Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Líftækni og matvælaframleiðsla Grísir á brauðfótum og hálfberir fuglar Bændur hafa um aldaraðir ræktað húsdýraafbrigði með sér- staka eigínleika. í breska blaðinu The Daily Telegraph segir að með líftækni sé nú hægt að gera tilraunir er sumir álíti að muni bjarga mannkyni frá hungurdauða. Aðrir telji að um ein- skæra gróðafíkn sé að ræða VÍSINDAMENN sprautuðu genum úr kjúklingum í grísi til að reyna að auka vaxtarhraðann. Það mistókst og fætur grísanna urðu svo mjóslegnir að þeir báru ekki dýrin. KALKÚNI á stærð við sauð- kind getur orðið jólamat- urinn hjá stórum fjöl- skyldum innan nokkurra ára og að sögn vísindamanna er margt furðulegra í vændum. Með líf- tækni er verið að búa til ger- breytt grænmeti og ávexti, mat- væli þar sem bragð er „hannað" fyrirfram, hraður vöxtur tryggður og varnir gegn ýmsum plöntusjúk- dómnum treystar. Vísindaskáld- skapur undanfarinna áratuga er að verða að veruleika í eldhúsinu en ekki eru allir jafn sáttir, sumir vara eindregið við þróuninni, segir í grein breska blaðsins The Daily Telegraph. Framtakssamir bændur og inn- flytjendur bjóða neytendum stans- laust nýja, undarlega rétti á borð við kjöt af strútum, kengúrum og alligatorum. Hægt er að fá kjöt af hjörtum sem ræktaðir eru á búgörðum og þykir afurðin hollari en af villtum dýrum, minna af kólesteróli. Alidýr er hægt að láta vaxa hraðar en villt dýr og afurð- in verður því ódýrari. Sumt af því sem gert er til að auka framleiðsluna og nýtnina á sér orðið alllanga hefð. Sprautað er skordýraeitri yfir grænmeti og notaður tilbúinn áburður. Nú er einig beitt geislun til að grænmet- ið skemmist ekki, það er flutt yfir heimshöfin í kæligeymslum og loks eldað í örbylgjuofnum. Tóm- atar sem hannaðir eru með líf- tækni rotna hægar og eru sætari en aðrir tómatar, þeir eru þegar framleiddir í Kalifomíu. Hægt er að fá í sumum stór- mörkuðum ost er búinn er til með ystu sem framleidd er með erfða- fræðilegum aðferðum og kemur í stað hefðbundins ostahleypis. Hugsjónir að baki? Talsmenn nýjunganna segja að nýja tæknin muni bjarga mann- kyninu. „Ef við ætlum að fæða sívaxandi mannfjölda með jarð- næði sem ekki stækkar verður framleiðnin að vera eins mikil og kostur er,“ segir Gary Barton, fulltrúi Monsanto, eins stærsta fyrirtækis í heimi á sviði rann- sókna af þessu tagi. Vísinda- og tæknimenn Monsanto hafa m.a. búið til bómull, kartöflur og soja- baunir sem skordýr vinna ekki á. Robin Woo, er starfar við mið- stöð matvæla- og næringarrann- sókna í Georgetown, veitir Evr- ópusambandinu ráðgjöf í sam- bandi við upplýsingamiðlun til al- mennings um nýju matvælatækn- ina. Hann telur að hægt verði að notfæra sér tækina til lyfjatöku, koma lyfinu fyrir í matnum. „Ein- hvern tíma kemur að því að ekki þarf að fá sprautu, það nægir að fá sér banana. Þegar öllu er á botninn hvolft er það svo að vísind- in geta aukið lífsgæðin." Efasemdir hafa vaknað. í Hol- landi urðu mótmæli neytenda til þess að stöðvaðar voru tilraunir sem gerðar voru með að koma eggjahvítugenum úr fólki fyrir í nauti, markmiðið var að kýr undan nautinu gæfu af sér eggjahvíturík- ari mjólk en ella. Sums staðar hafa andstæðingar tæknibylting- arnnar brennt akra með líftækni- afurðum. Hafa þeir bent á hætt- una á því að