Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á ÁBYRGÐ RÍKISINS MEIRA en helmingur starfsmanna Bændasamtaka ís- lands er í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Greiðsl- ur úr sjóðnum eru hins vegar miklu hærri en iðgjalda- greiðslur gefa tilefni til. Mismunurinn er greiddur úr ríkis- sjóði með framlagi til Bændasamtakanna, sem nemur upp- hæðinni sem þau Jjyrftu annars að standa undir. Bændasamtök Islands voru stofnuð við samruna Bún- aðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Starfsmenn Búnaðarfélagsins, svo og búnaðarsambanda, hafa verið í LSR en ekki starfsmenn Stéttarsambandsins. Við samein- ingu bændasamtakanna óskuðu starfsmenn Búnaðarfélags- ins eftir að vera áfram í LSR og var á það fallist. Nýir starfsmenn eru það hins vegar ekki. Það, sem er athuga- vert við þetta fyrirkomulag, er að ríkissjóður, þ.e. skatt- greiðendur, borgi mismuninn á iðgjöldum og lífeyrisgreiðsl- um. Slíkt er ekki þeirra hlutverk heldur Bændasamtaka íslands. Annað er óviðunandi. Fram til 1990 voru starfs- menn ASÍ í LSR, en Alþýðusambandið greiðir mismuninn sjálft en veltir honum ekki yfir á ríkissjóð. Bændasamtökin eru ekki ein félagasamtaka um það að velta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna sinna yfir á ríkissjóð. Sama gera heildarsamtök opinberra starfs- manna eins og BSRB, BHM og Kennarsambandið. Slíkt er fráleitt. Þessi samtök eru og eiga að vera óháð ríkisvald- inu og hafa enga sérstöðu fram yfir önnur félagasamtök. í þeim efnum skiptir engu, þótt félagar þeirra séu ríkis- starfsmenn. Starfsmenn samtakanna sjálfra eru það ekki fremur en annarra launþegasamtaka.. Milljarðaskuldbindingar, sem engar innistæður eru fyrir, hlaðast á ríkissjóð á ári hverju vegna opinberra lífeyris- sjóða. Hallinn á þeim er nú talinn vera 80-100 milljarðar. Þessum gífurlegu skuldbindingum er vísað til komandi kynslóða. Ekki er seinna vænna en að taka á vandanum. Góð byrjun er að tryggja, að samtök óviðkomandi ríkis- sjóði standi að fullu undir eigin lífeyrisskuldbindingum. BORGAR SIG AÐ VINNA? IMORGUNBLAÐINU í gær er haft eftir Hilmari Björg- vinssyni, deildarstjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins, að það virðist fara í vöxt að aldraðir hætti störfum þegar þeir átti sig á því að bæði séu tekjur þeirra skattlagðar og jafnframt lækki þær ellilífeyri þeirra og tekjutryggingu. „Margir hafa á orði, að það borgi sig ekki lengur að vinna. Er hér um mjög alvarlegar staðreyndir að ræða,“ er haft eftir Hilmari. Þetta eru orð að sönnu. Vandamálið er hins vegar miklu víðtækara og nær til fleiri hópa en aldraðra. Tekjutenging í skattkerfinu er nú orðin svo víðtæk — og tekur til tekna, sem ekki geta talizt meira en meðaltekjur — að jaðarskatt- ur á íslandi er í ýmsum tilfellum með því hæsta, sem ger- ist. „Hátekjuskattur" og tekjutenging barna- og vaxtabóta eykur þannig skattbyrði á ungt fjölskyldufólk ákaflega, reyni það að auka tekjur sínar. Þannig er það orðið þekkt vandamál á almennum vinnustöðum að starfsmenn vilji ekki vinna yfirvinnu, vegna þess að þeir vita að bróðurpart- urinn af tekjuaukanum fer í skatta eða lækkar bótagreiðsl- ur. Raunar virkar skattkerfið með þeim hætti, að menn geta hækkað ráðstöfunartekjur sínar með því að draga úr vinnunni, eins og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur