Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 29 AÐSENDAR GREINAR ENN einu sinni hefur okkur gefist sú gleði að fá að halda há- tíð. Ljósið, sem við okkur skín á heilögum jólum, ber þvílíka birtu, að jafnvel myrkur dauðans hlýtur að víkja. Þess vegna er á jólum sungið um gleði í döprum hjörtum. Og þess vegna óma þeir fagnaðar- hljómar, sem tilfinningin ein fær rúmað. Tilfínningar og tilfinningasemi eru sitthvað. Að komast í snertingu við sinn innri mann er að leyfa barninu í sér að bijótast fram. Og það gerum við, þegar við lútum barni jólanna. Þá birtir í barmi og okkur langar til að láta þá hjarta- hlýju móta vit okkar og vilja, dag- far okkar og breytni og hversdags- leg samskipti okkar mannanna. Það er líkt og okkur langi til að taka heiminn í fangið eða a.m.k. það brot af veröldinni, sem blasir við okkur. Lúther- flutti eitt sinn á jólum prédikun, sem lifir í minningunni. Þar gaf hann háttsemi fjárhirð- anna sérstakar gætur. Hann beindi athygli safnaðarins að viðbrögðum þeirra, sem fyrstir fengu að heyra þann jólasöng, sem geymir frum- tón allra annarra jólasöngva, dýrðarsöng englanna á Betlehem- svöllum. Síðan spurði hann áheyr- endur sína eitthvað þessu líkt: Hvað gerðu þessir fátæku menn, þegar þeir höfðu lotið við lágan stall og lifað undrið mesta? Gengu þeir í klaustur og lokuðu sig frá öðrum? Fóru þeir og reistu há- timbrað musteri þar sem þeir dýrk- uðu Guð á kórréttan hátt daga og nætur? Nei, þeir snéru aftur til hjarðar sinnar, svo einfalt var nú það. Með öðrum orðum: við þjónum Guði með því að þjóna lífinu. í ljóðabókinni: Hvar er land drauma, eftir Rögn- vald Finnbogason, sem nýlega er látinn langt um aldur fram, er ákaflega heiðarleg og einlæg játning prests. Gamli presturinn kveður þar kirkjuna sína eftir fjörutíu ára þjónustu og Guð talar til hans þessum orð- um: Þú hefur unnið hættulegt starf þessi fjörutíu ár, sagði Hann. Hjörtu mannanna geyma allt en hættulegast af því öllu er sjálfið og fáir Sem ná að deyja áður en þeir deyja. Svokallaðir sigrar í lífinu eru oft mestu ósigramir. Hann horfði á prestinn eins og úr fjarska um leið og Hann sagði: Mér hefur þú engu heitið við vígslu þína aðeins haft eftir bamalega formúlu misviturra manna, mér em engar vígslur gildar aðrar en lífið sjálft. Farðu í friði. Við eigum á ylhýra málinu mörg gegnsæ og lýsandi orð, sem mega ekki missa merkingu sína. Eitt þessara orða er orðið embætti. í hugum margra kann það að standa fyrir eitthvað fjarlægt, virðulegt og upphafið. Gefum því gaum, að orðið embætti er runnið af sömu rót og orðið ambátt. Það vísar þannig til þeirra miklu sanninda, að við erum öll sett til að þjóna öðrum í kærleika og trúmennsku. Kannski var það einmitt forsendan fyrir því að það voru fjárhirðar, sem fyrstir fengu að sjá og reyna, að þeir kunnu að kijúpa. A hnján- um, í smæð menns- kunnar, átti Guð greiða leið að hjarta þeirra í þessu litla barni. Og það var barnið, sem þeir lutu. Þannig taka glaðir englar og traustir fjár- hirðar höndum saman á Betlehemsvöllum og hneigja höfuð sín að barninu einu. Það er barnið, sem byggir brú á milli him- ins og jarðar, á milli manns og annars. Þetta barn, sem kem- ur ekki í konungsvaldi stríðu, heldur í kær- leik, líkn og blíðu. Og sé það ásetn- ingur okkar að leitast við að lifa þessu barni, þá hljótum við að framganga í þeim anda, sem það birtir og boðar, hvar sem við erum og förum, í tali og tónum, í verki og í sannleika. Tónlistin tjáir innstu hræringar hjartans, segir Sigfinnur Þorleifsson, eflir sam- kennd