Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir ILLUGASTAÐIR á okkar tímum og núverandi ábúendur við útidyrnar, þau Auðbjörg Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðmundsson sem tóku við jörðinni af móður Auðbjargar og bróður, Jónínu og Hrólfi en jörðin hefur verið í sömu ætt í 170 ár. LEIÐI Agnesar og Friðriks í Tjarnar- kirkjugarði. Sagnabmnnur í kommóðu Ég held ég hafí orðið handritshöfundur vegna kynna minna af Jónínu á Illugastöðum og Hrólfí syni hennar, vegna þolinmæði þeirra, umburðarlyndis og þrautseigju, vegna tungumáls Hrólfs, sem var mállaus og heymar- laus og heyrði það sem ég heyrði ekki og vegna blindu * Jónínu, sem sá það sem ég sá ekki, skrifar Jón Asgeir Hreinsson, annar handritshöfunda kvikmyndarinnar Agnesar um það hvemig hann kynntist söguefninu. Við lifum og deyjum dauða og annarra manna lífi. Hinir dauðu hvfla níðþungt á herðum okkar. Hátt hróp þeirra biður okkur að deyja agnar ögn, ' v- eins og þeir dóu sjálfir; og við lifum hratt, eyðum í ofsa því lífi sem þeir lifðu ekki. (Úr spænsku kvæði) etta eru minningar, en reynið að skilja að minningar þurfa ekki að vera sannar. Minning- ar kvikmynda-/handrit,shöf- unda eru sérstaklega ófullkomnar í smáatriðum; við getum alltaf ímynd- að okkur þessi smáatriði á markviss- ari, hagsýnni og sjónrænni hátt en þeir gerðust í raun og veru. Raun- verulegu smáatriðin verða sjaldan nákvæmlega það sem gerðist; hið sannasta verður það sem gæti eða hefði átt að gerast. Að vera kvik- mynda-/handritshöfundur er sam- band agaðrar eftirtektar á sannsögu- legum efniviði og ímyndun á því sem enginn sá. Afgangurinn er þolin- mæði í endalausri glímu „tungu- “málsins. Fyrir mér er það ritun og síðan endurritun, styttingar, endur- ritun o.s.frv. þar til allt rennur jafn leikandi og eðlilegar samræður. Með þetta í huga, þá held ég að ég hafi orðið handritshöfundur vegna kynna minna af Jónínu á Illugastöð- um og Hrólfi syni hennar, vegna þolinmæði þeirra, umburðarlyndis og þrautseigju, vegna tungumáls Hrólfs, sem var mállaus og heymar- laus og heyrði það sem ég heyrði ekki, og vegna blindu Jónínar, sem sá það sem ég sá ekki. Jónína, sem var fædd árið 1894, var elsta lifandi mannvera sem ég hafði kynnst. Löng ævi og blinda af völdum gláku hafði eflt visku hennar, þolinmæði, virð- ingu og skilning á mannlegu eðli og hún kenndi mér að skygnast undir yfírborðið. Hrólfur kenndi mér tungumál sitt þar sem hægt var að segja nánast allt með svipbrigðum og hárfínni, nánast ósýnilegri hand- arhreyfíngu, þar sem hgæt var að tala saman í Qölmenni án þess neinn annar heyrði eða tæki eftir. Um sumarmái, þegar kvöldsólin er um það bil að snerta hafflötinn á Húnaflóa, sendir hún sólstafi sína inn um gluggana á betri stofunni á 111- ugastöðum, varpar þeim á stofu- vegginn sem er prýddur myndum forfeðranna og glerið í myndarömm- unum endurkastar ljósinu í öllum regnbogans litum inn í norð-vest- urhom stofunnar, þar sem ljósbrotin dansa á stórri kommóðu. Kommóðan er í minningu minni botnlaus sagnabrunnur sem tók á sig myndir þegar Jónína opnáði ein- hveija skúffuna. Þegar hún þreifaði fyrir sér með höndunum, fann hún ævinlega eitthvað, brosandi töfraði hún upp hluti sem voru henni kærir, þetta gat verið leggur vafinn ullar- bandi eða indíánaskór og þegar hún rétti mér skóinn sagði hún mér sögu hans. Þá kviknuðu myndir, sem ég hef aldrei séð í bíó, myndir sem hún sá frá nýja heiminum, lífi indíánanna og íslensku vesturfaranna. Barátta þeirra, gleði og sorgir gerðu Holly- wood-vestrana að innihaldslausu bulli í samanburði við myndinar sem Jónína gaf mér í þessum hundrað ára gamla indíánáskó. Einn hlutur, sem kom upp úr þess- ari ævintýralegu kommóðu, varð mér hugleiknastur allra, það _var sendi- bréf skrifað árið 1934. í minning- unni er rithönd bréfsins ákaflega sérstök, drættir stafanna langir, rit- höndin sem er óörugg í upphafi bréfs- ins verður hröð, hörð og laus við allt flúr, orðalagið það kyngimagnað- asta sem ég hef lesið á íslenskri tungu, hvert eitt orð myndaði önnur þúsund, þungi og alvarleiki hverrar setningar var yfirnáttúrulegur. Bréf- ið, sem var skrifað fyrir tilstilli mið- ils, kom að handan og var þakkar- bréf frá Agnesi Magnúsdóttur, stílað til Guðmundar á Illugastöðum, eigin- manns Jónínu. (Forsaga þessa þakkarbréfs var annað bréf sem Agnes skrifaði með aðstoð sama miðils. í því bréfi biður hún um að jarðneskar leifar sínar og Friðriks yrðu grafnar upp úr dys sinni, við