viðurkennt. Námsfólk er sömuleiðis latt til að vinna með námi; náms- lánin lækka fljótt ef fólk reynir að drýgja tekjurnar. Þegar námi er lokið, eru svo endurgreiðslur námslána tekjutengd- ar — hækka með auknum tekjum — og það er ekki vinnu- hvetjandi heldur. Þegar við þetta bætist að sýnt hefur verið fram á að meðalfjölskylda geti haft hærri ráðstöfunartekjur með því að treysta á atvinnuleysisbætur og aðstoð félagsmálastofn- ana en með því að hjón vinni bæði fyrir meðalkaupi, er ljóst að þessi mál eru komin í algjört óefni. Ríkisstjórnin hlýtur að einbeita sér að því á næstu mánuð- um að ráða bót á þessu vandamáli og koma í veg fyrir að það verði almenn skoðun í landinu, að það borgi sig ekki að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni. Sú endurskoðun á skattkerfinu, sem boðuð hefur verið á næsta ári, verður að leiða til rækilegrar uppstokkunar. Efnahagsbatinn, sem nú sjást æ fleiri merki um, ætti að veita svigrúm til að lækka skattbyrðina. * Ymsar breytingar verða á skattalögum Y ■EIGAMESTU breyting- arnar, sem Alþingi gerði á tekjuskattslög- unum fyrir jólin, voru að afnema ákvæði um að persónuafsláttur og ýmsar bótagreiðslur hækki um mitt árið í hlutfalli við hækkun lánskjaravísitölu. Upphæðir per- sónuafsláttarins og bótagreiðsln- anna voru því ákveðnar með lögum nú fyrir jólin og haldast óbreyttar út næsta ár. Samkvæmt þessu verður per- sónuafsláttur 294.528 krónur árið 1996 eða 24.544 krónur á mánuði; sá sami og hann hefur verið síðari hluta þessa árs. Þetta þýðir, að miðað við 41,93% skatthlutfall verða skattleysismörkin í tekju- skatti 58.536 krónur. Lífeyrisiðgjöld skattfijáls Áætlað er að þessar breytingar spari ríkinu um 1 milljarð króna á næsta ári frá því sem almenn verð- uppfærsla hefði kostað. Þetta á að mæta hluta þess tekjutaps sem rík- ið verður fyrir vegna þess að um mitt næsta ár verða lífeyrisiðgjöld sem launþegi greiðir, þ.e. 4% af launum, að fullu undanþegin skatti. Samkvæmt útreikningum ijármála- ráðuneytisins svarar það til þess að tekjuskatthlutfaliið lækki í raun um 1,5% og það mun í heild kosta ríkissjóð um 1,6 milljarða króna. Fýrr á þessu ári var tekjuskatts- lögunum breytt þannig að helming- ur iðgjaldsins (2% af 4%) varð skatt- ftjáls um mitt árið og því voru skattleysismörkin í raun 59.700 krónur. Bæta átti 3. prósentinu við um mitt næsta ár og því 4. um mitt árið 1997 en í tengslum við endur- skoðun á kjarasamningum í nóvem- ber var ákveðið að flýta skattfrels- inu þannig að 3. prósentið bætist við nú um áramótin og það 4. um mitt næsta ár. Fjármálaráðuneytið metur það því svo, að skattleysismörkin verði því rúmlega 60.300 krónur á mán- uði á fyrri hluta næsta árs og 60.975 krónur síðari hluta ársins. Barnabótaauki hækkar Nokkrar breytingar hafa einnig verið gerðar á barnabótaauka til að draga úr svonefndum jaðaráhrif- um í skattkerfinu. En hugtakið jað- arskattur er notað um það þegar auknar tekjur hafa það í för með sér að ýmsar opinberar bætur lækka á móti vegna tekjutengingar. Barnabótaaukinn er tekjutengd- ur og byijar að skerðast hlutfalls- lega þegar tekjur viðkomandi ná ákveðnu marki. Þetta mark verður á næsta ári 1.141.042 króna árs- laun hjá hjónum (um 95 þúsund króna mánaðarlaun) og 570.521 króna hjá einstæðum foreldrum (47.500 króna