Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ;gll«r$fmb:ia&tfe ■ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER BLAÐ Kunnir kapp- ar heiðraðir NOKKRIR kunnir íþróttakappar ganga á fund lílísabctar Bretlandsdrottningar í London á morgun til að taka við heiðursmerki bresku krúninnar. Fyrstan þar rná nefna heimsmets- hafann i þr ístökki, prestssoninn Jonathan Fklwards, sem setti þrisvar heimsmet og vard fyrstur manna til að stökkva yfir átján metra. Edwards varð heimsmeistari í Gautaborg í sumar. Bernard Gailacher, fyrirliði Ryder Cup Evrópuliðsins í golfi, sem fagnaði sigri á Bandarikjatnönnum 14 Vj -18 xh á Oak Hill Country Club í Rochester, New York í Banda- rikjunum í september. Þá mætir lan Rush, fyrirliði Liverpool, á fund drottningar til að taka við sínum verðlaunum, allir fá kapparnir MBE-orðuna — „Order ofthe British Empire. “ HANDKNATTLEIKUR Útlit fyrirað nærri tíundi hver Mosfellingurfylgi UMFAtil Drammen í næsta mánuði Geta fylK465 sæta Júmbó-þotu að er gríðarlegur áhugi hjá stuðningsmönnum okkar fyr- ir ieiknum og hópferðinni sem fé- lagið stendur fyrir til Noregs vegna hans. Við erum ekki byijaðir að selja miða en samt hafa työ hundr- uð og fímmtíu manns bókað far og ég reikna með að uppselt verði í ferðina,“ sagði Jóhann Guðjóns- son, formaður handknattleiks- deildar Aftureldingar, en félagið leikur fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu gegn norska liðinu HK Drammen í Drammen sunnudaginn 21. jan- úar nk. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum í Mosfellsbæ og að sögn formannsins gæti stefnt í að tæp- lega tíundi hver Mosfellingur fylgi liðinu til Noregs í leikinn. „Nú bíðum við bara eftir svari frá Atianta hvort við fáum stóru Júmbó-þotuna þeirra sem tekur fjögur hundruð sextíu og fímm far- þega. Hvort af því verður skýrist nú öðrum hvorum megin við ára- mótin. Um leið og þetta atriði verð- ur komið á hreint hefjum við form- lega miðasölu í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ." Jóhann sagði enn- fremur að ef stóra vélin yrði ekki á lausu stæði Aftureldingu til boða önnur þota frá Atlanta sem tekur 340 farþega. „Ég bara vona að við fáum stóru þotuna, því ég er viss um að við getum fyllt hana. Tugir manna hafa haft samband við okk- ur og lýst yfir áhuga á að fara með auk þeirra tvö hundruð og fímmtíu sem komnir eru á blað nú þegar," bætti formaðurinn við með bros á vör. Jóhann kvað ekkert vandamál vera að fá gistingu fyrir þennan stóra hóp í Drammen. Hann hefur sett sig í samband við forráðamenn félagsins. „Framkvæmdastjóri fé- lagsins hefur fullvissað mig um að það verði á lausu hótelherbergi fyr- ir alla þá sem óska eftir að koma með okkur, jafnvel þó þeir verði fjögur hundruð sextíu og fimm.“ Jóhann sagði ennfremur áformað að selja farmiðann á níu til tíu þúsund krónur. Gisting og miðar á leikinn verða síðan seldir sérstak- lega. Eins og fyrr sagði leikur Aftur- elding fyrri leikinn ytra á sunnu- daginn kiukkan fjögur en áformað er að þotan með leikmenn og stuðningsmenn fari af stað klukk- an sex á laugardagsmorgni frá Keflavík. Farið verður heim á sunnudagskvöldið eftir leik og áformað er að lenda í Keflavik um miðnætti. „Norðmennirnir koma síðan hingað til lands miðvikudag- inn á eftir og síðari leikurinn verð- ur að Varmá fimmtudaginn 25. janúar. SKIÐI Pemilla á sigurbraut PERNILLA Wi- berg frá Svíþjóð sigraði í gær í annað sinn í röð í svigi heimsbik- arsins. Hún sigr- aði í síðasta svig- inu fyrir jól og endurtók það i fyrsta svigmót- inueftirjólí Semmering í Austurríki í gær. SjáC4 Reuter Landsliðinu boð- ið til Japan I aprfl Rúmenar og Júgóslavar á Lottó-mótinu Landsliði karla í handknattleik hefur ver- ið boðið á mót í Japan í apríl næstkom- andi. Um er að ræða átta þjóða sterkt mót sem Japanir hugsa sér sem æfingamót fyrir heimsmeistarakeppnina, sem þeir halda 1997. HSÍ hefur áhuga á að þiggja boðið en ekki hefur verið ákveðið hvort af ferð- inni verður, þar sem svo óheppilega vill til að mótið fer fram á sama tíma og lokaúr- slit íslandsmótsins — þegar barátta tveggja bestu liða landsins um Islandsmeistaratitil- inn á að fara fram skv. mótaskrá. Forráðamenn HSÍ hyggjast skoða gaum- gæfilega hvort hægt verði að seinka lokaúr- slitum íslandsmótsins um eina viku, til að landsliðið komist út. Reikna má með að margir leikmenn yrðu valdir í landsliðið úr liðunum tveimur, sem mætast í úrslitunum, því ef af verður vill HSÍ senda eins sterkt lið út og kostur er. Undirbúningur úrslitalið- anna tveggja raskast því óumflýjanlega ef af Japansferðinni verður og ekki víst að forráðamenn þeirra verði hrifnir af því. Úr- slitin um íslandsmeistaratitilinn eiga að he§- ast föstudaginn 12. apríl en HSI-forystan fundar á næstunni með forráðamönnum fé- laga og þeim nefndum sem hlut eiga að máli, til að komast að niðurstöðu. Sterkt Lottó-mót ísland verður meðal keppenda í Lottó- mótinu, sem fram fer í Noregi um mánaða- mótin janúar-febrúar. Um er að ræða fimm þjóða mót að þessu sinni og eru aðrar þátt- tökuþjóðir Noregur, Danmörk, Júgóslavía og Rúmenía. íþróttaráð Kópavogs styrkir íþróttafélög ÍÞRÓTTARÁÐ Kópavogs hefur veitt félögum í bænum afreksstyrk fyrir unnin afrek á árinu 1995. Blakdeild HK fékk 750 þús. kr., Körfuknattleiks- deild Breiðabliks 450 þús. kr., Knattspyrnudeild Breiðabliks 300 þús. kr., Fimleikadeild Gerplu 150 þús. kr., Frjálsíþróttadeild Breiðabliks 150 þús. kr., Skotfélag Kópavogs 130 þús. kr., Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, íþróttafélag fatlaðra, Tennisfélag Kópavogs og Siglingafélagið Ýmir fengu 37.500 kr. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: TVEIR NÝIR LANDSÞJÁLFARAR TIL FRÍ / C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.