Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 41 MINNINGAR SIGURGEIR STEFÁNSSON + Sigurgeir Stef- ánsson fæddist 2. október 1905 á Kambafelli í Djúpadal. Hann lést 21. desember síð- astliðinn á Sólvangi í Hafnarfirði. For- eldrar hans voru Stefán Sigurðsson og Jóhanna Magn- úsdóttir. Þau eign- uðust átta börn sem upp komust, þau voru Sigurður, Kristinn, Finnur, Sigrún, Hólmfríð- ur, Sigurgeir, Magnús og Fjóla. Árið 1950 kvæntist Sigurgeir Þorbjörgu Eldjám Þórarinsdóttur. Þau eignuðust tvö böm, Þórarin, f. 10. júní 1950, kona hans er Anna Rögn- valdsdóttir og eiga þau soninn Ragnar, og Arnfríði Onnu, f. 25. nóvember 1952. Hennar maki er Ellert Ólafsson og eiga þau þrjá syni, Þorgeir, Ómar og Arnar. Útför Sigurgeirs fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ar þrjár sem þá voru fæddar. Þar byggðuð þið upp þetta fallega heim- ili, og þar óx þessi fallega fjölskylda úr grasi. Sjálfsagt hefur einhvem tímann blásið á móti eins og ann- ars staðar gerist, en heildarsvipur- inn var alltaf sá sami. Allt bar vitni um einstakan dugnað, myndarskap og natni. Ég man alltaf þegar við hittum þig eftir fyrstu aðgerðina. Þá, eins og alltaf, geislaði frá þér glæsileik- inn og þessi óbilandi dugnaður. Þá vorum við líka bjartsýn á framhald- ið; aðgerðin hafði tekist vel og bata- horfumar góðar. Og í nokkur ár virtist allt ganga vel. En sjúkdómur- inn kvaddi dyra að nýju, og þá varð allt erfiðara. Við tók þessi erfiða ganga fyrir þig og þína nánustu; ganga sem enginn getur skilið nema sá sem þreytt hefur. Á slíkri göngu skiptir mestu máli að hafa traustan fömnaut, og hann hafðirðu svo sannarlega, því Guðmundur Ragnar veitti þér ómetanlegan styrk allan tímann. Og allan tímann hélstu reisn þinni, sama á hveiju gekk. Það var glæsileg kona sem af- greiddi mig í bankanum fyrir mán- uði síðan. Og það var líka glæsileg kona sem kvaddi mig í eldhúsdyrun- um heima hjá sér 20. desember sl. Þrátt fyrir þessi miklu veikindi og óbærilega líðan, hélstu enn reisn þinni. Þá var þó sjálfsagt ljóst hvert stefndi. Þar hafði verið rætt um heima og geima, ekki um það sem beið, heldur um svo margt annað. En þessi dapra kyrrð og þessi djúpi friðilr sögðu það allt, sem ekki var sagt með orðum. Við vissum ekki en vitum þó. Síðan liðu tveir dagar, og þá var þessu lokið; lokið að sinni. Við stöndum á vegamótum. Nú fáum við ekki lengur að vera sam- ferða, ekki með þeim hætti sem var. En minningarnar fylgja okkur; minningar um óbilandi kjark, dugn- að, reisn og glæsileika. Og þegar hingað er komið eru minningamar það eina og það besta. Efst í huga er þakklætið fyrir að hafa fengið að eignast þessar minningar. Megi góður Guð blessa og styrkja Guðmund Ragnar, dæturnar flórar og fjölskyldur þeirra. Mannsandinn getur ekki liðið undir lok. Það má líkja honum við sólina, sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa. (Goethe) Megi góður Guð blessa minningu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Stefán Gíslason. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Nú er hún Guðrún mín, blessun- in, farin. Hún var búin að beijast lengi af þvílíkum dugnaði að maður var orðlaus. Á svona stundum verð- ur manni hugsað til æskuáranna á Langholtsveginum. Við vorum þijú, hvert á sínu árinu. Nú eru þeir farn- ir, æskuleikfélagarnir. Það var ekki síst henni Guðrúnu að þakka hvað samkomulagið var gott, því mikið var leikið, sungið og dansað. Þó að samgangur hafi ekki verið mikill seinni áratugina, þá var alltaf þessi þráður með jólakortum og hringingum á afmælum og það var gott að tala við hana núna síðast 13. nóvember. Guðmundur frændi minn, dætur, tengdasynir, bamabörn, bræður og fjölskyldur. Okkar dýpstu samúð. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti Guðrúnu af foreldrum og fleirum sem famir vom á undan. Minningin um hana lifir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Bergþóra. HINN 21. desember siðastliðinn andaðist á heimili aldraðra, Sól- vangi í Hafnarfírði, Sigurgeir Stef- ánsson, Sléttahrauni 34 Hafnar- fírði. Sigurgeir var Eyfírðingur, fædd- ur 2. október 1905 að Kambfelli í Djúpadal. Foreldrar hans vom Stef- án Sigurðsson, bóndi í Kambfelli, og Jóhanna Magnúsdóttir. Þau eignuðust átta böm sem upp kom- ust en þau vom: Sigurður, Kristinn, Finnur, Sigrún, Hólmfríður, Sigur- geir, Magnús og Fjóla. Tvö þeirra em enn á lífi háöldruð, þau Magnús og Hólmfríður. Sigurgeir hafði áhuga á landbún- aði og settist ungur á bekk í Bænda- skólanum á Hvanneyri og vann þar einnig í eitt ár eftir að hann lauk skólanum. Seinna sigldi hann tví- vegis til