erfðaefni nýju og breyttu tegundanna geti dreifst út í náttúruna með lítt fyrirsjáan- legum afleiðingum. Nýju ofurteg- undirnar geti einfaldlega valdið því að upp komi í náttúrunni ofur- sjúkdómar. Margt er að varast eins og kom í ljós þegar bandarískir vlsinda- menn í Maryland gerðu tilraunir með svín. Þeir reyndu að auka vöxt þeirra með því að koma erfða- efni úr kúm í dýrin en þau urðu viðþolslaus af gigt og blóðrásar- kerfið skaddaðist. Næst var reynt að sprauta kjúklingagenum í grísi. Er þeir voru orðnir þriggja mán- aða gamlir voru fótleggirnir orðn- ir svo mjóir og veikburða að þeir báru ekki skrokkinn. I Kanada hefur erfðaefni ákveð- inna afbrigða laxa verið breytt og tekist að láta þá verða margfalt stærri en í náttúrunni. Sumt af því sem reynt hefur verið minnir á hálfgerðar hryll- ingssögur. ísraelskir vísindamenn hafa ræktað kjúklinga með „nak- inn háls“, fugla sem eru með 40% minna af fjöðrum en aðrir kjúkl- ingar. Skrokkur fuglsins er því að staðaldri kaldari en ella og hann bætir þess vegna hraðar á sig holdum og nær fyrr slátur- stærð. Astralir eru að reyna að hanna sauðfé sem losar sig sjálft við reyfið. Verið er að huga að ræktun nauta, hrúta og galta sem fæðast eiga án eistna; þá verður hægt að sleppa því að gelda dýrin. Líftæknimenn benda á svipuð vandkvæði hafi komið upp hjá ýmsum ræktuðum afbrigðum fyrr. Fóstur svonefndra Blárra belgískra kúa verði svo stór í móðurkviði að taka verði þau með keisaraskurði. Það sem gerist með líftækninni sé fyrst og fremst auk- inn þróunarhraði. Bændur hafi áður verið nokkra áratugi að rækta upp sérstakt afbrigði en vísindamenn ljúki þessu núna með því einu að dæla erfðaefni í fóstur. Heimsviðskipti gagnrýnd Fjárfestingin í líftækni um allan heim er mikil, um 400 milljarðar króna árin 1991 til 1992 oggagn- rýnendur segja að hreinræktuð gróðafíkn sé eini hvatinn, ekki heimsbjörgunarviðleitni. Einnig er fullyrt að óbeinn kostnaður vegna aukinna heimsviðskipta með mat- væli geti verið mikill. Vöruflutn- ingamir valdi mengun og efna- hagslegri röskun er komi niður á kjörum almennings víða í þriðja heiminum sé gott akurlendi tekið undir ræktun hitabeltisafurða er fari á markað í auðugum ríkjum, þetta komi niður á nauðsynlegri matvælaframleiðslu til innan- landsnota. FJÖLBRAUTASKÓUNH BREIÐHOLTI RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild raflðna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi V r FJÖLBRAUTASXÓUNN BREIÐH01TI FB þegar þú velur verknám : : \ TRESMIÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám y VÉLSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild málmiðna Vélvirkjun grunn- og framhaldsdeildir Rennismíði grunn- og framhaldsdeildir FB þegar þú velur verknám y Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! Bylgjuleíigdir á uppboð? BRESKA þingið hefur nú til með- ferðar lagafrumvarp um ljósvaka- miðla þar sem meðal annars er lagt til að Bretland verði fyrst landa í heiminum til að setja á fót stafrænt sjónvarp sem nær um allan heim. Takist það kallar tilkoma stafræns sjónvarps á nýjar reglur um úthlut- un bylgjulengda, að mati frétta- tímaritsins The Economist, sem leggur til að þær verði seldar hæst- bjóðanda. í leiðara tímaritsins segir að mögulegt sé að fjölga rásum til sjónvarpssendinga mjög með