Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ _p i,_ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 29 PlirrgiiwlílWíi STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVERSKONAR ÞJÓÐFÉLAG? ARIÐ, sem nú er að renna skeið sitt á enda, hefur að mörgu leyti verið íslendingum hagstætt. Efnahagsbatinn hefur haldið áfram. Ákvörðun um að álverið í Straumsvík verði stækkað gefur fyrirheit um að eitthvað geti rætzt úr atvinnuástandinu á næstu árum. Margt bendir til að atvinnulífið komi sterkara en áður út úr krepp- unni, að lokinni hagræðingu og endurskipulagningu. Samt blasir við að framleiðni í ísienzkum fyrir- tækjum er minni en í mörgum sam- keppnislöndum okkar og laun eru þess vegna lægri. Það verður vænt- anlega verkefni næstu ára að tak- ast á við þann vanda. Þótt stundum hafi horft ófrið- lega á vinnumarkaði varð niður- staðan sú í almennum kjarasamn- ingum að samið var um hóflegar hækkanir, sem ekki raska þeim efnahagslega stöðugleika, sem hér hefur ríkt undanfarin misseri. Aug- ijóst er að allur almenningur kýs stöðugleikann fremur en þá óvissu, sem fylgir innstæðulausum kaup- hækkunum, verðbólgu og gengis- fellingum. Okkur virðist vera að takast að vinna okkur endanlega út úr verðbólguhugsunarhættinum, sem er ein grundvallarforsenda þess að atvinnulífið hafi traustan grundvöll. Botnfiskafli á íslandsmiðum hef- ur ekki verið minni í aldarfjórðung, en sjávarútvegsfyrirtækjum hefur tekizt að bregðast við þeim vanda með ýmsum hætti, bæði með betri úrvinnslu aflans og með því að sækja á fjarlæg mið. Vaxandi út- hafsveiðar íslendinga hafa hins vegar haft í för með sér árekstra við frænd- og vinaþjóðir og vonir um að úr þeim deilum greiddist áður en árinu lyki hafa brugðizt. Það verður eitt mikilvægasta verk- efni stjórnvalda á næsta ári að ná samningum við Noreg og Rússland um veiðar í Norðurhöfum. Ríkisstjórnin, sem tók við völd- um á árinu, hefur farið rólega af stað. Hún hefur ekki ráðizt í nein- ar róttækar breytingar. Mikilvæg- asti árangur hennar enn sem kom- ið er hefur verið við fjárlagagerð- ina; ef áætlanir standast mun tak- ast að minnka halla ríkissjóðs veru- lega á nýja árinu og samþykkja hallalaus fjárlög á miðju kjörtíma- bilinu. Það skiptir öllu máli að nýta góðærið til þess að koma jafnvægi á fjármál ríkisins. Ekki má falla að nýju í þá gryfju að auka útgjöld- in í hlutfalli við auknar tekjur, sem koma í ríkissjóð;-þvert á móti er orðin lífsnauðsyn að draga úr skattbyrðinni. Hún er nú orðin svo sligandi, að hún letur fólk til vinnu og stuðlar jafnvel að landflótta. Systurnar alþjóðavæðing og markaðsvæðing hafa áfram sett nokkurn svip á þróun mála. Inn- flutningur landbúnaðarafurða hef- ur verið leyfður, þótt í takmörkuð- um mæli sé. Einkavæðing ríkisfyr- irtækja hefur þokazt áfram, þótt hægt fari. Samkeppnisráð hefur stuðlað að virkari og sanngjarnari samkeppni með úrskurðum sínum um að skilja beri samkeppnisrekst- ur ríkisfyrirtækja frá öðrum rekstri þeirra. íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haldið áfram að færa út kvíarnar á alþjóðavettvangi og nú er svo komið, að fyrirtæki með ís- lenzkri eignaraðild ráða meirihlut- anum af úthafsveiðikvóta Þýzka- lands, fjölmennasta ríkis Evrópu- sambandsins. Á sama tíma hafa viðhorf til erlendrar fjárfestingar hér á landi, þar á meðal í sjávarút- vegi, verið að breytast. Frumvarp hefur verið lagt fram á Álþingi, þar sem kveðið er á um að rýmka talsvert heimildir útiendinga til fjárfestinga hér. Ástæða kann að