Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 3 Auglýsingin lokkar og laðar NÚ ER að ljúka mesta auglýsinga- og sölutíma ársins. Sagan segir að Einar Benedikts- son hafi verið svo hugmyndarík- ur og útsjónarsamur að hann hafi selt einhveijum útlendum blábjána norðurljósin. Ekki vantar margan nútímamanninn heldur hugvit eða bísnessvit í auglýsingatíð. Sumt bráðskondið, svo sem þegar Póstur og sími sér fyrir sér frið um hátíðarnar - við glymjandi símahringingar. Ann- ar jólaandi auglýsinga dulítið dapurlegur, eins og sjónvarps- myndin af litla drengnum að skafa í ákafa lotteríismiðann sinn og skora á pabba að kaupa fleiri svo hann eigi daglega möguleika á peningavinningi fram að jólum. Flestir uppskera þó ekkert nema vonina og þegar kemur að aðfangadegi fá vonsvi- knu börnin ekkert nema Jesú- barnið - á mynd. Mikil von- brigði eftir eftirvæntinguna um ríkidæmið í aurum. Einhver sagði að þetta væri misskilning- ur, það sé enga peningavinninga að finna á skafspjöldunum, sem er ekki mjög trúlegt og raunar lögbrot að auglýsa það sem ekki er til. Eg hlustaði um daginn á bráð- skemmtilegt erindi næringar- fræðingsins Brynhildar Briem hjá Bandalagi kvenna, sem sýndi hve auðveldlega við neytendur látum stundum draga okkur á asnaeyrunum. Hún gengur út frá því að neytandinn vilji borða hollan mat og vilji hafa efni á að borga fyrir sig. Það sem þá ræður neyslu sagði hún er í fyrsta lagi framboð á matvörum, verðlag, þekking, tími, auglýs- ingar, vani og tíska. Hún tók svo hvern lið fyrir. En hér skul- um við halda okkur við. hlut auglýsinganna og hvernig þær lokka og laða. Geta haft mikil áhrif á suma, sérstaklega ef maður gefur sér ekki tíma til að staldra við og spyija sjálfan sig hvort mann vanti þetta. Það sé svo merkilegt að hollur matur og ódýr er sjaldan auglýstur, sagði hún, t.d. skyr. Stundum sé vörum gefið fallegt nafn til að laða. Til dæmis Engjaþykkni (8% fita, 10% sykur, til saman- burðar mjólkurís 6% fita, 11% sykur) Af þessu tilefni brá Brynhild- ur upp á tjald eftirfarandi dæm- um um nafngiftir matvæla. Lagði fyrst blað yfir upptalning- una til hægri. Þá blöstu við heit- in Engjaþykkni, Múslí, Skólajógúrt, Skólaostur, Skóla- skyr. Allar konurnar í salnum tóku undir að þetta sem heiti skóla-eitthvað hlyti að vera ákaflega hollt. Þá tók hún blað- ið frá og við blasti hvað hún teldi réttnefni á þessari vöru: Rjómabúðingur, Sælgætisblanda, Dísætt jógúrt, Feitur ostur, Sætt ijómaskyr. Nú eru sætuefni og fita gefin upp á mjólkurvörunum á umbúðunum, en samt gaf heit- ið „skóla“ okkur öllum þá hug- mynd að þetta hljóti að vera hollustufæða fyrir börn. En er hún ekki býsna feit og sæt til að geta verið það? Auðvitað, því krakkar eru sólgnir í sætindi og framleitt er fyrir þeirra smekk. Brynhildur prófaði á okkur annað. Kvaðst hafa heyrt í aug- lýsingu um hollustufæði sem hefði „fimmfaldan skammt af C-vítamíni“. Og hvað gerir mað- ur svo við fimmfaldan skammt af C-vítamíni? Pissar honum, heyrðist utan úr sal. Auðvitað, líkaminn vinnur ekki úr fimm- földum skammti af þessu ágæta vítamíni. Samt tek ég nú gjarn- an stóran C-vítamínskammt þegar ég finn fyrstu merki um kvef, trúuð á ráðleggingar vís- indamannsins fræga Linusar Paulings, þótt kenningar hans um C-vítamín séu æði umdeild- ar. Þar leiðir mig snobbið fyrir Nóbelsverðlaunum hans um byggingu efna 1954 og vegna baráttu gegn kjarnorkuvopnum 1962. Svona er maður auðleidd- ur, fræga nafnið dugir. Nóg er framboðið og ofneysla stærsta næringarvandamál hins vestræna heims. Framboð og aðgengi orðið þvílíkt að eitthvað annað verður að koma til að takmarka neysluna, sagði Bryn- hildur og sýndi okkur með tölum og samanburði hvernig þessir ýmsu þættir sem ákvarða val við innkaupin geta rekist á, svo sem verð, hollusta og tímaleysi. Og í samkeppninni um að selja okkur þetta eða hitt verða aug- lýsingarnar stundum svo út- smognar að verulega aðgát þarf til að meðtaka ekki. Brynhildur hvatti til að lesa innihaldslýsing- arnar á matvælum og gefa sér tíma til að spyija sig: Vantar mig þetta? Auk þess sýndi hún fram á hve ótrúlega getur spa- rast á að laga eða útbúa matinn heima. Ef neytandinn gefur sér tíma þá getur hann séð í gegnum stóran hlut af þessu. Þá þarf hann fyrst að lifa skynsamlega til að hafa efni á að vinna minna, sagði Brynhild- ur undir lokin. Yfir í aðra sálma. í síðustu Gárum lofaði ég nöfnunum 20, ráðningunni á nafngátunni hans Jóns afa Péturssonar, sem þið hafið sjálfsagt spreytt ykkur á. Svörin eru, í röð eftir línum: 1. Lýður. 2. Hjálmur. 3. Brandur. 4. Steinn. 5. Loftur 6. Stígur. 7. Álf- ur. 8. Gestur 9. Dagur. 10. Björn. 11. Hjörtur (Hreinn). 12. Kári. 13. Erlendur. 14. Sturla. 15. Helgi. 16. Baldur. 17. Eirík- ur. 18. Bolli. 19. Bogi (hremsa er öij 20. Eilífur. Ekki getur Gáruhöfundur enn upplýst um höfund gátubókar- innar og verður því hver að hafa sína eigin úriausn, á því hver hann er. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Nafngiftir matvæla Engjaþykkni Rjómabúöingur Múslí Sælgætisblanda Skólajógúrt Dísætt jógúrt Skólaostur Feitur ostur Skólaskyr Sætt rjómaskyr -kjarni málsins! 0teikmmtök QtPslands Óska Reiki iðkendum svo og landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla, árs og friðar. Megi Ijósið vera með ykkur öllum, alltaf. GReikisamtök d&sknds. Qsð/mrrqnttr 28. 22f (S&mtfLÍirtfp. Qéfmt fófjfoo Jean Claude Van Damme Charlie Sheen Brad Pitt • Morgan Freeman Robert Redford • Michelle Pfeiffer Við sendum landsmönnum öllum óskir um gleðilegt, æsTspennandi, rómantískt, hlægilegt og ævintýralegt í nýtt kvikmyndaár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.