Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EINBJÖRG EINARSDÓTTIR, Ásvallagötu 35, Reykjavík, andaðist 20. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey sam- kvæmt ósk hinnar látnu. Klara Kristinsdóttir, Einar Kristinsson, Steinunn Sigþórsdóttir, Kristján Kristinsson, María Lúðvíksdóttir, Kristinn Kristinsson, Dagný Ólafsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ingfrid Kristinsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, RÍKARÐUR SIGMUNDSSON rafvirkjameistari, Sundlaugarvegi 20, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 28. desember. Karítas Karlsdóttir og fjölskylda. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, BJARNI ÞÓRIR BJARNASON, sem lést 22. desember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 3. janúar kl. 15.00. Þóra Katla Bjarnadóttir, Jón Grétar Kristjánsson, Guðbjörg Gréta Bjarnadóttir, Hermann Gunnarsson, Láretta Bjarnadóttir, Guðmundur Jónsson, Einar Bjarnason og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLA KRISTJÁNSDÓTTIR, Litlu Grund, Hringbraut 50, áður til heimilis í Nóatúni 26, Reykjavik, lést í Landspítalanum 22. desember sl. Útförin fer franh frá Háteigskirkju \ Reykjavík miðvikudaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Gunnar Einarsson, Stefán Jónsson, Eva Óskarsdóttir, Þórir Gunnarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Kristján Gunnarsson, Anný Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, er lést á Hrafnistu Hafnarfirði 26. desember, fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hjarta- vernd. Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson, Þuríður Jónsdóttir, Gísli Guðjónsson, og önnurbörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, PJETURS HALLGRÍMSSONAR, Aðalstræti 19, Akureyri, fer fram miövikudaginn 3. janúar kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Krabbameinsfélagið. Hulda Jónsdóttir, Kristm Pjetursdóttir, Broddi Björnsson og dótturbörn. INGIBERT PÉTURSSON + Ingibert Pét- ursson fæddist í Reykjavík 19. mars 1952. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 25. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Úlfhildur Þor- steinsdóttir, hús- móðir, og Pétur Kr. Arnason, múrara- meistari. Bræðurn- ir voru 8 talsins: Ómar, Hlini, Guð- mundur, Hólm- steinn, Ingibert, Árni, Logi og Lýður. mi« 1^1», hinn 15.5., kvongaðist Ingibert eftirlifandi konu sinni, Aðal- heiði Þóru Sigurðardóttur, fædd í Keflavík. Dætur þeirra eru: Hildur Björg, f. 29.9. 1975, Svala, f. 23.4. 1981, Berglind, f. 24.9. 1985. Ingibert nam múraraiðn hjá föður sínum og lauk námi í Iðnskóla Reykjavík- ur. Hann var félagi í Múrarafé- lagi Reykjavíkur frá 1978. Lög- KVEÐJA til Betta bróður míns. Það er ótrúlegt að setjast niður og ætla að skrifa minningargrein um bróður sinn. Minningamar streyma fram og eru svo óendanlega skemmtilegar, en stiklað skal á stóru. Ingibert eða Betti eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í hópi 7 bræðra á Bugðulæk 7. Foreldrar okkar eru þau Pétur Kristján Árna- son múrarameistari og Úlfhildur Þorsteinsdóttir og bræðumir em Ómar rafvirki búsettur í Svíþjóð, Hlini múrarameistari, Hólmsteinn múrarameistarij Guðmundur versl- unarmaður, Ámi seljari, Logi múrarameistari og Lýður múrara- meistari. í hópi svo margra stráka hlýtur ýmislegt að hafa gengið á og oft þurfti móðir okkar að brýna raustina því kraftmiklir vomm við og gerðum ýmis skammarstrik af okkur. Okkar aðaláhugamál í æsku var fótboltinn og þar bar mest á Betta enda var hann bestur okkar bræðranna í öll- um íþróttum sama hvaða íþrótt það var. Hann átti það til að vinna fót- boltaleiki upp á eigin spýtur og sól- aði okkur hina upp úr skónum. Er velja átti í lið vildu allir vera í sama liði og hann og fékk annað liðið oft 2 leikmenn á móti Betta einum og segir það allt um það hversu góður hann var í íþróttum og leikjum líka. Aðalleiksvæði okkar krakkana í hvefínu var á milli Bugðulækjar og Rauðalækjar og þar safnaðist oft saman stór hópur krakka í