mánaðarlaun.) Óskertur barnabótaauki með hveiju barni nemur 93.164 krónum á ári (7.764 kr. á mánuði) hjá hjón- um og 100.990 krónum á ári (8.416 kr. á mánuði) hjá einstæðum for- eldrum. Nú hefur reiknireglum um barnabótaaukann verið breytt þannig að dregið er nokkuð úr tekjutengdu skerðingunni. Með gömlu skerðingarákvæðunum lenti þriggja manna-fjölskylda --------- með um 200 þúsund króna mánaðartekjur í 18% jaðarskatti og fjög- urra barna fjölskylda í 22% jaðarskatti til viðbót- ”“™““ ar við 42% tekjuskatt og útsvar, eða í 60-64% jaðaráhrifum alls. En með nýju reglunum lækkar jaðarskattur fyrrnefndra fjöl- skyldna í 57% í báðum tilfellum og barnabæturnar hækka úr 4.400 krónum í 7.500 krónur á mánuði með þremur börnum og úr tæplega 8.000 krónur í 15.000 krónur með fjórum börnum. Fjármálaráðuneytið áætlar að þetta þýði um 500 milljóna króna aukin útgjöld ríkisins á næsta ári. Barnabótaauki hækkar um áramótin .. . Morgunblaðið/Kristinn LÖGGJAFINN hefur ákveðið að draga úr jaðarskatti barnafólks með því að hækka barnabótaauka á næsta ári. Útreikningar barnabótaauka Jaðaráhrif barnabóta- auka minnka Samkvæmt nýju regl- unum skerðist barna- bótaaukinn um 6% með einu barni, 11% með tveimur börnum og 15% með þremur börnum og fleiri þegar tekjur for- eldra fara upp fyrir áður- nefnt tekjumark. Til að finna út barnabótaaukann þarf nokkra útreikninga. Taka má dæmi af hjónum með tvö börn. Hafi þau samtals undir 1.141.042 krónur í árslaun fá þau fullan barnabótaauka, eða 186.328 krónur á ári. (2 x 93.164 krónur). ------- Hafi þessi hjón hins vegar hærri laun skerðist barnabótaaukinn. Ef þau hafa til dæmis 220 þúsund króna tekjur að jafnaði á mánuði, eða 2.640.000 króna árslaun er byijað að draga 1.141.042 krónur frá þeirri upphæð (tekjumark hjóna). Útkoman er 1.498.958 kr. og hún er síðan marg- földuð með 11% (skerðingarhlut- fallið fyrir tvö börn). Þá kemur út 164.885 kr. sem er hin raunveru- lega skerðing á barnabótaaukan- um. Þessi hjón fá því 21.443 krón- ur í barnabótaauka en hefðu fengið rúmar 3 þúsund krónur að óbreyttu kerfi. Hjón með þijú börn fá á næsta Nokkrar breytingar verða á skattalögnm um áramótin og má til dæmis nefna að persónuafsláttur og ýmsar bótagreiðslur haldast óbreytt út árið. Guðmundur Sv. Hermannsson tók saman það helsta í lögunum sem snýr að almenningi. ári 279.500 kr. í óskertan barna- bótaauka. Hafi þau 2.640.000 kr. í árslaun er dæmið reiknað út á svipaðan hátt og hér að ofan, fyrir utan að 1.498.958 er nú margfald- að með 15% (skerðingarhlutfallið fyrir 3 eða fleiri börn). Útkoman er tæplega 225 þúsund sem þýðir að hjónin fá 54.500 í barnabóta- auka. Samkvæmt gamla kerfinu hefðu þau fengið um 20 þúsund krónur. Óbreyttar barnabætur Barnabætur eru greiddar óháð tekjum. Á næsta ári fá hjón 9,272 krónur með fyrsta barni en 28.768 krónur með hveiju barni þar um- fram. Þá bætast 30.176 krónur við þessar upphæðir ef börnip eru yngri en 7 ára. Einstæðir foreldrar fá 69.624 krónur með fyrsta barni og 74.024 krónur með hveiju barni þar um- fram. Þessar tölur hækka um 30.176 krónur ef börnin eru yngri ert 7 ára. Þetta eru sömu upphæðir og miðað var við síðari hluta þessa árs. Vaxtabætur breytast heldur ekki. Þær verða á næsta ári 140.903 krón- ur að hámarki hjá ein- staklingum, 181.212 krónur að hámarki hjá