Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 B 7 FERÐALÖG leynist kannski jafnmikil hræðsla hjá honum og hjá öðrum, bætir Paz við, en dauðinn er ekki eitthvað sem hann felur, heldur mætir honum augliti til auglitis og oft með óþolin- mæði og kaldhæðni, samanber text- ann í þjóðlaginu La Valentina, „Ef þeir ætla að drepa mig á morgun, látið þá drepa mig strax“. Ýmsa forvitnilega staði er hægt að heimsækja í dagsferðum frá San Cristóbal, svo sem gljúfrið „Canyon de Sumidero", þar sem sagan segir að allmargir indíánar hafi hent sér fram af í stað þess að verða þrælar Spánveija. í íjallaþorpinu San Juan Chamula, ríghalda indíánarnir í gamlar hefðir og sést það best á brottvikningu kaþólska jirestsins úr þorpinu og fórnarathöfnum á hænum og öðrum dýrum sem nú fer fram í kirkjunni hans. Ferða- langar þurfa að kaupa sérstakan KIRKJAN Santo Domingo aðgöngumiða á skrifstofu bæjaryf- irvalda til að komast inn í kirkjuna. Þar er stranglega er bannað að taka myndir og óráðlegt að reyna það því þetta fólk vill ekki láta trufla sig þar inni. Indíánarnir aðal aðdráttaraflið Vilji menn taka ljósmyndir af indíánum í Chiapas, þá er best að vera með góða aðdráttarlinsu, eða biðja um leyfi og bjóðast til að borga eitthvað. Indíánarnir eru nú einu sinni aðal aðdráttaraflið. Óneitanlega kemst maður nær landi og þjóð, ef spænskukunnáttan er fyrir hendi. Það er nefnilega ólýs- anlega góð tilfinning að geta haft beint samband við fólk sem er svo fjarri öllum lífsháttum sem maður er alinn upp við sjálfur; indíánakon- una sem segir þér hve mikið hún selur og þarf að selja á dag til þess eiga fyrir máltíð kvöldsins; smá- bóndann sem segir þér að kaffitíðin sé ágæt núna, og spyr þig um verð- ið á kaffi í þínu landi? Eða bara vegfarandans sem segir þér að allt sé rólegt á milli Zapatista-hreyfing- arinnar og stjórnarhersins, ja alla- vega fram að næsta samninga- fundi. En það er mjög auðvelt að komast af með litla sem enga kunn- áttu í spænsku í Mexíkó og njóta þess sem menningin býður. Gest- risni heimamanna er þvílík að nær allir eru tilbúnir að stoppa, aðstoða og forvitnast um hagi ferðalanga. Sérstaklega er gestrisnin mikil úti á landsbyggðinni eins og í Chiapas þar sem tíminn virðist standa í stað og enginn flýtir sér. ■ Stefán Á. Guðmundsson Ódýr og skrítin ó Strikinu Á miðju Strikinu í Kaup- mannaliöfn er að finna ansi skemmtilega og sérkenni- lega verslun. Systurnar Grenes heitir hún, en geng- ur í daglegu tali undir nafn- inu ódýra búðin. Það er engin furða því þarna er mikið úrval smáhluta á ótrúlega lágu verði. Búðin lætur lítið yfir sér að utan og hætt við að fólk gangi framhjá dyrunum í fyrstu tilraun. Því er ekki úr vegi að láta fullt heimilisfang fylgja hér með, Amager- torg 29. Gluggar ódýru búðarinn- ar eru pínúlitlir og útstill- ingin ekki ætluð til að freista fólks. Enda hefur maður á tilfinningunni að „systrunum Grenes“ sé óljúft að fólk eyði peningum í kaupa hluti sem það hefur ekki þörf fyrir. Inni hanga Munið að kaupa bara það sem þið þarfnist." upp um alla veggi spjöld með áletrunum á borð við: „Ekki eyða meiru en þú hefur ráð á“ og „ Varaðu þig á að kaupa engan óþarfa.“ Við búðakassann er svo lokaviðvörunin: „Ertu viss um að þú þarfnist þessara hluta sem þú ert að kaupa?“. En burtséð frá þessum skemmtilegheitum er ódýra búðin alveg heim- sóknarinnar virði því þar er hægt að fá marga og nytsama liluti fyrir lítinn pening. Urvalið er mikið; kertastjakar, skálar, myndir, búsáhöld af öllu tagi, matvara ýmis konar, drykkjarvörur, þar á með- al vín, og alls konar skrautvara. Jólaörtröð Okunnugir geta átt erfitt meðað áttasigáað Amagertorg 29 hýsi verslun. Heimamenn þekkja staðinn hins vegar vel og síðustu dagana fyrir jól var þar óvenju mikil örtröð. Svo mikil Kaupmannahöfn Viróulegt kaffi hús með súl ÞAÐ er fátt ljúf- ara en að hvíla lúna fætur eftir verslanatramp með setu á góðu kaffihúsi. Enginn skortur er á kaffi- húsum, stórum, smáum og af öll- um gerðum, ná- lægt Strikinu í Kaupmannahöfn, en á því miðju, nánar tiltekið við Amagertorg er Cafe Norden. Þar er ósköp notalegt að seljast niður, til dæmis yfir rauðvínsglasi og fylgjast með mannlífinu, utan glugga og innan. Þegar komið er inn á Cafe Norden gefur að líta lítið, þröngt kaffihús, en í einu horn- inu er stigi upp á aðra hæð þar sem fermetrafjöldinn er marg- falt meiri. Þar er stór bar og fjöldi lítilla borða sem iðulega eru þéttsetin. Þeir sem ná sæti við glugga útað Amagertorgi eða Strikinu eru litnir öfundarauga af öðrum gestum. Þarna situr fólk á öllum aldri og af öllum gerðum yfir rauðvíns- glasi, kaffi eða bjór og hægt er að fá kökur, salat og smurt brauð og smárétti ýmis konar. Píanó trónir á palli í enda salarins en það er hljótt á dag- inn, lifnar við á kvöldin þegar stemmningin breytist. Hús- næðið er virðulegt með gömlum listum og rósettum í lofti og djúpum gluggum. í þeim enda salarins sem píanóið stendur eru málaðar myndir á veggina í Toulouse-Lautrec stíl. ■ hkf Morgunblaðið/Hanna Katrín JÓLAÖS í ódýru búðinni við Amagertorg 29. að maður bara barst með straumnum og stoppaði þar sem aðrir vildu að maður stoppaði. Það var því erfitt um vik að versla en þó tókst að grípa eitt og annað úr hillum. Við kassann þar sem góssið var borgað kom síðan síðsta gull- korn Grenes systra. Vörurnar voru settar í bréfpoka þar sem stóð í lauslegri þýðingu; „Anna og Clara (en það eru systurnar Grenes) leggja mikla áherslu á að ekkert fari til spillis. Þær munu því meta til fjár ef þessum poka er skilað." í lokin er rétt að geta þess að Strikið í Kaupmannahöfn er ekki eini staðurinn í Danmörku þar sem Anna og Clara hafa drepið niður fæti með verslunarrekstur. Systurnar Grenes er lika að finna í Álaborg, Árhúsum, Herning, Esbjerg, Næstved, Lyngby og Odense. ■ hkf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.