aftökustaðinn á Þrístöpum, flutt að Ijarnarkirkju á Vatnsnesi og grafin þar í vígðri mold. Sagan af fundi beinanna, stangarbrotinu í höfuðkúpu Agnésar og jarðsetning þeirra á Tjöm er ákaflega merkileg og sér kapítuli í örlagasögu Agnes- ar. Þeirri sögu hafa verið gerð góð sagnfræðileg skil í bókinni „Enginn má undan líta‘r eftir Guðlaug Guð- mundsson og í grein sem Elín Pálma- dóttir skrifaði í Mbl. sunnudaginn 30. júlí 1995.) Eg reyndi að launa Jónínu sögur hennar með því að lesa fyrir hana. Bækurnar sem hún valdi voru oftast fyrir ofan þroska minn og skilning sem eliefu ára bams, efni þeirra fór því meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Bækurnar sem fjölluðu um Natan Ketilsson, morðin á Illuga- stöðu og aftöku þeirra Agnesar og Friðriks fundust mér hins vegar púð- urmiklar og spennandi, fyrsta flokks glæpasaga. Mér fannst staða mín sem kaupamanns á Illugastöðum verða ákaflega merkileg, nánast merkilegasti kaupamaður íslands- sögunnar sem rak kindur úr túninu á Iilugastöðum, sjálfu sögusviðinu, vinnumaður hjá Jónínu sem var af- komandi Guðmundar Ketilssonar, bróður Natans og böðuls morðingj- anna og það sem mér fannst allra merkilegast; Jónína var líka afkom- andi Friðriks, banamanns Natans. Ég fékk ólæknandi dellu fyrir þess- ari „glæpasögu" og var síspyijandi hvar gamli bærinn hafi staðið, hvort ekki væru til eitthvað af brunnum spýtum úr honum, hvort öxin sem Guðmundur hafi notað á Agnesi og Friðrik væri nokkuð oní kjallara, hvort það sé sárt að láta hálshöggva sig, hvort Natan hafi öskrað þegar hann var drepinn, hvað hann væri gafinn. Ég var orðinn óþolandi krakkaskratti sem rótaði tiifinninga- laust í fortíð ættmenna gömlu kon- unnar. Svo að eitt kvöldið þegar við Jón- ína sátum í sófanum í betri stofunni sótti hún þakkarbréfið í kommóðuna og'meðan hún fór höndum um papp- írinn, útskýrði hún fyrir mér tilurð bréfsins og innihald. Hún sagði mér frá húslestri sem fram fór á Illuga- stöðum miðvikudeginum eftir jarð- setningu beina Agnesar og Friðriks á Tjöm. „Á húslestrinum bauð Guð- mundur, maðurinn minn, Agnesi að hún mætti tilheyra Illugastöðum sem húsfreyja þess heimilis sem hún átti einu sinni að njóta en fékk ekki í þessu lífi.“ Og Jónína rétti mér bréf- ið og sagði að þetta bréf væru þakk- ir til Guðmundar fyrir húslesturinn, bænina og húsfreyjustöðuna. Hárin risu á höfði mínu - var Agnes hér enn - þetta bijálaða morðkvendi gengið aftur, og ég spurði Jónínu og hún strauk mjúkri hönd niður vanga minn, brosti og sagði „aum- inginn minn, skilur þú þetta ekki, Agnes var ekki vond kona“ og svo sagði hún mér sögu sem ég gat ekki lesið í neinni bók, sögu Agnesar. Ekki eins og forn málskjöl og sagn- fræðin sagði frá henni, heldur eins og hún hlyti að hafa verið sem mann- leg vera. Jónína kveikti hjá mér myndir sem sýndu þessa konu í bjart- ara og fegurra ljósi. Og ég man að myndir ættmennanna á veggnum breyttu um svip, þeir mýktust og mér fannst þeir leggja við hlustir í betri stofunni á Illugastöðum. Rúmum tuttugu árum seinna þeg- ar ég skrifaði með Snorra Þórissyni kvikmyndahandrit byggt á þessu fræga morðmáli beindist áhugi okkar eingöngu að tilfmningum Agnesar og hennar hlið á sögunni - sögunni sem aldrei var sögð - og mér var oft hugsað til Jónínu, meðaumkunar hennar með þessu unga fólki sem örlögin léku svo grátt, sögunni eins og ég man að hún sagði mér hana. Og ég uppgötvaði hlutverk mitt sem handritshöfundur; Um leið og ég óf örlagaþráðinn sem varð henni að falli varð ég að fínna leið til þess að bjarga henni, aftur og aftur . . . Aðaldnl, S-Þingeyjarsýslu ídesem- ber 1995. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Óldungadeiid Lærið hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalifsins Á vorönn 1996 verða eftirtaldar námsgreinar í boði: Bókfærsla Danska Enska Franska Hagræn landafræði (slenska Líffræði Tölvubókhald Ritvinnsla (Windows 95) Tölvunotkun Saga Vélritun (á tölvur) Stærðfræði Þjóðhagfræði Skattabókhald Þýska Gjald fyrir hvern áfanga fer eftir fjölda kennslustunda. Auk náms í einstökum greinum sem safna má saman til náms af bókhaldsbraut, skrifstofubraut, verslunarprófs og stúdentsprófs, býður öldungadeHd V.í. bókhalds- og tölvunám 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800. Kennsla á vorönn 1996 hefst 15. janúar. Innritað verður á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1,103 Reykjavík, 5.-11. janúar 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.