alls kon- ar leiki. Ég man svo vel eftir einu skemmtilegu atviki, sem sýnir vel hvaða mann hann hafði að geyma, þá vorum við smá guttar. Við vorum að spila fótbolta og Betti þrumaði boltanum að markinu en hitti ekki markið heldur gluggann hjá Ómari Ragnarssyni og þegar brothljóðin heyrðust- hreinsaðist völlurinn á svipstundu. Eftir stóð Betti keikur að venju, óhræddur við að taka af- leiðingunum, og út kom Ómar og leit á Betta svo á gluggann og sagði: „Þetta var nú bara þrumuskot eins og hjá Jóa útherja." Auðvitað var þetta rosa upphefð að Ómar skyldi líkja einum af okkur við Jóa útherja en svona var lífið þá. Á unglingsárum okkar var ég í hljómsveit og kom Betti oft á æfing- ar og hvatti mig og félaga mína áfram og sagði að við værum örugg- lega besta bandið í bænum. Seinna er ég hafði kennt honum vinnukonu- gripin á gítarinn tókum við oft lag- ið saman og það var svo ánægjulegt að sjá hversu vel hann lifði sig inn í tónlistina. Á unglingsárunum þurfti Betti að takast á við alvarleg veikindi en með þrautseigju og bjartsýni vann hann bug á þeim. Árið 1976 byijuðum við Betti og fjölskyldur okkar að byggja parhús suður í Vogum á Vatnsleysuströnd og górum árum seinna byggði yngsti gildur meistari í múrsmíði 1980. Vann hjá föður sín- um og með bræð- rum til nokkurra ára og starfaði einnig sjálfstætt. Eftir hann liggja vel unnin verk s.s. í Seltjarnarnes- kirkju, sundlaug Selljarnarness, safnaðarheimilinu í Laugarneskirkju, B-álmu Borgarspít- alans og einnig vann hann við að endurbyggja Bessastaði. Þetta er aðeins brotabrot af því sem hann afkastaði sem múrari og sem flisalagningarmaður. Hann sat í byggingarnefnd Vatns- leysustrandarhrepps, var einn af frumkvöðlum að badminton- deild innan Ungmennafélags- ins. Útförin fer fram frá Laugar- neskirkju 2. janúar 1996 kl. 13.30. bróðir okkar sér hús í sömu götu. Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það Betti sem hjálpaði okkur mest oft með því að ýta undir sjálfstraust- ið eða koma einhveiju verki af stað. Allt tókst þetta nú og bjuggum við fjölskyldum okkar heimili hlið við hlið í rúmlega 14 ár eða þar til þau fluttu í Hafnarfjörðinn í júní síðast- liðnum. Þá varð einmanalegt í Heið- argerðinu og hvað þá núna þegar bróðir og kær vinur er horfínn á braut, en þá er hægt að setjast nið- ur og ylja sér við eld minninganna. Betti var ákaflega vel að sér í hinum ýmsu málum og rökfastur mjög. Hann tók þátt í sveitarstjóm- armálum og var meðal annars í framboði til sveitarstjómar árið 1990, og sat í bygginganefnd Vatnsleysustrandarhrepps. Einnig tók hann virkan þátt í íþróttalífí bæjarins og sá um þjálfun yngri flokka í badminton. Vonlaust var að ætla að snúa honum á sitt mál, hann hefði örugglega orðið góður stjómmálamaður en Betti kaus að feta í fótspor föður síns og lærði múrverk og varð meistari í þeirri iðngrein. Ákaflega vandvirkur, list- fengur og eftirsóttur til vinnu. Betti var alltaf frá fyrstu tíð mjög sterkur pesónuleiki, fastur fyrir og hljóp ekki undan merkjum og var ávallt vinur vina sinna. Um tvítugt kynnist Betti eftirlifandi konu sinni, Aðalheiði Þóm, og eignuðust þau þijár dætur; Hildi Björgu, Svölu og Berglindi, allar vel gefnar og yndis- legar stúlkur og yndi föður síns. Stóðu þær mæðgur við hlið Betta í veikindum hans allt þar til hann lést. Sá styrkur sem hann sýndi, bæði andlegur og líkamlegur, í veik- indum sínum var alveg ótrúlegur, eiginlega eru engin orð til sem geta lýst því andlega þreki en eitt var það sem átti hug hans allan og það var fjölskyldan. Þær Qórar sátu allt- af í fyrirrúmi hvernig sem heilsan var hjá honum. Kannski þetta litla vers lýsi best þeirri ást og umhyggju sem Betti bar ávallt til dætra sinna. Hafðu, Jesús, mig í minni, mæðu og dauðans hrelling stytt, böm mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hritt, láttu standa’ á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. (Hallgrímur Pétursson.) Og Þóra, með allan sinn sálar- styrk, vakti yfir manni sínum síð- ustu sólarhringana. Svo