Danmerkur og vann á Jót- landi við landbúnaðarstörf. Eftir að hann kom heim frá Dan- mörku réðst hann til Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og vann við verslunarstörf og fleiri störf á þess vegum, allt til þess að hann hætti störfum vegna aldurs. Meðal ann- arra starfa ferðaðist hann um allt land og setti upp mjaltavélar hjá bændum á þeim tíma er sú tækni var að ryðja sér til rúms. Á þessum ferðum kynntist hann vel sveitum landsins og fólkinu sem þar býr. Hann var alla tíð mjög áhugasamur um málefni dreifbýlis og unni minn- ingunni frá dvöl sinni þar. Árið 1950 kvæntist hann Þor- björgu Eldjám Þórarinsdóttur frá Tjörn í Svarfaðardal. Þau eignuðust tvö böm: Þórarinn, f. 10. júní 1950. Hann er flugvirki, kona hans er Anna Rögnvaldsdóttir kennari, og eiga þau soninn Ragnar. Amfríður Anna, f. 25. nóvember 1952. Hún er kennari, maður hennar er Ellert Ólafsson sjómaður. Þau eiga þijá syni, Þorgeir, Ómar og Amar. Þorbjörg og Sigurgeir keyptu fljótlega húsið að Sólvallagötu 50 í Reykjavík þar sem þau bjuggu fram á efri ár, er þau fluttust til Hafnarfjarðar og keyptu sér íbúð í nágrenni við dóttur sína og hennar fjolskyldu. Ég kynntist Sigurgeiri ekki með- an hann átti heimili hér í Eyjafirði, enda óraleið í þá daga úr Svarfaðar- dal inn í Djúpadal. En eftir að hann varð mágur minn kom hann gjarnarw á síðsumri hingað norður að Tjörn með fjölskylduna og munaði þá um að fá hann í flekkinn. Hánn var mikill heyskaparmaður og kunni vel til verka og var ætíð aufúsugestur hér. Sjálfur hafði hann yndi af að hverfa um stund úr borgarerlinum og anda að sér ilmi náttúmnnar. Það lýsti sér m.a. í því að þegar Kristján Eldjárn mágur hans var sestur að á Bessastöðum, gerði hann sér tíðar ferðir þangað, ekki þó til að njóta hinna tignu salar-,- kynna heldur til að sinna æðarvarp- ’ inu. Var æðarbúskapur, dúntekja og vinnsla alfarið í hans höndum meðan Kristján var forseti á Bessa- stöðum. Hann var góður fulltrúi þeirra mörgu sem ólust upp í sveit, urðu traustir þegnar borgarinnar, án þess þó að glata nokkum tíma sveitamanninum úr persónuleika sínum. Ég vil þakka Sigurgeiri fyrir vin- áttu hans og tryggð, og votta Þor- björgu og afkomendum þeirra sam- úð okkar hjóna og barna okkar. Hjörtur E. Þórarinsson. t Móðir okkar, GUÐRÚN INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Ljósheimum 12, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 27. desember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Þröstur Hlöðversson. t SIGRÍÐUR KATRÍN JÓNSDÓTTIR frá Haukadal f Dýrafirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00. Hannes A. Guðmundsson, Hjörleifur Guðmundsson, Sigrfður G. Kristjánsdóttir, Skarphéðjnn Guðmundsson, Fanney Vernharðsdóttir, Kristjana Á. Guðmundsdóttir, Ásgeir Jónsson, Guðjón Á. Guðmundsson, Guðlaug Kristófersdóttir, Stefán Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Nikulás Guðmundsson. t Konan mín góð, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Mávanesi 11, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. des- ember. Minningarathöfn verður í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, föstudaginn 29. des- ember, kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Halldórsson. Maðurinn minn, faðir og afi okkar, HILMAR FENGER stórkaupmaður, Hofsvallagötu 49, Reykjavík, lést laugardaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 29. desem- ber, kl. 15.00. Borghildur Fenger, Rósa og John Fenger, Kristín og Vilhjáimur Fenger og barnabörnin. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það em vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU SIGURÐARDÓTTUR frá Hrísey. Brynhildur Kristinsdóttir, Valdfs Kristinsdóttir, Árný Björk Kristinsdóttir og fjölskyldur. t Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, föður, bróður og sambýl- ismanns, GUÐMUNDAR ARNAR ÁGÚSTSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Svava Berg Þorsteinsdóttir, Ágúst Valur Guðmundsson, Ingólfur Örn Guðmundsson, Þórdfs Svava Guðmundsdóttir, Ingibjöra Guðmundsdóttir, Ágúst Valur Guðmundsson, Brynjar Orn Guðmundsson, Bett Wangen, systkini og aðrir vandamenn. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLFRÍÐAR GUÐNADÓTTUR, Mávanesi 8, Garðabæ. Viðar R. Helgason, Kjartan H. Kjartansson, Halldór S. Kjartansson, Snjólaug G. Jóhannesdóttir, Eygló B. Kjartansdóttir, Ólafur Oskarsson, Birgir Rúnar og Eiríkur Búi Halldórssynir. Lokað verður í dag, föstudaginn 29. desember, frá kl. 14 vegna jarðarfarar HILMARS FENGER. Nathan & Olsen hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.