Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ F Erlendir stór- atburðir í myndum SERBARNIR I KRAJINA UM 4.000 aldnir Serbar njóta nú aðstoðar Rauða krossins til að lifa vetur- inn af í Krajina-héraði í Króatíu en bæir og þorp eru auð og yfirgefin eftir að Króatar náðu héraðinu af Serbum í ágúst. Á meðal þeirra sem eftir sitja eru Manda, 67 ára ekkja, og Minica, 78 ára. Þær eru alveg einangr- aðar, vita lítið um það sem átt hefur sér stað í umheiminum og eru ekki sjálfbjarga um helstu nauðsynjar. Morgunblaðið/Sverrir HEILSUFAR RÚSSLANDSFORSETA BORÍS Jeltsín var tvívegis lagður inn á sjúkrahús á árinu vegna hjartveiki. Athygli vakti í fyrra skiptið að myndir sem áttu áttu að sýna að forsetinn væri í fullu fjöri, virtust hafa verið teknar nokkrum mánuðum fyrr. Þá hafa verið uppi vangaveltur um drykkju forsetans en í nokkur skipti á árinu var talið að forsetinn hefði verið við skál. í eitt sinnið kleip hann ritara sinn í afturendann er hann gekk af fréttamannafundi. Annað tilefni var fundur hans og Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Hyde Park sem þeir áttu í tengslum við hátíðahöld í tilefni hálfrar aldar afmælis Sam- einuðu þjóðanna. , Reutcr I I ) \ > í \ > > \ I > t t i Reuter Reuter ILLVIRKI í OKLAHOMA 169 manns fórust í mannskæðasta hryðjuverki sem framið hefur verið á bandarískri grund er stjómsýslu- bygging í Oklahomaborg var sprengd í loft upp í apríl. Grunur féll fljótlega á ungan Bandaríkja- mann, Timothy McVeigh, en hann var talinn tengjast öfgasamtökum sem eru full haturs á stjórnvöldum. FRIÐURI BOSNIU SAMNINGAR um frið í Bosníu-Herzegóvínu náðust í Dayton í Ohio fyrir tilstilli bandarískra sáttasemjara. Samningurinn var staðfestur í lok nóvember og undirrituðu forsetar Bosníu, Króatíu og Serbíu, fyrir hönd Bosníu-Serba, hann í París um miðjan desember. Með honum var bundinn endir á 3 Vi árs stríð sem kostaði um 200.000 manns lífið. Samkvæmt friðarskilmálum tekur Atlantshafsbandalagið við friðargæslu af Sameinuðu þjóðunum og verða um 60.000 hermenn sendir til friðargæslu í Bosníu. Reuter JACQUES Chirac, borgarstjóri í París var kjörinn fofseti Frakklands í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í maí. Chirac bar sigurorð af Lionel Jospin, frambjóðanda sósíalista, hlaut 52,6% atkvæða en Jospin 47,4%. Tók Chirac við af Fran?ois Mitterrand sem setið hafði í embætti í tvö kjörtímabil. Forsætisráðherra í stjórn Chiracs er Alain Juppé. CHIRAC SIGRAR Reutcr RABIN MYRTUR FORSÆTISRÁÐHERRA ísraels, Yitzhak Rabin, var myrtur 4. nóv- ember. Heittrúaður gyðingur réðist að Rabin er hann hélt heim á leið af fjölmennum fundi til að fagna friðarsamningum Ísraela og Palest- ínumanna, og lést forsætisráðherrann af skotsárum. Útför hans var gerð tveimur dögum síðar að viðstöddum mörgum helstu þjóðarleiðtogum heims. t D I I I I i I I t t i 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.