Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgnnblaðið/Sverrir ÁRS VERKIÐ BRENNUR Á 20MÍNÚTUM VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Þórarinn Símonarson er fæddur 23. desember 1923 í Hafnarfirði, en hefur þó verið búsettur í Þórsmörk í Garðabæ um nokkurt árabil. Foreldrar Þórarins vpru Sím- _ on Kristjánsson, hafnsögumaður í Firðinum, og Áslaug Ásmundsdóttir. Þórarinn rekur einu flugeldagerðina á Is- landi og sérhæfir sig í blysum af hvers kyns tagi. Það er í kvöld, gamlárskvöld, sem Þórarinn og fjölskylda hans horfa á ársverkið rjúka út í loftið í bókstaflegum skilningi. Eftir Guðmund Guðjónsson ÓRARINN gekk í bama- skóla í Hafnarfirði og þaðan lá leiðin í Flens- borg, en frá þeim skóla lauk hann gagnfræðaprófi. Hvað svo sem Þórarinn kann að hafa ætlað sér, þá sveik hann heilsan og setti mark sitt á framtíðina. „Ég fékk berkla 9 ára og hef eiginlega átt við þá og afleiðingar þeirra að stríða alla mína tíð. Til dæmis missti ég að mestu mátt í vinstri handlegg og árið 1952 varð að taka úr mér annað nýrað vegna berklanna," segir Þórarinn. Og hann segir að vegna þessa heilsubrests hafi nauð- syn rekið hann til þess að finna sér einhveija iðn og þá helst þannig að hann gæti verið sjálfs síns herra. „Fyrst var ég að hugsa um að festa kaup á sokkavél en þegar ég var 15 ára, árið 1938, kom upp fyrsti vísirinn að flugeldadæminu. Skóla- bróðir minn, Jónas Bjamason kven- sjúkdómalæknir, hafði þá reiknað út púðurblöndu og var að fikta við hana í kjallaranum heima hjá sér. Þær þreifíngar enduðu með því að það kviknaði í pappír og lækninga- stofa föður hans á hæðinni fyrir ofan fylltist af reyk. Ég fékk hins vegar formúluna og var staðráðinn í að gera góða blöndu betri. Með það að leiðarljósi bjó ég til 400 kínverja sem Paíli í Pallabúð keypti og borgaði foreldr- um mínum fyrir með tveimur kjöt- skrokkum og sér þá hver virðið, enda var á þessu nýjabrum og Palli seldi síðan kínveijana á skömmum tíma, enda vom strákamir í hverf- inu fljótir að komast á bragðið,“ segir Þórarinn. Hús fyrir kínveija Þórarinn var síðan að fikta við kínveijaframleiðslu allt til ársins 1946, að hann fékk leyfí til þess ama, en fram að því hafði ekki þurft á slíku að halda. „Það var ágætt upp úr þessu að hafa. Ég fór að byggja í Hafnarfirði og reisti mér tveggja hæða hús og borgaði það með ágóða af kínveijafram- leiðslu. Ég var að fá 45 aura fyrir stykkið, heildsalinn fékk fimm aura og síðan seldi kaupmaðurinn stykk- ið á krónu. Þetta var þó stutt gaman, því framleiðslan var stöðvuð um eignar- könnunaráramótin 1948-49. Það sprakk þá kínveiji uppi í manni og hann slasaðist illa. Seinna fékk ég þó undanþágu til að klára birgðim- ar og seldi þá allt saman út á land,“ segir Þórarinn. Þórarinn lét þó ekki boð og bönn koma á sig böndum. Árið 1957 var hann aftur kominn á fullan skrið og hóf þá að framleiða blys, en til þess þurfti engin sérstök leyfi. Hann segir jafn framt að á þessum árum hafi hugur hans verið farinn að leita út fyrir landsteinana. „Ég víldi komast út og læra þessa iðn og skrifaði nokkrum sinnum fjöl- skyldunni sem sér um flugeldafram- leiðslu Tívolís í Kaupmannahöfn. Þar var engin hefð fyrir því að taka menn í læri, en svo brá við, að ég fékk frá þeim það svar að ég mætti koma. En dýrt var það, 5.000 krónur danskar fyrir fyrstu törnina." ^ Hvað heldur þú að hafi valdið því að þú fékkst jákvætt svar? „Ég gæti best trúað því að það stafaði af fjárhagskröggum þeirra í Danmörku. Þetta var fjölskylda sem tók við fyrirtækinu árið 1938 og lenti því í hremmingum stríðs- ins. Eftir stríð vom þau blönk og það var ekki auðvelt að vinna sig út úr þeirri kreppu. Því tel ég að þau hafí slegið til, en ég þurfti að skrifa upp á ýmsa pappíra varðandi leyniformúlur og loforð um að fara ekki í samkeppni og fleira. Þau hafa ekki tekið fleiri að sér til náms og það hefur verið náið samband á milli fjölskyldna okkar æ siðan.