Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANMA Pi0r0MnMiiM!> 1995 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER BLAÐ c Landsliðið í taekwondo valiðfyrirNM Mikael Jörgensen, landsliðsþjálfari íslands í taekwondo, hefur valið landsliðið sem tek- ur þátt í Norðurlandamótinu en það verður haldið í Reykjavík í janúar. Eftirtaldir eru í hópnum: Magnús Örn Úlfarsson (+83 kg), Kjartan Dag- bjartsson (+83 kg), Ólafur Björn Björnsson (-83 kg), Brynjar Þ. Sumarliðason (-83 kg), allir úr ÍR, Örn Kári Arnarsscm (-76 kg), Fjölni, Hlynur Gissurarson (-76 kg), ÍR, Styrmir Sævarsson (-76 kg), ÍR, Björn Þ. Þórleifsson (-70 kg), Fjölni, Sverrir Tryggvason (-70 kg), ÍR, og Erlingur Örn Jónsson (-70 kg), ÍR. í unglingaflokki eru ÍR-ing- arnir Reynir Sveinsson (-76 kg) og Kristmundur Einarsson (-64 kg). Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins Í40. sinn ¦ ¦ ---¦:-;---;.: ;-iy.; I ~'^Q. 3^V j tjpJP* "*>^| **• Wk ¦& V ¦ ' V 'v-^^M'.' •«*. !.¦;;>;¦¦ > - gf*j| '•"¦^ "<•* 'íhbI ';-:::,í&$*>\ '¦¦' M ¦¦m* i i I "'^H Klv k Arnar Bfrkir Eydís Geir Jón Arnar Kristlnn Magnús Patrekur Siguröur Teitur Nöfn þeirra tíu stigahæstu í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna á íþróttamanni ársins voru tilkynnt í gær. Kjörinu verður svo lýst í hófi á Scandie hótel Loftleiðum í Reykja- , vík fímmtudaginn 4, janúar næst- komahdi. Þetta er í 40. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu, en samtökin voru stofnuð 1956. Eftirtaldir iþróttamenn urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni, og eru nöfn þeirra birt í stafrófsröð. •Arnar Gunnlaugsson, knatt- spyrnumaður, sem á árinu lék með Nörnberg í Þýskalandi, ÍA hér heima og nú með Sochaux í Frakklandí. •Birkir Kristmsson, knattspyrnu- maður úr Pram. Þrír af tíu stigahæstu líka á listanum í fyrra •Eydís Konráðsdóttir, sundkona ór Keflavík. •Geir Sveinsson, handknattleiks- maður, sem lék með Val sl. keppn- istímabil og nú með Montpellier í Frakklandi. •Jón Arnar Magnússon, frjáls- íþróttamaður úr UMSS. •Kristinn Björnsson, skíðamaður úr Leiftri. •Magnús Scheving, þolfímimaður ór Ármanni. •Patrekur Jóhannesson, hand- knattleiksmaður úr KA. •Sigurður Jónsson, knattspyrnu- maður úr ÍA. •Teitur Öriygsson, körfuknatt- leiksmaður úr UMFN. Þrír þessara iþróttamanna voru einnig á lista yfír tíu stigahæstu í fyrra, Geir Sveinsson, Jón Arnar Magnússon og Magnús Scheving, sem þá varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins. Féiagar í Samtökum íþrótta- fréttamanna eru nu 20; frá Morg- unblaðinu, DV, Ríkisútvarpi og sjónvarpi, Stöð 2 og Bylgjunni, Degi og íþróttablaðinu. Hver fé- lagsmaður tilnefndi 10 Iþrótta- menn sem hlutu stig eftir kúnstar- innar reglum og í gær var til- kynnt hverjir væru þeir tíu stiga- hæstu. í hófinu 4. janúar verða allir tíu verðlaunaðir með bókar- gjöf frá Máii og menningu, eins og síðustu ár og þrir efstu hljóta verðlaunagripi til eignar. íþrótta- maður ársins fær svo vitaskuld tii varðveislu styttuna glæsilegu sem fylgt hefur nafnbótinni frá upphafí. Helstu styrktaraðilar Samtaka íþróttafréttamanna vegna kjörsins að þessu sinni eru Mál og menning, Scandic hótel Loftieiðir og Flugíeiðir. Vilhjáimur Einarsson, frjáls- íþróttamaður, var fyrstur átnefnd- ur íþróttamaður ársins, eftir að hann hlaut silfurverðlaun í þrí- stökki á ólympíuleikunum í Melbourne 1956 — og hefur hlotið titilinn oftast allra, fimm sinnum. Sonur hans, Einar spjótkastari, hefur þrisvar orðið fyrir valinu eins og Hreinn Halldórsson, kúlu- varpari. Þess má geta að öllum fyrri íþróttamönnum ársins er boð- ið í hófið á Hótel Loftleiðum 4. janúar. Sýnt verður beint frá út- nefningunni í ríkissjónvarpinu. KÖRFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Þorvaldur mjög : ánægður hjáOldham Morgunblaðið/Ásdls JÓN ARIMAR Inguarsson, landsllðsmadur f körfuknattlelk, itti ágætan leik með fslenska lands- IIAlnu gegn Elsttondlngum i gærkuöldi i Seljaskóla. íslensku liðið fagnaðl aftur slgrl — 86:74 — og skoraðl Jðn Arnar tðlf stlg. ¦ Leikurinn/C4 Þorvaldur Örlygsson lék fyrsta leik sinn með Oldham gegn Watford í ensku 1. deildinni á Þor- láksmessu. „Ég kom inná sem vara- maður rétt fyrir hálfleik þegar einn leikmanna liðsins meiddist — lék á miðjunni," sagði Þorvaldur. Leiknum lauk með markaiausu jafntefli og sagði Þorvaldur að það hefðu verið ósanngjörn úrslit því Oldham hafði mikla yfirburði, „svo mikla að mark- vörðurinn okkar kom aðeins einu sinni við boltann í síðari hálfleik," sagði hann. Þorvaldur var síðan í byrjunarliði Oldham gegn Tranmere annan dag jóla. Tranmere sigraði á heimavelli sínum, 2:0. Þorvaldur sagði að Old- ham hefði átt að vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, því yfirburðirnir voru miklir. Hann átti sjálfur þrjú skot að marki sem mark- vörðiir Tranmere varði. „Eg er mjög ánægður hjá nýja félaginu. Þetta er allt í miklu fastari skorðum hér en hjá Stoke. Fram- kvæmdastjórinn Graeme Sharp er mjög skipulegur og maður veit að hverju maður gengur. Ég hef feng^ð hlýtt viðmót hjá félaginu og líst vel á framhaldið," sagði Þorvaldur. Oldham mætir Leicester á útivelli á laugardaginn og spilar síðan heima á móti Sunderland á mánudaginn. Oldham er með 31 stig í 14. sæti, en Derby er efst með 43 stig. KNATTSPYRNA: FERGUSON SEGIR ROY KEANE BESTAN Á BRETLANDI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.