Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 13 Klassísk saga á nútímamáli BOKMENNTIR Saga LETRAÐ í VINDINN. ÞÚSUND KOSSAR. Eftir Helga Ingólfsson. Mál og menn- ing 1995 - 471 síða. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. HÉR er á ferðinni framhald sög- unnar Letrað í vindinn - Samsærið eftir Helga Ingólfsson. Sagan gerist á tímum rómverska heimsveldisins, skömmu áður en Júlíus Cesar er myrtur. Til sögunnar er leiddur her- skari persóna, breyskleika þeirra og styrkleika lýst í samfélagi sem virð- ist vera okkur fjarlægt en er það þó ekki þegar betur er að gáð. Ófund, afbrýði, valdafíkn og fégræðgi eru jafn algeng á öllum tímum. Persónurnar eru mýmargar og dregnar misskýrum dráttum. Þær sem standa í forgrunni og teljast gerendur sögunnar eru alla jafna vel teiknaðar og röklega byggðar. Auka- persónur eru aftur á móti stundum fullóskýrar og hafa tilviljunarkenndu hlutverki að gegna. Oft er rétt imprað á atriðum sem tilheyrðu hinu forna Rómarríki eins og þau séu lýðum ljós. I nokkrum línum er talað um Vicus Piscinae, Venusi Obsequens og hina nöktu Volgivögu án frekari skýringa. Slíkt gerir kröfur til les- enda, það er ekki víst að öllum þyki jafn aðl- aðandi að lesa skáld- sögu þar sem óbeint er ætlast til að alfræðisafn sé við höndina. Söguna segir Helvíus Cinna og hefur frásögn- ina á fjórða degi frá morðinu á Gaj- usi Júlíusi Cæsari. Sagan er öll end- urlit frá fyrstu síðu til þeirra síðustu og nær það tuttugu ár aftur í tímann. Sjónarhornið er rétt á yfirborðinu bundið fyrstu persónu, en að lang- mestu leyti er hér hins vegar um þriðju persónu frásögn að ræða. Per- sónur lýsa sér gegnum athafnir sínar og það sem þær segja. Samt er sögu- Helgi Ingólfsson höfundur fyrirferðar- mikill, því hann á það til að lýsa upp hugskot persónanna í ætt við það sem alvitur höfund- ur gerir. Þessi blanda af mismunandi sjónar- horni er vissulega frum- leg en í heild orkar hún truflandi á þennan les- anda hér. Sögusamúðin eða -andúðin verður fyrir vikið óljós og reik- ul. Framan af sögunni er Klódía, hin öfgafulla og fallega kona, afar áberandi og frek til fjörsins. Hún vefur skáldinu Catúllusi um fingur sér, dregur hann ýmist að sér eða hrekur frá sér af litlu tilefni. Hún spyr skáld- ið um ástina en breytir spurningu í fullyrðingu: „Ástin er annaðhvort óbærileg sæla eða óbærileg kvöl. Ekkert þar á milli... Þiggðu af mér heilræði, elskaðu aldrei neinn.“ Þessi heilræði Klódíu má skoða í ljósi þess að hún elskar engan heitar en bróður UNGIRtónlistarmenn á jólatónleikum í Stykkishólmi Jólatónleikar Tónlistar- skólans í Stykkishólmi Morgunblaðið/Árni Stykkishólmi. Morgunblaðið. ÞAÐ er föst venja í starfi tónlist- arskólans í Stykkishólmi að halda jólatónleika. Þar koma fram nemendur skólans og flytja jólalög sem þau hafa verið að æfa á hin ýmsu hljóðfæri. Þar sem fjöldi nemenda er það mikill í skólanum og hver nemandi fær tækifæri til að koma fram þurfti að hafa þrenna tónleika. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í sal tónlistarskólans þar sem nemendur spiluðu fyrir foreldra sína, því þar er takmarkað pláss fyrir áheyrendur. Aðaltónleikar fóru síðan fram í Stykkishólms- kirkju og þar buðu nemendur upp á fjölbreytta dagskrá. Kom þar á meðal annars fram djass sveit skólans. Landneminn og indíánaprinsessan KVIKMYNPIR Bíöborgin, Bíóhöllin og Sagabíó POCAHONTAS ★ ★ Vj Leikstjórar Mike Gabriel og Eric Goldberg. Handritshöfundar Carl Binder, Susannah Grant, Philip LaZcbnik. Klipping H. Lee Petersen. Tónlist Alan Menken. Bandari.sk teiknimynd með íslenskri talsetningu undir stjórn Ágústs Guðmundssonar. Raddir Valgerður Guðnadóttir, Ililmir Snær Guðnason, Amar Jóns- son, Jóhann Sigurðarson, o.fl. Walt Disney 1995. FYRIR næstum fjórum öldum tók breskt skip land við strendur Virg- iníufylkis í Bandaríkjunum. Tilgang- urinn að leggja nýtt land undir Eng- landskonung og safna gulli. Skipinu stjórnaði John Smith en æðsti maður- inn í förinni var fégráðugur og valda- sjúkur