Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/12-30/12 ►UM 900 umsóknir um að- stoð í formi matargjafa bár- ust Hjálparstofnun kirkj- unnar fyrir jólin og er talið að um 3.000 manns hafi not- ið aðstoðarinnar. ►MIKLAR skemmdir urðu á tækjum og afurðum í bruna í Reykhúsinu hf. á Seyðisfirði á jólanótt. Hús- næðið, Liverpoolshús, er eitt það elzta í bænum, um 115 ára gamalt að stofni til. ►VSÍ og Dagsbrún deildu um samningsforsendur kjarasamnings Dagsbrúnar. VSÍ segir að vegna mistaka við ritvinnslu samningsins hafí ákvæði bætzt við samn- inginn, sem vísi til launa- og verðlagsþróunar, en það sé að engu hafandi. Lögmaður Dagsbrúnar hefur hins veg- ar vísað til þessa ákvæðis í málflutningi fyrir Félags- dómi og forystumenn félags- ins kannast ekki við neina ritvillu. ►ANNASAMASTI dagur ársins hjá verðbréfafyrir- tækjum var á föstudaginn fyrir áramót, en þá keyptu einstaklingar hlutabréf fyrir nærri hálfan milljarð króna til að nýta sér skattaafslátt. LANGUR frostakafli hefur hijáð Norðlendinga að und- anfomu. Frost fór niður í 33 gráður í Bárðardal að kvöldi jóladags. IVfjólkurbíI- ar eru látnir ganga dag og nótt og bændur eru í mestu vandræðum að hreyfa vélar og tæki. Neyzluvatn frýs og fólk heldur sig mest innan dyra. Samið við flug’um- ferðarsljóra SAMNINGAR tókust við flugumferð- arstjóra tveimur dögum fyrir gamlárs- dag og samþykktu þeir hann á félags- fundi á föstudagskvöld. Þeir munu því halda áfram störfum, en ekki ganga út um áramót eins og til stóð. Sam- komulagið byggir á innanhússtillögu ríkissáttasemjara og nemur launa- hækkun þess 10,3% á samningstímari- um, sem er til ársloka 1996. 7,5% launa- hækkun kemur strax til framkvæmda og afgangurinn, þegar ákveðinni hag- ræðingu er náð. Nýir flugumferðar- stjórar verða ráðnir til starfa og yfir- vinna minnkuð þannig að hún verði að jafnaði ekki meiri en 30 tímar á mán- uði hjá hveijum. Loks verður skipuð nefnd til að meta réttarstöðu flugum- ferðarstjóra. Deilt um síldarkvóta NORÐMENN ákváðu að taka sér ein- hliða 72,5% af milljón tonna síldar- kvóta, sem þeir gáfu einhliða út fyrr á árinu. Hafa þeir aukið kvóta sinn um þriðjung frá fyrra ári. íslenzk stjóm- völd sætta sig illa við þetta og hyggj- ast gefa einhliða út kvóta sameiginlega með Færeyingum. Áformað er að sá kvóti verði einnig aukinn frá í fyrra, en þá gáfu löndin tvö út sameiginlegan kvóta er ekki náðist samkomulag við Noreg og Rússland um stjórnun á norsk-íslenzka síldarstofninum. Friðargæsla gengur vel í Bosníu SERBAR í Sarajevo voru sagðir hafa kveikt í heimilum sínum til að mót- mæla ákvæði í friðarsamningum um að borgin heyri öll undir stjóm Bosn- íu. í vikunni rann út frestur sem hermenn Serba og bosníska stjórnar- hersins fengu til að fara af átaka- svæðunum á mörkum yfirráðasvæða þeirra í Sarajevo. Stóðu fylkingarnar við þennan hluta samkomulagsins og lýstu ráðamenn Atlantshafsbanda- lagsins yfir ánægju sinni með það hversu vel framkvæmd og eftirlit með friðarsamningnum um Bosníu hefði gengið fyrstu vikuna sem bandalagið fór með friðargæslu. „Góður andi“ í friðar- viðræðum RÁÐHERRAR í ísrael sögðu á fimmtudag að ,jákvæður andi“ ríkti í friðarviðræðum þeirra og Sýrlend- inga, sem fram fara í Bandaríkjunum eftir sex mánaða hlé. Sögðu Israel- arnir að sýrlenska samninganefndin virtist hafa frjálsari hendur í viðræð- unum en áður. Lebed í forseta- framboð ALEXANDER Lebed, fyrrum hers- höfðingi, hyggst gefa kost á sér í forsetakosningunum í Rússlandi í júní á næsta ári. Lebed telur að Bor- ís Jeltsín, forseti Rússlands, og þjóð- emisöfgamaðurinn Vladimír Zhír- ínovskíj verði helstu keppinautar sín- ir. Þá útilokar Míkaíl Gorbatsjov, síð- asti sovétleiðtoginn, ekki að hann fari í framboð. ►MIKLAR vetrarhörkur settu svip sinn á jólahátíð- ina víða um Evrópu og sums staðar var veðrið verra en dæmi