Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 3
f- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESÉMBER 1995 B 3 :.•¦*.», n\*tfj|,'A\ 3fíWÉW!rtr?/ 41 p ^^ ^t^):^>^\i^^^^Vjy^&^^y^/y >/* Sfinx, 1904. Munúð, 1891. um stíl, Villa Stiick, við eitt af breið- strætum Miinchenborgar, Prinzreg- entenstrasse, sem er innarlega á þeirri miklu götu, á hæð bak við eitt af minnismerkjum borgarinnar, súluna með friðarenglinum, og ber númerið 60. Það var eins konar musteri og tákn fyrir metnað lista- mannsins í lífi og list, hliðstæða við hús keppinautarins Lenbachs, sem nú er víðfrægt borgarlistasafn. Húsgögnin öll í æskustílnum „Jug- endstíl" (Art Nouveau), og hönnuð af honum sjálfum, jafnframt lág- myndir og skúlptúrar, en hann telst fremstur fulltrúi stílbragðanna í Miinchen. í myndum Stiicks má fínna öll höfuðstílbrögð tímanna, svo sem æskustíl, áhrifalist ogtákn- sæi, „Jugendstíl, impressjónisma og symbolisma". Æskustíllinn, með frumatriðum áhrifalistar og tákn- sæis, í mynd munúðar fagurfræði og íburðar, teljast höfuðeinkenni listar hans. Ég var vel vitandi um þetta hús og listamann er ég á námsárum mínum bjó um skeið hjá greifafrú nokkurri í sömu götu og örfáum húsalengdum frá villunni, en það var á tímum er nafn hans var enn hulið þögn og gleymsku, húsið lok- að og var ekki opnað almenningi fyrr en 1968, átta árum eftir að ég var á brott. Stiick hafði látist seinni hluta árs 1928, en þá var mikið pólitískt umrót í Þýskalandi, er lauk með valdatöku Hitlers í janúarlok 1933. Umrótið átti sinn þátt í að hann var flestum gleymdur í fjóra ára- tugi, en vel að merkja ekki Hitler, því Stúck var álitinn einn af uppá- haldsmálurum kanslarans, og ein mynda hans hékk yfír arninum á Berechtsgaden. Þá hélt einræðis- herrann mikið upp á málverkið „Syndin" sem var máluð 1893, og má það vera einhverjum vísum til íhugunar. Sterkar líkur eru fyrir því, að aðdáun Hitlers hafí einmitt átt sinn þátt í áhugaleysinu á lista- manninum í áratugi eftir stríð, svo þannig getur jafnt aðdáun sem van- mat vissra áhrifavalda skipt sköp- úm. í ljósi þessa hefðu víst fáir framsæknir listamenn viljað vera í náðinni hjá Hitler, og menn hafa velt fyrir hver hefði t.d. orðið vegur Emils Noldes, ef hann hefði verið í viðlíka uppáhaldi hjá kanslaranum! Málverkið „Munúð" sem er málað 1893, er trúlega fyrst í myndröð- inni um syndina, myndbyggingin er sáraeinföld, samhverf og átaka- lítil. Grænsvört digur glansandi og bjúgalaga slanga vefur sig utan um skautog nakið hold hinnar fyrstu konu, glottir illúðlega og ögrandi framan í skoðandann. Eva horfír hins vegar óræð og eggjandi á hann, andlit og tælandi barmur umvafin myrkri duld og óhugnaði. Hún er í líki syndarinnar, frjóseminnar og hinna holdlegu girnda, tákngerir allt í senn lostann uppsprettu og frummögn lífsins. Ásjóna og opið gin slöngunnar vísa til hinnar æva- fornu sagnar um erfðasyndina, tennt og viðsjál sköp konunnar sem bera jafnt í sér fordæmingu og fyr- irheit, glötun sem framþróun. Myndin „Sfínx" frá 1901, er tal- in ein hin hátíðlegasta og óhófleg- asta sem máluð hefur verið af myndefninu í allri listasögunni, með ödipusargátuna greypta neðantil í hinn gyllta stásslega ramma. Hvað er það sem gengur á fjórum fótum um morguninn, tveim á hádegi og þremur á kvöldin, - sjálfur maður- inn. Gátan yfírfærist svo á konuna, hina lýsandi og lostfögru valkyrju, hér er yfírstéttarfrú í líki hinnar hættulegu tortímandi konu sem bik- svart myrkrið umvefur - femme fatale. Myndbyggingin er einnig samhverf og ei heldur átakamikil, en er samt fyrir hendi, byggist á ríkum hlutfallaandstæðum og þeim línum í líkama konunnar sem skera myndflötinn, lóðréttum sem lárétt- um, en þó einkum