sterk var hún að hún jafnvel huggaði okkur hin sem komum að sjúkrabeði Betta. Og við sem komum dag eftir dag undir það síðasta, hvað það var erf- itt að geta ekkert gert til að lina þjáningar hans en þá var það hann sjálfur sem gaf okkur styrk og kvaddi okkur og þakkaði okkur fyr- ir samfylgdina og bað okkur að gæta dætra sinna og vera með þeim í sorginni. Það er auðsótt mál og þótt alltaf sé erfítt að sætta sig við dauðann er þó huggun harmi gegn að hafa fengið að kveðja hann og þakka fyrir alla hjálpina og sam- verustundirnar í þesu lífí. Elsku Þóra mín og dætur, algóð- ur himneskur faðir veiti ykkur sál- arró og kvöldum huga frið. Foreldr- um okkar, bræðrum, og öðrum ást- vinum vottum við okkar dýpstu sam- úð og biðjum við algóðan Guð að styrkja okkur öll. Vertu sæll bróðir, við hittumst síðar á öðrum og betri stað. Árni, Guðveig og fjölskylda. Hann Betti, eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar og af vinum, er látinn. Eftir að hafa bar- ist af hetjumóð við þann illvíga sjúk- dóm, krabbamein, í 5 ár, er hann allur og við sitjum eftir hrygg og söknum hans sárt. Ósjálfrátt hverfur hugurinn fram um rúm tuttugu ár, þe'gar mamma og tengdamamma kom að máli við okkur og sagði: „Hún Þóra er byijuð með strák. Hann er rauðhærður, með sítt hár og gengur á háum hælum,“ og hún brosti við er hún sagði þetta. Svo var Betti kominn inn i fjölskylduna og þá kom í ljós að hann var fastur fyrir í skoðunum og við hin í fjöl- skyldunni hugsuðum: „Nú, hann er vinstrisinnaður.“ Hún Þóra litla átti nefnilega að fá góðan hægrisinnað- an mann og því vorum við tortrygg- in. Það reyndist þó alger firra, því mannkostir hans komu fljótt í ljós við frekari kynningu. Við fluttum úr Keflavík inn í Voga á Vatnsleysuströnd árið 1976 og hófum verslunarrekstur og sama ár byijuðu Þóra og Betti að byggja raðhús íyrir fjölskyldu sína í Vogum, ásamt Árna bróður hans og Veigu, en Árni og Betti voru mjög samrýnd- ir. Alltaf kom Betti við hjá okkur og þáði kaffí og meðlæti. Bygging- unni lauk 1985, þannig að hægt var að flytja inn og mikið vorum við ánægð hvað þau, Þóra og Betti, voru sammála um að skulda ekki mikið, heldur gera hlutina smátt og smátt. Sem múrari var Betti einstak- ur fagmaður, enda vinsæll. Fagurt handbragð hans liggur ekki bara að Heiðargerði 21, þar sem fjölskyldan bjó lengi, eða þar til í haust að þau fluttu að Hjallabraut 41 í Hafnar- firði, heldur líka hér að Vogagerði 8 og víðar. Samband fjölskyldna okkar var mjög náið enda vinnur Þóra í fyrir- tæki okkar, auk þess var Berglind litla næstum alin upp í Vogabæ, segjum við stundum; og Svala og Hildur aufúsugestir. Á aðfangadags- kvöld vorum við vön að koma saman í súkkulaði og kökur. Því voru þau þung sporin 24. desember sl. er við komum við á Borgarspítalanum áður en við fórum til aftansöngs. Hann kvaddi okkur með kossi og þakkaði okkur fyrir vináttuna gegnum árin. Hann bað okkur að fylgjast með og aðstoða Þóru og stelpurnar. „Fjöl- skyldan er mér lífið sjálft,“ sagði hann. Hann ráðlagði okkur, líkt og hann væri að fara í ferðalag. „Guð- mundur, ég er með tillögu," sagði hann og sló á létta strengi, þrátt fyrir kvalirnar, „fáðu þér jeppa.“ Einnig hafði hann áhyggjur af ofnin- um í eldhúsinu, „hann er alltaf kald- ur“. Svona var Betti, ekki að kvarta svo kvalinn sem hann var, heldur með hugann við það sem þurfti að koma frá. Á jólanótt lést hann, langt um aldur fram, um kl. 1 í faðmi Þóru og dætra sinna. Það var eins og hann biði eftir hátíð Ijóssins. - Þökk fyrir að hafa þekkt Betta. Hann var einstakur maður, fjölskyldufaðir og vinur. Við lærðum margt af honum. Við biðjum -algóðan Guð að blessa sálu hans. Foreldrum hans, bræðrum og öðrum ástvinum vottum við sam- úð okkar. Elsku Þóra, Hildur Björg, Svala og Berglind okkar, við tregum sárt en hversu sárari er ekki tregi ykk- ar, sem þið verðið að læra að lifa með. Guð styrki ykkur og blessi minningu Betta. Sigrún, Guömundur og synir, Vogagerði 8, Vogum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.