eru um. Heita má að Hjaltland sé á kafí í snjó, slæmt ástand var á N-írlandi, Suðureyj- um, Skotlandi og suður um til Englands og Wales. Jólin voru hvít í Dan- mörku og í Finnlandi var frostið harðara en verið hefur um áratugaskeið. ►ÁTTA sjómanna er saknað eftir að rússneski togarinn Novgordets fórst undan strönd Norður-Nor- egs á annan dag jóla. Fimmtán komust lífs af úr slysinu en lík tveggja hafa fundist. ►TVÆR alþjóðastofnanir vöruðu f vikunni við því að hungursneyð væri yfír- vofandi í Norður-Kóreu. í mestri hættu væru 2,1 milljón barna og um hálf milljón kvenna sem væru þungaðar eða með bam á brjósti. ►DÓMSTÓLL í Peking staðfesti á fimmtudag 14 ára dóm sem kveðinn var upp yfir kínverska andófs- manninum Wei Jingsheng fyrr í mánuðinum. ►FRAKKAR sprengdu á miðvikudag fimmtu til- raunasprenginguna í Suð- ur-Kyrrahafi. Mótmæltu mörg ríki kjarnorkutil- rauninni harðlega, aðal- Iega Kyrrahafsríki en auk þess lýsti Bandaríkja- stjórn vonbrigðum sínum vegna sprengingarinnar. Nýtt fjölmiðlafyrirtæki á Húsavík yfirtekur Víkurblaðið Sjónvarp næsta skrefið HÓPUR einstaklinga á Húsavík hef- ur stofnað ijölmiðlafyrirtæki, Hús- víska fjölmiðlun hf. Fyrirtækið hefur tekið yfir rekstur Víkurblaðsins og hyggur á sjónvarpssendingar á ör- bylgju til Húsvíkinga fyrir páska. Jafnframt kemur til greina að fyrir- tækið hefji útvarpssendingar og stundi alnetsþjónustu. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, sem er í forsvari fyrir Húsvíska fjölmiðiun, er ætlunin að sjónvarps- sendingar félagsins verði með sama hætti og sendingar Fjölsýnar í Vest- mannaeyjum, sem endurvarpar fimm erlendum gervihnattarásum og rekur auk þess eina bæjarrás með efni frá Vestmannaeyjum og textuðu erlendu efni. Þar að auki endurvarpar Fjölsýn sendingum Stöðvar 3, en Friðrik seg- ir ekki afráðið hvort Húsvísk fjölmiðl- un muni einnig fara í samstarf við Stöð'3. Alls hefur félagið fengið leyfi til að sjónvarpa á átta rásum. Náið samstarf við Elnet Húsvísk Qölmiðlun er, líkt og Fjöl- sýn, í nánu samstarfí við Elnet í Reykjavík, sem leggur fram mót- töku- og sendibúnað, loftnet og afr- uglara, auk tækniþekkingar og út- sendingarleyfa frá erlendum gervi- hnattastöðvum. Elnet á að sögn Frið- riks lítinn hlut í Húsvískri fjölmiðlun. „I framtíðinni vonast menn til að byggja upp net lítilia stöðva út um allt land, kannski tíu stöðva, og þá geta menn keypt rétt til að senda út efni fyrir allar stöðvarnar," segir Friðrik. Hlutafé Húsvískrar ijölmiðlunar er níu milljónir króna. Félagið hefur keypt húsnæði að Héðinsbraut 1. Víkurblaðið mun flytja þangað strax upp úr áramótunum og fyrirhugað er að koma tækjabúnaði sjónvarps- stöðvarinnar þar fyrir. Samningur til árs við Víkurblaðið Víkurblaðið gengur að sögn Frið- riks inn í félagið, en getur slitið sam- starfinu að ári, telji það reynsluna af því ekki nægilega góða. Friðrik segir að Tölvuþjónusta Húsavíkur sé einn af hluthöfum Húsvískrar fjölmiðlunar og þar sé fyrir hendi mikil þekking. Einn möguleikinn, sem fyrirtækið muni skoða, sé að reka alnetsmiðlara fyrir Húsavíkursvæðið. Þá sé möguleiki að opna útvarpsrás. MYND af Hallgrími Benediktssyni árið 1907 eftir að hann sigraði í konungsglímunni á Þingvöllum. „Skánkt vid Olympiska spelen i Stock- holm 1912 av Islandingar i Danmark," stendur á Ólympiubikarnum. Bikar Hallgríms Bene- diktssonar í Lausanne ÍSLENDINGAR unnu ötullega að því í byijun aldarinnar að gera íslenska glímu að keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist er á Ólympíu- safninu í Lausanne í Sviss bikar, sem Hallgrímur Benediktsson vann í íslenskri glímu á Ólympiu- leikunum i Stokkhólmi árið 1912. Július Hafstein formaður Ólympíu- nefndar íslands rakst á þennan bikar þegar hann var að rýna inn í skáp á safninu með gömlum verð- launagripum. „Forsaga málsins er sú að Is- lendingar tóku