einstæðum foreldrum og 233.015 krónur hjá hjón- um. Nokkrar orðalagsbreytingar voru gerðar í reglunum um útreikning vaxtabóta en þær eiga ekki að hafa áhrif á útreikning þeirra. Draga á 6% af tékjuskattstofni frá vaxta- gjöldum til 'að finna út vaxtabæt- urnar. Vaxtagjöldin geta þó aldrei verið hærri en 7% af eftir- _______________ stöðvum skulda vegna Heimilt að íbúðarkaupa og að auki afskrifa bíla er þak a vaxtagjoldunum, 411.209 krónur hjá ein- staklingum, um 10% 539,830 hjá einstæðum foreldrum og 668.450 krónur hjá hjónum. Leyft að afskrifa bíla Hingað til hefur orðið að eign- færa bíla á upphaflegu kaupverði í skattaskýrslu þótt markaðsverð þeirra hafi lækkað ár frá ári. Með lækkandi verðbólgu varð þessi regla ósanngjörn og sætti gagnrýni og hefur nú verið rýmkuð. Samkvæmt nýjum ákvæðum í skattalögum verður heimilt að færa verð einkabíla niður um 10% árlega í skattaskýrslum frá því verði sem bílarnir voru skráðir í skattskýrslu árið áður. Hins vegar má ekki af- skrifa bíla sem keyptir voru á þessu ári. Jafnframt var sett bráðabirgða- ákvæði í lögin um að á skattfram- tali næsta árs megi til viðbótar af- skrifa bíla keypta á árinu 1993 um 5% til viðbótar og bíla keypta árið 1992 og fyrr um 10%. Þetta þýðir að hafi maður keypt bíl á 500 þúsund í desember árið 1994 getur hann skráð hann á 450 þúsund krónur í skattframtalinu á næsta ári og þannig lækkað eignar- skattstofn sinn um 50 þúsund krón- ur. Hafi hann hins vegar keypt bíl á 500 þúsund í janúar á þessu ári verður hann að telja hann fram á fullu kaupverði. Hafi bíllinn verið keyptur árið 1993 má afskrifa hann um 15% eða í 425 þúsund. Og hafi bíllinn verið keyptur árið 1992 eða fyrr má af- skrifa hann um 20% eða í 400 þús- und. Allir greiði eignarskatt Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ákvæðum um eignarskatt. Það veigamesta er að nú þurfa all- ir aðilar, sem eiga eignir hér á landi, að greiða af þeim eignarskatt nái eignarskattstofninn tilskyldum mörkum. Hingað til hafa aðilar sem eiga lögheimili erlendis ekki þurft að greiða eignarskatt af eignum hér á landi nema eignirnar gefi af sér skattskyldar tekjur. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins er ekki víst að þetta breyti skattlagningu um- ræddra aðila, þar sem þeir gætu hafa þurft að greiða eignarskatt af umræddum eignum í heimalandi sínu vegna ákvæða í tvísköttunar- samningum heimalands þeirra við ísland. Ekki þarf að greiða eignarskatt af skattstofni upp að 3.651.749 krónum hjá einstaklingum og tvö- faldri þeirri upphæð hjá hjónum. Af eignum umfram þetta greiða viðkomandi 1,2% eignarskatt. Umferðaröryggisgjald Á lokadögum þingsins fyrir jól var ákveðið að hækka svonefnt sér- stakt umferðaröryggisgjald úr 100 krónum í 200 krónur. Þetta gjald á samkvæmt lögum að renna til Umferðarráðs og greiðast við al- menna bílaskoðun, skráningu og eigendaskipti. Fram kom á þinginu að framlög ríkisins til Umferðarráðs verða á næsta ári skert sem nemur þessari hækkun á sértekjum ráðsins. Þar með spari ríkið sér u.