Morgunblaðið - 30.12.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 30.12.1995, Síða 2
2 B LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LESIÐ I MALVERK Táknsæi UM þessar mundir og fram til 21. janúar stendur yfir gagnmerk sýning í van Gogh-safninu í Amst- erdam, sem mikla athygli hefur vakið og getið er veglega í heims- pressunni. Er um að ræða yfirlit á lífsverki þýska málarans, myndhöggvarans, grafíklistamannsins og arkitektsins Franz von Stiick, sem um sína daga var ásamt Franz von Lenbach dáð- asti málarafursti Munchenborgar. Er þetta liður í kynningu á samtíð- armönnum van Goghs, sem aðhyllt- ust öðru fremur táknsæið - „sym- bolismann" - í myndlist og tökiust nýskaparar um sína daga. Áður hafa verið haldnar sýningar á verk- um eftir George de Feure, Odilon Redon, Maurice Denis og Emile Bernard. Þessi er sögð umdeilanieg- ust af þeim, fyrir þá sök að Stiick var hvað öfgakenndastur í táknsæi sínu, sem einkenndist af hugsjóna- stefnu „messianisma" og þung- lyndi. Einkum vegna þess að eitt aðal myndefni hans var hin hættu- lega óútreiknanlega og munúðar- fullaltona „femme fatale“. Stiick telst öðru fremur málari hins innra í hinu ytra, hinnar holdlegu lífshvat- ar og þeirrár sálarorku sem henni tengist, í búningi munúðar og íburð- ar, „Eros & Patos“ eins og það nefnist. Framkvæmdin kemur okkur við á margan hátt, því hún upplýsir sitthvað í norrænni list, sömuleiðis þeirra listamanna er ruddu veginn hér á landi, því það var öðru frem- ur í smiðju táknsæisins, sem Einar Jónsson leitaði. Táknsæi kemur einnig greinilega fram í myndum FRANZ VON STÖCK (1863-1928) „MUNÚГ, um 1891/„Sfinx“, 1904 Ásgríms og Kjarvals, auk þess að vottar fyrir því í elstu myndum Jóns Stefánssonar. Til táknsæisins sótti Edvard Munch ýmsar hug- myndir sínar, þótt innsæi hans væri annað og útfærslan hrárri og úthverfari, og það birtist ennfremur greinilega í leikritum Ibsens og Strindbergs. Hvað Munch og Strindberg áhrærir er kvenhatur þeirra velþekkt, en frekar má nefna það ótta við hina altgleypandi konu, blóðsuguna, sfinxinn og amazónuna sem tortímandi áhrifavald og tíma- þjóf, er sýgur hinn skapandi kraft úr einstaklingnum. í samtíðinni sótti Stuch áhrif einkum til hinna tímalausu og táknsæu mynda Arnolds Böcklins, en einnig myndheims Fernands Khnopffs, og svo langt aftur í list- söguna og til fornaldarinnar, jafn- framt manna eins og Hans Holbeins yngri (1497-1543), sem var hans mikla fyrirmynd. Um er að ræða fyrstu yfirlitssýn- ingu á verkum Stucks utan Þýska- lands og Austurríkis, sem segir nokkra sögu. Telst einkum merkileg fyrir þá sök, að hún upplýsir hinar miklu áherslu- og viðhorfsbreyting- ar sem orðið hafa í listheiminum á allra síðustu árum með tilkomu ör- tölvunnar, nær óheftu upplýsinga- flæði og fortíðina í beinu sjónmáli. Svo til fyrirvaralaust eru ýmsir þeir dregnir fram í dagsljósið, sem til þessa hefur þótt gáfumerki að út- hrópa, og fullyrða að hafi skrifað innstæðulausar ávísanir á listasög- una. Hér má einkum nefna Vín- arbúann Gustav Klimt, sem var merkisberi og í forsvari, hann sagði þau markandi orð, að 'lífið ætti allt í gegn að vera vígt listrænum at- höfnum og áformum. Klimt hefur verið skotspónn fræðinga og nú- listamanna framan eftir öldinni, en er nú mjög í sviðsljósinu. Þannig vinnur tíminn með eða á móti nú- listaverkum, og er sýnu afdrifarík- ast og merkjanlegast á dögum þjóð- félagsumróts, tæknibyltinga og uppstokkunar, svo sem tvær heims- styijaldir eru til vitnis um, ásamt hvörfum síðustu ára. Franz von Stuck var einn í hópi svonefndra aðskilnaðarsinna í Munchen (Múnchner Sezession) og jafnframt áhangenda táknsæistefn- unnar, sem tóku afstöðu gegn við- tekinni „salonlist", eftirgerð og náttúrusæi tímanna, þrengdu sér djúpt undir skel hins ytra. Þeir sögðu skilið við hina hefðbundnu listímynd og ögruðu samtímanum með því að mála draumsýnir og ofskynjanir í stað hins sýnilega veruleika. Sköpuðu goðfræðilegan heim óraunverulegra fígúra tákn- sagna og sviðsmynda, voru lengst- um umdeildir en teljast nú fullgildir og með ásunum í listþróuninni. Stúck reisti sér hús í nýklassísk- SÉÐINN í einn sal Villa Stiick, að Prinsregentenstrasse 60 í Miinchen. Meinlaus mafía „EN ÞAÐ er Þröstur Leó Gunnarsson sem ber af öðrum í þessari sj hversu fantagóður leikari hann er, tvimælalaust einn af okkar bestu, LEIKLIST Leikfclag Reykjavíkur ÍSLENSKA MAFÍAN Eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikendur: Ari Matthí- asson, Árni Pétur Guðjónsson, 1 Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundar- son, Felix Bergsson, Guðmundur Ól- afsson, Hanna María Karlsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Ól- afsson, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdótt- ir, Valgeir Skagfjörð og Þröstur Leó Gunnarsson. Sviðsmynd: Axel Hall- kell Jóhannsson. Lýsing: David Walt- ers. Búningar: Þórunn Elísab.et Sveinsdóttir. Tónlist: Valgeir Skag- fjörð. Leikhljóð: Baldur Már Arn- grímsson. ÞÆTTIR úr sögu Killjan-fjöl- skyldunnar er viðfangsefni íslensku mafíunnar, nýja leikrits þeirra Ein- ars Kárasonar og Kjartans Ragn- arssonar. Fjölskylda sú er sprottin út úr tveimur skáldsögum Einars Kárasonar, Heimskra manna ráð- um og Kvikasilfri, en þeir Einar og Kjartan vilja að leikritið sé metið á eigin forsendum, enda fylgi það ekki bókunum að öðru leyti en því að sækja þangað persónur og nokkra atburði sem siðan sé spunn- ið við, bætt og breytt að vild. Það eru þrír ættliðir Killian-fjöl- skyldunnar sem koma við sögu. Frásagnarháttur leikritsins er end- urlit: Litið er til fortíðar, nokkrir örlagaríkir atburðir úr fjölskyldu- sögunni rifjaðir upp í gegnum sam- tal Kobba Kalypso (Eggert Þorleifs- son) söngvara og fjölskylduvinar og Halldórs Bárðarsónar (Ari Matt- híasson) sem er af þriðju kynslóð fjölskyldunnar 'og ætlar sér að verða rithöfundur (Halldór B. Kill- ian). Tíminn er sjötti og sjöundi áratugurinn og til að lífga upp á stemmninguna syngur Kobbi Kalypso nokkra vinsæla slagara frá þeim árum af og til meðan atburða- rásinni vindur fram. Hérna höfum við sem sagt eina leiksýninguna enn sem fjallar um nána fortíð á léttan hátt, þótt ívafíð sé alvarlegt, og er sagan krydduð með tónlist. Þetta virðist vera efni sem leikhúsmenn telja nokkuð öruggt að veðja á til vinsælda. Pétur Einarsson leikur Sigfús Killian, ættfaðir Killiananna, gaml- an draumóramann og gullgrafara sem kom bílapartasölunni Frama á legg, fjölskyldufyrirtæki sem elsti sonur hans, Litli Fúsi (Guðmundur Ólafsson) helt tryggð við_ á meðan bræður hans Vilhjálmur (Ámi Pétur Guðjónsson) og Bárður (Þröstur Leó Gunnarsson) leituðu á önnur gjöfulli mið. Pétur var sannfærandi sem gamall og stoltur karl sem farinn er að mýkjast örlítið í ell- inni. Sólveigu hina norsku (fyrrver- andi) konu hans leikur Margrét Helga Jóhannsdóttir. Hiutverk hennar er lítið og gefur ekki tilefni til mikilla tilþrifa. Norski hreimur- inn er það kómíska element sem hún skartar, en satt að segja er hann hvorki trúverðugur né tiltölu- lega fyndinn hjá Margréti Helgu. Bræðurnir Vilhjálmur og Bárður, sem hafa erft gullgrafaraeðli föður síns, eiga þann draum æðstan að komast í góð efni á sem skemmst- um tíma, þótt leiðir þeirra að mark- inu séu ólíkar. Kannski er draumur- inn um skjótfengið fé einn af þeim íslensku draumum sem hvað iífseig- astur hefur verið á þessari öld, eða allt frá því að þjóðin skreið úr moldarkofunum og fór að hópa sig saman í bæjum og borgum. En lífs- háttur Litla Fúsa, að hætta engu heldur halda sínu á þurru, lifa spart, nýta það sem aðrir henda og eiga væna sparisjóðsbók er ekki síður íslenskur. Guðmundur Ólafsson leikur Litla FúSa af innsæi og ör- yggi og var persónusköpun hans ein sú besta í sýningunni. Lára systir þeirra bræðra (Hanna María Karlsdóttir) er karakter sem erfítt er að kannast við öðruvísi en sem (bókmennta)týpu sem fer yfir klisjumarkið: Kaldlynd, framagjörn kona, sem metur eigin „karríer“ meira en sína nánustu og bregst nauðstöddu tengdafólki sínu. Hanna María virðist eiga í erfíðleik- um með að túlka þessa persónu, leikur hennar virkar krepptur og óeðlilegur og raddbeiting einkenni- leg, hún virðist hrópa eða kalla hveija setningu. En það er Þröstur Leó Gunnars- son sem ber af öðrum í þessari sýningu. Hann sýnir hér enn á ný hversu fantagóður leikari hann er, tvímælalaust einn af okkar bestu. Bárður Killian verður ljóslifandi karakter í túlkun Þrastar Leós: storhuga fjárglæframaður sem tefl- ir á tvær hættur og er veikur fyrir víni, en mesta góðmenni inn við beinið. Viihjálmur bróðir hans, bankastjóri og síðar tugthúslimur, hefur sama stórhug og bróðir hans, en er slægari og hefur ekki það góða innræti sem einkennir Bárð. Arpi Pétur Guðjónsson náði ekki að nýta sér þá möguleika sem per- sóna hans býður upp á. Leikur hans olli vonbrigðum, var flatur og blæ- brigðalaus. (Hvar er sá leikari sem fór á kostum í Kontrabassaleikara Súskinds um árið?) Reyndar komu fáir leikarar á óvart í þessari sýn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.