umboðsmaður konungs. í Virginíu bjuggu frumbyggjarnir und- ir stjórn höfðingjans Powhatans sem átti dótturina fögru, Pocahontas. Á meðan kóngsmenn leituðu gullsins sem óðir væru, tilbúnir að drepa „villimennina" eirrauðu, felldu þau hugi saman, Pocahontas og Smith. Ástríkt samband þeirra kom í veg fyrir að illa færi í samskiptum hinna ólíku þjóða. Nú kveður við nýjan tón í teikni- myndum Disney því að þessu sinni fást þeir við raunverulega atburði og eldheita ástarsögu. Allt ákaflega vandvirknislegt, ytra borðið óað- finnanlegt í augum barnanna. Enda markaðssetningin, með hundruðum vöruflokka sem tengjast nafni mynd- arinnar, úthugsuð og vel heppnuð. Þau voru ófá, krakkasílin, sem komu tifandi á sýninguna, með Pocahont- asdúkkuna sina í faðminum (ferska upp úr jólapakkanum), óþreyjan að fá að sjá nýjustu hetjuna sínu á hvíta tjaldinu skein úr augunum. Og þau urðu ekki fyrir vonbrigðum — ef dæma má af viðbrögðum hnokkanna þriggja sem fylgdu þessum afa. Af- anum finnst hins vegar Disney iðnað- urinn orðinn nokkuð keimlíkur og fyrirtækinu hafi farnast betur í fang- brögðum sínum við hreinræktuð sinn Klódíus og það er engin venju- leg bróðurást. Þessir tímar eru okkur ijarlægir og það litla sem menn muna um þá eru molar úr mannkynssögu grunn- og framhaldsskóla. Líklega er þessi menningarheimur líka fjarlægari Norður-Evrópubúum en þeim sem sunnar búa. Með þetta í huga má það heita bíræfni hjá íslenskum höf- undi að skrifa skáldsögu sem gerist á tímum rómverska heimsveldisins. Hér reynir á afar marga þætti. Höf- undurinn verður að þekkja sögusvið- ið, aldarháttinn og daglegar athafnir manna. Skáldsagan verður skáldlegri eftir því sem þekking höfundar er meiri. Höfundurinn verður að brúa stórt menningarsögulegt gap með orðfæri sínu og varast að falla í 20. aldar flatneskju. Höfundurinn sleppur vel frá lævís- um pyttum sem auðvelt hefði verið að falla í. Þekkingu hans á söguefn- inu þarf ekki að efa og stíll sögunn- ar siglir milli skers og báru; hann er ekki upphafinn eða klassískur, heldur einfaldur, skiljanlegur og ber uppi spennandi frásögn án þess að nútímaíslenska sé efninu fjötur um fót. Helgi Ingólfsson hefur með tveimur skáldsðgum sínum rutt ákveðna braut þar sem nútímamálinu er fengið það hlutverk að lýsa horfn- um heimi; að þessu leyti er hann í hópi ekki lakari skálda en Svein- bjarnar Egilssonar og Helga Hálf- danarsonar. Ingi Bogi Bogason ævintýri. Allavega stendur Poca- hontas síðustu verkum teiknimynd-. arisans, Alladin, Fríðu og dýrínu og Konungi Jjónanna, nokkuð að baki. Ástarsagan er dulítið tepruleg og við fyrstu áheyrn er tónlist Alans Men- kens heldur ekki eins grípandi og áður, hann hefur líka misst Howard Ashman, samstarfsmann sinn til fjölda ára, og lögin hans Eltons John í Konungi Ijónanna öflugir keppi- nautar. Islenska talsetningin undir stjórn Ágústs Guðmundssonar er óað- finnanleg. Hér koma nokkrir nýir leikarar til sögunnar, til viðbótar mörgum þaulreyndum röddum í tal- setningu, og eru allar undantekning- arlaust hárréttar, áheyrilegar og leikrænar. Þó svo að þetta nýjasta verk Disneys sé örlítið farið að bera keim af stóriðnaðarframleiðslu og ekki jafn litríkt, ævintýralegt né fyndið og hinar geysivel heppnuðu myndir fyrirtækisins að undanförnu, er hér engu að síður um að ræða fyrsta flokks skemmtun fyrir börnin. Sæbjörn Valdimarsson 2 vikur í Cancun frá kr. 59.950 leiSuflug 8'idfíúdt 4sæti/au$ Kynningartilboð til paradísar Karíbahafsins 22. janúar og 5. febrúar. s Islenskur fararstjóri. Cancun er í dag vinsælasti áfangastaður Karíbahafsins með stórkostlegar strendur, glæsileg hótel og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Við kynnum nú nýtt hótel, Laguna Verde Suites á sérstöku kynningarverði. Verð kr. 59.950 m.v. hjón með 2 böm. Kr. 69.950 m.v. 2 í herbergi, 22. janúar. Skattar innifaldir, ekki forfallagjöld. Hvenær? 8. janúar 4, mars 22. janúar 25. mars 5. febrúar 1. apríl 19. febrúar HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.