Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 44
4 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leiðb.: Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari. JOGA GEGN KIIÍÐA 9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00 Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Upplýsingar og skráning: YOGfl STUDIO, HÁTÚNI6A, REYKJAVÍK. S. 552-8550 og 552-1033 írnmmm í oskjuhlíb • Langar þig að áuka jiof og styrk? • Langar þig að koma þér í góða þjálfun ti! að geta gengíð á fjöil? Við þjálfum í fersku lofti í Öskjuhlíðinni og endum hvern kraftgöngutíma inni | í Perlunni. Þar gerum við æfingar og teygjur sem við gefum góðan tíma. Boðið er upp á rólega tíma fyrir þá sem ekki hafa verið með okkur áður. Leiðbeinandi er Ámý Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 554-3499 fimmtudaginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar kl. 9-12. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku, mánudag, miðvikudag og laugardag. Þeir sem hafa verið áður mæti kl. 11.00 laugardaginn 6. janúar í andyri Perlunnar. Á vegum starfseminnar er einnig boðið upp á líkamsþjálfun í íþróttasal Verslunarskólans við Ofanleiti á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.00 fyrir byrjendur, kl. 19.00 fyrir lengra komna. Gleðilegt ár! cPnJ <MÁa/n kmd&mönnitsn um . Pt/A'Á'//' /i/ ne/un/ui/Hi d á/ifnn rs e/n e/' (/(} //()(/. HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ HERMÓÐUR06 HÁÐVÖR Næsta sýning verður föstudagur 5. jan. Síðan gerum við örstutt hlé og sýnum Himnaríki á norrænni leiklistaháfíð i Noregi 10 og 11. jan. Næstu sýningar í Hafnarfirði verða föst. 19. og lau. 20. jan. /7/etJi/eat rtú// ánJ ÍDAG Með morgunkaffinu Ást er ... stundum stórt spuminga- merki. FINNUR þú mikið efni til að skrifa um í svona boð- um, herra ritstjóri? COSPER Pennavinir TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist, kvik- myndum og sundi: Cynthia Aikins, P.O. Box 1114, Church Hill, Cape Coast, Ghana. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á íþrótt- um, tónlist, frímerkjum, tungumálum, kvikmyndum o.fl.: Hisae Ando, 9 Hiromachi Shinzan, Futaba-mæhi, Futaba-ipin, Fukushima-ken, 979-14 Japan. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ómakleg ummæli KRISTBJÖRG Gunnars- dóttir hringdi í Velvak- anda og sagði að það ómaklegasta sem hún hefði heyrt varðandi deil- umar í Langholtskirkju væru þessi ummæli sr. Sigurðar Hauks: „Guð nennir ekki að koma í allar kirkjur.“ Þakkir til starfsfólks í Nóatúni ANNA Rósa Magnús- dóttir hringdi og vildi þakka góða þjónustu sem hún fékk hjá starfsfólki Nóatúns í Hamraborg. Hana vantaði ákveðna vöru til að geta fullgert kvöldmatinn, en þar sem hún átti illa heimangengt hringdi hún í búðina og spurði hvort hægt væri að færa sér það sem hana vantaði þar sem hún átti heima ekki langt undan. Það var auðsótt mál og að vörmu spori kom pilt- ur hlaupandi með vöruna og matnum var bjargað hjá Önnu Rósu. Þakkar hún þessa góðu þjónustu. Tapað/fundið LoðtrefUl tapaðist SILFURREFSTREFILL með haus tapaðist á jóla- dag í Grafarvogskirkju- garði. Hafi einhver fund- ið hann er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 552-7468. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar... HVAÐ boðar nýárs blessuð sól? 