Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÓÐINSGATA 2, þar sem Rannveig hefur búið næstum síðan það var byggt 1906. 1926 byggði faðir henar við húsið og 20 árum síðar var svo bætt hæð á flata þakið. RANNVEIG Helgadóttir í stofunni sinni. Níutíu ár á Oðins- götunni Rótgrónari Reykvíking en Rannveigu Helgadóttur er vart að finna. Hún hefur búið nær samfellt í sama húsinu á Oðinsgöt 2 síðan það var nýbyggt 1906, þá eina íbúðarhúsið á svæðinu. Þar heldur hún enn heimili sitt, þar sem Elín Pálmadóttir heimsótti hana. Foreldrar Rannveigar og afar og ömmur voru þekkt í bæjarlífí Reykjavíkur og sjálf fylgdist hún með þróun borgarinnar, vann m.a. ung stúlka hjá Knud Zimsen borgarstjóra. HÚN kemur til dyra, fínleg kona og teinrétt, og býð- ur til stofu. Þótt margt sé þar gamalt og fallegt að qá fylgir því ekki sú tilfinning að vera að ganga inn í liðna veröld. Síður en svo. Rannveig Helgadóttir gengur um með farsíma við hönd- ina, enda lifði hún í nánum tengslum við þróun radíó- og fjarskiptatækni frá því hún giftist radíótæknimann- inum Sveinbimi Egilssyni, sem lengi rak radíó- og raftækjastofu sína við hliðina á heimilinu og sá ásamt fé- íaga sínum, Magnúsi Jóhannssyni, m.a. um upptökur á Alþingi og í borgarstjóm, sem Úlfar sonur henn- ar hefur tekið við. Áður en Rannveig ber fram kaffí á bakka á borði, sem hún flytur að blaðamanninum, göngum við í gegnum stofumar. Húsið er mun stærra og nær lengra inn í lóðina en sést frá götunni, enda var byggt við það 1926. Þá hafði Rannveig farið í fímm mánuði í grautarskóla til Kaupmannahafnar, eins og hún orðar það. Þegar hún kom heim var óvænt búið að byggja við húsið. Og 20 ámm síðar var byggð hæð ofan á flata þakið á viðbyggingunni. Þátturinn „Huldukonur í íslenskri myndlist" er nýsýndur í sjónvarpinu og Rannveig bendir mér á margar myndir á veggjum eftir eina af þess- um fýrstu myndlistarkonum, Krist- ínu Þorvaldsdóttur, en hún og móð- ir hennar vom bræðradætur. Þama em tvær teikningar af móður henn- ar, Kristínu Sigurðardóttur, og móð- ursystur, Þuríði Sigurðardóttur, sem mun hafa sett upp fyrsta bama- heimilið í Reykjavík. Líka uppstill- ingarmyndir og landslagsmyndir, eins og þessir fyrstu kvenmálarar máluðu á þeim tíma, myndir sem ekki hafa sést opinberlega. Alin upp í Tugthúsinu Það leiðir talið að uppmna þeirra systra. Kristín móðir Rannveigar er fædd og uppalin í Tugthúsinu þama handan Skólavörðustígsins. Faðir hennar var Sigurður fangavörður Jónsson, sonur hins þekkta stjóm- málamanns og ritstjóra Jóns Guð- mundssonar, sem fylgdi Jóni Sig- urðssyni í sjálfstæðismálinu. Þá bjó fangavörðurinn ásamt fjölskyldu sinni í Tugthúsinu og hin danska kona hans, Marie, matreiddi fyrir fangana. „Pabbi keypti svo þessa lóð við Óðinsgötuna af afa 1906 og mér var sagt að hann hefði greitt 25 aura fyrir fermetrann,“ segir Rannveig. Þetta er enn eignarlóð, en Rannveig segir að það sé víst orðið æði dýrt spaug að eiga lóð. Fyrir utan bæ 1906 Faðir hennar, Helgi Helgason, var skrifstofumaður hjá verslun