Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ Myndbirting vegna banaslyss á Suðurlandsvegi Stöð 2 braut ekki siðareglur SIÐANEFND Blaðamannafélags ís- lands hefur úrskurðað að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur BÍ með mynd'oirtingu í tengslum við frétta- flutning af þreföldu banaslysi sem varð 14. október sl. á Suðurlands- vegi. Kærendur töldu sig hafa þekkt bifreið ástvina sinna af þeim mynd- um og þannig fengið fréttina af láti þeirra í fréttatímanum, „umbúða- Iaust og án undirbúnings“. Slysið varð með þeim hætti að tvær bifreiðar rákust á með þeim afleiðingum að þrennt lést, eftir elt- ingarleik lögreglu við ökumann ann- arrar bifreiðarinnar. Suðurlandsvegi var lokað vegna slyssins og umferð beint annað. Beðinn að sýna aðgát Stöð 2 sendi myndatökumann á vettvang og heimilaði lögregla hon- um aðgang og myndatöku af slys- stað, eins og öðrum fulltrúum fjöl- miðla, og bað hann um að hafa að- gát við myndatökur. Kærendur töldu sig hafa þekkt bílinn af myndunum og byggðu kæru sina á 3. grein siða- reglna BÍ, þar sem segir að blaða- manni beri að sýna fyllstu tillitsemi í vandasömum málum og forðast allt sem valdið gæti saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Siðanefnd barst greinargerð frá Stöð 2 vegna málsins og leitað var til fagmanna um bíla og varahluti í bíla, sem mat myndirnar svo að flak umræddrar bifreiðar hefði verið óþekkjanlegt öðrum en sérfræðing- um og farið hafi verið eins varlega við myndbirtingu og unnt væri. í texta með fréttinni var tegundar- heitis bifreiðarinnar ekki getið. Varúðar var gætt Siðanefnd getur ekki fallist á að Stöð 2 hafi gætt óvarkárni við mynd- birtingu og segir ekkert á myndun- um þess eðlis að ætla mætti að hægt væri að þekkja bifreiðina af þeim. Nefndin telur því að aðdrag- andi og tímasetning útsendingar fréttarinnar hafi verið eðlileg og þannig staðið að texta og myndbirt- ingu að Stöð 2 hafi gætt þeirrar varúðar sem nauðsynlegt er í vanda- sömum málum. * Tillaga að HI verði sjálfseignarstofnun Menntamálaráð- herra er ánægður með tillögurnar BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra telur að umræður innan Há- skóla íslands um að breyta skólanum í sjálfseignarstofnun séu mjög gagn- legar en nefnd á vegum Háskólaráðs hefur einróma lagt til að Háskólan- um verði breytt úr ríkisstofnun í sjálfseignarstofnun. Sjálfur segist Björn ekki geta annað en verið ánægður með þessar tillögur því þær séu í sama anda og tillögur nefnd- ar, sem fjallaði um Listaháskóla ís- l.ands og hann veitti formennsku. „í þessu máli verður að mínu mati frumkvæðið að koma frá Há- skóla íslands og það verða ekki stjórnvöld, sem þröngva upp á Há- skólann slíkri breytingu,“ segir Björn og bætir við að málið sé enn ekki komið inn á borð til hans. Þýðir ekki nauðsynlega takmörkun nemenda Aðspurður hvort hann sé sam- mála þeirri skoðun Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors að breytingin geti þýtt takmörkun á fjölda nemenda og hærri skólagjöld segir Björn að það sé mál, sem menn verði að meta. Um nokkurt árabil hafi Háskólinn beðið um betri tæki til að stýra inngöngu nemenda í skólann. „Ég sé ekki eins og málið er sett upp að draga þurfi þessa ályktun," segir Björn. Hann segir málið snúast um að rekstrarfyrir- komulaginu sé breytt; að Háskólinn geri samning við ríkið um að veita nemendum ákveðna menntun og rík- ið greiði fyrir þá þjónustu. „Síðan má ekki gleyma því,“ bæt- ir Björn við „að Háskólinn er ákaf- lega öflugt fyrirtæki og er að verða umsvifamikill í þjónustustarfsemi. Hann hefur einkarétt á happdrætti og rekur kvikmyndahús og apótek. Þannig kann að vera skynsamlegt fyrir þá, sem stjórna honum, að líta á Háskólann sem eina rekstrarlega heild og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það kann einnig að vera álitamál, hvað sem þessar tillögur varðar, hvernig beri að standa að stjórn skólans með hliðsjón af regl- um um stjórnsýslu og ráðstöfun á opinberu fé. Þátttaka manna utan skólans í æðstu stjórn hans kann að vera nauðsynleg og æskileg.