Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 23 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Með það að leiðarljósi bjó ég til 400 kínverja sem Palli í Pallabúð keypti og borgaði foreldrum mín- um fyrir með tveimur kjötskrokk- um og sér þá hver virðið, enda var á þessu nýjabrum. miðað við að ekki meira en tíundi hluti framleiðslunar megi vera óunnin 1. október. Það er unnið jafnt og örugglega og má heita að engin pressa sé nema stundum milli jóla og nýárs. Þá eru stundum að koma pantanir umfram birgðir. Þetta er þó með besta móti í ár. Við erum með framleiðslu upp á 80.000 blys og það rétt dugar.“ En hvernig tilfinning er það að sjá ársverkið brenna upp á einu kvöldi? „Ég hélt nú ræðu um það einu sinni á Rótarífundi og það vakti nokkra athygli. Þá leit dæmið þann- ig út að við erum allt árið að vinna við framleiðsluna. Síðan er heild- sali að höndla með vöruna í tvo mánuði. Kaupmaðurinn er síðan með vöruna í svo sem viku, en al- menningur er síðan í tuttugu mínút- ur að brenna öllu! Ég er svo sem bara ánægður með þetta, það tryggir þá að minnsta kosti að við höfum atvinnu næsta ár á eftir! Annars er þetta nú meira sett svona upp í gríni en alvöru. Satt best að segja þá hefur mjög verið að aukast að íslendingar séu 'að nota blys og flugelda á þrettándan- um og jafnvel á 17. júní og stóraf- mælum.“ Kannt þú einhveija skýringu á því að íslendingar virðast vera flug- eldaglaðari en gengur og gerist? „Eru þeir það? Jú, það er trúlega rétt þegar miðað er við höfða- töluna. Eg kann svo sem enga skýr- ingu, en er þetta ekki eins og venju- lega með okkur íslendinga? Fylgir okkur ekki alltaf sama litadýrðin, t.d. hvernig við málum húsin okkar? „Annars erum við ekki einir um þetta. Ég heyri það hjá vinum okk- ar í Kaupmannahöfn að það sé að aukast í Danmörku og það sama heyrist víðar að. Danir eru t.d. mik- ið með brennur, flugelda og blys á Jónsmessukvöldi. Vinir okkar hjá Tívolí voru t.d. bókaðir á 42 stöðum í Kaupmannahöfn einni saman á þessu kvöldi í fyrra, enda eru sum- ir flugeldar þannig að það má ekki hver sem er skjóta þeim upp, sam- anber tívolíbomburnar hér á landi.“ Hvernig heldur þú að ástandið verði þegar árið 2000 gengur í garð? Þórarinn brosir við tilhugsuninni og segist reikna með miklum látum. „Við hjónin höfum verið að draga saman seglin, erum farin að vinna hálfan daginn, en það gæti farið svo að 80.000 blys dugi ekki og verið gæti að ekki veitti af að fram- leiða talsvert af bombum. Ég býst við því að bombur verði vinsælar þetta kvöld. Við þurfum örugglega að framleiða talsvert meira en við höfum gert, en krakkamir eru að koma meira inn í þetta með okkur og því óttast ég svo sem ekki að við ráðum ekki við dæmið. Öryggið ofar öllu... Nú verða slys á fólki um hver áramót við notkun blysa og flug- elda. Stundum er það af misgáningi og vankunnáttu og stundum vegna galla í eldfærunum. Hvenær koma á markaðinn hin einu sönnu öruggu eldfæri af þessu tagi? „Ég er hræddur um að þetta verði aldrei fullkomlega öruggt. Þar sem sprengiefni er, þar er allt- af hætta á ferðum. Það er þó allt- af verið að reyna að betrumbæta þessa hluti, t.d. eru nú komin sköft á öll okkar blys og er það til stórra bóta. Hólkarnir eru keyptir að utan og þrátt fyrir allt getur sprungið út úr þeim, það verður aldrei loku skotið fyrir möguleikann, því mið- ur. Ég held hins vegar að hvað blys- in varðar, þá sé mikið öryggi fólgið í því að flest eru þau frá okkur, því við kunnum orðið okkar fag. Kínveijar framleiða mest af þeim skoteldum sem eru í umferð hérna og þeir eru ódýrir í innkaupum. Þeir treysta sér hins vegar ekki til að framleiða örugg og góð blys nema með meiri kostnaði en borgar sig fyrir þá sem eru að flytja þessa vöru inn. Það þýðir að menn sitja uppi með okkar blys og ég hygg að það sé í sjálfu sér mikill öryggis- ventill." Er eitthvað nýtt að skjóta upp kollinum í þessum efnum? „Það er nú ekki mikið. Ég reikna með því að við héma höldum okkur á svipuðu róli og verið hefur. Hins vegar eru þeir í Danmörku farnir að prófa sig áfram með kringlóttar stjörnur og við bætum því kannski við þegar þeir eru búnir að fínpússa vöruna og krakkarnir okkar eru komnir meira inn í myndina. Það væri skemmtileg viðbót. Ein spurning að lokum, skjóta hjónin að Þórsmörk upp skoteldum og blysum á áramótum? „Það hefur ekki verið mikið,“ segir Þórarinn kíminn, en bætir við, „þó hefur það verið að aukast síð- ustu árin og þá helst innflutta skot- elda. Ég fæ þá stundum hjá heild- sölunum. Ég þekki orðið suma þeirra vel...“ Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak. Í jwi er Arból Isbnds me5 '/ ^S. lióSeiiunólerJi, l ALMANAK aK'innvÆgi, iþfóttir, # Hins Istenzka pjóðvlnafélags stjómmál, i 1996 og margt fleira. fil Atfjóktaond* 1994 fæsl i bókobóðum jp wilondol. % Fáonlegir enj áfgðngts eldii árgangor, ollllrá 1946. ;—/j 1902 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarai málslns! Heimsklúbbur Ingólfe & Feiðaskrifetdan Prima hf. 't 8Í/wm o</ oufsÁifitaiH/iuni ö//um /estu ós/un uni /neJÁuc//i/ÁöÁÁ^J//JW oif&Áféti oc/.^ym/ran &zimo€/{Mtam/ö' á ÁJmcm á/v/m jffÁmim/a/Yia/^/i/u. //(j'ttam&t Ási/á m/yt/, 'Sfiemia/tc/i/e/Áaá//. SPENNANDI VALKOSTIR 1996: Jan.-apríl: Sigling, sól og sæla í Karíbahafi - Dóminíkana. Maí: Ágúst: September: Október: Nvia stórferðin: Ævintvri 1001 nætur í Mið-Austurlöndum og F.h. Heimsklúbbsins, Ingólfur Guðbrandsson og starfsfólk. Austurlöndum fieer á ókunnum slóðum. Mestu perlur Austurlanda, sívinsælar: Hong Kong, Singapore, Bali, Thailand. Nóvember: 1 Errf im m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.