Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Þjónusta Bílastæðasjóðs fyrir neðan allar hellur Frá Bolla R. Valgarðssyni: VÍKVERJI segir frá bréfi sem blaðinu barst frá Stefáni Haralds- syni, framkvæmdastjóra Bíla- stæðasjóðs, vegna „neikvæðrar umfjöllunar Víkveija um Bíla- stæðasjóð“. Ég er ekki hissa á ónægju Vík- verkja með það að ekki skuli vera hægt að greiða í mælana með nýju „hundraðköllunum" þar sem það hlýtur að hafa verið ljóst í alllangan tíma að von væri á þess- ari nýju mynt á markað. En það er ekki tilefni þessarar orðasendingar minnar til Víkveija nú heldur léleg þjónusta sjóðsins af öðrum toga, sem olli mér tals- verðum óþægindum á Þorláks- messu. Þannig er að þá voru búðir opn- ar til 10 eða 11 um kvöldið. A leið okkar hjóna og fjögurra ára gamallar dóttur í miðborgina í verslunarerindum, datt okkur í hug auglýsing Bílastæðasjóðs þar sem ökumenn eru hvattir til að nota bílastæðahúsin. Við ákváðum að verða við þessari áskorun og ókum rakleitt í bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu. Við lögðum bíln- um skömmu fyrir kl. 19 um kvöld- ið og lögðum af stað í jólainnkaup- in. Við komum um kl. hálftíu til baka og þá að harðlokuðum dyr- um. Bílastæðahúsinu hafði verið lokað. Við vorum bíllaus með marga poka að gjöfum og fjögurra ára gamalt barn (sem betur fer vel klætt) í hörkufrosti. Ekki nóg með það: Húslyklarnir voru í bíln- um. Það voru engin skilti, hvorki úti né inni, sem vöruðu fólk við því að húsið myndi loka fyrr en versl- anir. Við urðum því að taka leigu- bíl til tengdó til að ná í varalykla að húsinu. Bílinn kostaði tæpar tvö þúsund krónur. Morguninn eftir rétt fyrir kl. 10 fór ég í bæinn til að freista þess að ná í bílinn og kom enn að lokuðum dyrum. Engin skilti voru sjáanleg þar sem tekið er fram hvenær opni. Ég náði sem betur fer sambandi við næturvörð Ráðhússins í því sem hann gekk framhjá aðaldyrum Ráðhússins á leið sinni um húsið, og hleypti hann mér út. Við vorum því ekki bíllaus um jólin! Líklega hefði okkur tekist að ná bílnum út kvöldið áður ef okk- ur hefði dottið næturvörðurinn í hug, en það er ekkert sem segir að maður geti gert það. Það eru yfir höfuð engar leiðbeiningar í húsinu. Mér finnst þessi þjónusta Bíla- stæðasjóðs fyrir neðan allar hell- ur. Það skal tekið fram að bíla- geymslan í Seðlabankahúsinu (svo dæmi sé tekið) var opin um kvöld- ið þannig að það er að minnsta kosti ekki algilt að þær lokuðu allar um kvöldmatarleytið. Það er lágmark að tekið sé fram með áberandi hætti (stórum skilt- um á veggjum til dæmis) hvenær geymslurnar loki þannig að maður eigi það ekki á hættu að standa uppi bíllaus með lítið barn í bruna- gaddi. BOLLI R. VALGARÐSSON, Barónsstíg 41, Reykjavík. Nauðsyn að lögum um umboðsmann Alþingis verði breytt Frá Jóni Oddssyni: í Morgunblaðinu 24. desember sl. var greint frá því í fréttum frá Al- þingi, að dr. Gaukur Jörundsson hafi verið á Alþingi endurkjörinn umboðsmaður Alþingis með 45 at- kvæðum, Jón Oddsson lögmaður hefði fengið 1 atkvæði, en 3 alþing- ismenn skilað auðu. Þessi frétt kom mér spánskt fyrir sjónir, þar