skálínum horna á milli og þvert yfír flötinn. Fyrir þá mörgu sem töldu og telja jafn- vel enn, að ýmsir áhangendur tákn- sæisins hafi skrifað innstæðulausar ávísanir á listasöguna. Afgreiða þá með einu pennastriki, þar á meðal Franz von Stiick, væri fróðlegt að rannsaka áhrif þeirra á list aldar- innar og athuga nánar upp úr hvaða jarðvegi list þeirra var sprottin. Þeim tókst að vísu að gera lista- mennina tortryggilega og halda þeim utangarðs í áratugi, senda böð í allar áttir um léttvægi stefnunn- ar. En þetta var vonlaust til lengri tíma litið, því listamenn táknsæisins voru áhrifavaldar langt fram á öld- ina, og nú virðist verið að skipa þeim til þess hásætis sem þeir verð- skulduðu. Lítum aðeins til þess, að norðar í álfunni þ.e. París var helsti full- trúi og brautryðjandi táknsæisins hinn mun eldri Gustave Moreau (1826-1898). Þessi stórgáfaði mað- ur þróaði list sína út frá beinum áhrifum frá málurum miðalda og endurreisnar, eins og Andrea Man- tegna, Benozzo Gozzoli og freskum hans í höll Medici-Riccardi ættar- innar í Flórenz, svo og freskum Michaelangelos í Sistínsku kapell- unni í Róm. Hann hélt einkaskóla í París og meðal nemenda hans og aðdáenda voru Henri Matisse og Georges Rouault. Þá sögðu Salvad- or Dali og Max Ernst hann frum- kvöðul súrrealismans. Þetta er nú allt bókað og viðurkennt og þarf kannski ekki að draga það fram, þótt áhuginn á listamanninum. og aðsóknin að Moreau-safninu í París hafí verið næsta lítil lengstum. Og hvað Franz von Stiick snert- ir, var hann prófessor við listaka- demíuna í Miinchen um árabil, eða frá 1895, og var þar leiðandi ásamt hinum heilli kynslóð eldri Franz von Lenbach. Og Stiick átti fleiri aðdá- endur á þessari öld en ríkiskanslar- ann Adolf Hitler, því meðal nem- enda hans voru engir minni bógar en Vasilly Kandinsky, Paul Klee, Willy Geiger og Hans Purrmann, og var einkum Karidinsky uppnum- inn af lærimeistaranum og verkum hans. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Árni Sæberg sýningu. Hann sýnir hér enn á ný tu," segir nteðal annars í dómnum. + ingu.^ Eggert Þorleifsson og Magn- ús Ólafsson sýndu gamalkunna kómíska takta sína, sem má svo sem alltaf brosa af, en er farið að slá örlítið í. Það var helst að Egg- ert næði nýjum tónum í samspili sínu við Þröst Leó, sem segja má að smiti út frá sér með sínum af- bragðsleik. Af leikurum í minni hlutverkum má nefna Helgu Brögu Jónsdóttur sem spilar vel úr tak- mörkuðu hlutverki eiginkonu Bárð- ar sem stendur með sínum manni hvað sem á gengur og sinnir hús- móðurhlutverkinu af list. Hún uppskar nokkra hlátra. Það sama má segja um Valgeir Skagfjörð í hlutverki Golla bjútí. Ari Matthías- son var ágætur í hlutverki Dóra, hins upprennandi rithöfundar, og þau Felix Bergsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundar- son og Sóley Elíasdóttir komust öll þokkalega frá sínum hlut. Leikflétta íslensku mafíunnar snýst um sakamál: Er Killian-fjöl- skyldan mafían sem teygir anga sína til áhrifa víða í þjóðfélaginu? Stundar Bárður Killian ólöglegan innflutning og sölu á eiturlyfjum í skjóli fjölskyldufyrirtækisins? Hyggst hann stinga af til Ástrálíu með gróðann? Slíkar spurningar eru lagðar upp en reyndar eru svörin við þeim fyrirfram gefin, svo engin spenna skapast í kringum þær; Þessi þráður leikritsins er sá sem gerir kröfu um að vera burðarstoð verksins og titillinn vísar til hans. En margir aðrir þræðir eru í leik- fléttunni, önnur mál og sakamál þessu ótengd koma við sögu, fjár- málabrask og misferli, jarðarför, fyllerí og morð. Það er þessi marg- þátta flétta sem reynist vera veik- asta hlið sýningarinnar. Hún er of lausofin, hangir ekki nógu vel sam- an. Þetta á sérstaklega við