Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna nýjustu myndina um gæludýraspæjarann Ace Ventura með grínleikaranum Jim Carrey í aðalhlutverki. I myndinni sem heitir Ace Ventura: When Nature Calls er sögusviðið Himalajafjöllin og frumskógar Afríku. VINIR Ace úr dýraríkinu veita honum lið við leitina að Shikaka. ACE kemur í veg fyrir illvígt ættflokkastríð með því að finna dýrið heilaga. Kallinu svarað HINN einstaki gæludýraspæj- ari Aee Ventura (Jim Carr- ey) er mættur á nýjan leik á hvíta tjaldið í myndinni Ace Ventura: When Nature Calls, og í þetta sinn er hann á ferðinni í Himalaja- fjöllum og frumskógum Afríku. Ace er að leita sér andlegrar leið- sagnar í klaustri í Tíbet eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar honum mistókst að bjarga lífi þvottabjamar í vanda þegar hann er kallaður til starfa við erfiðasta málið á ferli sínum. Samkvæmt beiðni Vincent Cadby (Simon Callow), enska aðalræðismanns- ins í Bonai umdæminu í Afríku, tekst Ace á hendur ferð inn í myrkviði fmmskóganna með traustum félaga sínum, apanum Spike. í för með þeim er svo full- trúi ræðismannsins, hinn óhagg- anlegi Fulton Greenwall (Ian McNeice). Verkefnið sem Ace hef- ur verið fenginn til að leysa er að fínna Shikaka, hið heilaga dýr hins vinveitta Wachati ættflokks, áður en fram fer hjónavígsla dóttur ættarhöfðingjans (Sophie Okonedo) og sonar stríðsmanns af hinum herskáa Wachootoo ætt- flokks. Mistakist Ace þetta verk- efni blasir við illvígt stríð milli ættflokkanna. Ace treystir að sjálf- sögðu á óbilandi gáfur sínar og spæjarahæfni, en auk þess verður hann að reiða sig á nýja vini sem hann hefur eignast, t.d. hinn vísa og ráðholla Ouda og fílinn Boba. Hinn ítursnjalli spæjari snýr á fjölda hættulegra andstæðinga í kapphlaupinu við að hafa uppi á Shikaka en á meðan hangir fram- tíð Bonai umdæmisins á bláþræði. Leikstjóri og handritshöfundur Ace Ventura: When Nature Calls er Steve Odekerk og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leik- stýrir. Eins og Jim Carrey hóf hann feril sinn sem grínisti. Leið- ir þeirra félaga lágu fyrst saman þegar þeir komu fram í The Comedy Store, en síðar skrifaði Odekerk handrit að sjórívarps- þáttunum In Living Color þar sem Carrey var ein helsta stjarnan. Þeir deildu saman skrifstofu og unnu saman að ýmsum verkefn- um, en á þessum tíma var Carrey að móta fyrstu hugmyndirnar að Ace Ventura: Pet Detective. Um það bil sem sýningum In Living Color var að ljúka seldi Odekerk fyrsta kvikmyndahandritið sitt, sem var Nothing To Lose, og fleiri verkefni á sama sviði fylgdu fljót- lega í kjölfarið, þar á meðal hand- ritið að Ace Ventura: When Nat- ure Calls. Skömmu áður en hann hóf að leikstýra myndinni hafði hann lokið við að skrifa handritið að The Nutty Professor fyrir leik- stjórann Tom Shadyac, sem hóf feril sinn reyndar með því að leik- stýra Ace Ventura: Pet Detective á sínum tíma. Það var Carrey sem átti hug- myndina að því að Ace Ventura færi til starfa í Afríku. Sú hug- mynd féll ágætlega saman við hugmynd Odekerks um allt öðru- vísi mynd, en hann segir að þeir félagar hafí einfaldlega ekki viljað gera sömu myndina aftur í sama umhverfi og með sömu aukahlut- verkum þar sem aðeins öðruvísi dýrs væri saknað. „Ég hef alltaf verið heillaður af Afríku og þang- að hefur mig alltaf langað að fara,“ segir Carrey. „Þetta er nákvæmlega rétta umhverfíð fyrir Ace, en þarna myndi hann vilja vera og að öllum líkiridum myndi hann enda þarna með öllum vinum sínum úr dýraríkinu. Þetta var því eðlilegt skref fyrir hann að stíga. Ég vildi líka endilega gera aðra myndina um Ace alþjóðlega.“ Það sem eykur á alþjóðleikann í myndinni er hópur breskra leik- ara í aukahlutverkum. Einn þeirra er Ian McNeice, sem m.a. á að baki myndimar The Englishman Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain, Funny Bones og The Russia House. Annar breskur stórleikari sem fer með hlutverk í myndinni er Simon Callow sem leikur breska aðal- ræðismanninn Vincent Cadby sem ræður Ace til starfa en sér fljót- lega eftir því. Konungur grínsins JIM Carrey er af mörgum talinn konungur grínsins um þessar mundir, en fer- iU hans sem grínmynda- stjarna hófst þegar hann lék í Ace Ventura: Pet Detective árið 1994. Mynd- in sló rækilega í gegn og lagði grunninn að vel- gengni Carreys sem ekki sér enn fyrir