Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 3
HANDKNATTLEIKUR IÞROTTAMAÐUR AKUREYRAR Pippen og Jordan fara á kostum CHICAGO Bulls hefur leikið liða best í NBA-deildinni og hafa þeir Michaei Jordan og Scottie Pippen farið á kostum, hafa ekki verið betri í langan tíma. Pippen hefur sýnt það að hann er besti aðhliða leikmaðurinn í deildinni, skorar, er sterkur í vörn og tek- ur mikið af fráköstum og aldrei áður hefur hann átt eins margar stoðsendingar. Allt sem hann gerir virðist hann gera mjög auð- veldlega. „Gott gengi okkar er Pippen að þakka, hann hefur leik- ið eins og sá sem valdið hefur - er allt í öllu í leik okkar," sagði Michael Jordan. Jordan hefur skorað mest allra í deildinni, er með 30 stig að meðaltali í leik, en næstur kemur Davið Robinson hjá Frá San Antonio Spurs Gunnari með 26,6 stig. Pipp- Valgeirssyni en segir að ástæðan i Bandaríkjunum fyrir góðum leik Chicago-liðsins sé endurkoma Jor- dans. „Það kom allt annar blær á leik liðsins þegar Jordan byijaði að leika á ný,“ sagði Pippen, en við kornu Jordans losnaði Pippen við pressuna sem var á honum, sem arftaki Jordans. Schrempf fótbrotinn Þjóðverjinn Detlef Schrempf hjá Seattle SuperSonics fótbrotnaði og verður hann frá keppni í fjórar til sex vikur. Það er missir fyrir Seattle, sem hefur verið að leika mjög vel og hefur framheijinn Shawn Kemp farið á kostum; hann er einn besti leikmaður NBA-deild- arinnar. Shaquille O’Neal er byijaður að leika á ný með Orlando eftir að hann fingurbrotnaði fýrir keppnis- tímabilið. Hann hefur staðið sig ágætlega, en aftur á móti hefur liðið ekki náð sér reglulega á strik eftir að O’Ne- al hóf að leika, en liðið lék mjög vel án hans. Brian Hill, þjálfari Orlando, segist ekki hafa áhyggj- ur. „Leikur liðsins lagast fljótlega, það er eins og leikmenn hafi farið að slaka á þegar O’Neal byijaði aftur.“ 2 C FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 C 3 KNATTSPYRNA IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Charles Barkley lék við hvem sinn fingur Charles Barkley lék við hvern sinn fingur þegar Phoen- ix Suns vann Philadelphia 76ers, 105:90 — skoraði 25 stig og tók fjórtán fráköst, A.C. Green skoraði nítján stig og tók tólf fráköst og Michael Finley skoraði nítján stig fyrir Phoenix, sem vann sinn fimmta leik í röð gegn Sixers frá 1. febrúar 1991. Brian Williams skoraði 25 stig og tók þrettán fráköst og Loy Vaught skoraði 22 stig fyrir Los Angeles Clip- pers, sem vann Charlotte Homets á útivelli, 116:107. Malik Sealy skoraði 19 stig og Pooh Richardson átján og átti flestar stoðsendingar sínar í leik fyrir Clippers í vetur, eða tólf. Glenn Robinson skoraði fimm af nítján stigum sínum í framlengingu, þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves á útivelli 99:93 Clifford Robinson skoraði 30 stig, þar af átján í þriðja leikhluta þegar Portland Trail Blazers lagði Boston Celtic heima 135:109. Gary Trent skoraði 19 stig fýrir Port- land, en Todd Day skoraði 25 stig fyrir Celtic og Greg Minor 15. Sigurganga Seattle heldur áfram Hersey Hawkins skoraði fimm af sínum 24 stigum undir leikslok þegar Seattle SuperSonics vann Denvei Nuggets 99:83. Shawn Kemp skoraði 22 stig og tók 16 fráköst, Gary Payton 22 stig og átti sex stoðsendingar fyrir Seattle, sem vann sinn þriðja leik í röð og þann tólfta í fimmtán síðustu leikjum liðsins. Chris Webber skoraði flest stig sín í leik fyrir Washing- ton Bullets, eða 40. Þá náði hann sinni fimmtu þrennu í NBA-deildinni, tók tíu fráköst og átti tíu stoðsendingar fyrir Bullets, sem vann Golden State Warriors, hans fyrr- um lið, 115-94. Juwan Howard skoraði 24 stig, tók tíu fráköst og átti fimm stoðsendingar fyrir Bullets. Paulo Autuori tekur við Benfica PAULO Autuori frá Brasilíu verður þjálfari Benfica í Portúgal að loknu yfirstandandi tímabili. Botafogo í Rio de Janeiro varð Brasilíumeistari undir stjórn Autuoris fyrir skömmu en ekki alls fyrir löngu var hann þjálf- ari Maritimo í portúgölsku deildinni. Benfíca er í þriðja sæti í portúgölsku deildinni, átta stigum á eftir meisturum Porto. Artur Jorge var þjálfari Iiðsins en hann var látinn