um fyrri hluta sýningarinnar en lagast þegar á líður, þegar áhorfendur eru farn- ir að átta sig á fjölskyldutengslum og tengingu einstakra atburða. Staðreyndin er að sýningin er of hæggeng, nær aldrei almennilegu flugi eins og sýning af þessu tagi verður að ná til að virka. Og þótt tónninn sem gefinn er sé gaman- samur, margar senur byggðar upp í kringum „brandara", nær kómíkin sjaldan þeim hæðum að áhorfendur veltist um að hlátri, þótt vissulega kalli snjall textinn víða fram bros og nokkra hlátra. Og hin harmræna hlið verksins, sem vissulega er til staðar, ristir heldur ekki nógu djúpt til að snerta áhorfandann. Það er eins og aðal frásagnarinnar sé hálf- kæringur - og hálfkæringur hlýtur alltaf að vera á kostnað einlægni sem er nauðsynleg þegar koma á harmrænum atburðum á framfæri. Mikið er lagt í sviðsmynd og tæknileg hlið uppsetningarinnar er með miklum sóma. Bíl og báti er ekið í heilu lagi inn á sviðið, talíur hífa fólk hátt í Ioft upp og ljósabún- aður er mikill og glæsilegur. Hönn- uður sviðsmyndar og ljósamaður eiga hrós skilið fyrir sinn hlut. Hönnun búninga er einnig með ágætum og oft setja búningarnir skemmtilegan stíl á atriðin. Sá stór- hugur sem sjá má af þessari um- gjörð er kannski í fullu samræmi við þann stórhug sem býr í brjósti Killiananna. En ef stórhugurinn varð Killian-fjölskyldunni að falli er ekki hægt að segja að umgjörð sýningarinnar verði henni að falli. Það sem heldur þessari sýningu niðri, kemur í veg fyrir að hún nái flugi, liggur í byggingu leikritsins eins og áður er sagt, sem gerir að framvindan verður of hæg. Sýning- una skortir þann hraða sem er nauðsynlegur svona leikformi. Það verður því að segjast að leikstjórnin hefur ekki tekist sem skyldi í þess- ari uppsetningu. Kjartan Ragnars- son leikstjóri nær ekki því út úr leikurum sínum sem krefjast verður (með örfáum undantekningum) og nær ekki heldur að halda uppi þeim dampi sem gefinn er með kröftugri upphafssenu. Að síðustu vil ég geta þess að textinn er oft á tíðum mjög vel skrifaður og samtöl mörg hver hnyttin og skemmtileg. Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Ásdís VERÐLAUNAHAFARNIR í ár: Páll Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Sigurðardóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir og Orri Vigfússon. Menningarverðlaun VISA1995 MENNINGARVERÐLAUN VISA 1995 voru kunngerð og afhent síðastliðinn fimmtudag. Féllu þau eftirtöldum einstaklingum í skaut: Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi á sviði ritlistar, Þor- gerði Ingólfsdóttur söngstjóra Hamrahlíðarkórsins á sviði tón- listar, Hilmi Snæ Guðnasyni leik- ara á sviði leiklistar, Páli Stef- ánssyni ljósmyndara á sviði myndlistar og Orra Vigfússyni forstjóra á svíði náttúruverndar. „Steinunn sannaði fljótt að hún var ekki aðeins efnilegt ljóðskáld heldur hafði hún einnig fengið í vöggugjöf og síðan þroskað með sér mikinn sagnaanda," sagði Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA ÍSLAND, sem afhenti verðlaunin. Þorgerði sagði hann hafa með starfi sinu unnið mikið uppbyggingar- og menningarstarf með ungu fólki og Hilmi Snæ sagði Einar glæsi- legan fulltrúa yngstu kynslóðar- innar í íslensku Ieikhúsi. Um Pál sagði hann: „Eins og skákmeist- arar verða stórmeistarar, má segja um Pál að hann sé ekki bara meistari á sinu sviði, heldur stórmeistari á sviði ljósmy udun- ar." Ennfremur sagði Einar Orrí hafa unnið oinstakt brautryðj- ' andastarf á sviði umhverfis- og náttúruverndar sem vakið hefði athygli víða um lönd. Stjórn Menningarsjóðs VISA skipa Jóhann Ágústsson, Jón Stefánsson og Einar S. Einars- son. Verðlaunin eru 300.000 kr. í hlut hvers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.