Jes Zimsens og einn af elstu leikumm Leikfélags Reykjavíkur, túlkaði m.a. Fjalla Eyvind svo eftirminnilegt þótti. Hann byggði húsið sem enn stendur með seinni tíma viðbygg- ingu. Húsið varð dýrt. Helgi og Krist- ín höfðu selt hús sitt á Skólavörðu- stíg 6, þar sem Kúnígúnd er núna, fyrir 2.000 krónur, en nýja húsið kostaði 6.000 krónur. Jón bróðir hennar og María systir hennarr em fædd á Skólavörðustígnum, en hún í nýja húsinu rétt eftir að þau fluttu inn. „Amerísk vinkona okkar hafði orð á því að þetta hefði verið fyrsta húsið sem hún kom í á landinu og verið afskaplega vel tekið á móti henni. Ég sagði: Þetta er líka fyrsta húsið sem ég kom í og mér var líka vel tekið,“ segir Rannveig kímin. „Pabbi byggði þama vegna þess að hann langaði til að vera fyrir utan bæinn. Þá var enginn bær hér fyrir sunnan. Geysir var beint á móti Tugthúsinu við Skólavörðustíg- inn, þar sem nú er verslunin Vogue. Við höfðum því næg leiksvæði á túnunum sem náðu út að Óðinsgötu 8 hér fyrir sunnan og gátum ótmfluð verið í boltaleikjum og þessháttar á götunni," segir Rannveig. Húsið Stóraholt var þó komið á Skólavörðu- stíg 22. Svo var smám saman farið að byggja við Skólavörðustíginn. Hún segir að hún hafí átt þama mjög góð og skemmtileg uppvaxtar- ár. Þegar hún óx upp fór unga fólkið í bæinn að spássera rúntinn og á vetuma á skauta á Tjöminni. í takt, segir hún. „Má bjóða þér í takt?“ sögðu ungu piltamir og svo renndu pörin sér hönd í hönd, sem var af- skaplega spennandi. Tjömin var ekki lýst upp, aðeins gasiugtir á götunum. Vann hjá Knud Zimsen Frá 1924 til 1931 vann Rannveig á bæjarskrifstofunum, sem þá vom til húsa í Tjarnargötu 12, húsi Slökkvistöðvarinnar. Segja má að þar hafí verið ráðhús bæjarins, og finnst Rannveigu því skemmtilegt að Ráðhús Reykjavíkur var byggt þama við Tjörnina handan götunn- ar. Ekki var mannmargt á bæjar- skrifstofunum. Þar var bæjargjald- kerinn Borgþór Jósepsson og Guð- mundur Benediktsson tók við meðan hún vann þar. Bæjarverkfræðingur- inn Valgeir Bjömsson og'Sigurður Péturson byggingarfulltrúi voru þar og þær stúlkurnar tvær, hún og Fríða Guðmundsdóttir vinkona hennar. Á skrifstofuna komu marg- ir, m.a. fólk til að sækja fátækra- styrkinn sinn, eins og það hét í þá daga. Það gekk ofur eðlilega fyrir sig, eitthvert þeirra afhenti hann rétt eins og önnur laun. „Borgar- stjórinn, Knud Zimsen, var yndisleg- ur maður. Ég kunni ákaflega vel við hann,“ segir hún. Hann var ákveðinn maður, vildi láta hlutina ganga. Og rauk í þá sjálfur ef svo bar undir, eins og frægt er af myndinni gömlu þar sem Knud Zimsen hefur rokið út á gatnamótin við Reykjavíkurapó- tek til að stjórna umferðinni. Hlakkaði til að giftast Rannveig vann á bæjarskrifstof- unum þar til hún 23 ára gömul gifti sig Sveinbirni Egilssyni. Vann fram á síðasta dag, en ekki hvarflaði að henni að vinna lengur. Það tíðkaðist ekki. „Guð almáttugur, maður hlakkaði til að gifta sig og fá heim- ili,“ segir hún. Auk þess fórum við nánast upp í sveit. Sveinbjörn var rafvirki og