Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HILMAR FENGER + Hilmar Fenger fæddist 29. sept- ember 1919 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalan- um 23. desember síðastliðinn. For- eldrar Hilmars voru Kristjana Fenger, fædd Zoega, og John Fenger aðal- ræðismaður og stór- kaupmaður. Systk- ini Hilmars eru Ida, d. 1987, Garðar, d. 1993, Geir Ulrich, Ebba og Unnur. Hilmar kvæntist Borghildi Björgu 1949, foreldrar hennar voru Rannveig og Vilhjálmur Þór seðlabankastjóri. Hilmar og Borghildur eignuðust tvo syni: 1) John, sem kvæntur er ELSKU afi Hilmar okkar er látinn og mun hann skilja eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar. Við systkin- in viljum þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum og munu samverustundirnar með honum alltaf vera ofarlega í hugum okkar beggja. Okkur er það mjög minnisstætt shve fjölskyldan var afa mikilvæg og má þar nefna er hann safnaði allri fjölskyldunni saman á strönd- um North-Carolina. Þar áttum við saman tvær yndislegar vikur sem munu seint líða okkur úr minni. Þó að afi ætti margra góða kunn- ingja var fjölskyldan og nánir vin- ir hans alltaf númer eitt. Það var alveg sama hve afi var upptekinn af vinnu eða öðru, hann var alltaf til staðar fyrir okkur ef við þurftum á honum að halda. T.d. var það ekki sjaldan sem afi kom keyrandi úr vinnunni, út á Nes, til að sækja okkur lítil, með lítil hjörtu, til að hughreysta og skapa það öryggi sem við þurftum á að halda. Hann tók alltaf virkan þátt í áhugamál- um okkar þótt áhugi hans beindist aðallega að okkur en minna að viðfangsefnunum sem voru ýmist íþróttir eða tónlist. Hann fylgdist með skólagöngu okkar og var allt- af jafnstoltur af okkur, sama hvernig okkur gekk námið, og allt- af dró hann fram það besta sem hann áleit okkur bera. Samband afa Hilmars og ömmu Borghildar var mjög sérstakt og -erum við mjög glöð yfir að hafa fengið að alast upp í svo nánu sambandi við þau. Það var alveg einstakt að sjá þau saman. Þau vildu allt fyrir hvort annað gera en fyrst og fremst vildu þau vera saman. Afi var einstaklega snyrtilegur maður, kurteis og hógvær hvort sem var í umgengni við menn eða náttúru en náttúran var honum mjög kær. Hann fór á hvetju sumri í fjölda veiðiferða og hætti því ekki þótt heilsan brysti. í staðinn fyrir að veiða fór hann í göngutúra og tók á móti okkur hinum með bros á vör í veiðiskálanum og beið . eftir sögum dagsins. Hann fór einnig mikið upp í sumarbústað, sem var honum og ömmu mjög kær. Þaðan eigum við systkinin margar góðar minningar um ömmu og afa saman. Elsku amma Borghildur, söknuðurinn er mikill en við vitum að afi er nú kominn á þann stað þar sem honum líður vel og fylgist örugglega með okkur hér. Hann var einn af okkar bestu vinum, Gail flísar Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 567 4844 Rósu og eiga þau þrjá syni, Hilmar Braga, Armann Örn og Inga Rafn; 2) Vilhjálm, sem kvæntur er Kristínu og eiga þau tvö börn, Björgu og Ara. Hilmar gegndi ýmsum störfum við heildverslun Nathan & Olsen hf. og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins 1958-1989. Auk þess gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum á vegum verslun- arinnar. Útför Hilmars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 15. alveg eins og þú ert, og því viljum við kveðja hann með þessum línum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ari og Björg. Ég vissi hver Hilmar Fenger var löngu_ áður en hann vissi hver ég var. Ástæðan var ef til vill sú að hann kvæntist glæsilegri stúlku, sem átti heima í næsta húsi við mig. Við strákarnir í nágrenninu gátum ekki annað en dáðst