og er Guði til dýrðar. Andsvar mannsins við fagnaðar- erindi jólanna er erfitt að búa í búning orða, þess vegna m.a. syngjum við á jólum eins og raun- ar endranær. Það hefur ekki farið framhjá neinum, að söngur Kórs Langholtskirkju hljóðnaði á þess- um jólum og það tekur marga sárt. Kórinn, undir styrkri og ljúfri stjórn Jóns Stefánssonar, hefur ekki leitt svo fáa að fjárhúsjötunni þar sem barnið er reifað og lagt á síður helgrar bókar svo gripið sé aftur til orðfæris meistara Lút- hers. Ég get ekki hugsað til þess að kristnin í landinu fari á mis við þessa góðu krafta og vona að var- anlegar sættir náist með Guðs hjálp og góðra manna. Tónlistin tjáir innstu hræringar hjartans, hún eflir samkennd með- al okkar innbyrðis og er Guði til dýrðar. Þetta þekkja englarnir, sendiboðar Guðs. Kliðmjúkur berst um hásali himnanna söngur þeirra og boðar fögnuð og frið meðal manna. Þótt sú veröld, sem þar bregður fyrir í svip, sé handan orða og handan okkar takmarkaða skilnings, þá á þessi heimur Guðs samt erindi við okkar hversdags- legu tilveru, þar sem kjörin eru misjöfn og mörg. í fátæklegri umgjörð þeirrar jarðnesku myndar sem guðspjall jólanna dregur upp og návist himnanna snertir og fyll- ir sjáum við elsku Guðs. Þar er okkur tjáð, að engar aðstæður séu svo snauðar að þetta barn, sem' birtir Guð á jörð geti ekki breytt þar um og bætt. Kærleikurinn við- urkennir engin landamæri og eng- ar hindranir og það er leið kærleik- ans, sem Guð velur að hjarta manns. Bamið í jötunni leiðir fram barnið í okkur og nær inní þá af- kima sálarinnar, sem öðrum eru alla jafnan lokaðir. Við finnum að líf okkar hefur tilgang. Við erum ekki ein í höndum óblíðra örlaga, það er yfir okkur vakað. Og þessi vitund glæðir með okkur virðing- una fyrir öðrum. Hún brýnir fyrir okkur kærleikann, réttlætið, frið- inn, jafnlyndið og trúfestina. Við lágan stall er lotið í þakklæti til að þiggja styrk og kraft til áfram- haldandi vegferðar, til lífs í um- hyggju og til lífs í þjónustu. Það er háttur margra Islendinga að bera harm sinn í hljóði. Mönnum finnst að engin orð dugi, þegar nístandi sorgin er annarsvegar og það er að sínu leyti satt og rétt. Þess vegna vísar kirkjan til orðs- ins, sem felur í sér fyllingu Guð- dómsins, og það orð varð hold og Söngiir englanna og háttsemi hirðanna Sigfinnur Þorleifsson Dreifbýlið í andarslitrunum ÞAÐ ísland sem við mér blasti þegar ég kom hingað fyrst fyrir 40 árum er ekki lengur til. Hér bjó þá bjartsýnt fólk sem af miklum eldmóð lagði dag við nótt og byggði upp fyr- ir komandi kynslóðir. Sérstaklega er mér minnisstætt andrúms- loftið í sjávarþorpum og til sveita. í þá daga skrifaði ég mikið um íslenskt atvinnulíf fyrir blöð á Norðurlöndum og víðar, og var ekki spar á lofsyrðin um dugmikla og framsýna íslendinga. Nú er tíðin önnur, hvarvetna blasir við uppgjöf. Menn eru að verða öreigar fyrir það eitt að hafa lagt allt undir og treyst landsfeðr- um í blindni. Eins og mér virðist Islendingar vel upplýstir og á marg- an hátt skynsamir, undrar mig að menn skuli ekki fyrir löngu hafa tekið í taumana og valið sér hæfara forustulið sem væri fært um að nýta tækifærin til verðmætasköp- unar betur en raun ber vitni. Ég hef átt því láni að fagna að ferðast mikið um landið og kynnast fólki vel. Satt best að segja er ég undrandi á því hversu lítið ber enn á biturleika hjá þeim sem eru bundnir átthagafjötrum. Menn verða að yfírgefa bú sín og heimili slyppir og snauðir og bytja lífið upp á nýtt nánast með tvær hendur tómar jafnvel á gamals aldri. Samt hafa menn lagt ævi- starfið undir svo við hér á mölinni getum haft það gott. Eiga þau það ekki inni hjá okkur að öðruvísi verði staðið að verki? Hvaða réttlæti er í því að kvóti tilheyrir ekki höfnunum þar sem hefð hefur skapast fyrir dugmikla útgerð og vinnslu? Þegar út- gerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki fara á haus- inn, ættu aðrir að fá að spreyta sig á staðn- um; - þ.e. aflanum ávallt landað og hann unninn í heimahöfn - svo hægt sé að viðhalda og efla atvinnu heima fyrir. Heilu sveitirnar eru að fara í eyði. Það er rétt svo að höfuðstaðar- búinn taki eftir því. Hann hugsar líklegast sem svo: „Hvað kemur mér þetta við?“, „þetta fólk er slík- ur baggi á okkur“, „best að hætta öllum „stuðningi“ við Vestfirði - þetta er hvort sem er búið spil hjá þeim.“ Nei, dokið andartak við! Er okkur virkilega alveg sama um hvernig fer fyrir dreifbýlinu? Ætli við vær- um nokkuð í aðstöðu til að geta haft skoðun yfir höfuð, ef það fólk sem margir vilja feigt - hefði ekki stritað fyrir okkur - og gerir það enn! Islensk bændastétt á svo sann- arlega betra skilið. Ég er þeirrar skoðunar að af- nema ætti með öllu miðstýringu í Það sem kannski vantar mest af öllu, segir Mats Wibe Lund, eru menn sem skara fram úr. landbúnaði og leyfa fijálsan markað þar sem framboð og eftirspurn ráði ferðinni. Þar fyrir utan ætti að leyfa gamla fólkinu að eyða ævikvöldinu við búskap sinn á lífvænlegum kjör- um. Það hefur ekkert unnið til sak- ar og ætti að vera laust við geð- þóttaákvarðanir stjórnvalda. Erlend markaðssetning á okkar umframframleiðslu ætti að vera leikur einn fyrir harðduglega menn sem bera höfuðið hátt og hafa bjargfasta trú á því að okkar vörur er með þeim bestu sem bjóðast í heimi. - Við getum ekki lengur ver- ið þekkt fyrir feftnni við að bjarga okkur - bæði landi og þjóð. Þegar íslenskir lambakjötsréttir verða efstir á matseðlum á bestu veitingastöðum um heim allan, verður barist um að mega kaupa það lítilræði sem við getum boðið. Þá mun unga fólkið aftur flykkjast út til sveitar þaðan sem afi og amma voru rekin í burtu - vegna getuleysis og áhugaleysis þeirra sem þá sátu við stjórnvölinn. Við skulum hætta að sauma púða undir hendurnar á fullfrísku fólki og eyða þeim landlæga misskilningi að jöfnun lífskjara sé fólgin í meðal- mennsku. Því ekki taka upp nýja námsgrein á grunnskólastiginu: sj álfsbj argarviðleitni. Við ættum líka að innleiða já- kvæðan skilning á ýmsum þeim hugtökum sem verið hafa neikvæð allar götur síðan verslun hér á landi var að langmestu leyti í höndum útlendinga. Við verðum að efla siðferði þann- ig að hver og einn landsmaður geri sér grein fyrir því til hvers er ætl- ast af honum. Hann á ekki bara að vera sáttur við sitt hlutskipti heldur einnig líta á það sem rétt og sanngjarnt. Þá getur hann stolt- ur sagt: „Þetta er öllum fyrir bestu og einnig mér sjálfum." - í þessu felst t.d. að skattframtöl verði ávallt gerð að viðlögðum drengskap. Slíkt mun fljótlega leiða til stórfelldrar skattalækkunar og vera hin mesta lyftistöng bættra lífskjara. Nú um áramót væri hollt að hver og einn landsmaður strengdi það heit að gera ísland að betra landi að lífa í. Við þurfum að gera árið 1996 að ári bróðurkærleikans. Við verðum öll að leggja okkur fram um að sýna hvert öðru virð- ingu og veita hvatningu. Samgleðj- umst þeim sem gera það vel og látum þá vera öðrum til fyrirmynd- ar - í stað þess að öfunda. Það sem ísland vantar mest af öllu eru menn sem skara fram úr og fá að njóta sín. Ef ekki verður hlúð