Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ málum. Ekki þarf mörg og stór erlend risafyrirtæki til að kaupa upp íslenska fiskveiðiflotann með til- heyrandi fiskveiðiheimildum. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á efnahagslega afkomu íslendinga til lengri tíma, nema tryggt sé að kvót- inn sé leigður út gegn raunhæfu gjaldi til takmarkaðs tíma í senn og að tryggt verði að atvinna við sjávarútveg haldist í landinu svo lengi sem ötjnur störf hafa ekki skapast í staðinn. Aðalatriðið er að þjóðin njóti afrakstursins af auð- lindinni og hún verði nýtt á vistvæn- an og sem arðsamastan hátt fyrir sem flesta. Ef fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi verða heimilað- ar á takmarkaðan hátt, með það að markmiði að nýta auðlindina betur í þágu þjóðarinnar, þá þarf það ekkert að vera verra en að gróðinn fari til örfárra íslenskra útgerðarmanna. Vandinn við er- lendar fjárfestingar er að tryggja að nýting og yfirráð yfir auðlind- inni haldist í höndum íslensku þjóð- arinnar. Því eru þær varasamar og ekki endilega réttlætanlegar þó að einn og einn íslenskur útgerðarmað- ur sjái sér hag í að fjárfesta í erlend- um sjávarútvegi. 3. Auðlindir sjávar nýtast best ís- lensku þjóðinni ef þær eru nýttar samtímis á sjálfbæran og hag- kvæman hátt í þágu sem flestra íslendinga. Núverandi stefna við fískveiðistjórnun hefur hvorki náð því markmiði að stuðla að vemdun og uppbyggingu fiskistofnanna né að minnka fískveiðiflota lands- manna. Hinsvegar hefur hún leitt til þess að auðlind allra landsmanna er að færast á æ færri hendur. Þessi stefna hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnu- og byggðaþróun í landinu. Kvennalist- inn hefur lagt til að veiðiheimildum verði að hluta úthlutað til byggðar- laga. Einnig að fískimiðunum verði skipt upp í grunnsjávarmið, sem verði nýtt af íbúum nærliggjandi svæða og djúpsjávarmið, sem verði utan ákveðinnar grunnlínu. Æski- legt er að veiðiheimildum verði út- hlutað á skip yfír ákveðnum stærð- armörkum til veiða á djúpsjávar- miðum, gegn veiðileyfagjaldi eða aflagjaldi sem greiðist árlega fyrir afnot af auðlindinni. Beita þarf öll- um tiltækum ráðum til að minnka brottkast á físki, m.a. með því að kalla þá til ábyrgðar sem stunda slíka iðju. Stefna ber að því að stór- virk frystiskip veiði að mestu utan 200 mílna lögsögunnar. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi um að setja reglur um veiðar á alþjóðleg- um hafsvæðum, í framhaldi af út- hafsveiðisamningi SÞ fyrr á þessu ári. Við verðum að halda fast í þá ímynd að við séum ábyrg fiskveiði- þjóð hvort sem er á úthöfunum eða innan landhelginnar. 4. Skoðanakannanir innan Evrópu- sambandsins benda til bjartsýni meðal forsvarsmanna fyrirtækja um áhrif sameiginlegs gjaldmiðils fyrir ESB frá árinu 1999. Yfir 60% forsvarsmanna fyrirtækja á mis- munandi sviðum telja áhrifin verða jákvæð fyrir viðskipti á sínu sviði í viðkomandi landi eða innan Evr- ópusambandsins og allt upp í 80% forsvarsmanna banka og lyfjafyrir- tækja eru sömu skoðunar. Þó efast margir um að af þessu verði, ekki síst forsvarsmenn fyrirtækja í Aust- ur-Evrópu. Ólíklegt er að EES lönd- in taki upp þennan sameiginlega gjaldmiðil Evrópusambandsins, þó að þau mál séu ekki útkljáð enn. Svo framarlega sem Norðmenn, okkar helstu samkeppnisaðilar á fiskmörkuðum Evrópusambands- ins, eru á sama báti og við að þessu leyti, sé ég ekki að áhrifin verði mikil fyrir íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki. Erfítt er að meta hvaða áhrif þetta hefur á samkeppnis- stöðu annarra íslenskra fyrirtækja á þessari stundu, ekki síst vegna þess að ekki er