“ Þórarinn fór alls fjórum sinnum utan og kostaði námið með blysa- sölu. Og hann gerði gott betur, byggði aftur, að þessu sinni í Þórs- mörk í Garðabæ þar sem fyrirtækið starfar enn og hefur gert frá árun- um 1955-57, er húsið var byggt. „Ég er ekki fullnuma í flugelda- gerð,“ segir Þórarinn, „ég þyrfti að fara utan aftur, en ætli ég geri það héðan af, það líður að því að bömin taki við þessu,“ bætir hann við, en auk Þórarins hefur eigin- kona hans til næstum hálfrar ald- ar, Ingunn Ingvadóttir, starfað óslitið við fyrirtækið auk sonar þeirra Baldvins og dótturdóttur sem er um tvítugt og heitir Ingunn Þóra. í fyrstu framleiddu Þórarinn og fjölskylda blys sem fyrr segir, en í byijun sjöunda áratugarins bættust skipaflugeldar við og um tíma fór framleiðslan að mestu út í flugelda með minni áherslu á blys. Þetta var spuming um eftirspurn og afköst verksmiðjunnar. „Þetta fór að breytast mikið upp úr 1980. Þá var ég kominn með mikinn mannskap í vinnu og satt best að segja var hættan orðin allt of mikil. Ég samdi því við björgun- arsveitimar, sem eru Landsbjörg í dag, að þeir flyttu inn flugelda sína, en ég myndi sjá þeim fyrir blysum. Að þessu var gengið og þannig hefur það haldist til þessa dags. Síðan höfum við svo til eingöngu framleitt og selt blys og salan er svo mikil að við höfum rétt slefað okkur út úr því að klára dæmið,“ segir Þórarinn. Hættuspil Þú minntist á hættu, er þetta hættulegt starf? „Já, við erum alltaf í hættu. Það er unnið með hættuleg og vandmeð- farin efni og ekki sama hvernig staðið er að hlutunum. Það geta og hafa orðið slys, jafnvel hjá fag- mönnum. T.d. fórust þrír fagmenn í. Danmörku er verksmiðja þeirra sprakk í loft upp. Þetta voru menn sem áttu að kunna sitt fag, en gættu ekki að sér. Það varð einnig harmleikur á Akranesi fyrir nokkr- um árum er flugeldagerð þar sprakk. Það má segja að ég hafi þurft áfallahjálp eftir það slys, fór þá út til minna manna í Danmörku og var hjá þeim í viku. Þar fórum við í gegn um atburðinn á Akra- nesi og krufðum hvað þar hefði farið úrskeiðis. Ég var tilbúinn að hætta þessu þá, en jafnaði mig. Ég man hvað þeir dönsku sögðu við mig þegar ég kom fyrst út í námið, að það hafi verið eins gott að ég kom, því eins og aðbúnaðurinn var hjá mér hefði ég verið búinn að sprengja mig í loft upp innan tveggja ára.“ Ársverkið rýkur burt... Það er óhætt að segja að það sé ekki dæmigerður fyrirtækisrekstur hjá Þórarni og fjölskyldu. Allt snýst um að framleiða vöru sem er aðeins seld fáa daga í lok ársins og er síð- an brennd á einni kvöldstund. Þór- arinn glottir að þessu og segir þetta fljótt hafa vanist. „Þetta er stíf vinna allt árið. Strax eftir áramót byijum við á pappírsvinnu, síðan er tekið til við að blanda efnin og gera stjörnur. Síðan tekur við samsetningin. Efnið er keypt að utan og allt er unnið samkvæmt ítrustu og ströngustu öryggiskröfum. Við höfum gjarnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.