vera til að ganga enn lengra en þar er gert, ekki sízt í ljósi fjárfestinga okkar sjálfra í sjávarútvegi í öðrum löndum, enda er erlend fjárfesting ein mikilvægasta forsenda hagvaxt- ar og þróunar í atvinnulífinu. Þótt mál hafi almennt þróazt í rétta átt, eru þó nokkur dæmi um að öflugir sérhagsmunir ráði of miklu í íslenzku samfélagi. Þar má til dæmis nefna útfærslu GATT- samningsins hér á landi, sem veitir íslenzkum bændum minni sam- keppni en efni stóðu til. Aðrar breytingar á landbúnaðarkerfinu, til dæmis við gerð búvörusamn- ingsins, gengu sömuleiðis skemmra í frjálsræðisátt en æskilegt hefði verið, þótt vissulega miði í rétta átt. I öðru lagi hafa engar breyt- ingar orðið á þeirri sjávarútvegs- stefnu, sem hér hefur verið rekin undanfarin ár. Sjónarmiðum þeirra, sem vilja taka upp veiði- leyfagjald og tryggja þjóðinni þannig afgjald af sameign hennar, fiskimiðunum, vex augljóslega fylgi, jafnt meðal almennings sem á Alþingi. Enn stendur þó valda- mikið hagsmunabandalag gegn breytingum á þessu sviði. Loks má nefna samkomulag forystumanna verkalýðshreyfingar og atvinnu- rekenda um að viðhalda óbreyttu kerfi skyiduaðildar að lífeyrissjóð- um, sem stuðlar fremur að því að vernda stöðu forystumannanna sjálfra í íslenzku fjármálalífi í krafti fjármuna sjóðfélaga en að tryggja hagsmuni þeirra síðar- nefndu. Þótt það sé yfirlýst markmið rík- isstjórnarinnar að draga úr ríkis- umsvifum, virðast þau vera að auk- ast á sumum sviðum. Þannig virð- ist sem á íslandi séu það ekki sízt ríkisfyrirtæki, sem hagnast á fjar- skipta- og margmiðlunarbyltingu þeirri, sem er að eiga sér stað í heiminum. Á nýja árinu standa þjóð og þing þess vegna frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig haga beri fram- haldinu í ýmsum þeim málum, sem hér hefur verið drepið á — hvort hér eigi að halda áfram á braut aukinnar opnunar gagnvart um- heiminum, samkeppni og frjáls- ræðis, eða hvort sérhagsmunir og óskilvirkur ríkisrekstur eigi áfram að fá að verða dragbítur á framfa- rasóknina í íslenzku þjóðfélagi. Kannski snýst spurningin þó ekki um það hvort halda eigi áfram á þessari umbótaleið, heldur hversu hratt. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum far- sældar á komandi ári. -j nrt MERKUR JLU^i.leikstjóri hefur sagt að mesta afrek Tjekovs hafi verið það að skrifa leikrit sín þannig að persónurnar eru á sviðinu einsog þær eru í sjálfu. Það er kannski þess vegna sem Kundera kann ekki að meta þau(!) 1AO „ÉG VAR MJÖG 1 U ð • áhrifagjam. Við- kvæmnin olli þjáningu", segir Valéry í Minnisbókum sínum um æskuárin og umhverfí þeirra. Ruddaskapur fjöldans vakti með honum hrylling. Slík viðbrögð eru vísbending um ofnæmi. Og of- næmið er forsenda alls skáldskap- ar. Ég óttast fjölda. Held þeirri til- finningu sé ekki betur lýst en í sögu Daphne du Maurier, The Birds. Af blindri eðlishvöt og án tilgangs reynir mergðin að drepa vinalega fjölskyldu, hjón með son í smáhúsi við sjóinn og fuglarnir reyna meira að segja að komast niður um reykháfínn líkt og fjöl- miðlar hafa tilhneigingu til nú um stundir. Du Maurier hefur skrifað afar merkilegar skáldsögur. Mér þótti skemmtilegt að frétta af því fyrir nokkrum misserum að hún væri HELGI spjall lífínu enn á lífí og hefði átt áttræðisafmæli. Ef ég hefði þá verið spurður hvem ég vildi helzt hitta í Bretlandi hefði ég hiklaust sagt, Dapne du Maurier(!) Hún hlýtur að hafa verið stórkostleg kona. Hún skrif- aði Rebekku og svo eina af uppá- haldsskáldsögum mínum, Frænku