Morgunblaðið - 29.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 29.12.1995, Side 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jílár0imí»laí»tí> 1995 ■ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER BLAD Landsliðið í taekwondo valiðfyrirNM Mikael Jörgensen, landsliðsþjálfari íslands í taekwondo, hefur valið landsliðið sem tek- ur þátt í Norðurlandamótinu en það verður haldið í Reykjavík í janúar. Eftirtaldir eru í hópnum: Magnús Örn Úlfarsson (+83 kg), Kjartan Dag- bjartsson (+83 kg), Ólafur Bjöm Björnsson (-83 kg), Brynjar Þ. Sumarliðason (-83 kg), allir úr ÍR, Örn Kári Arnarsspn (-76 kg), Fjölni, Hlynur Gissurarson (-76 kg), ÍR, Styrmir Sævarsson (-76 kg), ÍR, Björn Þ. Þórleifsson (-70 kg), Fjölni, Sverrir Tryggvason (-70 kg), ÍR, og Erlingur Örp Jónsson (-70 kg), ÍR. í unglingaflokki eru ÍR-ing- arnir Reynir Sveinsson (-76 kg) og Kristmundur Einarsson (-64 kg). róttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins í 40. sinn Eydís Gelr Jón Arnar Kristinn Magnús Patrekur Sigurður Teltur Arnar Blrklr Þrír af tíu stigahæstu líka á listanum ífyrra Nöfn þeirra tíu stigahæstu í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna á íþróttamanni ársins voru tilkynnt í gær. Kjörinu verður svo lýst í hófi á Scandic hótel Loftleiðum í Reykja- vík fímmtudaginn 4. janúar næst- komandi. Þetta er í 40. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu, en samtökin voru stofnuð 1956. Eftirtaldir íþróttamenn urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni, og eru nöfn þeirra birt í stafróf8röð. •Amar Gunnlaugsson, knatt- spymumaður, sem á árinu lék með Nurnberg í Þýskalandi, ÍA hér heima og nú með Sochaux í Frakklandi. •Birkir Kristinsson, knattspymu- maður úr Fram. •Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík. •Geir Sveinsson, handknattleiks- maður, sem lék með Val sl. keppn- istímabil og nú með Montpellier í Frakklandi. •Jón Arnar Magnússon, ftjáls- íþróttamaður úr UMSS. •Kristinn Bjömsson, skíðamaður úr Leiftri. •Magnús Scheving, þolfimimaður úr Ármanni. •Patrekur Jóhannesson, hand- knattleiksmaður úr KA. •Sigurður Jónsson, knattspymu- maður úr ÍA. •Teitur Örlygsson, körfuknatt- leiksmaður úr UMFN. Þrír þessara íþróttamanna vom einnig á lista yfír tíu stigahæstu í fyrra, Geir Sveinsson, Jón Arnar Magnússon og Magnús Scheving, sem þá varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins. Féiagar í Samtökum íþrótta- fréttamanna eru nú 20; frá Morg- unblaðinu, DV, Ríkisútvarpi og sjónvarpi, Stöð 2 og Bylgjunni, Degi og íþróttablaðinu. Hver fé- lagsmaður tilnefndi 10 íþrótta- menn sem hlutu stig eftir kúnstar- innar reglum og í gær var til- kynnt hyeijir væru þeir tíu stiga- hæstu. í hófmu 4. janúar verða allir tíu verðlaunaðir með bókar- gjöf frá Máli og menningu, eins og síðustu ár og þrír efstu hljóta verðlaunagripi til eignar. íþrótta- maður ársins fær svo vitaskuld til varðveislu styttuna glæsilegu sem fylgt hefur nafnbótinni frá upphafí. Helstu styrktaraðilar Samtaka íþróttafréttamanna vegna kjörsins að þessu sinni eru Mál og menning, Scandic hótel Loftleiðir og Flugleiðir. Vilhjálmur Einarsson, frjáls- íþróttamaður, var fyrstur útnefnd- ur íþróttamaður ársins, eftir að hann hlaut silfurverðlaun í þrí- stökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 — og hefur hlotið titilinn oftast allra, fimm sinnum. Sonur hans, Einar spjótkastari, hefur þrisvar orðið fyrir valinu eins og Hreinn Halldórsson, kúlu- varpari. Þess má geta að öllum fyrri íþróttamönnum ársins er boð- ið i hófíð á Hótel Loftleiðum 4. janúar. Sýnt verður beint frá út- nefningunni í ríkissjónvarpinu. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís JÓN ARNAR Ingvarsson, landsllðsmaður í körfuknattlelk, áttl ágætan leik meA íslenska lands- IIAInu gegn Elstlandingum í gmrkvöldl i Seljaskóla. íslensku IIAIA fagnaAI aftur sigri — 86:74 — og skoraAi J6n Arnar tólf stig. ■ Leikurinn / C4 KNATTSPYRNA Þorvaldur mjög - ánægður hjá Oldham Watford í ensku 1. deildinni á Þor- láksmessu. „Ég kom inná sem vara- maður rétt fyrir hálfleik þegar einn leikmanna liðsins meiddist — lék á miðjunni," sagði Þorvaldur. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og sagði Þorvaldur að það hefðu verið ósanngjöm úrslit því Oldham hafði mikla yfirburði, „svo mikla að mark- vörðurinn okkar kom aðeins einu sinni við boltann í síðari hálfleik," sagði hann. Þorvaldur var síðan i byijunarliði Oldham gegn Tranmere annan dag jóla. Tranmere sigraði á heimavelli sínum, 2:0. Þorvaldur sagði að Old- ham hefði átt að vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, því yfirburðimir voru miklir. Hann átti sjálfur þrjú skot að marki sem mark- vörður Tranmere varði. „Ég er nyög ánægður hjá nýja félaginu. Þetta er allt í miklu fastari skorðum hér en hjá Stoke. Fram- kvæmdastjórinn Graeme Sharp er mjög skipulegur og maður veit að hveiju maður gengur. Ég hef fengið hlýtt viðmót hjá félaginu og líst vel á framhaldið," sagði Þorvaldur. Oldham mætir Leicester á útivelli á laugardaginn og spilar síðan heima á móti Sunderland á mánudaginn. Oldham er með 31 stig í 14. sæti, en Derby er efst með 43 stig. korvaldur Örlygsson lék fyrsta ’ leik sinn með Oldham gegn KNATTSPYRNA: FERGUSON SEGIR ROY KEANE BESTAN Á BRETLANDI / C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.