að þess- um ungu og myndarlegu hjónum, Borghildi og Hilmari Fenger. Löngu síðar kynntist ég Hilmari persónulega, bæði í starfi og leik, og fjölskyldu hans. Ég kynntist einnig bróður Hilmars, Garðari, sem nú er nýlátinn, og fjölskyldu hans. í starfi var Hilmar sá maður, sem flestir aðrir reyna að vera en tekst sjaldan fullkomlega. Hann var já- kvæður, bjartsýnn en jafnframt raunsær. Reynsluheimur hans var óviðjafnanlegur. Við, sem nutum þess að taka þátt í ákvarðanatöku- ferli þessa manns, gátum margt af honum lært. Heiðarleika hans í viðskiptum var við brugðið og fylgdi hann ávallt ríkri siðferðiskennd sinni. Hilmar var sannur heiðurs- maður í orðsins jákvæðustu merk- ingu. Hófsemi og reglusemi voru honum í blóð borin. Hilmari voru falin mörg trúnaðarstörf, sem hann rækti af samviskusemi og trúnaði. í leik og á góðra vina fundi var hann hrókur alls fagnaðar. Segja má að kímnigáfa og jákvætt við- horf hafi verið ríkjandi einkenni Hilmars. Við hjónin teljum það okkar lán og heiður að hafa fengið tækifæri til að kynnast Hilmari og íjölskyldu hans. Við vottum Borghildi og fjöl- skyldu hennar allri okkar innileg- ustu hluttekningu og samúð. Guðrún Ragnhildur Eiríks- dóttir, Jónas A. Aðalsteinsson. Fréttin um andlát Hilmars Fenger, sem barst okkur starfsfé- lögunum í Nathan & Olsen hf., Frigg hf. og Hagveri ehf. á Þor- láksmessudag kom sem reiðarslag. Þótt vitað hafi verið um nokkurt skeið að hverju stefndi þá er eins og ekki sé hægt að undirbúa sig undir það sem óhjákvæmilegt er. Gleði jólanna hefur verið blandin söknuði, og minningar um fyrrum framkvæmdastjóra Nathan & 01- sen hf. hafa leitað á hugann. Hilmar tók við rekstri Nathan & Olsen hf. af bróður sínúm Garð- ari, sem lést 2.11. 1993, árið 1958. Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi dafnað vel á þessum tíma undir stjórn þeirra bræðra, þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir eins og- gengur. Hilmar gætti þess ávallt að fyrirtækið nýtti sér tæknina eins _ og best mátti vera í rekstrinum. Átti þetta ekki síst við um tölvubúnað. Þótt hann hafi sjálfur lítið viljað eiga við þessi nýju tækniundur þá sá hann fyrir sér hagræðinguna, sem af notkun þeirra leiddi og sá til þess að fylgst væri vel með nýjung- um og fjárfest þegar sýnt þótti að vit væri í. Oft var atgangurinn slík- ur í tölvukaupum að haft var í flimtingum að færa þyrfti þessi kaup á ákveðinn vikudag til að starfsfólk fengi frið til annarra verka. Hilmar hafði gaman af þessu og ákvað að miðvikudagar væru tölvukaupsdagar. Hilmar hafði einstakt lag á mannlegum samskiptum. Skrif- stofa hans var alltaf opin og starfs- fólk leitaði oft til hans með mál, GUÐRUN LOFTSDÓTTIR + Guðrún Lofts- dóttir fæddist í Haukholtum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 23. jan- úar 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 18. des- ember síðastliðinn. Hún var næstyngst barna hjónanna Lofts Þorsteinsson- ar og Kristínar Magnúsdóttur. Systkini hennar voru Magnús eldri bóndi í Haukholtum, Þóra húsfreyja í Sandgerði, Þorsteinn bóndi í Haukholtum og Magnús bifreiðastjóri í Kópavogi og eru þau systkini nú öll látin. Guðrún giftist 31. desember 1955 Hjalta Jóns- syni verkstjóra í Reykjavík, en þau skildu eftir skamma sambúð. Guðrún starfaði Iengst framan af við bú foreldra sinna og bræðra I Haukholtum, síð- ar við almenn verkakvennastörf, bæði í Sandgerði og Reykjavík. Síð- ustu ár ævinnar dvaldist hún á öldrunarstofnun- um Reykjavíkurborgar, fyrst í íbúðum aldraðra við Lönguhlíð og síðast á Droplaugarstöðum. Útför Guðrúnar fór fram frá Fossvogskapellu hinn 27. des- ember. ÞEGAR ég stend yfir moldum