þ.b. 10 milljón- ir en í staðinn var ákveðið að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á bótum, sem ríkið mun greiða þolendum ofbeldisafbrota frá miðju næsta ári. Hærra tryggingagjald Þeir sem stunda atvinnurekstur þurfa á næsta ári að greiða 0,5% hærra tryggingagjald af launa- greiðslum en á þessu ári. Þetta gjald verður 3,55% í fiskvinnslu, landbúnaði, framleiðsluiðnaði, hót- elgistingu, veitingarekstri, bílaleigu og hugbúnaðarstarfsemi en 6,85% hjá öðrum atvinnurekstri. Þessi --------- hækkun skilar ríkissjóði um milljarði króna og á að fjármagna áðurnefnt skattfrelsi lífeyrisiðgjalda að hluta. Þá samþykkti Alþingi fyrir jólin, að breyta lögum um tek- justofna sveitarfélaga þannig, að fella sérstakan fasteignaskatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði niður í áföngum til ársins 1999 en hækka á móti fasteignaskatt á at- vinnuhúsnæði. Fyrsti áfangi þessarar breytingar verður á næsta ári en þá lækkar sérstaki fasteignaskatturinn úr 1,25% í 0,937% en fasteignaskattur hækkar úr 1,12% í 1,17%. Lagt er til að sveitarfélögin taki við lífeyrisskuldbindingum kennara eftir 1. ágúst 1996 Kostnaður sveitarfé- laga verður 300-400 milljóniráári Nefnd, sem bármálaráðherra skipaði á síðasta ári, leggur til margvíslegar breytingar á skuldbindingum Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. M.a. að 95 ára reglunni verði breytt og ákvæði um að lífeyrir opin- berra starfsmanna taki mið af launum eftirmanns verði afnumið. NEFND um skipan lífeyris- mála við flutning verk- efna milli opinberra aðila leggur til að sveitarfélög- in beri ábyrgð á lífeyrisskuldbinding- um vegna kennara og annarra starfs- manna grunnskólans sem myndast eftir 1. ágúst 1996. Nefndin leggur ennfremur til margvíslegar breyting- ar á réttindareglum Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna m.a. að 95 ára reglan verði afnumin. Fjármálaráðherra skipaði nefnd- ina í nóvember 1994, en í henni áttu sæti Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, Hjörleif- ur B. Kvaran, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndinni var ætlað að leggja fram tillögur um skipan lífeyrismála þegar verkefni flytjast milli opinberra aðila svo sem ríkis og sveitarfélaga. í nefndarálit- inu segir að fallist stjórnvöld á tillög- urnar sé hún reiðubúin til að útbúa nauðsynlegt frumvarp til laga, meta fjárhagsleg áhrif tillagnanna og vinna að samningum um lausn upp- gjörsmála. Auk þess sem nefndinni var ætlað að marka almenna stefnu í lífeyris- málum opinberra starfsmanna við flutning verkefna frá einum opinber- um aðila til annars, vár henni ætlað að taka sérstaklega á réttindum starfsmanna grunnskólans við flutn- ing hans til sveitarfélaganna og á réttindum starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þegar hefur verið geng- ið frá samningi milli ríkisins og Reykjavíkurborgar, í samræmi við tillögurnar, um að borgin beri ábyrgð á öilum lífeyrisskuldbindingum sem myndast vegna starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur frá og með næstu ára- mótum, þar með töldum skuldbind- ingum starfsmanna sem unnu á Landakotsspítala. Kostnaður einstakra sveitarfélaga mismunandi Nefndin gerir ráð fyrir að kennar- ar verði áfram í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins eftir 1. ágúst 1996 nema að um annað verði samið. Þetta er í samræmi við samkomulag sem kennarasamtökin gerðu við stjórn- völd í aðdraganda síðustu kjarasamn- inga. Nefndin leggur til að við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga verði sveitarfélögin ábyrg fyrir lífeyr- isskuldbindingum