útkljáð endanlega hvort Ísland eða EES löndin al- mennt taki upp þennan sameigin- lega gjaldmiðil Evrópusambands- ins. Ef af því verður minnka mögu- leikar íslendinga til að Iaga gengið að íslenskum sjávarútvegi, sem hef- ur í reynd komið sér vel fyrir sjávar- útveginn og illa fyrir iðnaðinn. Mið- að við núverandi gengisstefnu verð- ur ekki séð að áhrifín verði mikil, þó að nú séu meiri möguleikar til gengisaðlögunar að okkar aðstæð- um en ef um sameiginlegan gjald- miðil verður að ræða. 5. Nú eru mörg lönd í biðröð eftir því að komast inn í ESB, þar af átta lönd frá fyrrum Austur-Evr- ópu. Samtímis gætir vaxandi óánægju með sambandið, t.d. í Frakklandi, Englandi og Svíþjóð. Margt er á þessari stundu óljóst um þróun ESB á næstu árum, bæði hvað varðar stærð þess og hvernig Maastricht samkomulagið verður endanlega útfært. Evrópusamband- ið mun eftir sem áður byggja á Rómarsáttmálanum, sem gerir ráð fyrir sameiginlegri nýtingu og yfir- ráðum á auðlindum eins og fiski- miðum. Ekkert bendir því til að físk- veiðistefna ESB geti hentað íslend- ingum. Þó að margt gott sé að fínna í lögum ESB um félags- og atvinnu- mál og jafnrétti kynjanna, eru kon- ur enn mjög fáar í forystu ESB og atvinnuleysi er mikið, ekki síst meðal ungra kvenna. Því vill Kvennalistinn að svo komnu máli leggja áherslu á að ísland standi utan ESB. Það er ekkert sem hindr- ar okkur í að lögleiða góðar breyt- ingar ættaðar frá Evrópu nema viljaleysi Alþingis eða íslenskra stjómvalda. Engu að síður er mikil- vægt að fylgjast vel með þróun Evrópusambandsins og ef til stefnu- breytingar kæmi gerir Kvennalist- inn þá kröfu að svo stórt mál verði borið undir þjóðaratkvæði. 6. Hlutverk forseta íslands er ákvarðað í stjórnarskránni í stórum dráttum þannig að ekki er mögu- legt að breyta hlutverki eða vald- sviði forsetans svo nokkru nemi án stjórnarskrárbreytingar. Það sama á við reglumar sem gilda um kosn- ingu forsetans, m.a. það að ef mörg eru í kjöri þá er sú eða sá réttkjör- in(n) forseti sem flest atkvæðin fær, enda þótt mun minna en 50% atkvæða falli í hlut viðkomandi. Ein þeirra breytinga sem hefur verið til umræðu er að sameina embætti forseta íslands og embætti forseta Alþingis. Það er ekki möguiegt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ef forseti Alþingis er jafnframt al- þingismaður, því að forseti íslands má ekki vera alþingismaður sam- kvæmt 9. grein stjórnarskrárinnar. Ekki virðist heldur mögulegt, sam- kvæmt 11., 15. og 17. grein stjóm- arskrárinnar, að sameina embætti forseta lýðveldisins og forsætisráð- herra, þar sem forsetinn ber ekki ábyrgð á stjómarathöfnum, forset- inn skipar ráðherra, og sá ráðherra sem forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, þ.e. forsætisráðherra, stjórnar ríkisstjórnar- eða ráðherra- fundum. Olíklegt er að stjórnarskránni verði breytt fyrir næstu forseta- kosningar, þvi þá þyrfti að ijúfa þing og boða til alþingiskosninga. Því er líklegt að hlutverk og vald- svið embættis forseta íslands breyt- ist ekki meira en hingað til þegar skipt hefur verið um forseta. Að mínu mati hefur embætti forseta íslands verið mikilvægt sameining- artákn fyrir þjóðina og ég sé engin sérstök rök fyrir að breyta því svo nokkru nemi, hvorki nú né í fyrirsjá- anlegri framtið. Forsetinn hefur vaid til að gera samninga við önnur ríki og til að synja staðfestingu á lagafrumvarpi og leggja ákvörðun um það í þjóðaratkvæði. Þetta er mikið vald, ekki síst hið síðar- nefnda, sem forseti lýðveldisins hlýtur að beita í samræmi við sina sannfæringu. Ég vildi þó gjarnan sjá þá breytingu á starfskjörum forsetans að hún eða hann greiði skatta af launum sínum eins og aðrir þegnar, án þess að heildar- kjörin versni frá þvi sem nú er. Þetta er hægt að tryggja með ein- faldri lagabreytingu á yfirstandandi þingi. Eg vil að lokum nota tækifærið og óska landsmönnum gæfuríks komandi árs. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins-Jafnaðarmannafiokks íslands Að gera skyldu sína í. ÞAÐ ER misskilningur að leiðin til að bæta kjörin liggi gegnum halla- rekstur ríkissjóðs. Efnahagsbatinn skilar ríkissjóði auknum skatttekjum af einstaklingum og fyrirtækjum. Ef ríkissjóður er rekinn í jafnvægi, hverfur hann af lánamarkaði sem keppinautur fyriitækja og einstakl- inga. Það ýtir undir lækkun vaxta. Lækkun vaxta örvar fjárfestingu. Aukin fjárfesting skapar fleiri störf og meiri tekjur. Þannig batna kjörin. Kenningin um að hallarekstur rík- issjóðs sé réttlætanlegur til að halda uppi atvinnu á samdráttartímum, þýðir að ríkissjóð ber að reka í jafn- vægi eða með afgangi þegar hag- vöxtur nær sér á strik. Ella endar varanlegur hallarekstur í gjaldþroti. Þingflokkur Alþýðuflokksins svar- aði þessari spumingu í verki við af- greiðslu fjárlaga fyrir jól með tillög- um um jöfnuð í ríkisfjármálum á árinu 1996. Þær tillögur gerðu ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri umfram frumvarp ríkisstjórnarinnar og aukn- um tekjum af flármagnstekjuskatti, veiðileyfagjaldi og sölu eigna. Ríkisstjórnin hins vegar gerir ráð fyrir óbreyttum halla, þrátt fyrir stórauknar tekjur af aukinni veltu vegna efnahagsbatans. Ríkisstjórnin er því ekki að beita fjárlagatækinu til að stuðla að lækkun vaxta og þar með aukinni atvinnu. Ríkisstjórnin heldur því áfram á braut skuldasöfn- unar, þrátt fyrir efnahagsbatann. Hún mun því fleyta sér á næsta ári með auknum lántökum, til þess að fjármagna ríkissjóðshallann og við- skiptahallann (sem Þjóðhagsstofnun áætlar um 7 milljarða 1996) auk þess sem hún veitti nýjar og ótæpi- legar ríkisábyrgðir með lánsfjárlög- um. Á næsta ári munu 35 milljarðar króna streyma út úr landinu sem afborganir og vextir til erlendra lán- ardrottna af áður teknum lánum. Þetta samsvarar öllum útgjöldum samkvæmt fjárlögum til mennta- málaráðuneytisins (stofnkostnaður og rekstur skólakerfisins og allra menntastofnana); félagsmálaráðu- neytisins (húsnæðismál, sveitar- stjórnarmál og atvinnuleysistrygg- ingakerfið); og dóms- og kirkjumála- ráðuneytis (löggæslan, landhelgis- gæslan, þjóðkirkjan). Haldi ríkisstjórnin áfram á sömu braut mun þetta skattgjald til útlend- inga samsvara öllum útgjöldum okk- ar til heilbrigðisráðuneytisins (al- mannatryggingar, sjúkratryggingar °g byggingar- og rekstrarkostnaður allra sjúkrastofnana) um aldamót. 2. Þegar við tryggðum okkur toll- fijálsan markaðsaðgang fyrir 96% af sjávarafurðum okkar á Evrópu- markaði með EES-samningnum tókst okkur að fá út af borðinu upp- haflega kröfu Evrópusambandsins um einhliða veiðiheimildir í íslensku lögsögunni. Þar að auki fengum við varanlega undanþágu frá hinum al- menna rétti til íjárfestingar innan EES varðandi íslenskan sjávarútveg. Það er því algjörlega undir sjálfum okkur komið, hvort við viljum fram- fylgja þessu flárfestingarbanni stranglega eða hvort við teljum það okkur í hag að slaka á því. Mín skoðun er sú að við eigum að fara að öllu með gát í þessu efni, áður en við höfum látið reyna á samninga okkar um Evrópusam- bandsaðild. Þessi varanlega undan- þága frá fjárfestingarrétti erlendra aðila í sjávarútveginum getur reynst vera tromp á hendi í slíkum samning- um. Hitt er annað mál að það er ekki sjálfum okkur í hag að framfylgja þessum reglum til hins ýtrasta. Sjáv- arútvegur er ekki bara veiðar innan lögsögu og frumvinnsla. Sjávarút- vegurinn er fjölbreytilegur matvæla- iðnaður þar sem dreifing vörunnar, markaðssetning og sölustarf skilar stórum hluta hagnaðarins. Reynslan sýnir að það er okkur f hag að nýta erlenda þekkingu, tæknikunnáttu og fjármagn í samstarfi um uppbygg- ingu fyrirtækja í ýmsum greinum í þessum iðnaði. Við eigum því að heimila óbeinar fjárfestingar en setja mörkin þegar kemur að eignarhaldi og ráðstöfunarrétti á auðlindinni og veiðiheimildunum sjálfum. 