föð- ursystur minnar koma óhjákvæmi- lega upp í hugann minrtingarbrot frá löngu liðnum tíma, frá barn- æsku minni, minningar sem tengj- ast frænku minni og föðurfólkinu í Haukholtum. Ég minnist allrar hlýjunnar, sem barnið varð aðnjót- andi, komið úr langferð alla leið úr Reykjavík austur í Hreppa. Ég minnist afa míns, sem þá var orð- inn blindur, frænku minnar og annarra heimilismanna í gamla eldhúsinu í Haukholtum, þar sem maður fékk svolítinn reyk í augun og gólfið var ekki steinsteypt eins og heima hjá okkur. Afi minn sagði okkur sögur af skrýtnu fólki í sveit- inni og af Fjalla-Eyvindi frænda sínum. Konurnar hlúðu að okkur sem tengdust ekki alltaf starfi þess hjá fyrirtækinu. Algengt var að menn leituðu ráðgjafar Hilmars ef ráðist var í stórar fjárfestingar svo sem íbúðarkaup. Ráð hans voru heil og hreinskilin og gerðu menn vel í að fylgja þeim. Oft hjálpaði hann til fjárhagslega ef honum sýndist aðstoðar þörf yfir erfiðasta hjallann. Hiímar var góð- ur málamaður. Hann talaði bæði og ritaði á dönsku, ensku og þýsku. Mörgum hjálpaði hann með erlend samskipti hvort sem var vegna við- skipta eða vegna einkamála og eru þeir honum þakklátir fyrir veitta aðstoð í gegnum tíðina, aðstoð sem oft var ekki á margra vitorði. Síðustu árin, eftir að heilsan fór að gefa sig, dró Hilmar sig að mestu út úr félagsstörfum. Kyn- slóðaskipti urðu í fyrirtækinu árið 1989 þegar Vilhjálmur sonur hans tók við starfi föður síns. Hilmar hélt þó áfram að mæta til vinnu að minnsta kosti hluta úr degi á meðan að heilsan leyfði og var ávallt til taks ef leita þurfti ráðgjaf- ar um hin margvíslegustu málefni. Hilmari hlotnaðist margs konar viðurkenning á lífsleiðinni bæði fyr- ir störf sín í þágu verslunar á ís- landi svo og önnur störf sem honum var trúað fyrir. Vænst þótti honum um Prins Henriks-orðuna, sem prinsinn veitti honum árið 1983 fyrir framlag hans til eflingar við- skipta á milli landanna, en hann hafði ávallt sérstakan áhuga á við- skiptum við Danmörku. Éf nefna ætti einn eiginleika sem einkenndi Hilmar frekar en annað þá er það lítillæti. Hann kaus að vinna sín verk í kyrrþey og barst ekki á, hvorki í starfi né í einka- lífí. Slíkir menn eru oft sterkir í minningunni. Við sendum eftirlifandi konu Hilmars, Borgildi Fenger, og sonum þeirra Vilhjálmi og John ásamt tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að Guð gefí þeim styrk í sorg sinni. Starfsfólk Nathans & Olsens hf., Friggjar hf. og Hagvers ehf. Að eiga góðan frænda að er stoð í lífinu en að eiga góðan frænda að einlægum vini er gulli betra. Þannig var viðhorf mitt til Hilmars frænda míns. Tíu ára ald- ursmunur var á okkur en þegar ég fór að kynnast honum og við eftir bestu föngum og færðu okkur spenvolga mjólk. Frá fyrstu tíð hefur hún frænka mín fylgst með okkur, systkinabörnum sínum og öllum afkomendaskaranum, en hún átti ekki börn sjálf. Hún var ein þessara kvenna sem vildu vera veitandi allt sitt líf án þess að gera kröfur til neins í staðinn. Guðrún Loftsdóttir var komin af bændaættum af Suðurlandi. Hún var alnafna ömmu sinnar í Haukholtum, en Guðrún sú var dóttir Lofts Éiríkssonar frá Reykj- um á Skeiðum, Vigfússonar, sem Reykjaætt er talin frá. Föðurætt frænku minnar hefur búið í Hauk- holtum um langan aldur en langa- lang-amma hennar var Valgerður Eiríksdóttir, dóttir Eiríks Jónsson- ar og Kristínar Þorsteinsdóttur, sem Bolholtsætt er talin frá, en það er mikill ættbogi. Móðurafi frænku minnar var Magnús Þórð- arson bóndi í Skollagróf í Hruna- mannahreppi, en hann var af Vík- ingslækjarætt. Guðrún var alla tíð áhugasöm um ættir sínar og uppruna og ræddum við oft um gamla tímann, enda