Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 1
&c$mtbfaíbib Táknsæi/2 Meinlaus mafía/2 Landið, sagan og tilveran/4 MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 BLAÐ_ Guðný Guðmundsdóttir í Listasafni Islands Angurvært, spennandi, tryllt ÞAÐ ER mjög sjaldan sem ég held tónleika þar sem fiðlan er í fyrirrúmi því það krefst mikils undirbúnings sem tímafrek störf mín leyfa ekki oft," segir Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, sem heldur tónleika í Listasafni íslands 3. janúar kl. 20.30 ásamt bandaríska píanóleikar- anum Delana Thomsen. „Ég var svo heppin að Delana var hér á ferð um jðlin en hún hefur sérhæft sig í kammertónlist og sem meðleikari og er mjög eftirsótt í heimalandi sínu." Guðný og Delana hafa þekkst frá árinu 1981 og hafa leikið saman nokkrum sinnum síðan, síðast árið 1993 í Lincoln Center í New York. Guðný er landsmönnum kunn en hefur auk tónleikahalds og annarra starfa hér heima farið víða erlendis á síðustu misserum. í nóvember 1994 lék hún í St. John's Smith Square í London ásamt Peter Maté við góðar undirtektir ef marka má dóma sem hún fékk í tímaritinu The Strad (apríl '95) en þar segir gagn- rýnandinn Joanne Talbot að „í Ieik hennar fari saman leiftrandi þéttur tónn og mikil sjálfstjórn og öryggi". Delana er búsett í New York og hefur kennt píanóleik við undirbún- ingsdeild Manhattan School of Music frá árinu 1978. Hún er einnig skóla- stjóri The Music Conservatory of the Day School, sem er tónlistardeild fyrir grunnskólabörn; hún er jafn- framt yfirmaður píanódeildar skól- ans, Delana lék um árabil með nem- endum fiðlukennarans Ivans Galam- ian. Auk þess hefur hún leikið með nemendum í svokölluðum Master Class hjá Rostropovich, Jean Pierre Rampal, Leonard Rose, Dorothy De Lay og fleirum. Guðný segir að það sé mjög erfitt að finna meðleikara sem hefur þann hæfileika að geta fylgt nánast hverju sem er og samt sem áður blómstrað sjálfur. „Þótt menn séu góðir einleik- arar er það ekki gefið að þeir séu jafnframt góðir meðleikarar, til þess þarf sérstakan hæfileika sem Delana hefur þroskað með sér." Delana sérhæfði sig í meðleik - einkum með strengjahljóðfærum - þegar hún tók meistarapróf í píanó- leik; annars segir hún að þessi eig- inleiki hennar hafi komið í ljós snemma á ferli hennar. „Mér þótti alltaf erfitt að æfa mig ein þegar ég var barn og unglingur að læra á píanó; mér fannst alltaf eitthvað vanta. Þegar ég svo hóf framhalds- nám fór ég að leika meira með öðr- um og uppgötvaði þá hvað það er mikil nautn, ég sá að þetta var það sem mig langaði til að gera." Á efnisskránni verða fimm verk; Sónata í G-dúr eftir Mozart, Sónata í A-dúr eftir Brahms, Polonaise brillant eftir Wieniawski, Poéme eft- ir Chausson og Tzigane eftir Ravel. „Sónata Mozarts er mjög einföld og falleg en í henni er píanóið í for- grunni," segir Guðný. „Sónata Brahms er mjög voldugt verk þar sem jafnræði er með röddunum tveimur. Verk Wieniawski er mjög fjörugt og leyfir fiðluleikaranum að gera ýmsar kúnstir en með meðleik- ara eins og Delana þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sam- leikurinn verði ekki góður. Verk Chaussons er yndislega fallegt, bæði Morgunblaðið/Júlíus DEL AN A Thomsen og Guðný Guðmundsdóttir. angurvært og