endann á. Laun Carreys tvítugföld- uðust á einu ári.'Fyrir Ace Ventura: Pet Detective fékk hann um 300 þúsund dali, um 25 milljónir króna. Sú næsta, The Mask, gaf Carrey 50 millj- ónir í aðra hönd, en þá var orðið ljóst hvers konar stórstjarna var á ferðinni og fyrir næstu mynd sína, Heimskur heimskari, fékk Carrey svo 7 milljónir dala, eða um 500 milljónir króna í sinn hlut. Vel- gengni myndanna sem Carrey hefur leikið í hefur sýnt að leikarinn er hverr- ar krónu virði fyrir fram- leiðendur myndanna. Á síðasta ári hefur Jim Carrey sem sagt orðið að einni stærstu sljörnu Hollywood fyrir ýkju- kenndan gamanleik í of- angreindum þremur gam- anmyndum og fyrir hlut- verk sitt í Batman For- ever. Carrey hefur endur- vakið leikstíl sem ekki hef- ur sést á hvíta tjaldinu síð- an Jerry Lewis var upp á sitt besta fyrir 30-40 árum, en gjarnan hefur verið talað um Carrey sem blöndu af Jerry Lewis og Robin Williams. Jim Carrey fæddist 17. janúar 1962 í Jacksons Point í Ontario í Kanada. Hann skar sig snemma úr hópi jafnaldra fyrir ærsla- gang og svo erfiður var hann í skóla að kennari hans fann ekki aðra leið til að fá hann 10 ára gaml- an til að sitja kyrran i skólastofunni en að gefa honum leyfi til að skemmta bekknum mcð uppátækjum sínum í 15 mínútur í lok hvers dags. Carrey átti erfítt f æsku. Faðir hans hafði verið efnilegur saxófónleikari en gaf hljóðfærið upp á bátinn fyrir aukið atvinnu- öryggi. Sá draumur reyndist hins vegar tálsýn því þegar Jim var 12 ára missti pabbi hans bók- haldsvinnuna öruggu. Eft- ir stóð fjölskyldan eigna- laus og bjó eftir það lengstum í hjólhýsi og fað- irinn vann fyrir sér við láglauna verksmiðjustörf. 13 ára var Jim farinn að taka þátt í að vinna fyrir fjölskyldunni með þeim hætti. ^Strax í æsku varð mér ljóst að það er ekkert öruggt í lífinu og þess vegna er eins gott að gera það sem hugurinn stendur til,“ segir Jim. Og það sem Jim Carrey vildi var að troða upp sem gamanleikari. Það gerði hann frá 15 ára aldri þeg- ar hann kom fram í grín- klúbbnum Yuk Yuk, en næstu fjögur árin kom hann fram í klúbbum víðs- vegar um Kanada. Þegar hann var 19 ára flutti hann svo til Los Angeles og hélt áfram að skemmta, en hann kom í byrjun reglu- lega fram sem skemmti- kraftur í Mitzi Shore’s Gomedy Store. í Los Ang- eles fór hann jafnframtað skrifa eigin gamanþætti og móta þau sérkenni sem enn einkenna leik hans og framkomu. Hann fékk svo fljótlega vinnu hjá gam- anleikaranum Rodney Dangerfield (Back to School o.fl.), sem hafði álit á stráknum og tók hann með sér í leikferð um Baridaríkin. f Los Angeles fékk hann einnig smáhlutverk í ýms- um sjónvarpsþáttum, en í fyrsta þættinum, The Duck Factory, kom hann fram árið 1982. Sá þáttur gekk hins vegar aðeins í 13 vikur, en það nægði til að vekja verulega athygli á Carrey. Árið 1984 fékk hann svo smáhlutverk í í kvikmyndinni Once Bitten, þar sem hann lék með Lauren Hutton, og í kjöl- farið fylgdu myndirnar Peggy Sue Got Married, Pink Cadillac og Earth Girls Are Easy, að ógleymdri Death Pool með Clint Eastwood. Stóra tækifærið kom svo árið 1990 þegar honum bauðst hlutverk í sjónvarpsþátt- unum In Living Color. Þeir þættir náðu miklum vinsældum, ekki síst vegna Carreys, en í þáttunum brá hann sér í allra mögu- legra kvikinda líki. Sjón- varpsþættirnir Jim Carr- ey’s Unnatural Act voru frumsýndir 1991 og hlutu ágætar viðtökur, en sama ár lék hann í sjónvarps- dramanu Doing Time on Maple Drive, sem hlaut nokkrar tilnefningar til Emmy-verðlauna. Myndin um Ace VentUra gæludýraspæjara breytti hins vegar öllu fyrir Jim Carrey og nú er hann á örskömmum tíma orðinn einn hinna stóru og býr í villu í auðmannahverfinu Brentwood, örskammt frá húsi O.J. Simpsons. Fljót- lega eftir að Carrey kom til Los Angeles giftist hann stúlku sem var þjón- * ustustúlka í klúbbi þar sem hann vann en hún fékk ekki að njóta ávaxtanna af velgengninni með kapp- anum. Skilnaðurinn er nú genginn í gegn og um þessar mundir er það Lauren Holly, sú sem lék draumastúlkuna í Heimsk- ur heimskari, sem á hug og hjarta Jim Carreys í einkalífinu. Næstu verkefnin hjá Jim Carrey eru aðalhlut- verk í myndunum Liar, Liar og Cable Guy, en þeg- ar hann hefur lokið við að leika í þeim tekur við aðal- hlutverkið í framhalds- mynd sem gera á um The Mask.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.