Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 11 hagsuppspretta þjóðarinnar, séu enn í sögulegu lágmarki. Bendir margt til þess, að þorskstofninn vaxi nú örugglega og er mikilvægt að hann geti komið af auknum þunga inn í íslenskt efnahagslíf eftir að byggingarframkvæmdum vegna álvers, og annarra slíkra þátta, lýkur. Berum við gæfu til að halda svo á málum og tryggja áfram vinnufrið í landinu, þá mun kaup- máttur vaxa á íslandi, að minnsta kosti það sem eftir lifir aldarinnar. Munu íslend- ingar búa við besta kaupmátt sem þeir hafa nokkru sinni búið við, þegar að þeim tímamótum er komið. Kaupmáttur verður þá meiri en haldið var uppi með rangt skráðu gengi og erlendum lántökum 1986 til 1987. Vinnulöggjöf íslendinga er nú til endur- skoðunar og er ástæða til þess að ætla að þokkaleg sátt megi ríkja um það verk. Slík endurskoðun verður aldrei gerð í þágu vinnuveitenda né launþega eingöngu svo að vel fari. Meginmarkmiðið er að laga lögin að þeim breytingum, sem orðið hafa. íslenskt þjóðfélag var í allt annarri mynd þegar að vinnulögin voru sett, en nú er. Gölluð vinnulöggjöf er öllum til bölvunar og síst er hún launþegahreyfingunni til framdráttar. III Um þessar mundir er festa í stjórnmál- um landsins, öflugur þingmeirihluti bak við rikisstjórn og samstarf innan henn- ar byggt á gagnkvæmu trausti. En á hinn bóginn verður ekki annað sagt, en nokkur upplausn sé meðal stjórnarandstöðunnar og er það ekki hollt fyrir stjórnmálastarf- semina í landinu. Bersýnilegt er, að tveim af fjórum stjórnarandstöðuflokkum verður ekki langra lífdaga auðið og vitað er að mikill meiningarmunur og ^sátt ríkir innan hinna tveggja. Má búast við, að á þeim vettvangi hljóti að verða nokkur uppstokk- un á því kjörtímabili, sem nú stendur yfir. Ef ekki koma til sérstök áföll, bendir flest til þess, að bjartara sé framundan í efnahagsmálum íslensku þjóðarinnar en verið hefur um mjög Iangt skeið. Gróska er . í atvinnulífi, þjóðartekjur fara vaxandi, við- skiptakjör eru hagfelld. Vextir á erlendu fjármagni verða okkur væntanlega hag- stæðir á næstu misserum og öll önnur skil- yrði fyrir útflutning okkar eru mjög ákjós- anleg. Ég var sakaður um ótímabæra bjart- sýni, þegar ég gat þess fyrir tveimur árum að farið væri að rofa til og vænta mætti verulegs efnahagsbata á árunum, sem í hönd færu. Sem betur fer hafa þær spár gengið eftir og reyndar nokkru betur en þá var gert ráð fyrir. Hitt er rétt að kann- ast við, að okkur Islendingum hættir til að ganga nokkuð glatt fram við batnandi hag. Við skulum því stíga varlega skrefin fram á við, og halda vel á því sem að við höfum. Við höfum greitt niður okkar skuld- ir að undanförnu og raunskuldir þjóðarinn- ar munu ekki aukast á næsta ári, þrátt fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði ekki eins hagstæður og fyrr. í því sambandi er einn- ig rétt að hafa í huga, að stærstur hluti þess halla, sem þá mun verða, tengist inn- flutningi vegna stækkunar álversins. Með þeim útgjöldum er verið að búa í haginn fyrir vaxandi útflutning og batnandi við- skiptajöfnuð í framtíðinni. En önnur neysla mun einnig aukast nokkuð hraðar en æski- legt er og því þarf að hafa vakandi auga með öllum þáttum í hagstjórn á næstu misserum. Núverandi ríkisstjórn hefur, undir forystu fjármálaráðherrans, náð ágætum árangri á sínu fyrsta starfsári við undirbúning fjárlaga. Sá undirbúningur var unninn í miklum og góðum trúnaði flokk- anna á milli og var því starfsfriður í þeim viðkvæmu málum með besta móti. Það eru ekki margar þjóðir, sem náð hafa jafn góðum tökum á sínum fjárlagahalla og Islendingar. Skuldir ríkisins munu fara minnkandi miðað við framleiðslu landsins, lánsfjáreftirspurn þess fer minnkandi og svigrúm annarra eykst að sama skapi. Ekki þarf að gera ráð fyrir því