Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 45 IDAG BRIDS llmsjön Guömundur Páll Arnarson í UNDANÚRSLITUM dönsku bikarkeppninnar varð Peter Schaltz sagnhafi í fjórum spöðum í spilinu hér að neðan. Sem er eðlilegur samningur en dæmdur til að tapast, að mati töfluský- renda: „Hann gefur alltaf slag á tromp, tígulás og svo tvo á hjarta,“ sögðu speking- ar við hljóðnemann. Peter sýndi fram á annað: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G95 ¥ ÁD84 ♦ 62 ♦ ÁD108 Vestur Austur ♦ D63 ♦ 84 ¥ 103 11 ¥ KG76 ♦ Á987 ♦ D103 ♦ 9654 ♦ KG32 Suður ♦ ÁK1072 ¥952 ♦ KG54 ♦ 7 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 1 spaðar Allir pass Utspil: Lauffimma. Peter tók á laufásinn og spilaði tígli á gosann heima og ás vestur. Ágæt byijun. Vestur skipti yfir í hjartatíu og Peter reyndi drottninguna. En austur átti slaginn og trompaði út. Góð vöm. Peter fór upp með trompás, tók tíg- ulkóng og stakk tígul. Trompaði lauft og síðasta tíg- ulinn í borði með gosa. Það var upplýsandi þegar austur gat ekki trompað spaðagos- ann. Peter reyndi nú að fá á öll trompin heima. Hann trompaði lauf, spilaði blind- um inn á hjartaás og tromp- aði síðasta laufið. Vestur varð alltaf að fylgja lit. Spaða- kóngurinn var tíundi slagur- inn, en þann síðasta fengu AV tvöfalt á spaðadrottningu og hjartagosa. Arnað heilla H PCÁRA afmæli. í dag, * *-'sunnudaginn 31. des- ember, er sjötíu og fimm ára Sveinn Elíasson, fyrr- verandi útibússtjóri Landsbankans, Dúfnahól- um 2, Reykjavík. Eigin- kona hans er Sveinbjörg Zóphoníasdóttir. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Þriðju- daginn 2. janúar nk. verður sjötugur Oddur Jónsson, deildarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Háaleitisbraut 107, Reykjavík. Kona hans var Erna Jónsdóttir, en hún lést 1989. Oddur tekur á móti gestum á afmælisdag- inn í félagsheimili Raf- magnsveitunnar í Elliða- árdal milli kl. 18-20. Þv||ÁRA afmæli. Þriðju- *^”daginn 2. janúar verður fimmtug Erla Thomsen, leikskólastjóri, Eyvindarstöðum, Bessa- staðahreppi. Eiginmaður hennar er Birgir Thomsen. Þau hjónin taka á móti gest- um í hátíðarsal íþrótta- húss Bessastaðahrepps föstudaginn 5. janúar nk. milli kl. 19 og 22. Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Heiðabæ 9, Reykjavík af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Særún Hrund Ragnars- dóttir og Ingi Geir Sveins- son. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. SKAK GULLBRÚÐKAUP. í dag, gamlársdag, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Stefán Þorleifsson og Guðrún Sigurjónsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Þau taka á móti gestum í Sigfúsarhúsi, félagsheimili eldri borgara frá kl. 14-17. Umsjón Margelr Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Guð- mundar Arasonar-mótinu í Hafnarfirði sem lauk fyrir jólin. Arnar E. Gunnarsson (2.135) var með hvítt og átti leik, en John Arni Nilssen (2.275), Færeyjum, hafði svart. 20. Rxeö! og svartur gafst upp. Skákþátturinn óskar les- endum gleðilegs árs og þakkar skákáhugamönnum og forráðamönnum taflfé- laga fyrir gamla árið. 1995 bar hæst heims- meistaraeinvígi Kasparovs og Anands í New York. Hér heima er það sigur íslenskra unglinga á Ólympíumóti 15 ára og yngri á Kanaríeyjum og Friðriksmótið. íslending- ar sigruðu á mörgum al- þjóðaskákmótum. 1996 verður viðburðaríkt ár hjá íslenskum skákmönnum. Við eigum þijá fulltrúa á millisvæðamóti FIDE í vor og Ólympíuskákmótið verður næsta haust. Þá hefur nor- ræna bikarkeppnin göngu sína með Reykjavíkurskák- mótinu í mars og þess er að vænta að við höldum fleiri alþjóðleg mót á árinu. Ljjósmyndarinn Lára Long brúðkaup. Gefín voru saman 3. júní sL í Laugar- neskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjömssyni Vigdís Marteinsdóttir og Svavar Jóhann Eiríksson. Heimili þeirra er á Kirkjuteigi 18, Reykjavík. Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. október sl. í Grafarvogskirkju af sr. Vig- fúsi Þór Árnasyni Kristín Anný Jónsdóttir og Val- geir Ingi Ólafsson. Heimili þeirra er í Bláhömrum 21, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mjög ákvweðnar skoðanir og vilt fá að ráða ferðinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl) fl* Dagurinn fer hægt af stað og þú bíður þess með eftir- væntingu sem koma skal í kvöld. Góðir vinir stytta þér biðina. Naut (20. apríl - 20. maí) • tri% Þótt þú hlakkir til kvöldsins, kannt þú vel að meta góðar stundir með ættingjum í dag og tíminn verður fljótur að líða. Tvíburar (21. maf - 20. júní) Þú þarft að ganga frá ýms- um lausum endum áður en þú ferð að kveðja líðandi ár. Ánægjuleg skemmtun bíður þín svo í kvöld. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) >"$£ Þú ættir ekki að taka daginn of snemma. Reyndu frekar að hvíla þig svo þú verðir í skapi til að fagna nýju ári í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér er fullljóst hvaða kröfur verða gerðar til þín á kom- andi ári, og þú hlakkar til að takast á við ný viðfangs- efni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vertu ekki að hugsa um vinnuna í dag þegar allir eru í skapi til að gleðjast með góðum vinum. Taktu þátt í gleðskapnum. Vog (23. sept. - 22. október) Ef þig langar ekki að blanda geði við aðra og fara út í kvöld, geta ástvinir fagnað tímamótunum saman heima tvö ein. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Hj0 Þótt þú bjóðir heim gestum í kvöld til fagnaðar, er óþarfi að eyða of miklu. Það er félagsskapurinn sem skiptir öllu máli. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þig langar að breyta til og gera eitthvað nýtt í tilefni dagsins, og ástvinur er þér sammála. Þið eigið saman gott kvöld. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú notar daginn til að hafa samband við fjarstadda vini og rifja upp gamlar minning- ar, en í kvöld býður þú heim gestum. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Þú átt ánægjulegan dag með gömlum vinum og eignast nýja kunningja. En þegar kvöldar eiga ástvinir saman góðar stundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þú íhugar í dag leiðir til að koma áformum þínum í framkvæmd á komandi ári, en í kvöld fara ástvinir út að skemmta sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. Aðalhlutverh syngur Kristján Jóhannsson. Upptaka lór fram í Chicago í ohtóben Óperan verður flntt á samtengáum rásum Klassíh tm 106,8 og Aðalstöðvarinnar 90,9. Ranitver Þorláksson kynnir. 9DOT909 AÐALSTÖÐIN ^408-8 Klassík fm 106,8 og Aðalstöðin 90,9 kynna: Andrea Chénier eftir Giordano Nýársdag kl. 7 3.00 r n r r HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings OSIA-OG SMIÖRSALAN SE POSTUR OG SÍWII BIB ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Landsbanki íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.