Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐDÁENDUR breska rithöfundarins Rudyards Kiplings og bókar hans, „The Jungle Book“ (Dýr- heimar. Sögur úr frum- skógum Indlands) fá svo sannarlega eitthvað fyr- ir sinn snúð á óvenju- legri og á köflum óhugn- anlegri leiksýningu í London, þar sem leikar- ar túlka dýrin á nýstár- legan hátt, að því er seg- ir í The Sunday Times. Á sýningin fátt sameig- inlegt með teiknimynd- unum sem Disney-fyrir- tækið hefur gert eftir sömu sögu. Það er Tim Supple, listrænn stjórnandi Young Vic-Ieikhússins, sem á hugmyndina að uppfærslunni, en á síð- asta ári setti hann Grimms-ævintýri á svið. Þá, eins og í sýningunni nú, er aðallega byggt á líkamlegu atgervi leikar- anna til að túlka þær persónur og þau dýr sem koma fyrir í sýningunni. Einfaldleikinn ræður ríkjum í sviðsetningunni, enga sviðsmuni er að sjá á leiksviðinu, sem er klætt rauðum dúk. Lítið er hróflað við texta Kipl- ings og aðeins stuðst við trommuleik til að magna áhrifin. Miklar kröfur eru því gerðar til leikar- anna, því að Mowgli frátöldum, eru allar aðal- persónurnar dýr. I uppfærslu Supple eru þau hvorki mjúk né sæt, þau eru ekki í loðnum feldi, engin veiðihár sjást og dýrin fara ekki um á fjórum fótum. „Maður sem skríður um á fjórum fótum er aumkunarverður,“ segir leikstjórinn. Og því verða leikararnir að not- ast við látbragð, hreyfingar og h(jóð til að túlka dýrin. Æft í dýragarði Er æfingar hófust brá leikhópurinn sér í dýragarðinn í London til að fylgjast með dýr- unum og tileinka sér hreyfingar þeirra. Þegar á sviðið var komið urðu þeir að standast freist- inguna að túlka hlutverkin eins og um menn væri að ræða. Leikararnir verða ekki aðeins að leika dýrin, heldur einnig hugmyndir Kipl- ings um þau. Og muna að það er þörf, ekki tilfinningar, sem rekur þau áfram. „Við reynum að vera maður sem býr yfir andlegu viðhorfi dýrs. Við reynum að losa okkur við öll flókin persónuleg tilbrigði, allt reyna að einfalda hlutina eins og hægt er, ólíkt því sem maður gerir jafnan. Þá reynir maður að bæta við og koma eins miklu til skila og mögulegt er í texta um persónuna sem maður leikur." Og Mendus fannst tímanum í dýragarðinum ekki illa varið, þó að tígrisdýrið þar svæfí lungann úr deginum. Ymsar höfuð- hreyfingar hafi t.d. reynst gagnlegar. Sarah C. Cameron, sem leikur Úlfamóð- urina, segir að mestu hafi í raun skipt hvað hún geri ekki á sviði. „Ég hef t.d. þurft að beita mig hörðu til að fítla ekki við hluti. Ég verð að vera minnug þess að dýrin gera ekkert að nauðsynjalausu." Úlfarnir eru grá- klæddir á sviðinu, með sárabindi um hendurnar til að tákna klær og með móhíkana-klippingu. Ca- meron segir að erfiðast hafí reynst að túlka til- finningar dýra, t.d. sorg. „Þegar Mowgli kemur til Ulfamóður til að kveðja hana, urðum við að gæta þess að túlka sorg hennar ekki á mannlegan hátt, t.d. með því að faðma Mowgli. Þess í stað hnusar hún af honum.“ Maður í slöngulíki Vafalítið er erfiðasta hlutverk sýningarinn- ar í höndum Andy Williams, en hann leikur gríðarstóra kyrkislöngu, Kaa. Ekki er reynt að dulbúa Willams sem slöngu, „sem betur fer er mér ekki troðið í einhvern stóran, grænan sokk. Ég lít hræðilega út í þröngum fötum,“ segpr Ieikarinn. Þess í stað varð hann að fórna hárinu og leiksljórinn notast við hæð hans og fögurra metra langa stöng til að tákna stærð kyrkislöngunnar. „Þegar ég fylgdist með slöngunum í dýragarðinum kom mér á óvart hversu stórar og þungar þær eru. Ég hef allt- af ímyndað mér slöngur sem liprar og léttar, en það eru þær alls ekki. Þær hreyfa sig ekki tímunum saman.