að vextir fari hækkandi, vegna þeirra breytinga sem eru að verða á íslensku efnahagslífi, nema að meira komi til, en nú verður séð. IV A Aárinu var samið um frið og bundinn endi á þá ógnaröld sem staðið hefur í stórum hluta þess ríkis, sem fyrrum bar samheitið Júgóslavía. Þessi styijöld hefur verið mannskæð og búið milljónum manna eymdarlíf. Þátttaka Bandaríkjanna á loka- stigum friðarumleitananna var afar mikil- væg. Eiga forystumenn Bandaríkjanna miklar þakkir skildar fyrir þeirra fram- göngu, þótt segja megi að þeir hafi of seint látið til sín taka við lausn deilunnar. Atl- antshafsbandalagið gegnir lykilhlutverki í að tryggja frið á milli fylkinganna. Vissu- lega er ekki útséð um öll þau atriði og vandasamasta verkið er eftir. Segja má að orðstír Atlantshafsbandalagsins sé í húfi og þar með friður og stöðugleiki í álfunni allri í framtíðinni. Islensk stjórnvöld hafa þegar greitt kostnað af þátttöku íslenskra lækna og hjúkrunarfræðinga í friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu. Nú er þar einn læknir á okkar vegum, sem orðinn er liðs- maður í fjölþjóðahernum undir stjórn Atl- antshafsbandalagsins. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi, sem íslendingar eiga fólk í sveitum bandalagsins. Á næsta ári er gert ráð fyrir því, að tveir íslenskir læknar og tveir hjúkrunarfræðingar verði meðal liðs- manna fjölþjóðahersins. Þá hefur ríkis- stjórnin samþykkt að ísland taki þátt í enduruppbyggingu Bosníu. Ennfremur hef- ur verið ákveðið að senda af íslands hálfu mannafla og tækjabúnað til þessa verks fremur en fjárframlag eingöngu. Óhætt er að fullyrða, að ekkert annað afl í veröld- inni en Atlantshafsbandalagið geti ráðið við þau verkefni, sem þar blasa við. íslendingar eru stofnaðilar að Atlants- hafsbandalaginu og hafa ætíð verið á sinn hátt virkir þátttakendur innan þess. Um- hverfið er nú mjög annað en það var þegar til bandalagsins var stofnað, en þó er ljóst að mikið tómarúm myndi skapast í þessum hluta veraldar, ef bandalagið væri rofið og endalok þess ákveðin. Sameiginleg ábyrgð og þátttaka Evrópu og Bandaríkjanna í varnarsamstarfi er að minnsta kosti enn um sinn óhjákvæmileg og það samstarf eitt er til þess fallið að tryggja lágmarks öryggi hins vestræna heims. íslendingar hafa verið fylgjandi því að nota tækifærið og stækka Átlantshafsbandalagið til aust- urs. Ekki er hægt að telja slíka stækkun friðarbandalags á borð við Atlantshafs- bandalagið ógnun við einn eða neinn. Á hitt er að líta, að þau ríki bandalagsins, sem þyngstar ábyrgðir taka á sig við út- víkkun þess, hljóta að ráða miklu um þá þróun. Er þar um að ræða afar vandasam- ar ákvarðanir, sem ekki verður hlaupið að. Öryggi þjóðarinnar hefur í hartnær fjörutíu og fimm ár hvílt á traustum grunni varnar- samningsins við Bandaríkin. Samstarfið við Bandaríkjamenn byggist á varanlegum ör- yggishagsmunum beggja þjóðanna og bandamanna þeirra í Atlantshafsbandalag- inu. Breyttar aðstæður eftir lok kalda striðs- ins leyfðu breytingar í Keflavíkurstöðinni. Flugvélum hefur verið fækkað mikið í stöð- inni og varnarliðsmönnum hefur fækkað um þriðjung. Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli íslenskra og banda- rískra embættismanna um endurskoðun samkomulags sem gert var í janúar 1994 um breytingar í Keflavíkurstöðinni. Ekki er gert ráð fyrir frekari samdrætti i her- styrk stöðvarinnar enda var hann lagaður að breyttum aðstæðum með samkomulag- inu frá 1994. Auk þess hefur í samvinnu íslenskra og bandarískra stjórnvalda verið gripið til ýmissa sparnaðarráðstafana í Keflavíkurstöðinni og unnið er að því að leita enn frekari leiða til sparnaðar. V a Island er Evrópuríki í öllum skilningi orðs- ins. Ekki er vafi á því, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur, þrátt fyrir annmarka sem slíkum samningum fylgja, verið gæfuspor fyrir íslendinga. Með honum var tryggður aðgangur okkar að öllum markaðs- og menningarþáttum hinn- ar sameinuðu Evrópu. Á hinn bóginn var engu glatað við þá samningsgerð, sem úr- slitum ræður. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún vilji eiga náið samstai-f við Evrópu, bæði Evrópuríkin hvert og eitt og við Evrópusambandið sjálft. Það sam- starf er reist á þeim grundvelli, sem lagður var með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. ísland og önnur EFTA-ríki munu eigá náin samskipti við forystu Evr- ópusambandsins og forseta framkvæmda- stjórnar þess á næstu árum og mun verða stefnt að reglubundnum fundum EFTA- ríkjanna og forystumanna Evrópusam- bandsins frá byijun næsta árs og þar eft- ir. Nú er orðið ljóst, að samstarfið á vett- vangi samningsins um Evrópska efnahags- svæðið er orðið mjög víðtækt og þátttaka íslenskra aðila við undirbúning ákvarðana> sem til Evrópska efnahagssvæðisins ná, fer vaxandi dag frá degi. Samruninn í Evrópu heldur enn áfram. Forystumenn flestra ríkja Evrópusam- bandsins virðast einhuga um að ganga lengra á þessari braut, þótt efasemdir á meðal almennings aukist jafnt og þétt. Stór hluti þeirra Svía, Austurríkismanna og Finna sem greiddu atkvæði með inn- göngu í ESB hefur orðið fyrir vonbrigðum, en sér að of seint er að iðrast. Það breytir ekki því, að flestir hljóta að vera sammála um, að náið samstarf og samvinna ríkjanna á meginlandi Evrópu er einhver merkasta tilraun sem þar hefur verið gerð og er ör- ugglega til þess fallin að skapa frið og öryggi í álfunni, sem oft hefur breyst í óhugnanlegan blóðvöll. Allir góðir menn fagna slíkri þróun. En þeim fyrirgefst einn- ig sem spyija, hvort nokkur ástæða sé til að ganga mun lengra en þegar er gengið. Er nauðsynlegt að þurrka enn frekar út áhrif einstakra þjóðríkja og sverfa burtu þjóðarsérstöðu? Er ekki hætta á að sagt verði: „Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.“ VI A Aárinu hafa verið gerðar ítrekaðar til- raunir til að ná samningum við Norð- menn og Rússa um úthafsveiðar íslenskra skipa í Barentshafi, og sanmingum milli íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Því miður hafa þessar tilraunir mistekist þrátt fyrir ríkan samningsvilja íslenskra stjórnvalda. Nú hafa Norðmenn fyrir örfáum dögum úthlutað sjálfum sér miklum meirihluta af þeim afla sem ætlunin hefur verið að veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Þessi ákvörðun þeirra sýnir mikla óbil- girni og spillir mjög fyrir frekari viðræðum um síldina. íslendingar eiga ekki annarra kosta völ en að skammta sér einnig kvóta. Væntanlega verður einnig, líkt og þegar viðræður fóru út um þúfur síðastliðið vor, gerður samningur við Færeyinga um gagn- kvæman veiðirétt í lögsögum þjóðanna tveggja, til að tryggja að þær geti veitt síldarkvóta sinn á næsta ári. Mjög er miður hvernig þessu máli er nú komið. íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og Rússar eiga ríkra sameiginlegra hags- muna að gæta í því að ná samningum um skiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins í framtíðinni. Þessar þjóðir hafa og allar mikinn hag í bráð og lengd af náinni sam- vinnu sín í milli um ýmis fiskveiðimál á Norður-Atlantshafi. Af þeim sökum hafa íslensk stjórnvöld viljað teygja sig langt til samkomulags um síldina og þorskveiðar í Barentshafi. Einleikur Norðmanna er skað- legur fyrir alla, einnig þá sjálfa. Svo að samningar megi takast verða mótaðilar okkar að láta af óbilgirni sinni. Einkutn er til baga sá hnútur sem þessi mál virðast í innan norska stjórnkerfisins. Því miður virðast ekki miklar líkur á að hann leysist fljótlega, en vona verður að úr rakni fyrr en síðar, svo fínna megi sann- gjarna lausn á þessum