Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 51 I DAG Árnað heilla OZ\ÁRA afmæli. í dag, OV/föstudaginn 29. des- ember, er áttræður Jóhann Ármann Kristjánsson, álestrarmaður, Bessastíg 10, Vestmannaeyjum. Hann og eiginkona hans Elín Guðlaugsdóttir, sjúkraliði, eru að heiman á afmælisdaginn. fT/\ÁRA afmæli. í dag, tJ V/föstudaginn 29. des- ember, er fimmtug Amdís Jónsdóttir, vígslubisk- upsfrú í Skálholti. Hún tekur á móti gestum á heim- ili sínu í Skálholti á afmælis- daginn eftir kl. 17. Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. september sl. í Háteigskirkju af sr. Karli Sigurbjömssyni Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Oddur Valur Þórarinsson. Heimili þeirra er í Miðtúni 76, Reykjavík. Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 11. nóvember sl. Guðný Margrét Skarp- héðinsdóttir og Thor B. Eggertsson. Heimili þeirra er í Safamýri 40, Reyjavík. GULLBRÚÐKAUP. Þann 27. desember sl. áttu fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Regína Stefánsdóttir frá Vestmannaeyjum og Darwin Pratt. Þau eru búsett í Cleveland Ohio í Bandaríkjunum. SKAK IJmsjón Margeir Pétursson Hvítur á leikinn. STAÐAN kom upp á Guð- mundar Arasonar-mótinu fyrir jólin. Sigurbjörn Björnsson (2.210) úr Hafnarfirði hafði hvítt og átti leik gegn Færeyja- meistaranum Eyðun Nolsoe (2.111 dönsk stig). Svartur lék síðast 22. - Bf8-d6 í erfíðri stöðu 23. Rxd5! - Bxc7 (23. - exdö? 24. Dc6 var vonlaust með öllu) 24. Rxc7+ - Ke7 25. Rxa8 - Rg3 26. Hh7! - Rf5? (Besta varnartil- raunin var að leika 26. - Re2+ 27. Kd2 - Dxb2 þótt hvítur standi samt sem áður til vinnnings eftir 28. Hxg7+ - Kf8 29. Hf7+ - Kg8 30. Kel! Nú var sterk- asti leikur hvíts 27. Rb6! sem vinnur strax.) 27. Bh6? - Rxh6? (Síðasta vonin var 27. - Rc5!? og ekki er alveg öll von úti.) 28. Hxg7+ - Kf8 29. Hxd7 og með manni meira og sókn vann Sigurbjörn örugglega. Pennavinir FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Rie Makino, 2-31-17 Takeoka, Kiyose-chi, Tokyo 204, Japan. Farsi , ý>a% er ohsegsama. hvcÁ -filk segir, 'eg h&f unnio fyrirþcsSum ■fáium ." HÖGNIHREKKVISI // Eínhutrjar fleiti a thagasemcftr e<Sa, fpumingar? •> STJÖRNUSPA cltir Franccs Drake * STEINGEIT Afmælisbam dagsins: Þú hefur ríka ábyrgðar- kennd ogátt auðvelt með að einbeita þér. Hrútur (21.mars- 19. apríl) (Hfc Þú ættir ekki að vanmeta eigin getu. Þú býrð yfir mörgum góðum kostum, og átt auðvelt með að vinna með öðrum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér fmnst lítt miða áfram f vinnunni, og þú ættir að kanna leiðir til úrbóta nú legar nýtt ár er að ganga í garð. Tvíburar (21.maí-20.júní) Erfitt reynist að koma á fundi með einhveijum, sem þú þarft að ræða við fyrir áramótin. Vinur getur gefið þér góð ráð. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Þú verður fyrir smávegis aukaútgjöldum vegna heim- ilisins, en þarft ekki að hafa áhyggjur, því afkoman- -fer batnandi. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Áhyggjur leysa engan vanda. Taktu til hendi og leystu málið. Vinur veitir þér góðan stuðning og hvetur þig til dáða. Meyja (23. ágúst - 22. september) sH Eyddu ekki tímanum í að bíða eftir einhveijum, sem lætur á sér standa. Reyndu frekar að ljúka því sem gera þarf fyrir helgina. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur meiru að sinna heima en þú reiknaðir með, og ættir að fá fjölskylduna til að hlaupa undir bagga með þér i dag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Afköstin verða ekki mikil í vinnunni í dag, því fiestir eru með hugann við komandi helgi. Þér er alveg óhætt að slaka á. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert ekki viss um hvað þig langar að gera í kvöld, en ástvinur hefur ákveðnar hugmyndir og kvöldið verður skemmtilegt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Góður andi ríkir á vinnustað í dag, þótt erfiðlega gangi að ná samningum um við- skipti fyrr en eftir að nýtt ár gengur í garð. Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Vinur getur valdið þér nokkrum vonbrigðum í dag, en ástvinur bætir þér það upp. Ráðamaður reynist þér hjálplegur í vinnunni. Fiskar (19. febrúar-20. mars) !£* Einhver gerir þér óvænt mik- inn greiða í dag. Þér er óhætt að treysta á eigin dómgreind í samningum um fjármál og viðskipti. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra stað- reynda. Matur og matargerð Nýársmáltíð Þennan síðasta pistil ársins felur Kristín Gestsdóttir bónda sínum að skrifa, en hann teiknar þær myndir sem skreyta þættina. „RÖMM er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.“ Þannig er okkum íslendingum farið að við sækjum á æskuslóðirnar. Kona mín leit ljósið á Seyðisfirði og eitt sinn stóðum við hjónin þar í fjöruborðinu í lítilli vík við svo- nefndan Staðartanga neðan við túnið á Dvergsteini norðanmegin við Seyðisfjörð. Stendur þar steinn sérkennilegur mjög, líkur húsi að lögun. Gömul þjóðsögn segir að kirkja hafi í fyrndinni staðið sunnan íjarðar og verið þaðan flutt að Dvergasteini. Hafi þá dvergarnir jafnframt viljað flytja sína kirkju yfir fjörðinn, en komu henni ekki lengra en í fjör- una þarna í víkinni. En ætluðu dvergarnir nokkurn tíma með hana lengra? Þama er eitt feg- ursta kirkjustæði sem við höfum séð með Strandartind speglandi í firðinum og svo friðsælt var þama að æðarkolla hafði komið upp ungum sínum við kirkjuvegginn. Þarna var sá friður sem á að ríkja í og við musteri. Dvergastein sat um árabil einn af öndvegisklerk- um þessarar aldar, séra Sveinn Víkingur. Hann hafði skemmti- lega frásagnargáfu og var ritfær vel. í einni bóka hans - Myndir daganna - segir svo: „Það er sagt um hinn vísa Salómon kon- ung að þegar hann hafði lokið byggingu hins mikla musteris í Jerúsalem, þá hélt hann mikla hátíð og bauð til sín stórmenni. En þegar hann var að vígja must- erið, hvarflaði sú hugsun að hon- um og hann sagði hana meira að segja upphátt, svo allir heyrðu, að það væri engan veginn víst, að Guð vildi taka sér bústað í þessu húsi, enda þótt hann hefði byggt það í þeim tilgangi.“ Séra Sveinn bætir við: „Og enda þótt við byggjum okkur voldug og traust steinhús og höfum meira að segja efni á að gjöra það, þá er engan veginn víst að hamingj- an komi og setjist að hjá okkur í því húsi. En hún kann að taka sér bólfestu í kjallaranum hjá snauðum hjónum, sem við leigð- um þeim fyrir okur verð. Svona er hamingjan. Hún hvorki kemur eða fer eftir fyrirfram gerðri áætlun.“ Já, Salómon konungur var skynugur maður. Ef til vill sá hann það fyrir að þúsund árum síðar yrði fjárhúskofi á Betlehem- svöllum valinn í musteris stað, en þar höfðu líka fjárhirðar, sem gættu hjarðar sinnar, sett olíu á lampa sína og voru viðbúnir komu meistarans. Við skulum líka setja olíu á lampa okkar og ganga vonglöð til móts við nýtt ár. Rj ómao stkj úklingur 2 kjúklingar, um 1 kg hvor 2 tsk. salt nýmalaður pipar 200 g ijómaostur án bragðefna nokkrar steinseljugreinar kjúklingasoðsteningur ijómaostur eða rjómi 1. Klippið steinseljuna fínt og blandið saman við ijómaostinn með gaffli. Notið leggina í soðið. 2. Losið húðina frá bringu og læri með því að stinga fingrunum undir, troðið síðan ijómaostblöndunni undir. 3. Nuddið salti og pipar vel inn í kjúklinginn að utan og innán. 4. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið kjúklinginn á smurða ofnskúffu og steikið í 50 mínútur. 5. Hellið örlitlu vatni í ofnskúffuna þegar tfminn er hálfnaður. 6. Sjóðið innmat, hálsa og leggi af steinseljunni í um 3-4 dl af salt- vatni í 30 mínútur. Síið soðið. 7. Setjið kjúklingana á fat, hellið örlitlu vatni í ofnskúffuna og og hreinsið alla brúningu úr henni saman við. Notið þetta í sósu ásamt soðinu af innmatnum og kjúklingasoðsten- ingi. Búið til hveitihristing og jafnið sósuna. Bætið með ijómaosti eða ijóma. Meðlæti: Soðið grænmeti, soðnar kartöflur og hrásalat. Þessi ábætisréttur hentar ekki börnum, en mín reynsla er sú að böm vilji miklu heldur keypan is en hinn heimagerða jafnvel þótt ekkert vín sé í honum. Appelsínukrap 3 dl flórsykur 3 dl vatn 4 appelsínur + börkur af einni safi + börkur af einni sítrónu 3 pelar (7 ‘A dl) freyðivín 2 eggjahvítur 4 msk. Grand Mamier líkjör 1. Sjóðið saman flórsykur og vatn þar til það þykknar. 2. Rffíð appelsínu- og sítrónubörk- inn og setjið út í. 3. Meijið allan safa úr appelsín- unum og sítrónunni og setjið saman við sykurlöginn í lokin. Kælið. 4. Blandið freyðivíninu út í. Setjið í frysti, hrærið öðru hveiju í þessu meðan það er að fijósa. Það á ekki að harðfijósa. 5. Takið úr frysti, hrærið upp og blandið þeyttum eggjahvítum saman við. Setjið í víð glös á fæti eða smá- skálar. 6. Ausið Grand Marnier yfir. Berið strax á borð. Gleðilegt nýár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.