því að senda út á stafrænu formi í stað hliðrænna (analog) rása. Ráð- gjafarfyrirtækið CDG, sem hefur rannsakað málið, telur að koma megi allt að 80 stafrænum rásum fyrir í því rými sem nú þarf fyrir eina hliðræna rás. Það er ein af ástæðum þess að breska stjórnin vill fyrir alla muni fá sjónvarpsstöðvarnar til að bjóða útsendingar sínar á stafrænu og hliðrænu formi. Ráðherrar fara fögrum orðum um myndgæði staf- rænna sendinga og vonast til þess að brátt verði hægt að loka fyrir allar hliðrænar útsendingar til að auka útsendingarmöguleikana. Hvatt til fjárfestinga í stafrænum búnaði Til að freista sjónvarpsstöðvanna til að fjárfesta í starfrænum útsend- ingabúnaði hyggst stjómin bjóða þeim mikið lými og ókeypis afnot í tólf ár. Segir stjómin að komi þessi hvatning ekki til, hafi sjón- varpsstöðvarnar litla ástæðu til að heija stafrænar útsendingar. Þær þurfi ekki einungis að fjárfesta í nýjum sendibúnaði, heldur verði þær einnig að fá sjónvarpsáhorf- endur til að kaupa sérstök móttöku- tæki eða ný og rándýr stafræn sjón- vörp. Til þess verða stöðvamar að eyða hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum, I sjónvarpsréttinn að stærstu íþróttaviðburðunum og kvikmyndum. Sumir telja að verði gerðar slíkar'kröfur, sé ódýrara að kaupa réttinn að útsendingum stöðva á borð við Sky og dreifa þeim á kapalkerfi en að senda út stafrænt. I The Economist segir að auð- veldara yrði að fá sjónvarpsstöðvar og almenning til að kyngja kostnað- inum við stafrænar útsendingar ef rásirnar verði einfaldlega boðnar upp og seldar hæstbjóðanda. Raun- in nú sé sú að afnot af þeim séu yfírleitt ókeypis. Einkasjónvarps- stöðvamar eigi ekki í samkeppni við marga um réttinn til útsend- inga^ tekjur farsímafyrirtækja af rásum sem þau fengu úthlutað eft- ir duttlungum stjórnvalda séu gríð- arlegar og varnarmálaráðuneytið, sem hefur yfir að ráða hvorki meira né minna en 29% útsendingarýmis undir einu gígahertzi, hafi ekki uppi fyrirætlanir um að nýta sér það að neinu marki. Verðlagt í samræmi við ágóða Leiðarahöfundur tímaritsins tel- ur þó ekki rétt að leyfa öllum þeim sem óska eftir rásum að fá eins margar og þeir vilji. Sumir notend- ur, t.d. neyðarþjónustur, þurfí að njóta forgangs en í öðrum tilfellum verði áætlað hver ágóði t.d. sjón- varpsstöðva og símfyrirtækja verði af rásunum og að þær verði verð- lagðar í samræmi við það. Því er lagt til að gefin verði lof- orð fyrir því að það rými, eða loft- bylgjur, sem hliðrænar útsendingar eru á, vérði boðið upp. Einhveijar tafir verða þó á því þar sem stjórn- völd framlengdu samning um slík afnot við BBC um tíu ár og samn- ingar við einkasjónvarpsstöðvarnar renna út árið 2003. Engu að síður er hvatt til þess að tilkynning verði gefin út um væntanlegt uppboð á sjónvarpsrás- um, þar sem að það muni hvetja sjónvarpsstöðvar þess að leita nýrra leiða við að senda efni frá sér auk þess sem slíkt myndi verða til þess að almenningur myndi hafa vænt- anlegar stafrænar útsendingar í huga er hann festi kaup á sjón- varpstækjum. Leyfilegt verði að yfirbjóða þá sem fyrir séu á mark- aðnum og að rásimar falli þeim í skaut sem bjóði hæst. Verði raunin sú að á dýrustu rásunum verði sent út efni á borð við „Strandverði“ sé ekkert við því að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.