“ Dregið í jólaleik Shell-stöðvanna í BYRJUN desember gengust Shell- stöðvarnar fyrir spurningaleik þar sem 15 jólatré voru í vinning. Góð þátttaka var í leiknum og voru nöfn 15 heppinna þátttakenda dregin út um miðjan desember. Þeir sem hrepptu jólatré að þessu sinni voru: Pollý Rósa Brynjólfsdóttir, Keil- usíðu lld Akureyri, Ásrún Ásgeirs- dóttir, Arnarsíðu 2c Akureyri, Þóra Bragadóttir, Ægisgötu 40 Vogum, Úlfhildur Sigurðardóttir, Heiðargerði 2d Húsavík, Ólöf M. Siguijónsdóttir, Blátúni 10 Bessastaðahreppi, Rósa Valdimarsdóttir, Miðleiti 12 Reykja- vík, Anna María Arnardóttir, Stelks- hólum 4 Reykjavík, Ragna M. Gunn- arsdóttir, Stóra Hjalli 5 Kópavogi, Matthías Matthíasson, Strýtuseli 18 Reykjavík, Sif Björk Birgisdóttir, Steinagerði 5 Reykjavík, Baldur Már Guðmundsson, Austurfold 7 Reykja- vík, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Álfa- skeiði 98 Hafnarfirði, Ragnheiður Briem, Grettisgötu 53b Reykjavík, Kristín Jónsdóttir, Hringbraut 70 Hafnarfirði og Ágústa Karla ísleifs- dóttir, Miðholti 11 Mosfellsbæ. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 47 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir GUNNAR Þorvaldsson, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir undirrita samninginn um sjúkraflugið í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Ráðstafanir gerðar vegna sjúkraflugs á Vestfjörðum Samið við íslandsflug SAMNINGUR við íslandsflug hf. um sjúkraflug á Vestfjörðum var undirritaður í gær af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Halldóri Blönd- al samgönguráðherra og Gunnari Þorvaldssyni framkvæmdastjóra Islandsflugs. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður. íslandsflug hf.skuldbindur sig til að hafa flugvél og flugmenn á bakvakt á Holti eða á ísafirði frá sólsetri til sólarupprásar. Flugfé- lagið hefur aðgang að flugskýli á ísafirði og tveir flugmenn þaðan munu sjá um flugið. Föst greiðsla frá • samgönguráðuneytinu vegna þessarar þjónustu verður 4,5 millj- ónir króna á ári. 100 sjúkraflug eru að jafnaði flogin á ári á Vestfjörðum og hvert flug kostar ríkið tæplega 100.000 krónur. Gunnar Þorvaldsson sagði að þeir gengju beint inn í samning Flugfélagsins Arna sem séð hafa um þessa þjónustu síðastliðin 20 ár. Hann sagði að flugið yrði innan við 5% af heildarstarfsemi félags- ins. Arekstur á Skeiðarársandi ÁREKSTUR varð á Skeiðarársandi á miðvikudag þegar fólksbíll og jeppi skullu saman. Að sögn lög- reglunnar á Kirkjubæjarklaustri, blindaðist ökumaður fólksbílsins í sól. Ökumaður jeppans marðist, en bílstjóri fólksbílsins fékk glersalla yfir andlit sitt og skarst lítillega. Morgunblaðið/Benedikt Vinningstölur 28. des. 1995 4.10.11.18*23*27*28 Eldri úrslit ó símsvara 568 1511 Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak. I því ei Aibók Islands meS fióðleik um ótfeiði, otvinnuvegi, iþióitii, sljómmál, monnolát og moigt fleira. Fæst i bókabúðum um bnd all. Fóonlegir eiu eldri áigangai, alltiiá 1946. Sögufélag, Fischersundl 3, sími 551 4620. SÖGUFÉIAG 1902 SÖLUHÆSTI HLUTABRÉFASJÖÐURINN Á ÍSLANDI Mi HHTABRÉFA IMl SJOÐURINN Núna er lokaspr etturinn! FORYSTA I FJARMÁLUM! } VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili ad Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.