sagði hún skemmtilega frá og var stálminnug. Ég minnist þess þegar hún sagði mér frá því, þegar þær systurnar stóðu við veginn og veifuðu til konungbor- inna ferðalanga, sem þar áttu leið um. Þannig háttaði til að þjóðleið- in lá um hlaðið í Haukholtum, og fóru útlendingar sem komu frá Gullfossi, yfir Hvítá við Brúarhlöð og þaðan lá leiðin niður Hreppa. þá báðir orðnir fullorðnir, komu í ljós þeir eiginleikar í fari hans, sem gerðu að verkum, að á vinfengi okkar féll aldrei skuggi. Söknum við nú vinar í stað. Hilmar var fæddur í Reykjavík 29. september 1919 og var því 76 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Kristjana Zoéga og John Fenger. Ræturnar sterkar frá Dan- mörku, Skotlandi, Reykjavík og Stóra-Ármóti og skapgerð og lund í fullu samræmi við það. Ef lýsa ætti Hilmari Fenger kemur fyrst í hug að segja að hann hafi verið fágaður maður; kurteis maður í fullri og fornri merkingu þessa orðs. Hann var prúðmenni og ljúf- menni hið mesta, enda uppalinn í þeim anda að láta gott af sér leiða. Yfirbragð hans var rólegt, málfar stillilegt, nærgætni í orðum. Al- vörugefínn maður sem bjó yfir ríkri kímnigáfu og dillandi hlátri. Gæfu- maður var hann í starfi og einka- lífi. Fyrirtæki sínu stjórnaði hann af röggsemi og lipurð og veit ég að þar er hans sárt saknað þótt beinni stjórn hans á því sviði hafi lokið fyrir nokkru. í margvíslegum trúnaðarstörfum og félagsstarfi nýttust vel hæfileikar og mann- kostir Hilmars Fengers. Sannaðist í lífi hans og starfi að þeir koma ekki ætíð mestu til leiðar sem hæst láta. Fá hjón vissi ég jafn samrýnd og Hilmar og Borghildi. Voru þau ætíð nefnd í sömu andrá á okkar heimili. Var það gæfa beggja að leiðir skyldu liggja saman, koma sonum á legg og njóta samvista við barnabörn. Hilmar og Borghild- ur voru rausnarfólk. Ljúft er nú á þessari stundu að rifja upp í huga sameiginlegar utanlandsferðir, veiðiferðir, að ógleymdum sam- verustundum öllum á liðnum sumr- um í sumarbústöðum okkar í Hest- vík. Það er margt sem kemur upp í huga og það eru einvörðungu perlur sem geisla í minningunni. Margt og mikið gæti ég skrifað um æviferil Hilmars frænda míns en þetta skulu aðeins vera einlæg minningarorð frá frænda til frænda. Við Sigríður og fjölskylda okkar sendum Borghildi og öllum að- standendum samúðarkveðjur með þökk fyrir þær sameiginlegu sam- verustundir er við höfum átt með látnum heiðursmanni. Geir Zoega. Þegar hún rifjaði upp þessi skemmtilegu minningarbrot, kom sérstakur glampi í augu hennar eins og svo margra annarra, sem riíja upp minningar frá góðu gömlu dögunum. Líf hennar var eins og flestra, það skiptust á skin og skúrir. Hún var viðkvæm en ákaflynd og í brjósti hennar sló gott og hlýtt hjarta. Hún bar mikinn hlýhug til systkina sinna, barna þeirra og fjölskyldna og annarra samferða- manna og þótt hún yrði aldrei rík af veraldlegum auði, vildi hún nota allt sem hún átti til að gleðja aðra. Kært var milli systranna og dvaldi Guðrún oft langdvölum á heimili Þóru systur sinnar. Eftir að Þóra lést létu börn hennar sér sérlega annt um velferð Guðrúnar og held ég að á engan sé hallað þó ég nefni hér að Hulda Gunn- laugsdóttir, systurdóttir Guðrún- ar, hafi verið hennar helsta stoð og stytta. Nú nálgast aldarlokin og eru þeir óðum að kveðja, sem fæddust fyrst á öldinni. Þetta fólk hefur lifað ótrúlegar breytingar, kannski meiri breytingar en nokk- ur önnur kynslóð Islendinga. Við eigum öllu þessu fólki svo mikið að Jtakka. Eg kveð frænku mína með ást og virðingu og þakka henni fyrir allt. Blessuð veri minning Guðrúnar Loftsdóttur frá Haukholtum. Guðmar E. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.