sem ég hafði ekki sótt um þetta embætti. í lögum um umboðsmann Alþing- is segir, að kjör hans fari fram á Alþingi og hann skuli uppfylla skil- yrði laga til að mega gegna emb- ætti hæstaréttardómara. Hins veg- ar er ekki að finna í lögunum neitt er varðar hvort menn þurfi að sækja um embættið. Kosning á Alþingi er síðan leynileg og geta alþingis- menn kosið þá er uppfylla skilyrði laganna til að gegna embættinu, þótt umræddir aðilar hafi ekki sótt um embættið. Á sínum tíma fékk Benedikt heitinn Blöndal fyrrv. hæstaréttardómari atkvæði á Al- þingi, þegar dr. Gautur Jörundsson var fyrst kjörinn. Tel ég nauðsyn að lögum um umboðsmann Alþingis verði breytt á þann veg, að þeir sem eru í kjöri hafi sótt um embættið, enda getur skv. núverandi skipan kjör Alþingis á umboðsmanni orðið ómerkt hljóti einhver kosningu er ekki hyggst gegna embættinu. JÓN ODDSSON hæstaréttarlögmaður. CARDATORGI GAMLARSKVOLD FRÁ KL. 01:00 DÚETTINN BLÁTT ÁFRAM FÖGNUM NÝJUÁRI MEÐ STÆL í GARÐABÆ STÓRT DANSGÓLF ENGINN AÐGANGSEYRIR VERID VF.L.KOMIN Garflahráin - Fossinn (Gengið inn Hrísmóamegin eftir kl 22:00) Sími 565 9060 • Fax: 565 9075 Kripalujóga IMý jógastöð op>nuð! Opnum nýja jógastöð í Hátúni 6A kl. 14 nk. laugardag, í nýinnréttuðu og glæsilegu húsnæði. Fullkomin aðstaða til jógaiðkunar, böð, sauna og nudd. IMámskeið og opnir tímar í kripalujóga, jógaleikfimi, hathajóga og hugleiðslu. Opið hús laugardaginn 6. janúar nk. kl. 14.00. Kynningar kl. 14.30,16.30 og 20.00. Kynnt verða grundvallaratriði í jóga, léttar teygjur, öndun og slökun. Frítt í jógatíma vikuna 8. janúar til 13. janúar Tilboð á mánaðarkortum á því tímabili. Allir velkomnir. Næstu námskeið: Grunnnámskeið 8. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 16.30-18.00. Jóga gegn kvíða 9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Grunnnámskeið 10. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 20.00-21.30. Grunnnámskeið 16. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-21.30. Leiðbeinandi: Einar Bragi ísleifsson. STUDIO Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 552 8550, V Heiðrún Kristjánsdóttir Jógaleikfimi — eitthvað fyrir þig? Gleðilegt nýtt ár Við byrjum aftur 8. janúar AGNES KRISTJÓNSD. ANNA E. BORG BJÖRG VILHJÁI.MSD, Músíkleikfimi Leiksmiðja/leikjist25ára-eldri Myndlist 7-9 ára ÁRNIPÉTUR GUÐJÓNS ÁSTA ARNARDÓTTIR Leiksmiðja Leiklist 4-6 ára BRYNDÍS HALIDÓRSD. Argentínskur tangó CARLOS SANCHES Salsa ELEA LILJA GÍSIAD. EÚSABET GUÐMUNDSD. Tónmennt 4-6 ára Músíkleikfimi GUÐNÝ HELGADÓTTIR GUNNAR GUNNSTEINS. UNNUR M.ÞORBERGSD. Tai chi Leiksmiðja 16-18 ára Nútímadans HANYIIADAYA HARPA ARNARDÓTTIR IIARPA HELGADÓTTIR ArgenU'nskur tangó Leiklist 13-16 ára Bakleikf./karlaleikfimi JENNY GUDMUNDSD. Kripalu jóga SARA JÓNSDÓTTIR Jassdáns 10-12 ára JÓNÍNA ÓIAFSDÓTTIR Alexandertækni ORVILLE PENNANT Afró og kalypso KATRÍN KÁRADÓTTIR Jassdans 7-9 ára ÞÓREY SIGÞÓRSD. Leiklist 10-12 og 13-15 ára HAFDÍS ÁRNADÓTTIR Músiklcikfimi Kennarar Kramhússins MRtm SIMI 551 5103 Sjábu hlutina í víbara samheugi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.