Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hneykslanlegrir málflutningxn* í GREIN sem birtist í Morgunblað- inu 19. þ.m. undir fjögurra dálka fyr- irsögninni „Hreinræktað hneyksli", flallar greinarhöfundur, sem er hæstaréttarlögmaður, m.a. um upp- lýsingar sem Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT), hefur komið á framfæri við Alþingi um fyrirliggj- andi tillögur til breytinga á skaða- bótalögum og þau áhrif sem þær kynnu að hafa m.a. á bifreiðatrygg- ingaiðgjöld. Ef grein þessari hefur verið ætlað að vera innlegg hæstarétt- arlögmannsins í faglega umræðu um þessi mál, sem ég raunar stórefast um, hefur það algjörlega mistekist. Umfjöllun hæstaréttarlögmannsins ber merki þess að hann telur það helst málstað sínum til framdráttar að gera vátryggingafélögin, starfs- menn og samtök þeirra tortryggileg og kemur hann víða við. Rangar tjónaupplýsingar, skattsvik og blekk- ingar gagnvart Alþingi eru meðal atriða sem lögmaðurinn kýs að brigsla vátryggingafélögum og vátrygginga- mönnum um. I þessari makalausu grein tekur hann og til við að túlka tölur um bótaskyld slys vátryggingar- félaganna. í þeim þætti gefur hann sér rangar forsendur og verða niður- stöður hans í samræmi við það. Umsögn SÍT um tillögur til breytinga á skaðabótalögum Tillögum um breytingar á tiltölu- lega nýjum skaðabótalögum var skil- að til allsheijamefndar Alþingis í nóvember sl. Sendi allshetjamefnd tillögumar til SÍT til umsagnar. Til- lögumar voru haldnar þeim ágalla að þeim fylgdu engir útreikningar á heildaráhrifum þeirra á slysabætur, ef þær yrðu að lögum. Af SÍT hálfu var allsheijamefnd greint frá því, að reynt yrði að bæta úr þessu og niður- stöður athugunar um íjárhagsleg áhrif tillagnanna mundu síðan fylgja umsögn SIT um málefnið. Meginá- stæða þess, að SÍT taldi nauðsynlegt að hrinda þessari könnun af stað var sú, að næsta einsýnt var að tillögum- ar mundu hækka skaðabótagreiðslur mikið og þar með vátryggingarið- gjöld, ef þær næðu fram að ganga. Taldi SÍT að þingmenn jafnt sem al- menningur ætti skýlausan rétt á að fá upplýsingar um þenn- an veigamikla þátt máls- ins, áður en það yrði af- greitt. Vitað var, að lagt var að sumum þing- mönnum að afgreiða þetta mál með hraði. Í þeim áróðri kom þessi sami lögmaður mjög við sögu. SIT og aðildarfélög þess hafa á hinn bóginn bent á, að t.d. bifreiða- tryggingariðgjöld hér á landi væru nú þegar þung í skauti fyrir al- menning og fýrirtæki. Engin ást'æða væri til þess að grípa til breyt- inga á skaðabótalögum, sem leiða mundu til enn hærri ið- gjalda, enda væri almennt viðurkennt að skaðabótalögin í höfuðatriðum væri góð löggjöf. Akvörðun um breyt- ingar ætti í öllu falli ekki að taka nema að vel yfirlögðu ráði og ve£na þess, að þörfín væri brýn. Síst af öllu ætti að taka ákvörðun um slíkt í tíma- þröng, til þess eins að láta undan kenjum þröngs hagsmunahóps, - og senda síðan reikninginn til almenn- ings og fyrirtækja í formi hærri ið- gjalda. Hver er glæpur SÍT? Af SÍT hálfu var leitað til Bjarna Guðm.undssonar tryggingastærð- fræðings til að gera úttekt á heildar- áhrifum tillagnanna á bótagreiðslur í ökutækjatryggingum. Leitað var til Bjama þar sem höfundar tillagnanna til breytinga á skaðabótalögunum leituðu sjálfír til hans til að gera aðra útreikninga í tengslum við mót- un tillagna sinna. Hæfni trygginga- stærðfræðingsins til að vinna þetta verk ætti því að vera óumdeild. ítar- legri og málefnalegri umsögn SÍT til allsheijarnefndar fylgdi þessi athug- un Bjama Guðmundssonar. Utreikn- ingar hans byggja á bestu fáanlegum upplýsingum. Gerður er raunhæfur samanburður á tjónabótum sam- kvæmt gildandi lögum annars vegar og samkvæmt breytingartillögunum hins vegar. Niðurstöður trygginga- stærðfræðingsins eru ótvíræðar. Bótagreiðslur munu hækka um u.þ.b. 50%, sem að öðru óbreyttu hefur í för með sér hækkunarþörf iðgjald í skyldutrygg- ingum ökutækja um 30%. Glæpur SIT felst í því, að niðurstöðumar hugnast ekki lög- manninum. Hann hvet- ur Alþingi til að taka sér í hendur refsivönd og veita fyrirsvars- mönnum SÍT þá ráðn- ingu, sem þeir verð- skuldi. Skuli það gert með því að lögleiða framkomnar breyting- artillögur á skaðabóta- lögum. Þannig fatast lögmanninum heldur ekki flugpð, er hann skellir fram tillögu sinni um refsiformið, sem hlýtur að teljast nýlunda innan lögfræðinnar. Höfundurinn byggir á röngum forsendum, sem hann gefur sér sjálfur, segir Axel Gíslason. Hann gerir síðan útreikninga sína á þessum röngu forsend- um og dregur af þeim villandi ályktanir. Rangar forsendur. Rangar niðurstöður í fyrmefndri blaðagrein gefur lög- maðurinn sér forsendur sem hljóta að vekja undran, einkum þegar höfð er í huga reynsla hans við uppgjör slysatjóna á skaðabótagrandvelli. Ein meginforsenda lögmannsins fyrir þeim niðurstöðum sem hann kemst að, er varðandi þau tjón frá 1993 sem Bjami Guðmundsson bygg- Axel Gíslason ir útreikninga sína á. Heldur lögmað- urinn því fram, að þau 459 tjón sem annaðhvort hafa þegar verið gerð upp, eða fyrir liggja upplýsingar um til þess að gera hliðstæða útreikninga og fyrir uppgerðu tjónin, séu allt tjón sem leiða muni til bóta vegna varan- legrar örorku eða varanlegs miska. Af þvi dregur hann svo þá stórkost- legu ályktun að þau 587 tjón sem eftir standa „séu að langmestu leyti mál sem aldrei verða nein tjón sem máli skipta". Betur að satt væri. Lögmaðurinn á að vita betur. Al- gengt er að uppgjöri margra örorku- mála ljúki ekki fyrr en liðin era a.m.k. þijú ár frá því slys verður. Einkum á þetta við um mörg stærri mál og ætti reyndum lögmanni að vera þetta manna best ljóst. Þannig innifela fyrr- nefnd 459 tilvik mörg tjón án varan- legrar örorku á sama hátt og mörg óuppgerð tjón bíða uppgjörs á grand- velli varanlegrar örorku í hópi hinna 587 tjóna. Öllum þeim er skoða vilja stað- reyndir málsins má vera ljóst hversu fráleitar ályktanir lögmannsins era. Útreikningar þeir sem SÍT byggði umsögn sína á og sendi Alþingi era byggðir á bestu fáanlegu upplýsing- um og aðferðum og standa óhaggaðir. í grein sem Bjami Guðmundsson ritaði og birtist hér í blaðinu í gær, fjailar hann m.a. um skrif lögmanns- ins. Eins og þar kemur einnig skýrt fram, era forsendur þær sem lögmað- urinn býr til og notar sem grandvöll áframhaldandi útreikninga sinna al- rangar og niðurstaðan því út í hött. Um mat á heildarhækkun slysa- tjóna segir Bjami m.a. í greininni: „Samkvæmt því sem að ofan var rakið fæst það mat að hækkun verði að meðaltali nálægt 50%. Má segja það meginniðurstöðu athugunarinnar og hefur mér vitanlega ekki verið um hana deilt. Það skal áréttað að hér er átt við líkamstjón sem heild, en ekki bætur vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska eingöngu. Ef ein- göngu væri miðað við þau slys sem af hlýst varanleg örorka eða varanleg- ur miski fengist meiri hækkun, en slíkt væri að sjálfsögðu ekki raun- hæft mat á heildaráhrifum. Sam- kvæmt þessum niðurstöðum myndu tillögur Gests Jónssonar og Gunn- laugs Claessen því leiða til stórfelldr- ar breytingar á núverandi skaðabóta- rétti varðandi bætur fyrir líkamstjón." Um skrif lögmannsins um meint ofmat tryggingafélaganna á bóta- skyldum slysatjónum segir Bjami m.a.: „Það er því ekki aðeins að rökst- uðningi fyrir hinu meinta stórfellda ofmati tjóna sé áfátt, heldur má sjá að þær fullyrðingar leiddu af sér nið- urstöðu sem hlyti að teljast reyfara- kennd.“ Þá segi Bjami m.a. í lokaorðum sínum: „Þær ályktanir sem dregnar vora af fyrirliggjandi gögnum í þeirri sam- antekt sem skilað var til stjómar SIT standa því óhaggaðar. Vissulega hefði verið æskilegt að rýmri tími hefði gefist til skoðunar og frekari úr- vinnslu á niðurstöðum og söfnunar ýtarlegri gagna, og vonandi gefst tími til þess í framhaldinu. Þær niðurstöð- ur sem fyrir liggja benda þó mjög ótvírætt til þess að umræddar tillögur til breytinga á skaðabótalögum 50/1993 muni leiða til mjög hækk- aðra bóta frá því sem nú er og að í framhaldi af því verði einnig að reikna með veruiegri hækkun iðgjalda bif- reiðatrygginga.“ Málflutningur lögmannsins Sá málflutningur sem lögmaðurinn kýs að hafa í frammi í umfjöllun sinni í fyrmefndri blaðagrein er sérstakt athugunarefni. Hann byggir á röng- um forsendum sem hann sjálfur gefur sér. Hann gerir síðan útreikninga sína á þessum röngu forsendum og dregur af þeim villandi ályktanir eins og vænta mátti. Þessar ályktanir eru svo aftur notaðar sem staðreyndir þegar hæstaréttarlögmaðurinn fellir dóm sinn. Ekki verður hér reynt að geta sér til um hvaða ástæður liggja að baki svona skrifum. Hjá okkur lesendum Morgunblaðsins, sem ekki erum í hópi hinna löglærðu, hljóta á hinn bóginn að vakna spumingar um, hvemig málflutningi er hagað fyrir dómstólum þessa lands, ef umrædd skrif hæstaréttarlögmannsins teljast forsvaranleg. Hreinræktað hneyksli Grein hæstaréttarlögmannsins hef- ur vakið athygli, enda er hún með endemum. Hún er full af dylgjum í garð íslenskra vátryggingafélaga og þeirra, sem við vátryggingastarfsemi fást. I greininni er og að fínna túlkun lögmannsins á tölum um slys, sem koma til kasta vátryggingafélaganna. Sú umfjöllun lýsir fullkominni van- þekkingu á því efni, sem hann hefur ætlað að skýra með skrifum sínum. Ég get raunar aðeins tekið undir eitt atriði með lögmanninum varðandi grein hans, og það er heitið sem hann sjálfur valdi ritsmíð sinni. Grein lög- mannsins er að efni og framsetningu hreinræktað hneyksli. Höfundur er formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga og for- sljóri Vátryggingafélags Islands hf. Skýrar línur í málefnum Skýrr AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið íjallað um málefni Skýrr. Þessi umræða hefur m.a. snú- ist um að það sé óeðli- legt að ríki og borg eigi og reki fyrirtæki eins og Skýrr. Að fyrirtækið nýti sér yfirburða stöðu sína á markaðinum og að stjómvöld hafí ekki markað neina stefnu um þetta fyrirtæki. Þetta er ekki rétt eins og fram kemur hér á eftir. Hlutverk og eigendur Skýrr Skýrr er sameignar- félag í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Rafmagn- sveitu Reykjavíkur. Skýrr var stofn- að árið 1952 og er elsta fyrirtækið í upplýsingaiðnaði á íslandi. Fyrir- myndin að stofnun Skýrr var sótt til nágranna landa okkar og era t.d. enn í dag starfandi sambærileg fyrirtæki á öllum norðurlöndunum. Þessi fyrir- tæki hafa haft með sér margvíslegt samstarf m.a. í menntunarmálum, þróunarmálum og hugbúnaðargerð. Og nýlega stofnuðu Skýrr, Finnar og Eistlendingar fyrirtækið, Eis- Systems, hlutverk þess verður að veita opinberam aðilum í Eistlandi tölvuþjónustu. Óhætt er að fullyrða að ef ekki hefði komið til stofnunar Skýrr hefðu ríki og borg sett á laggirnar margar tölvudeildir og í dag snérist sennilega um- ræðan um með hvaða hætti væri hægt að sameina þessar deildir til að ná þeirri stærðar- hagkvæmni og öryggi sem rekstur eins og þessi krefst. Allt frá stofnun fyrir- tækisins hefur meginá- hersla verið lögð á að vinna verkefni fyrir eig- endur. Styrkur Skýrr er fólginn í áratuga reynslu í gerð og rekstri stórra upp- lýsingakerfa á landsvísu (landskerfi). Landskerfín krefjast þess að upplýs- ingar geti streymt á milli þeirra og að hámarksöryggis sé gætt við varð- veislu upplýsinganna. Þessum mark- miðum verður ekki náð nema með öflugum og traustum tölvubúnaði, þekkingu á opinberri stjómsýslu og öguðum vinnubrögðum. Hér gilda sömu lögmál og t.d. í sjávarútvegi, menn sækja ekki í Smuguna né á Reykjaneshrygg á trillum, heldur togurum. Landskerfum þarf að halda úti allan sólarhringinn alla daga vik- unnar og það eru gengnar vaktir hjá Vinnubrögð þessi eru gott fordæmi um, segir Þorsteinn Garðars- son, hvemig breyta má ríkisfyrirtækjum í hlutafélög. Skýrr eins og á toguram, trollið er alltaf úti. Skýrr og upplýsingaiðnaðurinn Kennsla í upplýsingatækni hófst ekki hér á landi fyrr en seint á átt- unda áratugnum og má segja að fram til þess tíma hafi Skýrr verið einn helsti menntunaraðili á þessu sviði hér á landi. Og eru ófáir eigendur og starfsmenn hugbúnaðarhúsa sem fengu menntun sína hjá Skýrr. Því má með sanni segja að fyrirtækið hafí lagt ákveðinn grann að skjótri útbreiðslu upplýsingatækni á íslandi. Í umfjöllun um Skýrr hefur einatt verið sett samasemmerki á milli starf- semi Skýrr og Pósts og síma og því haldið fram að Skýrr hafi sömu stöðu á upplýsingamarkaðinum og Póstur og sími á fjarskiptamarkaðinum. Þetta er alrangt eins og áður hefur komið fram og reyndar gera slíkar fullyrðingar lítið úr þeim fyrirtækjum sem hafa gengið vel og má þar m.a. nefna fyrirtæki eins og íslenska for- ritaþróun, Hugbúnað, VKS, Hug, Netverk Fjarhönnun, Tölvusamskipti, Oz og Friðrik Skúlason. Öll þessi fyr- irtæki hafa náð glæsilegum árangri á heimamarkaði og í útflutningi. Skýrr hefur lagt metnað sinn í að vinna með þessum fyrirtækjum til að opna erlend sambönd sem við höfum og til að taka þátt í vöraþróunarverk- efnum sem gætu orðið útflutning- svara. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er til staðar ákveðin þekking hjá Skýrr sem önnur fyrirtæki hafa ekki og það væri ekki upplýsingaiðn- aðinum til framdráttar að starfsmenn Skýrr sætu með hendur í skauti og tækjust ekki á við nýjungar. Stefna stjórnvalda í málefnum Skýrr Fyrir rúmlega tveimur áram ákváðu eigendur að kanna kosti þess að breyta Skýrr í hlutafélag. Stjóm Skýrr hefur unnið markvisst að þessu í samvinnu við starfsmenn Skýrr og er óhætt að fullyrða að vel hafí tek- ist til. Hver man ekki eftir þeim átök- um sem urðu þegar breyta átti SVR í hlutafélag? Ekkert slíkt varð í þessu ferli, nær allir starfsmenn Skýrr voru Þorsteinn Garðarsson fylgjandi þessum breytingum og lögðu sig fram um að leysa þau ágreiningsefni sem upp komu og það sama gilti um stjóm Skýrr. Þau vinnu- brögð sem vora viðhöfð í þessu máli geta án efa orðið öðram fordæmi um hvemig eigi að standa að því að breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafélög sbr. bönkum og Pósti og síma. Ennfremur hafa bæði fjármálaráð- herra og borgarstjóri Iýst því yfír að hlutabréf í félaginu verði seld innan skamms tíma. Það er því rangt að eigendur hafí ekki markað neina stefnu varðandi fyrirtækið. Hlutverk stjómar og starfsmanna Skýrr hlýtur að vera að efla faglega getu og samkeppnishæfni fyrirtækis- ins, til þess að það geti veitt viðskipta- vinum sínum gæðaþjónustu á sam- keppnishæfu verði. Hagur eigenda hlýtur að vera að fá sem mest verð- mæti fyrir sína eign. Hagur almenn- ings er ekki að leggja stafsemina nið- ur og færa einhveijum þá markaði sem fyrirtækið starfar á endurgjalds- laust. Hagur almennings er annars vegar að til staðar sé traust og öflugt fyrirtæki sem er í stakk búið til að safna saman, vinna, miðla og varð- veita upplýsingar er varða alla lands- menn og hag þeirra. Og hins vegar að sú reynsla og þekking sem verður til á heimamarkaði verði nýtt til að sækja á ný mið. Að lokum langar mig til að nota tækifærið til að óska þér, lesandi góður, farsældar á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og markaðssviðs Skýrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.