Rakelar, eða My cousin Rachel, sem að öllum búningi og listræn- um tökum minnir á Henry James. Það eru svona sögur sem fylla mig bjartsýni, þótt þær séu sorg- legar. Fegursta saga sem ég hef lesið um sorgina er einnig eftir konu, Anne Tyler. Hún heitir Accidental Tourist og fjallar um hjón sem glata hvort öðm þegar þau missa ungan son sinn. •J Í\A EÐA ÞETTA óborgan- xUT:»lega andrúm í Iron- weed eftir William Kennedy(!) Við hofum ekki séð skóginn fyrir held- ur lágvöxnum en ágengum tijám í næsta nágrenni. Eða skáldsaga Toni Morrisons, Söngur Salóm- ons... Þessi tilgerðariausu tíðindi úr hversdagslífínu sjálfu vestur í Bandaríkjunum, án kerfís eða formúlu, án allra fyrirmæla eða þjóðfélagslegra fordóma, án alls nema réttra umbúða; svo listræns stíls að hann er viðkvæmu efni samboðinn. Það er sjaldgæft nú- orðið. Afarsjaldgæft að ofnæmið eignist listrænar umbúðir; við- kvæminin; þjáningin; að lífið sjálft vaxi inní list sem er mikilvæg upplifun og endursköpun; mikil- væg reynsla í listrænum búningi. 1 Ar É(I HEF GAMAN af lUJ.að lesa sögur. Smásög- ur Updikes og Cheevers eru mér minnisstæðar. Þær eru sprottnar úr lífinu sjálfu. Það er rótarilmur af þeim. Og persónumar falla inní umhverfi sitt einsog tré í lands- lag. Það er mikilvægt. Það á að vera samhljómur í andstæðunni. Ég hef líka verið að lesa Oscar Wilde. Sögur hans eru síðuren svo gamaldags, þótt þær sæki um- hverfi sitt í þjóðfélag skáldsins, og það sé okkur harla framandi. Umgerðin breytist, en innihaldið ekki. Einstaklingurinn nú er ekk- ert öðruvísi en í guðspjöllunum. Eða Játningum Ágústínusar. Eru ekki allar sömu spumingarnar á vörum okkar og þeirra sem koma við sögu hjá Platon? Nútímaleg- asta sakamálasaga sem ég þekki er A Tale of Two Cities eftir Dic- kens. Stjórnarbyltingin franska er vafín inní hana einsog nútíma- atburðir hjá Ludlum, eða hvað þeir heita. ARSINS 1995 VERÐUR minnst fyrir margar sakir. Að mörgu leyti var þetta ár friðar eða kannski öllu fremur stríðsþreytu. Eftir margra ára átök standa vonir til að tek- ist hafi að binda enda á stríðsátök músl- ima, Króata og Serba í fyrrverandi Júgó- slavíu. í Mið-Austurlöndum hefur friðar- þróunin haldið áfram hægt og sígandi og Palestínumenn tekið við stjórn hernumdra svæða á Vesturbakkanum og Gaza. Átök þau er geisað hafa í lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna, s.s. Tsjetsjníju og Az- erbajdzhan, virðast í rénun þó varasamt geti reynst að halda því fram að þeim sé lokið. Jafnvel í Afríku hefur mátt sjá vísi þess að langvarandi átök, í Sómalíu, Líber- íu og víðar, kunni að vera í rénun. Framlenging sáttmálans um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og sú mikla reiði er kjarnorkutilraunir Frakka hafa vakið í heiminum er kannski ekki síst til marks um augljósan vilja til að snúa baki við því vígbúnaðarkapphlaupi er til skamms tíma setti mark sitt á heimsmál- in. Það skýtur þó vissulega skökku við að kjarnorkutilraunir Kínveija séu ekki dæmdar á sama mælikvarða og tilraunir Frakka. Forseti Frakklands hefur þó heit- ið því að engar frekari tilraunir verði gerð- ar er þessari lotu er lokið og stefnir í að samkomulag um algjört bann við kjarn- orkutilraunum taki gildi árið 1996. Á því ári, sem nú er að ijúka, hafa Bandaríkin axlað forystuhlutverk sitt í heimsmálum, með afgerandi hætti á sama tíma og pólítísk ólga og óvissa dregur stöð- ugt úr áhrifum'Rússa á alþjóðavettvangi. Sameinuðu þjóðirnar, er fögnuðu hálfrar aldar afmæli sínu, hafa einnig neyðst til að horfast í augu við veruleikann og draga úr þeim háleitu markmiðum um framtíðar- hlutverk sitt, sem einkennt hafa umræðu undanfarinna missera. Á vissan hátt má segja að á þessu ári hafi byijað að hilla undir ákveðinn stöðug- leika á ný eftir það umrót er einkennt hefur heimsmálin eftir fall Berlínarmúrs- ins, lok kalda stríðsins og endalok Sovét- ríkjanna. Svo virðist sem þróun mála í Evrópu sé að færast í fastari skorður en verið hefur á undanförnum árum. Friðurí Bosníu REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. desember löndum á sviði efnahags- og viðskiptamála lofar góðu. Miklar líkur virðast á því að á nýju ári nái ísraelar og Sýrlendingar sam- an um friðarsamning milli ríkjanna. Bandaríkjastjórn kom einnig mikið við sögu í friðarferlinu á Norður-írlandi og sá mikli þrýstingur sem lagður var á deilu- aðila af þeirra hálfu, fyrir Irlandsheimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta, kom skriði á viðræðurnar á ný. Þar með væri einhverri hatrömmustu deilu í Vestur-Evr- ópu eftir stríð lokið. ósátt við að þetta fyrrum risaveldi skuli nú gegna aukahlutverki á sviði alþjóða- mála. Veikindi Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta og bágur efnahagur hafa dregið enn frekar úr áhrifamætti Rússlands. Engin leið er að sjá fyrir hvemig stjórn Rússlands verður skipuð eftir kosningamar á næsta ári. En þrátt fyrir allt hefur efna- hagslegur og pólitískur stöðugleiki farið vaxandi. Deiluaðilar í rússneskum stjóm- málum virðast hafa fallist á að takast á samkvæmt lýðræðislegum leikreglum í meginatriðum en ekki með vopnaskaki. í NÓVEMBER náðist samkomulag milli forseta Bosn- íu, Króatíu og Serb- íu um frið f Bosníu. Stríðið á Balkanskaga er hið blóðugasta í Evrópu frá lokum síðari heimsstyijaldar- innar, hefur kostað 250 þúsund manns líf- ið, og allar tilraunir umheimsins til að miðla málum höfðu mnnið út í sandinn. Sameinuðu þjóðirnar, er tekið höfðu að sér friðargæslu í Bosníu, urðu að lokum að viðurkenna að það verkefni var þeim ofviða. Atlantshafsbandalagið hefur tekið við þessu friðarhlutverki og það blasir nú við öllum að bandalagið er ekki síður frið- arbandalag en öryggis- og varnarbandalag aðildarríkjanna. Eftir að kalda stríðinu lauk viðruðu margir hugmyndir um að SÞ myndu taka að sér það hlutverk að gæta friðar í heimin- um og ganga á milli stríðandi fylkinga þegar þess gerðist þörf. í átökunum á Balkanskaga komu takmörk Sameinuðu þjóðanna hins vegar greinilega í ljós. Það var ekki fyrr en Bandaríkjastjórn fór að hafa virk afskipti af friðarviðræðun- um og samþykkti að senda fjölmennt her- lið til Bosníu, að skriður komst á viðræð- urnar. Sömuleiðis er ljóst að það er afskiptum Bandaríkjanna á undanförnum tveimur árum að þakka að friðarhorfur eru bjart- ari nú fyrir botni Miðjarðarhafs en verið hefur í marga áratugi. ísraelar og arabísk- ar nágrannaþjóðir þeirra, að Sýrlendingum undanskildum, hafa sæst og vísir að um- fangsmiklu samstarfi ríkja í Mið-Austur- Tómarúmið fyllt SVO VIRÐIST SEM Bandaríkin muni á næstu árum fylla það tómarúm er myndaðist eftir að togstreitu risaveldanna tveggja lauk með upplausn annars þeirra. Þetta mikilvæga hlutverk Bandaríkjanna kom hvað skýrast í ljós í Bosníuviðræðunum. Það ríkir þó ekki sátt um þetta hlutverk hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Framan af forsetaferli sínum virtist Clint- on vilja forðast alþjóðlegar skuldbindingar af hálfu Bandaríkjanna og má segja að breyting hafí ekki orðið á fyrr en með afskiptunum