leiðu grannaeijum og tryggja til frambúðar þá sameiginlegu hagsmuni, sem í húfi eru. Þessar tvær hefðbundnu vinaþjóðir hljóta að gera þær kröfur til forystumanna sinna, að þeir leysi sín mál eins og bræður, en ekki eins og andstæðingar. VII Pólitískar línur hafa dofnað á undan- förnum árum. Það getur gert stjórn- málamönnum erfitt fyrir og losað um tengsl þeirra við kjósendur og ýtt undir „flokka- flakk“. En þetta er þróun sem menn ættu ekki að sýta. Frá mínum bæjardyrum horft er næg ástæða sú, að kommúnisminn vesl- aðist upp og sósíalisminn missti traust. Flokkar kalla sig enn vinstri flokka og jafn- aðarmenn allra handa, en hafa hent öllum gömlu áherslunum. Þeir vita að þær eru ekki lengur boðlegar. Þeir hafa fært sig nær þeim sjónarmiðum sem þeir töldu áður óþolandi og óalandi. Það er því mjög já- kvætt þegar hinar pólitísku línur verða óljósari af þessum ástæðum. Auðvitað hafa forystumenn þeirra flokka, sem misstu glæpinn, reynt að búa til nýjan baráttu- völl. Þeir segja t.a.m. að nú takist á vinir og óvinir velferðarkerfisins. Og þar er öllu snúið á haus eins og í þá góðu gömlu daga þegar að kommúnisminn og sósíalisminn (félagshyggja) prýddu flöggin. Til þess að geta lagt eitthvað raunveru- legt til umræðunnar um velferðarkerfið þurfa stjórnmálamenn að vera tilbúnir til að viðurkenna eða að minnsta kosti ræða nokkur meginatriði. A. Velferðarkerfi, sem vex mun hraðar en þjóðartekjur, ber í sér dauðann. B. Velferðarkerfi, sem ýtir undir mis- notkun á almannafjármunum, þarf að lag- færa. C. Velferðarkerfi, sem ýtir undir sundrun fjölskyldna hlýtur að vera á villigötum. D. Velferðarkerfi, sem dregur óhófiega úr sjálfsbjargarviðleitni snýst upp í and- hverfu sína. Þeir sem geta og leitast við að bjarga sér sjálfir hljóta ætíð að standa undir velferðarkerfinu og sé af þeim dreg- ið og þeim fækki, brestur undirstaðan und- ir kerfínu. E. Menn mega ekki líta á tilraunir til að sporna við óþarfa eyðslu við framkvæmd velferðarkerfisins sem árás að hugsjóninni, sem bak við það býr. Þeir, sem hlaupa fyrir hverri nýrri út- gjaldakröfu, sem beint er að ríkinu, og þykjast betri en aðrir fyrir vikið, eru hinir raunverulegu óvinir velferðarinnar. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem vel- ferðarþjónustu veita fyrir hönd ríkisins og sveitarfélaga að þeir séu ábyrgari í mál- flutningi sínum en sumir þeirra hafa verið að undanförnu. íslendingar hafa frá fyrstu tíð áttað sig á þvi, að saman verða þeir að takast á við fjölmörg þjóðfélagsmál, ef þau eiga að ná fram. Um leið og einstaklingnum eru sköp- uð sem best skilyrði til að njóta eigin at- gei-vis og sjálfsaflaþrár, friðar og eigna- gleðinnar, sem Ragnar í Smára nefndi svo, þarf öryggisnetið, sem tekur við ef veru- lega blæs á móti, að vera öruggt og þétt. Um þetta geta allir íslendingar sammælst. VIII að hefur haft gríðarleg áhrif að undan- fömu, að markaðshagkerfið og upp- lýsingabyltingin hafa sameiginlega rutt hverri hindruninni úr vegi sínum. Hvorugt getur án hins verið. íslensk stjórnvöld eiga að taka þessari þróun fagnandi en ekki steingerast og reyna að standa í yegi fyrir henni. Þvert á móti, þá eigum við íslending- ar að sjá hér gullin tækifæri og grípa þau og leitast við að verða fyrstir og fremstir á sem flestum sviðum. Þegar hefur stórgóður árangur náðst í útflutningi af þessu tagi. Hér er frækorn, sem verður feiknastórt tré - jafnvel skóg- ur, ef vel er á haldið. Þar skiptir lifandi skólastarf og menntun miklu. Framtíðaraf- koma fjölmenns hóps æskufólks mun ráð- ast af því, hvernig við getum mætt þessari þróun, og á því mun afkoma flestra ann- arra einnig velta. Ég óska íslendingum öllum gleðilegs nýs árs, um leið og ég þakka ánægjulegt sam- starf á liðnu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.