3. Ótakmarkaður aðgangur að tak- markaðri auðlind leiðir ævinlega til rányrkju af því að enginn er ábyrgur fyrir viðhaldi auðlindarinnar. Þess vegna er ofveiði á almenningum heimshafanna orðin heimsvandamál. Sovétríkin sálugu eru nærtækasta dæmið um skelfilegar afleiðingar rányrkju á náttúruauðlindum, þar sem nýtingin „kostaði ekkert“. Þau eru mesta umhverfisslys mannkyns- sögunnar. Mesta byíting sem orðið hefur á lifnaðarháttum þjóðarinnar, í ver- stöðinni íslandi, frá landnámstíð er sú staðreynd, að fískimiðin eru ekki lengur almenningur. Menn eru ekki lengur fijálsir að því að róa til fiskj- ar eins og verið hefur í meira en þúsund ár. Alþingi Islendinga hefur lýst fiski- miðin við íslandsstrendur þjóðareign og gert ríkisstjórnina ábyrga fyrir varðveislu auðlindarinnar - í nafni eigandans, þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur úthlutað sum- um, sem þýðir að hún hefur synjað öðrum, nýtingarréttinum; veiðiheim- ildunum. Þessar veiðiheimildir eru gríðarlega verðmætar og þar af leið- andi eftirsóknarverðar. Verðmæti þeirra nemur tugum milljarða. Enda þótt þeir, sem fengið hafa þessi verð- mæti til ráðstöfunar gegnum póli- tískt skömmtunarkerfí hafi ekkert greitt fyrir þau, ganga þau kaupum og sölum innan hópsins fyrir marga Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins Erlendir aðilar fái ekki að kaupa si g inn í sjávarútveginn i. VISSULEGA batnaði efnahagur landsins eitthvað á þessu ári þótt sá bati sé ekki jafn mikill og Góðæris- gaur Sigmunds í Morgunblaðinu vill láta. Og Þjóðhagsstofnun segir að bjartara sé framundan en um langt skeið og vonandi reynist það rétt. Þessi glæta vekur vonir um að betur megi ganga en áður í baráttunni við sívaxandi halla ríkissjóðs, slæma skuldastöðu hans og ójöfnuð í kjara- og réttindamálum. Það gerist þó ekki af sjálfu sér og við stöndum ekki frammi fyrir vali á milli þess að láta efnahagsbata þessa árs eyða halla ríkissjóðs, draga úr skuldum sjóðsins eða bæta kjörin. Það þarf að gera allt í senn og breyta jafn- framt um stefnu í stjórn ríkisfjár- mála. Til þess þarf pólitískan kjark, sem ég efast því miður um að þessi ríkisstjórn hafí. Nýlega samþykkt fjárlög fyrir árið 1996 benda ekki til þess. Eftir áratuga langa baráttu við verðbólgudrauginn tókst að kveða hann niður með samstilltum aðgerð- um sem Alþýðubandalagið leiddi þegar það stýrði fjármálaráðuneyt- inu fyrir fimm árum. Þá var grunnur- inn lagður' að stöðug- leika í efnahagsmálum og síðan hefur verð- lagsþróun hér verið sambærileg við þróun verðlags í helstu sam- keppnislöndum. Þess- um árangri hefur ekki verið spillt sem betur fer, en undirstöðumar hafa ekki verið treystar eða nýttar til að jafna lífskjör og bæta hag ríkissjóðs. Þvert á móti hefur staða ríkissjóðs versnað, félagslegt óréttlæti aukist, staða þeirra lægst launuðu versnað og launamunur aukist, að ekki sé minnst á það skelfiiega atvinnuleysi sem nú ríkir hér á Iandi en var óþekkt áður. Nú er höggvið að rótum menntakerfisins og heiibrigðiskerfís- ins undir yfirskini spamaðar og ha- græðingar og reynt með ýmsu móti að draga úr ríkisrekstri án þess að hafa markað stefnuna í þeim málum. