÆKUR hollenskra höfunda hafa að vísu verið þýddar á erlend tungumál og ver- ið aðgengilegar öðrum en þeim sem lesið geta hollensku, en bókmenntamarkaðurinn snýst nú einu sinni um að vekja upp þá tilfinn- ingu að bókmenntir frá ákveðnum löndum eða landsvæðum séu á ein- hvern hátt „í tísku“. Kaupendur og lesendur verða að hafa það á tilfinn- ingunni að í breiðri iínu bóka af svip- uðu sauðahúsi felist grundvallar- sannindi um samtímann sem þeir megi alls ekki láta fram hjá sér fara. Þessari tilfinningu hefur Hollending- um tekist meistaralega að miðla á undanfömum árum með þeim ár- angri að nú er oftar en ekki talað um hollenska bylgju í bókmenntun- um. Hérlendur afrakstur hennar var til að mynda koma Cees Nooteboom til íslands á bókmenntahátíðina í Reykjavík nú í haust og útkoma bók- ar hans: „Sagan sem hér fer á eftir“ (Het volgende verhaal) (1991) í tengslum við hana. Það er samt eilítið villandi að tala um hollenska bókmenntabylgju sem sérstakt fyrirbæri eða afurð tíunda áratugarins. Flestir þeir höfundar sem nú er hampað hafa unnið við skriftir svo árum og jafnvel áratug- um skiptir. Það eina sem breyttist var -að skyndilega var farið að þýða þá af meiri krafti en fyrr, verðlauna þá, skrifa um þá og prísa. Fyrsta. bók Nootebooms, skáldsag- an „Philip en de ander- en“ (Philip og hinir) kom til að mynda út árið 1955 og var mjög mikið lesin og umtöluð á 6. áratugnum. En þó var það ekki fyrr en með skáldsögu sinni „Rituelen" (Helgiat- hafnir) frá árinu 1980 sem hann festist fyrst í sessi sem skáldsagna- höfundur. I heimalandi sínu hafði hann aðallega verið þekkt- ur sem höfundur ljóða og ferðabóka en Nooteboom hefur sent frá sér ein- ar 11 ferðabækur. Það sama gildir um höfundinn Harry Mulisch sem fæddist árið 1927 og hefur um langa hríð verið einn af helstu prósahöfundum Hollend- inga. Hann hefur á seinni árum vak- ið gríðarlega athygli og umfjöllunin um verk hans t.a.m. í Þýskalandi og í Frakklandi hefur líkst því að hér væri ungur höfundur að koma fram á sjónarsviðið með eitthvað algerlega óheyrt og nýtt. Hin magnaða skáld- saga hans „De ontdekking van de hernel" (Uppgötvun himinsins) frá árinu 1992 er þó kannski fremur niðurstaða af löngum ferli en upphaf nýs sköpunarskeiðs. Mulisch var orð- inn þekktur höfundur í Hollandi þeg- ar á 6. áratugnum og telst ásamt Gerard Reve (f. 1923), Willem Frede- rik Hermans (f. 1921) og Jan Wol- kers (f. 1925) til hins stóra fjórstirn- is hollensks módemisma. Allir þessir höfundar tókust á við viðfangsefni líkt og sundurlimum hollenska ný- lenduveldisins eftir seinna stríð og þá sjálfsmyndarkreppu sem henni fylgdi, hinn kalvíníska menningar- bakgrunn Hollendinga (eða hluta þeirra) og síðast en ekki síst þá gild- iskreppu sem seinna stríð hellti yfir allt ungt fólk á Vesturlöndum. Kreppu sem ekki síst var erfið fyrir Hollendinga vegna þess að munurinn á goðsögn andspyrnunnar og þeim nakta sannleika að Hollendingar unnu náið með Þjóð- veijum á . meðan hernáminu stóð var sem fleinn í samvisku þjóð- arinnar og skapaði erf- iða spennu í samskipt- um Hollendinga við ná- granna sína sem enn eimir eftir af. Þetta viðfangsefni myndar t.a.m. uppi- stöðuna í skáldsögu Mulisch „De aanslag" (Tilræðið) (1982) en hann vann einnig með það í fjölmörgum öðr- um sögum frá 6. og 7. áratugnum eins og t.d. í skáldsögunni: „Het stenen bruidsbed“ (Brúðarsæng úr steini) (1959). En Mulisch var einnig umbreytingamaður i formhugsun eins og sést hvað best af verkinu: „De verteller of een idioticon voor zegelbewaarders" (Sögumaðurinn eða mállýskuorðabók fyrir innsiglis- verði) (1970) þar sem textabrotum, prentuðum með mismunandi letur- gerðum, er skipað saman án grein- anlegrar tímaraðar en eru þess í stað bundin saman með flóknum talna- reglum. Fyrrnefnd skáldsaga, „Upp- götvun himinsins", er á hinn bóginn mótuð af úrvinnslufagurfræði nútím- ans þar sem krafa hins „hefðbundna" módernisma um fagurfræðilega heild sem þrædd er saman úr brotum og frumleika í stíl og framsetningu er fyrir löngu hætt að kreppa að sálinni í rithöfundum og listamönnum. Mul- isch segir hér breiða sögu (bókin er 900 síður í frumútgáfunni!) með þeirri veruleikalíkingartækni sem oftast er kennd við skáldsögur 19. aldar en snýr skemmtilega upp á það form með því að sviðsetja „höfund- inn“ og alvitra rödd hans á himnesku plani því það er engill sem stjórnar gangi máia á sviði persónanna. At- burðarásin er því í senn jarðnesk til- viljunarkeðja, án miðs og marks, sem og kosmískt samtal tveggja engla sem hafa flesta atburði í hendi sér og þannig er dregið fram hve fárán- lega tilviljunarkenndir allir atburð- irnir eru og „óraunsæir" án þess þó að „allt í plati“- samkomulagið við lesandann sé rofið. Hinar bráð- Cees Nooteboom Ekta teppi á LÆOKA verðí en gemmottur! Kæru viðskiptavinir! Afgangurinn afódýru austurlensku teppunum verður seidur með 25% afsiætti -allt á að seljast. T.d. nokkurgömulpersneskAfshará verði frá kr. 20.925. og afgönsk daiutch frá kr. 5.175. Ath: Síðustu dagar - föstudaginn 29. og iaugardagm 30. desember kl. 12-19 á GRAND HÖTEL REYKJA VÍK ÍSigtúni. Vísa - Euro raðgreiðslur. HARRY Mulisch. Teikning Dirk Wiarda. skemmtilegu persónur eru þátttak- endur í víðfemri hugmyndaskáldsögu sem grefst fyrir um uppruna nútím- ans og hvernig þekkingarleit vísinda nýaldarinnar (í gamalli merkingu þess orðs) leiðir og hefur leitt jafnt til ógnar sem blessunar. Þetta við- fangsefni, kreppa upplýsingarinnar og framfaratrúarinnar, er nú reyndar að verða að hálfgerðri klisju í millitíð- inni, jafn oft og hinir póst-módernu skáldsagnahöfundar hafa sagt sögu hennar á síðustu 15 árpm. En Mul- isch vinnur á fádæma skemmtilegan hátt úr þessu viðfangsefni og hinir óteljandi útúrdúrar (sem séðir frá sjónarhóli englanna eru aldrei tilvilj- unarkenndir) draga fram magnaðar persónur og lýsingar á furðulegum uppákomum. Þetta er fyndin og sorg- leg bók sem opinberar í senn mögu- leika og kreppu nútíma frásagnarlist- ar um leið og reynir að rýna í línur samtímans. Mulisch eru einnig sem fyrr hug- leikin hin flóknu samskipti Hollend- inga og Þjóðveija í þessari sögu en þetta viðkvæma nágrannasamband er einnig uppistaðan í nýjustu skáld- sögu flæmsku - skáldkonunnar Tessa de Loo (f. 1946), „De tweeling" (Tví- buramir) (1993). Þar greinir frá þýsk- um tvíburasystrum sem eru aðskildar á þriðja áratugnum og alast upp hvor í sínu landinu, önnur í Þýskalandi en hin í Hollandi. Þær hittast aftur að loknu seinna stríði á belgísku heilsu- hæli, báðar sterkt mótaðar af menn- ingu hvors lands fyrir sig og hafa því gerólíka sýn á heiminh. Sagan bygg- ir upp á samtölum þeirra á heilsuhæl- inu sem rofin eru með köfium sem segja frá ævi þeirra allt frá bemsku fram til þess dags að þær hittast að nýju. Gagnrýnendur í Hollandi jafnt sem Þýskalandi hafa verið sammála um að de Loo takist mjög vel að gagniýna goðsögnina um Hollend- inga sem fómarlömb um leið og hún sýni hve erfitt það er að alhæfa um sekt Þjóðveija. De Loo er mjög vin- sæll höfundur í Hollandi og á hinu flæmska málsvæði Belgíu og hefur verið það allt frá því að fyrsta bók hennar, smásagnasafnið „De meisjes van de suikerwerkfabriek" (Stelpum- ar úr sælgætisgerðinni), kom út árið 1983. Ásamt Hollendingnum A.F. Th. van der Heijden (f. 1951) er hún þekktust þeirra niðurlensku höfunda sem fram komu á níunda áratugnum. En það var einmitt 1983 sem fyrsta bindið í skáldsagnaflokkum „De tandeloze tijd“ eftir van de Heijden kom út, sagnabálki sem gagnrýnend- ur hafa þegar kallað eitt af stórvirkj- um hollenskra bókmennta. Sögur Heijden eins og t.d. „Het leven uit een dag“ (Lífið í einn dag) (1988) vefa þéttan söguþráð, þjóðfélags- gagnrýni og skemmtilegar persónu- gerðir saman við mjög þróaðar formtilraunir, líkt og sjá má hjá Nooteboom og Mulisch. Þær sýna svo ekki verður um villst að hvort sem „hollenska bylgjan" er markaðstil- búningur eða ei, þá standast bestu sögur Hollendingana fyllilega sam- anburð við það sem best gerist í skáldsagnagerð nútímans. Það er hreint ekki svo lítið. gm m « - ' «■ . ‘ 8\ i 8.___ "H # :fW Æ& i&rnm \ ' Í'Æ' I Ö'-tr'iö. ' 'fi- 3 1' ■ » • ij/W 1 vmt m I M fc. TónlistarmyndbanclagerðarfDlk [vá - langt orð] staldrið nú við og takið vel eftir. Ó - stjórnin auglýsir eftir íslenskum tónlístarmyndböndum sem komu ný út á árinu 3935. Míyndböndin verða skoðuð og rnetsrí af sérstakri dómnafnd og að endingu tekin fyrir í Ó-inu 16. janúar. IríynLiliDiiLÍin |niifn i.iii Iiííílí lim iíit i t!L! Lkul í.milii: |ln.l! til í'jÚtlVLll | UÍI II L-ÍÍ il Ínl öl lÚi UtiTllásiU i í i : 11ILHÍ ** □ - Tónlistarmyndband, Sjónvarpið, Laugavegi 176, 105 Reykjavík Austurienska teppasalan hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.