“ Leikstjórinn Supple segir að þrátt fyrir að sýningin sé ekki eins glæsileg og hjá Disney, sé hún vonandi spennandi og nái að fanga kraftinn og dulúðina í sögum Kiplings. Upp- setningin snúist í raun um að taka þær alvar- lega. TÍGRISDÝRIÐ, úlfynjan og kyrkislangan: Clive Mendus, Sarah Cameron og Andy Willams í hlutverkum sínum. Dýra- sögur sem telst mannlegt," segir leikarinn Clive Mendus, sem fer með hlutverk tígrisdýrsins Shere Khan. I meðförum hans er tígrisdýrið sannkallað rándýr, grimmt og ekki sérlega fágað. Leikarinn er klæddur röndóttri kápu og með stóra og mikla kló á annarri hendi. Að öðru leyti verður hann að koma dýrinu til skila með raddbeitingu og hreyfingum. „Maður verður að fara hreint og beint með textann, MENNING/ LISTIR MYNDLIST Gallerí Sólon Islandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Gallerí Birgir Gunnar M. Andrésson sýnir til 15. jan. Gallerí Geysir Ásdís Sif og Sara Maria sýna til 7. jan. Gallerí Fold Jólasýning og í kynningarhorni Shen Ji til 7. jan. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í allan vetor. Mokka Sýningin „Strið“.______________ TONLIST Miðvikudagur 3. janúar. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Del- ana Thomsen píanóleikari í Lista- safni íslands. Fimmtudagur 4. janúar. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari í Nor- ræna húsinu._____________________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 6. jan. Kardemommubærinn lau 30. des. Don Juan lau. 30. des., 4. jan. Glerbrot fós. 5. jan. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 30. des. BarPar fös. 5. jan. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 30. des. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 5. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir HimnarOd fös. 5. jan. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd lau. 30. des. Tjarnarbíó Lundúnaleikhópurinn frumsýnir Mar- grétí miklu eftír Kristínu Ómarsdóttur fös. 5. jan. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar. Morg- unblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvfk. Myndsendin 91-5691181. Landið, sagan og tilveran LANDIÐ, sagan og tilveran eru sameiginleg yrkisefni Hannesar Péturssonar og Þorsteins frá Hamri en út eru komnar tvær bækur með úrvali ljóða þeirra. Haukur Hannes- son, bókmenntafræðingur, velur ljóð í bók Hannesar, Hjá fljótinu, en Páll Valsson, bókmenntafræð- ingur, velur í bók Þorsteins, Mynd- ir í nótt og morgni. Hannes og Þorsteinn hafa verið taldir framar- lega í flokki þeirra skálda sem hafa staðið fyrir endumýjun ljóðhefðar- innar á síðari hluta aldarinnar ásamt Snorra Hjartarsyni og fleir- um. Það er því ekki óeðlilegt að fjalla um þessi tvö skáld saman í einni grein þótt ýmislegt skilji þau einnig að. Þrátt fyrir að bæði séu þau mjög „íslensk" í kveðskap sín- um er Hannes til dæmis alþjóð- legri, ef svo má segja, sækir yrkis- efni sín og viðmiðanir í meira mæli út fyrir landsteinana. Staða þeirra Hannesar og Þor- steins í bókmenntasögunni hefur því verið andspænis atómskáldun- um svokölluðu, svo sem Hannesi Sigfússyni, Sigfúsi Daðasyni og Stefáni Herði Grímssyni, sem telj- ast hafa gert uppreisn gegn ljóð- hefðinni og sótt fyrirmyndir sínar frekar til erlendra höfunda og stefna. Auðvitað er þetta gróf ein- földun á þeim hræringum sem átt hafa sér stað í íslenskri ljóðagerð síðustu áratuga. Hannes og Þor- steinn hafa báðir færst fjær hefð- inni síðustu áratugina og hafa átt mikinn þátt í því að móta hið ís- lensk-móderriíska ljóðmál. „Ég vil líkjast þér, land“, segir Tvær bækur með úrvali ljóða Hannesar Péturssonar og Þorsteins frá Hamri eru komnar út. Þröstur Helgason gluggaði í skáldskap höfundanna þar sem hefðin og nútíminn mætast. Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn í kvæði sínu, ísland, og lýsir þannig betur en flestir hafa gert sjálfum sér í skáldskapnum; „og víst kvísiast blóðrás mín og kenndir/ í líkingu lækjá þinna.“ Fyrir Þorsteini er landið - náttúra þess og saga - lifandi veruleiki sem hann glímir við í kveðskap sínum. Ljóðmálið er markað þessu; þar birtast átök hefðarinnar, þjóð- sagnastílsins, jafnvel eddustíls og samtímans, nýmælanna, nýsköpun- -1 % Hannes Pétursson arinnar. Myndmálið birtir iðulega innri baráttu mannsins, ótta hans og vonir, í kröftum náttúrunnar; auðn, skafl, heiði og veður eru al- geng tákn: „Veður/ eru mér jafn- gildi veraldar/ sem ég kanna af varúð“, segir Þorsteinn í ljóðinu Veður; í fárviðrinu líður honum best því það er .jafngildi veraldar sem ég verð að lifa í/ lifa af/ eða láta bugast fyrir - / lamb undir snjó.“ í ljóðum Þorsteins tvinnast þann- ig maðurinn, sagan og náttúran saman; á bak við allt býr vitund sem sameinar, fom og djúp. Þetta á einnig við um mörg ljóð Hannesar þótt þau hafi ekki sama brag á sér, séu ort með þýðara lagi, bjart- ari tón, rómantískari jafnvel. Fræg eru orð Steins Steinars um að Hannes væri „vonarstjarnan" á meðal ungra skálda á miðjum sjötta áratugnum, sagðist Steinn aldrei hafa vitað jafn ungt íslenskt skáld yrkja jafn vel. Hannes kom fram sem mjög hefðbundið skáld hvað form snertir eins og fyrstu tvö kvæði bókarinnar sýna. Maður er hins vegar ekkert hissa á hrifningu Steins þegar lesið er ljóð eins og Haustvísa sem er mjög í ætt við hans eigin kveðskap; nýstárlegur, existensíalískur tónn er sleginn við undirspil stuðla og ríms: Störin á flánni er fólnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. í dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni... Eins og áður sagði færast Hann- es og Þorsteinn báðir fjær hefðinni eftir því sem líður á skáldaferil þeirra. Af bók Hannesar má glöggt ráða að nokkur umskipti eiga sér stað í kveðskap hans á áttunda áratugnum; formið verður hnitmið- aðra og rím hverfur að mestu. Efnistök verða líka önnur; tónninn verður dimmari, dýpri, sjálfsskoð- unin markvissari, lífsrökin reifuð af meira innsæi. Tíminn verður honum áleitið yrkisefni: Dögum mínum fækkar hjá djúpum sjó, er lifir allt. Engum vömum fæ ég við komið gep tímanum. Inn í hraða var mér slöngvað sem á hvítt, eyðandi bál. Svipaða þróun má sjá í kveðskap Þorsteins; á níunda áratugnum verður greinileg breyting í átt til óhefðbundnari ljóðstíls, einkum verður breyting á myndmáli sem verður flóknara og óræðara, mætti kalla sum ljóð Þorsteins í seinni tíð myndhverfðar sýnir. Svo segir í tit- illjóði bókarinnar, Myndir í nótt og morgni: Dularfullt - Það dreymir sig inn í vegfarandann og heldur lifi hans utan að sínu: sofandi eldur f sál hans framvegis, dýr í biðstöðu, plt Ijón í nótt... Það má vitanlega alltaf deila um það hvernig valið er í bækur sem þessar. Oft hefur það gefist vel að ganga út frá ákveðnu þema í ljóða- gerð viðkomandi skálds en hér er farin sú leið að reyna að sýna þróun og samfellu á höfundarferli Hann- esar og Þorsteins og hefur það tek- ist ágætlega. Þegar valið er í ljóða- úrval þykir mér þó skemmtilegra að sá sem velur lýsi sýn sinni á skáldið og skáldskap þess með inn- gangi. Páll Valsson ritar stutt að- fararorð að bók Þorsteins en þau hefðu mátt vera ítarlegri. Haukur Hannesson hefur engan inngang að bók sinni og er það miður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.