af málefnum Haítí árið 1994. Haítí hefur þó ávallt verið innan áhrifa- svæðis Bandaríkjanna og eðlismunur er á afskiptum af deilu þar og í austurhluta Evrópu. Búast má við harðnandi átökum um framtíðarhlutverk Bandaríkjanna á kom- andi ári og benda deilur milli forseta og þings í kjölfar friðarsamkomulagsins til að þetta mál setji sterkan svip á kosningabar- áttuna fyrir forsetakosningamar árið 1996. Nokkur ríki innan Evrópusambandsins hafa ekki viljað sætta sig við forystuhlut- verk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. ESB-ríkjunum hefur hins vegar ekki tekist að samræma stefnu sína á sannfærandi hátt, líkt og greinilega kom í ljós meðan á Bosníudeilunni stóð, og takmarkaður pólitískur vilji virðist vera fyrir hendi til að breyta því í náinni framtíð. Eftir því sem aðildarríkjum sambandsins fjölgar má gera ráð fyrir að erfiðara verði að fínna sameiginlega pólitíska snertifleti í við- kvæmum málum á borð við Bosníu. Innan Rússlands eru einnig sterk öfl Ný áhrifa- svæði MÓTUN NÝRRA áhrifasvæða í Evr- ópu er farin að taka á sig skýrari mynd. Ekki hefur verið fallist á þá kröfu Rússa að falla frá fjölg- un aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins þó svo að ekki hafi enn verið tekin ákvörð- un um hvenær af henni verði og hvaða ríkj- um verði veitt aðild að bandalaginu. Þá mátti merkja á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Madrid í desember að líklega verður ekki öðmm ríkjum í austurhluta Evrópu en Póllandi, Tékklandi og Ungveija- landi veitt aðild að sambandinu næsta ára- tuginn og mun þá væntanlega gegna sama mSi um aðild að NATO. Helsta áhyggjuefnið í þessu sambandi er framtíð Eystrasaltsríkjanna. Þau hafa áður orðið leiksoppur í valdabaráttu stórvelda og sjá nú fram á, að það gæti gerzt á ný. Norðurlöndin hafa lagt rnikla áherslu á að- ild Eystrasaltsríkjanna að samfélagi vest- rænna þjóða en hætta er á, að önnur ríki og stærri verði reiðubúin til að fóma þeim í því valdatafli sem nú á sér stað í Evrópu. Skipting álfunnar í áhrifasvæði kann þó að hafa minni áhrif en fyrr á öldinni. Þó að Eystrasaltsríkin og önnur ríki í Mið- Evrópu lendi utan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins mun ekkert járn- tjald rísa á ný. Það verða ekki frekari hömlur á ferðafrelsi eða viðskiptum. Efnaliagsleg skil eru sífellt að verða óskýrari í heiminum. Alþjóðlegir viðskipta- samningar á borð við GATT og myndun viðskiptasvæða á borð við EES, NAFTA og áform Evrópusambandsríkjanna um sameiginlegan gjaldmiðil má smám saman FRA ÞINGVOLLUM út mikilvægi landamæra. Það kann að vera kostur að tilheyra ákveðnu pólitísku svæði en það skiptir ekki lengur sköpum fyrir íbúa og efnahag einstakra ríkjg. Eftir því sem efnahagskerfi ríkja Vest- urlanda verða samtvinnaðri eykst nauðsyn þess að ríki taki mið af því sem er að gerast í kringum þau við töku efnahags- legra ákvarðana. Islendingar hafa likt og aðrar þjóðir komist að því að hagkerfi þeirra er ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af stærri heild. Þetta hefur í vaxandi mæli knúið stjórn- völd til að horfast í augu við uppsafnaðan vanda fyrri ára. Kostnaður við velferðar- þjónustu er í flestum Evrópuríkjum kominn langt út fyrir þann ramma er efnahagur ríkjanna stendur undir. Ekki hefur heldur verið hugað nægilega vel að fjármögnun þeirra lífeyrisskuldbindinga sem hafa verið að hlaðast upp. Lengi vel var hægt að slá þessum vanda á frest með gengisfellingum, vaxtabreyt- ingum, lántöku og aukinni