að slíkum mönnum er stutt í það að sjálfstæði okkar glatist. Áramótaósk til íslenskra fjöl- miðla er að þeir setji uppbyggingu í öndvegi - í stað þess að velta sér upp úr neikvæðum fréttum. Ekki svo að skilja að fjölmiðlar eigi ekki Mats Wibe Lund bjó með okkur í mynd jarðnesks bróður. Hans vegna megum við vona. Barnið í jötunni er bróðir okkar, sem deilir með okkur kjör- um. Og það sem er mest, hann er upprisinn lífgjafí okkar og lausn- ari, sem sleppir aldrei af okkur hendi sinni hvorki í lífi né dauða. Þess vegna syrgjum við í ljósi þeirr- ar vonar sem við okkur skín frá Betlehem. Og þess vegna syngjum við hið eilífa lag í gleði og sorg. Við berum harminn fram ekki í hljóði heldur í ljóði, í söng líkt og skáldpresturinn Sigurður Einars- son í Holti segir svo fagurlega: Og syng þú hveija sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und, og allt sé misst, þá áttu Krist. Því mest er miskunn Guðs. Þetta tjá jólin öllu öðru fremur, að mest er miskunn Guðs. Sú óskil- yrta elska er mest, sem aldrei sef- ur og aldrei bregst. Það eru til óborganlegar myndir af englum eftir Karólínu Lárusdóttur listmál- ara. Ein þessara mynda sýnir þá á skautum á ísilagðri Reykjavíkur- tjörn. Og nú bregður svo við, að yfirbragð þeirra er þyngra en við eigum að venjast af þessum fleygu himnesku verum. Það er raunar líkt og klunnalegum, jarðbundnum hirðunum hafí vaxið vængir, þeir eru í senn englar og hirðar, sendi- boðar Guðs á meðal manna. Og ef vel er að gáð, má kannski sjá föðurnum himneska bregða fyrir, þar sem hann brosir góðlátlega að leik þeirra frá upphæðum. Breytir engu þótt þeim hætti til að gleyma sér við að dást að mynd sinni á spegilsléttu svellinu eða renni sér með svo miklum og grátbroslegum tilburðum að þeir hljóta að falla. Hann væntir þess eins, að þeir hjálpist að og reisi hver annan við í krafti fyrirgefningarinnar. Svo er að forðast árekstra og ætla öðrum nægilegt svigrúm og síðan eru alltaf einhveijir, sem virðast seint geta lært að renna sér á skautum. Milli jóla og nýárs. Höfundur er sjúkrahúsprestur á Borgarspítalmmm. að sinna sínu hlutverki sem verðir réttlætis, en öllu má ofgera og mér finnst að hvatningin hafi orðið und- ir. Hugsið ykkur ef við getum á aldamótaárinu farið um landið og á ný upplifað blómlegar sveitir og verstöðvar þar sem allt er iðandi af mannlífi. Þá gætum við með sanni verið stolt yfir grettistakinu sem við öll höfum unnið á undra- verðum tíma við endurreisn - í minningu forfeðranna og sem fyrir- mynd fyrir æskuna og komandi kynslóðir. Slíkt er mögulegt ef vilji er allstaðar fyrir hendi. Hversvegna í óskupunum var ég að skrifa þessa grein? Held ég virki- lega að það skipti sköpum að láta skoðun mína í ljós? Eru menn ekki oftast að tala fyrir daufum eyrum? „Ein þúfa veltir sjaldnast þungu hlassi“ en „margt smátt gerir eitt stórt!“ Ég sendi blaðinu þessar línur ein- faldlega af væntumþykju fyrir land- inu sem hefur fóstrað mig í 40 ár, - öllu því fólki sem ég hef kynnst á ferðum mínum. Mér finnst að við höfuðstaðarbúar höfum sýnt því fádæma lítilsvirðingu í flestum okk- ar athöfnum. Vinir mínir um land allt eiga betra skilið. Vonandi taka fleiri undir þetta svo stefnubreyting verði. Það er svo ósköp margt sem hægt er að gera. Forðumst þó að láta málin koðna í nefndum og ráð- um. Látum hendur standa fram úr ermum! ísland er besta land i heimi - íslendingar eru bara sjálfum sér verstir. Sendi ykkur öllum mínar bestu áramótakveðjur. Höfundur er [jósmyndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.