'Svo hafa íslendingar spurt um áramót kynslóð eftir kynslóð. Þannig hafa þeir einnig spurt fyrir hundrað árum, er sjötta ár síðasta áratugar 19. aldarinnar gekk í garð. Það ár, árið 1896, var lands- mönnum þungt í skauti. í septem- ber dundu fyrirvaralítið yfír Suður- landsundirlendið ógurlegir land- skjálftar. Sú sorgarsaga verður þó ekki hér rakin. Á tveimur síðustu áratugum nítj- ándu aldarinnar var veðurfar og með fádæmum kalt. Talið er að milli tíu og fimmtán þúsund lands- menn, sem þá voru innan við átta- tíu þúsund talsins, hafi flutzt til Ameríku á þeim tíma. Tvö hundruð árum fyrr, 1796, var einnig hart í ári. Sumri þess árs var svo lýst í Öldinni átjándu: „Viku af júlímánuði voru norðan- hörkur svo miklar, að álnardjúpar fannir lagði í byggðum við fjall- lendi, einkum í Húnaþingi, og mann- hjarn var þá á mýrum norðanlands.“ En þjóðin stóð af sér þessar þrautir sem aðrar. Og þetta „sum- arlausa" ár, 1796, var vígð Dóm- kirkja í Reykjavík, sú er enn stend- ur og gegnir sínu hlutverki með prýði og sóma, 200 árum síðar. xxx DJÚP og erfið efnahagslægð hefur gengið yfir íslenzkan þjóðarbúskap síðustu sex, sjö árin. Hún hefur kreppt að mörgum, ekki sízt þeim sem verst hafa að vígi staðið í samfélaginu. Þessar þreng- ingar hafa þó veríð smáar í saman- burði við sitt hvað, sem íslenzk þjóð hefur gegn um gengið fyrr á tíð. Og það sem mestu máli skipt- ir, að mati Víkverja: Sól komandi árs boðar batnandi efnahagstíð. I þjóðhagsáætlun fyrir árið 1996, sem fram var sett í október- mánuði sl., er því spáð að lands- framleiðsla aukizt um 2%. Orðrétt: „Á þessum forsendum er reiknað með að hagvöxtur á árunu 1997 til 2000 verði að jafnaði 2,5% á ári. Þetta er nær sami vöxtur og spáð er í iðnríkjunum á sama ára- bili. Hagvöxturinn gæti orðið meiri ef ráðist verður i stórframkvæmdir á sviði stóriðju." Síðar kom til ákvörðunin um stækkun álvers í Straumsvík, sem þýðir, að ónýttri vatnsorku okkar verður breytt í störf, verðmæti og lífskjör í mun ríkari mæli en áður var gert ráð fyrir. xxx SJÁVARÚTVEGURINN, undir- staða atvinnu og afkomu þjóð- arinnar, býr við batnandi rekstrar- stöðu. Þorskstofninn virðist vera að rétta úr kútnum, m.a. vegna sóknaraðhalds. í Þjóðhagsáætlun 1996 segir: „Afkoma sjávarútvegs hefur ver- ið viðunandi undanfarin ár. Hagn- aður greinarinnar nam 2% af tekj- um í hittifyrra, 3% í fyrra og það stefnir í bærilega afkomu á þessu. ári. .. Á næsta ári er gert ráð fyrir að aflinn aukizt um 1%, verð- lag á sjávarafurðum verði svipað að raungildi og nú og kostnaðar- hækkanir innanlands verði hófleg- ar. Miðað við það ætti afkoma sjáv- arútvegs á árinu 1996 að vera áfram viðunandi." Atvinnuleysi hefur og farið minnkandi. I þjóðhagspá fyrir 1996 segir: „Á árinu 1997 er gert ráð fyrir að vinnuaflseftirspurn aukizt um 1,4%, sem jafngildir um 1.700 nýjum störfum. Gert er ráð fyrir að vinnuframboð aukizt um 1,1%. Samkvæmt því minnkar atvinnu- leysi milli áranna 1995 og 1996 og verður 4,8% af áætluðum mann- afla en atvinnuþátttaka verður óbreytt. í lauslegri spá til aldamóta er gert ráð fyrir að vinnuaflseftir- spurn aukizt um 1.500 til 2.000 störf á ári, sem er heildur meira en vinnuframboðið...“. Síðan þetta var sett á blað í Þjóð- hagsstofnun kom álversstækkunin til sögunnar. Störfum fjölgar því meir og atvinnuleysið minnkar hraðar en þarna er gert ráð fyrir. Það er dýrmætasta nýársgjöfin til þjóðarinnnar að mati Víkverja. Gleðilegt nýtt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.