fara í september og hefur ekki verið ráðinn aðalþjálfari í staðinn fyrr en nú en eins og greint hefur verið frá var Viðurkenningar fyrir holu í höggi RÚMLKGA 70 íslenskir kylfingar fóru holu í höggi á árinu og fá þeir sérstaka viður- kenningu I kvöld frá Einheijaklúbbnum. Afhendingin fer fram i Naustkránni við Tryggvagötu í Reykjavík og hefst dagskrá- in kl. 18. Úrvajslið gegn „Útlend ingaher- sveitinni" ÚRVALSLIÐ 1. deildar, sem Þor- björn Jensson, landsliðsþjálfari og Samtök íþróttafréttamanna völdu, leikur gegn „Útlendingahersveit- inni“ í Iþróttahúsinu í Grafarvogi kl. 20 f kvöld. Alfreð Gíslason valdi og stjórnar liði erlendra leik- manna, sem leika hér á landi, en með þeim leika nokkrir íslenskir leikmenn. Atli Hilmarsson verður Alfreð til aðstoðar. eir sem leika í „Útlendingahersveit- inni“ eru Alexander Revine, ÍH, og Hallgrímur Jónasson, Selfossi, markverðir. Aðrir leikmenn: Zvjezdan Jovisic, Fylki, Alexei Trufan, Aftureld- ingu, Juri Sadowski, Gróttu, Davor Kovasevic, Víkingi, Julian Duranona, KA, Petr Baumruk, Haukum, Valdimar Grímsson, Selfossi, Júlíus Gunnarsson, Val, Leó Örn Þorleifsson, KA, Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Sigurður Bjarnason, Stjörnunni, og Davíð Ólafs- son, Val. íslenska úrvalsliðið er þannig skipað: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, Bjarni Frostason, Haukum, markverðir. Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Aftureld- ingu, Valgarð Thoroddsen, Val, Ólafur Stefánsson, Val, Halldór Ingólfsson, Haukum, Róbert Sighvatsson, Aftur- eldingu, Sigfús Sigurðsson, Val, Gunn- ar Beinteinsson, FH, Björgvin Björg- vinsson, KA, Dagur Sigurðsson, Val, Gunnar Andrésson, Aftureldingu, Pat- rekur Jóhannesson, KA, og Jón Krist- jánsson, Val. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, stjórnar liðinu. Besti leikmaður leiksins verður val- inn og fær hann matarboð fyrir tvo á veitingastaðnum Pizzahúsinu við Grensásveg í verðlaun. I hálfleik verður viðureign nokkurra íþróttafréttamanna gegn liði dómara. FOLX ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, var kjörinn maður ársins hjá íþrótta- blaðinu Kicker. Vogts hefur náð góðum árangri sem FráJóni þjálfari og mótað Halldórí landslið sem þykir Garðarssyni í líklegt til frekari af- Þýskalandi reka_ ■ THOMAS Helmer hjá Bayern Miinchen var útnefndur besti vam- armaður þýsku deildarinnar hjá Kicker. Svíinn Patrick Andersson hjá Gladbach var í öðru sæti og Markus Babbel hjá Bayern í því þriðja. ■ STEFAN Reuter hjá Dort- mund var kjörinn besti miðjumað- urinn en í næstu sætum voru Har- ald Spörl og Jörg Albertz, sam- heijar hjá HSV. ■ BRUNO Labbadia hefur ekki leikið með Köln á tímabilinu vegna meiðsla. Bremen vill fá miðherjann en aðeins gegn tryggingu um að hann nái sér. ■ BAYERN Miinchen ætlar ekki að bæta við erlendum leikmönnum þrátt fyrir úrskurð Evrópudóm- stólsins sem heimilar ótakmarkaðan fjölda erlendra leikmanna í liði. ■ JEAN-PIERRE Papin hefur ekki fundið sig almennilega hjá Bayern, m.a. vegna meiðsla, en hann sagði um helgina að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu og væri ekki á förum til Frakk- lands. ■ BJÖRN Jilsen, fyrrum landsliðs- maður Svía í handknattleik, fer aft- ur til Svíþjóðar um mitt næsta ár. Samningur hans sem þjálfari Wal- lau/Massenheim rennur út 30. júní og þó félagið hafí lagt hart að hon- um að halda áfram segist hann hafa tekið fyrmefnda ákvörðun vegan fjölskyldunnar og annars starfs. Reuter FRÖNSKU landsllðsmennirnir Davis Ginola og Erlc Cantona voru í svlðsljósinu á Old Trafford - þelrri viðureign lauk með sigri Cantona. Vernharð útnefndur þriðja árið i roð „ÉG ER mjög ánægður með þessa útnefningu og er hún mikil hvatn- ing fyrir mig. Arið var gott hjá mér og ég tel mig á réttri leið og bjartsýnn að ég nái að vinna rétt til að keppa á Olympíuleikunum í Atlanta næsta sumar,“ sagði Vern- harð Þorleifsson, júdókappi úr KA, sem var í gær útnefndur Iþrótta- maður Akureyrar 1995. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót. Fimm efstu íþróttamennirnir á listanum fengu viðurkenningu. Ómar Þ. Arnason, sundmaður úr Óðni, var í öðru sæti, Erlingur Kristjánsson, handknattleiksmaður úr KA, í þriðja sðeti, Leó Örn Þor- leifsson, handknattleiksmaður úr KA, í fjórða sæti og fimmti er Þór- oddur Ingvarsson, skíðagöngumað- ur úr KA. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson VERNHARÐ Þorleifsson, júdókappiúr KA. - segir Alex Ferguson, eftirfrábæran leik írans gegn Newcastle ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, segir að írinn Roy Keane sé besti leikmaðurinn á Bretlandi um þessar mund- ir. Keane átti mjög góðan leik gegn Newcastle ífyrrakvöld og skoraði m.a. síðara mark United. „Hann er hreint ótrú- legur leikmaður," sagði Ferguson um Keane. „Hann lék jafnvel betur gegn Newc- astle en gegn Leeds, en þá var hann frábær." Keane, sem er nýbyijaður að leika á ný með United eftir meiðsli, sem urðu til að hann missti af sex leikjum, byijaði að leika á miðjunni með Rob Lee og Lee Clark, sem yfírspiluðu leikmenn Newcastle. Þegar David May, mið- vörður, meiddist og fór af velli, tók Keane stöðu hans og lék við hlið- ina á Gary Neville og héldu þeir markaskoraranum Les Ferdinand niðri. Keane kórónaði góðan leik sinn með því að bruna fram í sókn og skora annað mark United, 2:0 - hans fjórða mark í vetur. Leik- menn United fögnuðu sigri og þar með stöðvuðu þeir versta leikjak- afla liðsins í þijú ár, því að fyrir leikinn hafði United ekki fagnað sigri í fímm leikjum. Keane kemur til með að leika sem miðvörður gegn QPR á gaml- ársdag, þar sem varnarmennirnir David May, Gary Pallister, Steve Bruce og Paul Parker eru meiddir. Keegan óhress Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, var ekki ánægð- ur með leik sinna manna gegn ROY Keane áttl stórgóðan lelk með Unlted gegn New- castle og sagði Ferguson, stjóri United, að hann væri besti leikmaðurinn á Bret- landseyjum. Manchester United á Old Trafford. „Við náðum okkur ekki á strik og líklega er þetta lélegasti leikur okkar í heilt ár. Meinið var að við náðum okkur ekki á strik á miðj- unni og sóknarlotur okkar voru þar af leiðandi bitlausar - leik- menn mínir misstu knöttinn hvað eftir annað til United,“ sagði Ke- egan, sem var heldur ekki ánægð- ur með að n-írski landsliðsmaður- inn Keith Gillespie meiddist á læri og verður frá keppni í nokkrar vikur. „Það er slæmt að missa Gillespie, sem hefur leikið svo vel á keppnistímabilinu.“ „Við tókum áhættu" Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, var mjög ánægður með leik sinna manna. „Við tókum ákveðna áhættu með því að sækja grimmt, en það heppnaðist og sigurinn var sætur. Við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk.“ Ferguson sagði að allir hafi verið að ræða um það fyrir leikinn að Newcastle gæti með sigri náð þrettán stiga forskoti. „Nú er for- skot liðsins aðeins sjö stig, sem hefur opnað deildina á ný.“ Uppgjör Cantona og Ginola Leikurinn var hálfgert uppgjör frönsku Ieikmannanna Eric Can- tona hjá United og Davis Ginola hjá Newcastle, sem hafa ekki tal- ast við síðan í undankeppni HM í Bandaríkjunum. Eftir leik Frakka og Rúmeníu í París, sem Rúmenar unnu óvænt með marki á síðustu mín. leiksins, þannig að þeir fóru til Bandaríkjanna en ekki Frakk- ar, kenndi Cantona Ginola um hvernig fór. Einleikur hans hefði kostað það að Rúmenar náðu knettinum frá Ginola og skoruðu, 1:2. Fyrir leikinn sagði Ginola að það væri kominn tími á að þeir Cantona sættust. „Ég mun ræða við hann í Manchester." Reuter DINO Radja (40) hjá Boston sækir að körfu Portland Trall Blazers, Cllfford Robinson og Chris Dudley eru til varnar. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Charlotte - LA Clippers.....107:116 Minnesota - Milwaukee...... 93: 99 ■Eftir framlengdan leik. Washington - Golden State...ll5: 94 Phoenix - Philadelphia......105: 90 Portland - Boston...........135:109 Seattle - Denver........... 99: 83 Scotlie Pippen stjórnar leik Chicago SCOTTIE Pippen hefur leiklð geysilega vel með Chicago eftir að Jordan byrjaði aftur að leika með llðinu. Þelr fé- lagar hafa sjaldan verlð betri en um þessar mundlr. FELAGSLIF „Keane bestur á Bretlandi"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.