fyrst þátt i Ólymp- íuleikunum árið 1908,“ sagði Júl- íus. „Það var fyrir frumkvæði Jó- hannesar Jósefssonar síðar hótel- haldara á Hótel Borg. Meðal ann- ars keppti hann þar sjálfur í grísk- rómverskri glímu og hafnaði í fjórða sæti og óvíst hvað hefði gerst hefði hann ekki viðbeins- brotnað," segir Július. Vildu fá glímu inn sem keppnisgrein „íslendingar gerðu kröfu um það á leikunum 1908 að íslensk glíma yrði tekin upp sem keppnis- grein á Ólympíuleikunum. Þeirri kröfu fylgdu þeir eftir órið 1912 í Stokkhólmi og kepptu íslending- ar þá jafnframt um þennan bikar, gefinn af íslendingum i Dan- mörku,“ segir Júlíus og bætir við að bikarinn sé óhemju glæsilegur, milli fjörutíu og fímmtíu sentimetr- ar á hæð og mjög vandaður. Hallgrímur Benediktsson sigr- aði og átti að varðveita bikarinn þangað til aftur yrði keppt um hann á næstu Ólympiuleikum, seg- ir Ingileif Hallgrimsdóttir, dóttir Hallgríms. Til þess kom þó ekki að keppt yrði um bikarinn aftur. Árið 1916 geisaði stríð og því eng- ir Ólympiuleikar haldnir og engir íslendingar fóru á Ólympiuleikana - 1920,1924,1928 og 1932. Júlíus segist ekki átta sig almennilega á því hvers vegna svo var, því við höfum átt ágætis íþróttamenn og íþróttalíf hafi verið gott hér á Iandi á þessum árum. Skilaði bikarnum Ingileif segir að þrátt fyrir að ekki hafí aftur verið keppt um bik- arinn hafí Hallgrímur viljað skila gripnum, eins og skilvísum manni sæmdi og því sent hann út. Það sé ástæðan fyrir því að hann sé nú á Ólympíusafninu í Lausanne en ekki uppi á hillu hjá fjölskyldunni. Ingileif skilst að á safninu sé jafn- framt gömul kvikmynd af Hall- grími að keppa á Ólympíuleikunum 1912. 12,5 millj. í bætur REYKJAVÍKURBORG hefur verið dæmd í Héraðsdómi til að greiða Ástu Tryggvadóttur 12,5 milljónir króna í skaðabætur og 700 þúsund krónur í málskostnað vegna mistaka í skurðaðgerð, sem hún gekkst und- ir á Borgarspítalanum í maí árið 1986. Ásta var sykursjúk og hafði þurft á insúlíni að halda frá barnsaldri. Fyrir aðgerðina var henni gefið ins- úlín og við endurmat kom í ljós að henni var gefið of mikið. Ásta var meðvitundarlaus í fimm daga og þegar hún vaknaði var greinilegt að hún hafði orðið fyrir verulegum og varanlegum heilaskaða. Hún hefur verið talin 100% öryrki síðan. Gert að fjar- lægja geymslu HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt eigendur sumarbústaðar í landi Kárastaða í Þingvallasveit til að fjarlægja 18,4 fermetra geymslu- hús við sumarbústaðinn og greiða samtals 350 þúsund króna sekt, en hafnaði kröfu um að sumarbústaður- inn sjálfur yrði fjarlægður. Ríkissaksóknari ákærði fyrir brot á lögum um friðun Þingvalla, bygg- ingareglum með því að byggja á árinu 1991 128,7 fermetra sumarhús, 18,4 fermetra baðhús, 82 fermetra göngu- brú og 170 fermetra verönd í kringum húsið án leyfa og í trássi við bann. ♦ ♦ ♦---- Bætur vegna kleinubanns HÉRAÐSDÓMUR í Reykjavík hef- ur borgarsjóði að greiða hjónunum Aðalheiði Jónsdóttur og Pétri Pét- urssyni í Reykjavík 1,2 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns, sem þau urðu fyrir þegar Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur setti sölubann í mars árið 1992 á klein- ur, sem hjónin höfðu selt í verslun- um Bónuss. Andlát ADAM JO- HANNS- SON ADAM Jóhannsson, leigubílstjóri og fyrrum markmaður Fram í knatt- spyrnu og varamarkmaður landsliðs- ins, lést á jóladag. Hann var 68 ára þegar hann lést. Adam fæddist 17. júní 1927. Hann byrjaði ungur að leika með Fram, lék í öllum yngri flokkum og var aðal- markmaður meistaraflokks frá 1947 til 1951. Hann varð íslandsmeistari með Fram árin 1946 og 1947. Adam var varamarkmaður landsliðsins í knatt- spyrnu undir lok fimmta áratugarins. Adam giftist Sigurlínu Bjömsdótt- ur 19. janúar 1957 og eignuðust þau fimm böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.