loft- skeytamaður. Hann hafði strax heill- ast af allri samskiptatækni. Hann vann við uppsetningu fyrstu útvarps- stöðvar á íslandi og gerðist í 12 ár stöðvarstjóri útvarpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð. „Þarna voru engin hús og næstum enginn vegur, aðeins ruddir slóðar upp eftir. Við vorum með bíl, tékkneskan minnir mig, og höfðum bílastyrk. En oft var ófært, sífellt verið að festa bílinn, m.a. í aur og bleytu á vorin. Við þurftum að sælqa allt niður í bæ. Þeir sem unnu þarna voru kostgangarar hjá mér. Nei, það var ekkert erfitt. Sveinbjöm var svo góður og dugleg- ur og hugsaði fyrir öllu,“ segir Rann- veig. Þrjú af fjórum börnum hennar fæddust á þessum árum, Kristín 1933, Agla, sem lést aðeins 29 ára gömul í Chile, fæddist 1936 og Úlf- ar 1940, en yngsti sonurinn, Helgi, ljósmyndari hjá Sjónvarpinu og nú MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 35 Morgunblaðið/Ásdls í TILEFNI konungskomunnar 1921 saumaði móðir systranna á þær fína kjóla og pantaðir voru hattar frá Kaupmannahöfn. Þær fóru að sjá kónginn og strá blómum, en svo tók hann bara ekk- ert eftir þeim. Systurnar með móður sinni: Venný eins og Rann- veig var kölluð, Maja, sem seinna bjó í Chile, og Sigga, sem giftist Kristjáni í Kiddabúð. FJÖLSKYLDAN 1929. Helgi Helgason faðir Rannveigar, Kristin móðir hennar, hún sjálf og verðandi eiginmaður hennar, Sveinbjörn Egilsson. UNGAR Reykjavíkurmeyjar að knipla á heimilisiðnaðarsýningu 1924. Frá vinstri: Þórunn Þorsteinsdóttir, Sútta Bernhöft og Rannveig Helgadóttir. TELPURNAR í Skólavörðu- holtinu voru með langar flétt- ur og glæsilega klæddar á tyllidögum. Sigga systir hennar og Stella Reykdal. UNGAR glæsipíur í Reykja- vík. Hér er Rannveig með vin- konunni Stellu Reykdal. garðyrkjubóndi austur í Biskups- tungum, fæddist 1949 eftir að þau fluttu á Óðinsgötuna. „Sveinbjörn langaði til að vera með sjálfstæðan rekstur og því flutt- um við hingað," segir Rannveig. „Pabbi bjó hér einn með ráðskon- unni, sem hafði lengi verið hjá okk- ur. Mamma hafði dáið aðeins 53 ára gömul. Nú vildi Júlla ráðskona fara austur til að hugsa um veika móður sína. Svo þetta féll ágætlega saman. Sveinbjörn byggði og stofnaði Radíó- stofu Reykjavíkur, sem hann hafði í húsinu við hliðina. Það var eins gott, því það varð svo mikið að gera hjá honum og áhuginn svo mikill að hann kom sjaldan inn fyrr en klukk- an 12 á kvöldin. Var öllum stundum úti á verkstæði að gera við og smíða. Magnús Jóhannsson kom inn í þetta með honum. Hann fékk herbergi hér uppi og bjó hér líka í mörg ár,“ seg- ir Rannveig. Þetta hefur greinilega gengið í ættir eða smitast til afkom- enda, því Úlfar sonur hans tók við og hefur enn á hendi upptökurnar í Alþingi og í borgarstjórn. Hann er með sína aðstöðu niðri og síminn stilltur upp sé hann ekki þar. Sonur hans, Gunnar Steinn, leysir hann af í borgarstjórn. Og annar sonur, Sveinbjörn, býr í nánd við ömmu sína, því hann innréttaði íbúð fyrir sig í bílskúrnum á Óðinsgötunni. Auk þess ílentist í húsinu amerískur