spennandi í senn. Það er mjög vinsælt fiðluverk. Sígauninn eftir Ravel er mjðg blóðheitt verk og ákaft þannig að eftir sígilda og angurværa tóna endum við í hálf- gerðum tryllingi." Báðar segjast þær stöllur mjög spenntar fyrir tónleikunum, þeim finnist það ávallt mikil upplifun að leika með hvor annarri. „Eg er mjög upp með mér að fá að leika með Guðnýju," segir Delana, „hún er fiðluleikari á heimsmælikvarða og íslendingar eru gæfuríkir að eiga þvílíkan tónlistamann." Guðný segir sömuleiðis að það sé henni mjög mikilvægt að fá jafn góðan meðleik- ara hingað til lands og Delana er, „fólk með hennar hæfni er vand- fundið hvar sem er í heiminum." Egils saga og Njála á ung- versku ÚT ERU komnar á ung- versku í einu bindi Egils saga Skallagrímssonar (Kopasz Grím-fia Egill) og Njáls saga (A fölperzselt tanya). Þýð- andinn, István Bernáth, ritar skýringar. Njáls saga kom áður út undir heitinu Víkingasynir í þýðingu hans 1965 9g var fyrsta íslendinga- sagan á ung- versku. TmU Egiis sögu Umrædd «"^í"™ °rð" ., ,c réttur í þyðmg- utgafa er unni) en þýðing endurskoðuð isjáis sögu út- þýðing og leggst Brennda má því heita bý'ið- ný. Bókin hefur fengið af- bragðs dóma í Ungverjalandi. István Bernáth er fæddur 1928 og er frá Búdapest. Hann hefur fengist við þýð- ingar, útgáfustörf og há- skólakennslu. Meðal þýðinga hans úr íslensku eru Hrafn- kels saga, Gísla saga og Bandamanna saga í einu bindi, íslandsklukka Halldórs Laxness og smásögur eftir hann, auk 90 ljóða sem birst hafa í Sýnisbók Norðurlanda- skálda. Lágvaxin stórstjama TETSUYA Kumkawa er vissulega ekki hár í loftinu. Hann er því sem næst höf ðinu lægri en aðrir karl- dansarar konunglega ballettsins í London en þessi ungi Japani býr yfir krafti bg færni sem heillað hafa breska ballettunnendur. Og hann skortir ekki sjálfsöryggið. „Stökkvi ég helmingi hærra en hinir, er það þeirra vandamál. Þeir verða að leggja harðar að sér." Kumkawa er 173 sm á hæð og margir hafa efast um að hann geti dansað aðalhlutverkin í mörgum þekktustu ballettunum vegna þess hversu lágvaxinn hann er. I mörgum sígildum ballettum er hlutverk karldansarans fyrst og fremst að styrkja kvendansar- ann, lyfta honum upp og styðja hann. Sumar ballerínur eru á hæð við Kumkawa eða hærri og kæm- ust hærra með því að standa á tánum, segir blaðamaður The Sunday Times. Kumkawa segist í fyrstu hafa átt erfitt með það að dansa með kvendansara, hann hafi haft sífelldar áhyggjur af því að missa ballerínuna. Nú hafi hann styrkst og ráði vel við hlut- verkin. Hann er aðeins 23 ára og kom til Bretlands 15 ára gamall tíl að stunda ballettnám. Hann var langt á undan jafnöldrum sinum og árið 1989 vann hann til gullverðlauna á alþjóðlegri ballettkeppni í Lausanne i Sviss, þá 17 ára, Kumkawa hefur hlotið mikið Iof fyrir hlutverk sitt í „Rapsody" eftir Frederick Ashton, svo og í „Hnotubrjótnum", „Manon" eftir Kenneth MacMilIan og „Agon" eftir George Balanchine. Hann hefur að mestu haldið sig við si- gilda balletta en hefur áhuga á að kynnast frekar nútímadansi eftir að hafa dansað í nýjasta verki Twylu Tharp sem konung- legi ballettinn frumsýndi skömmu fyrir jól. Dómarnir fyrir frammi- stöðu hans þar vom á einn veg; frábærir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.