skattheimtu. Þeir tímar eru nú liðnir. Skattheimta hefur náð hámarki sínu í flestum ríkjum Vestur- landa og ríki Evrópusambandsins geta ekki lengur notað gengisbreytingar sem hagstjórnartæki vegna áformanna um efnahagslegan og peningalegan samruna. Því verða menn að horfast í augu við kerf- islægan vanda sem hefur verið að hlaðast upp. Ríki geta ekki lengur leyft sér þann munað að slá lán og samræming á al- mennu viðskipta- og tollaumhverfi kemur í veg fyrir að hægt sé endalaust að leggja nýjar byrðar á atvinnulíf og almenning. Aðlögun þessi er sársaukafull og póli- tískt viðkvæm þar sem aðhaldsaðgerðir, sem gripið er til nú, skila ekki árangri fyrr en að nokkrum árum liðnum. Áhrifa- miklir hópar hafa einnig hag af því að ríkjandi ástandi sé ekki breytt og eru reiðu- búnir að grípa til róttækra aðgerða líkt og kom fram í Frakklandi í vetur. Skil milli ríkja eru einnig að þurrkast út á fleiri sviðum. Eitt helsta tískuorð líð- andi árs hefur verið margmiðlun og hafa íslendingar kynnst þeim möguleikum sem alnetið og gervihnattasjónvarp bjóða upp á. Þessi þróun hefur orðið hægt og síg- andi en nú er svo komið að margmiðlunin er að verða almenningseign í hinum vest- ræna heimi. Upplýsingar af öllu tagi flæða Morgunblaðið/RAX stjórnlaust milli ríkja óháð landamærum. Stjómvöld geta ekki lengur skammtað upplýsingar og stjórnað flæði þeirra til almennings. Þeir möguleikar sem margmiðlunin býð- ur upp á eru nær óþijótandi og gífurleg þróun á eftir að eiga sér stað á þessu sviði á næstu árum. Þessi þróun nær þó einungis til hluta heimsbyggðarinnar. Meirihluti mannkyns hefur aldrei heyrt á margmiðlun minnst og jafnvel í iðnríkjum Vesturlanda er þátt- taka í fjölmiðlunarbyltingunni einskorðuð við þá er hafa aðgang að og þekkingu á nauðsynlegum tölvubúnaði og afnot af móttökubúnaði fyrir gervihnattasendingar. EN ÞÓ AÐ MILLI- Ósfnin að ríkjasamskipti hafi . ® verið friðvænlegri mnan en um langt skeið hefur komið greini- lega í ljós á árinu hversu berskjölduð iðn- ríkin em fyrir árásum lítt skipulagðra öfgahópa. Bylgja hermdarverka gekk yfír Vestur- lönd á áttunda og níunda áratugnum en úr henni dró eftir að hryðjuverkasamtök misstu þann bakhjarl er þau höfðu átt hjá Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra í aust- urhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. Hryðjuverk þess tíma voru í raun hluti af kalda stríðinu og hugmyndafræðilegri tog- streitu austurs og vesturs eða þá einangr- uðum deilum líkt og á Norður-írlandi. Hryðjuverk ársins 1995 hafa verið af öðmm toga. Öfgakennd trúarsamtök gerðu ítrekaðar gasárásir á opinbera staði í Japan og mannskæð sprengjuárás á stjórnsýslubyggingu í Oklahoma reyndist verk lítt þekktra neðanjarðarsamtaka. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, var veginn af heittrúuðum gyðingi er vildi koma höggi á friðarviðræður ísraela og Palestínumanna og heittrúaðir alsírskir múslimar efndu til sprengjuherferðar í Frakklandi, er hófst síðastliðið sumar. Nær útilokað er að koma alfarið í veg fyrir hermdarverk af þessu tagi. Hin opna þjóðfélagsgerð lýðræðisríkja gerir þau ber- skjölduð gagnvart árásum af þessu tagi. Á því verður væntanlega ekki breyting á . komandi ámm. „Svo virðist sem Bandaríkin muni á næstu árum fylla það tóma- rúm er myndaðist eftir að togstreitu risaveldanna tveggja lauk með upplausn annars þeirra. Þetta mik- ilvæga hlutverk Bandaríkjanna kom hvað skýrast í Ijós í Bosníuvið- ræðunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.