sjónvarpsmaður og vinur Úlfars, Jimmy Sjöland, sem fékk þar inni til bráðabirgða, en líkar svo vel að hann býr þar enn. Gestkvæmt á heimilinu Þeir eru ófáir Reykvíkingarnir sem Rannveig hefur þekkt eða þekkt til næstum alla þessa öld. Það dylst ekki er við röbbum saman að hún man eftir og veit deili á flestu fólki sem ber á góma. „Það litu margir hér inn,“ játar hún þegar haft er orð á að líklega hafí ófáir komið í kaffi á gestrisið heimili í miðbænum, þegar þeir fóru í bæinn, meðan tíðkaðist að fólk liti inn hjá vinum og ættingjum án þess að gera boð á undan sér. „En nú eru flestar vinkonur mín- ar farnar. Það fylgir ef maður lifir lengi. Ég var í spilaklúbbum, en 1991 dóu tvær úr þeim síðasta með stuttu millibili. Ég hafði spilað allt frá unglingsárunum. Pabbi og mamma spiluðu alltaf brids við kunningjahjón sín á laugardags- kvöldum. Þá horfði maður á og byrj- aði svo að spila sjálfur. Sveinbjörn mátti aldrei vera að því að spila, en ég var alltaf í fleiri en einum spilaklúbbi. Það er orðið minna um það núna, en síðast spilaði ég fyrir viku.“ í spjalli okkar í framhaldi af þessu, kemur fram að oft hafi vin- konurnar komið austur í sumarbú- staðinn hennar við Iðu til að spila. En þar byggðu þau Sveinbjöm snemma sumarbústað og síðan börnin hennar, svo fjölskyldan hefur þar fjóra góða bústaði í hnapp, þar sem gott er fyrir stórfjölskylduna að vera saman. Rannveig segist líka alltaf hafa pijónað og saumað mikið út, sem raunar má sjá á sessunum í stof- unni hennar. „Maður var alltaf eitt- hvað að gera, vanur því frá barn- æsku að sitja ekki auðum höndum," segir hún og bætir við að sjónin hái sér þó nú orðið við að telja út. „Lífið hefur farið vel með mig,“ segir þessi 88 ára dama að lokum. Stundum er sagt að fólk hafi lifað tímana tvenna og það á svo sann- arlega við um Rannveigu Helgadótt- ur. Hún hefur frá heimilinu sínu á Óðinsgötu 2 horft á Reykjavík vaxa og stækka og fylgst næstum alla þessa öld með breytingum á lifnað- arháttum og ótrúlegum tækninýj- ungum sem engan hefði órað fyrir þegar hún fæddist þarna í nýja húsinu fyrir innan bæ. ^öuþér kraftmikla /í)DS KR~,lu3ellla °9 slyrk,u fllrótlas,arf °3 unglinga um leiO. ^ Litla tertuveislan ^Hundrub skota, minnir á Glasgow á góbum degi! ±g*, * 2.500 kr. Þú sparar 300 kr.! Wffvw Stóra tertuveislan Stórkostleg sprengi- og Ijósaveisla sem gerir Marsbúa græna af öfund! ^ # 4.300 kr. Þú sparar 500 kr.! Langflottastir! ^ W Fjölbreyttasta úrval landsins af þýskum risarakettum. \ Verblækkun! Vinsælustu kínversku kökurnar lækka frá því í fyrra. 1 Barnapakki 1.300 kr. Skemmtilegur pakki fyrir upprennandi stjörnur! 2 Sparipakki 1.900 kr. Allt sem springur - milli himins og jaröar! 3 Bæjarins besti 2.800 kr. Einn meö ötlu - og aðeins meira en það! 4 Tröliapakki S.990 kr. Geimferðaáætlun fjölskyldunnar hefst með þessum pakka! Storflugeldasýning Flugeldasýning verbur haldin á KR-svæðinu + viíi Frostaskiól bann 29. desember % ■ *£* og hefst stundvíslega kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.