vegna grunnskóla- kennara frá og með 1. ágúst 1996 þegar tilflutningurinn á sér stað. Nefndin áætlar að kostnaður sveitar- félaganna vegna þessa geti numið 300-400 milljónum króna á ári. Unnt sé að fullnusta skuldbindingarnar með árlegri greiðslu eða útgáfu skuldaskjala. Jöfnunarsjóður sveitar- félaga sjái um greiðslumiðlun milli sveitarfélaga og LSR. Eins komi til álita að Jöfnunarsjóðurinn taki á sig eins konar bakábyrgð gagnvart LSR vegna lífeyrisskuldbindinga, sem sveitarfélag ber ábyrgð á gagnvart LSR, en getur ekki staðið við vegna óviðráðanlegra orsaka eins og byggðaþróunar eða gjaldþrots. Ljóst er að miðað við núgildandi reglur og kaupgjaldsþróun verða þessar greiðslur mjög takmarkaðar um langt skeið. Nefndin segir að búast megi við að greiðslubyrðin verði mjög mismunandi hjá einstök- um sveitarfélögum, bæði í fjárhæðum og hlutfallslega og valdi þar mestu mismunandi aldursskipting kennara. í nefndarálitinu er lagt til að starf- semi LSR, Lífeyrissjóðs hjúkrunar- kvenna og lífeyrissjóða, sem starfa á ábyrgð sveitarfélaga, verði sam- ræmd frá 1. janúar 1997 og að regl- ur standi ekki í vegi fyrir tilflutningi starfsmanna milli opinberra vinnu- veitenda, hvort heldur í hlut á ríkið eða sveitarfélögin. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum um þessa lífeyrissjóði til samræmingar á réttindareglum. Tillögur um minni skuldbindingar Nefndin bendir á að starfsmaður sem færi sig frá einum lífeyrissjóði til annars innan opinbera geirans hafi lakari lífeyrisréttindi en sá sem greiði alla sinn starfsaldur í sama lífeyrissjóð. Lagt er til að þessu verði breytt, en það leiðir til aukinna skuld- bindinga lífeyrissjóðanna. Á móti leggur nefndin til breytingar í sex liðum sem leiða til minni skuldbind- inga. í fyrsta lagi leggur nefndin til ac svokallaðri 95 ára reglu verði breyti í almenna reglu um rétt til töku elli- lífeyris með skertum réttindum fyrii starfsmann sem er orðinn 60 ára og hefur greitt í lífeyrissjóð í 30 ár Sömuleiðis er lagt til að afnumii verði sú regla að opinberir starfs- menn hætti iðgjaldagreiðslum í líf eyrissjóð eftir að hafa greitt í sjóðim í 32 ár, en hún þýðir að starfsmaðui sem byijar að greiða í LSR 20 éxt hættir því 52 ára. í þriðja lagi er lagt til að sú reglf að við útreikning á eftirlaunum skul tekið mið af launum eftirmanns starfi verði afnumin. í staðinn verð miðað við launavísitölu eða verðvísi tölu og lífeyrir verði framreiknaðu frá töku hans í samræmi við þróui vísitölu. í íjórða lagi er lagt til ai örorkulífeyrir verði endurskoðaðu og færður nær því sem gerist hj; almennum lífeyrissjóðum. í fimmt; lagi vill nefndin að ákvæði um heim ild sjóðsfélaga í stöðum, sem eri lagðar niður, til áframhaldandi aðild ar að LSR verði breytt þannig a stjórn sjóðsins verði að samþykkj slíkt innan mjög þröngra marka. í sjötta lagi vill nefndin að ábyrgi á lífeyrisskuldbindingum verði skip milli lífeyrissjóðs og vinnuveitenda ákveðnum hlutföllum. í dag greiði LSR aðeins upprunalegan lífeyri, e; vinnuveitendinn síðan allar þæ hækkanir sem verða á lífeyrinur vegna verðlags eða annarra þátta Bent er á Lífeyrissjóð starfsmann Reykjavíkurborgar sem fyrirmynd a þessu leyti, en þar skipta sjóðurin og borgin skuldbindingunum jafnt milli sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.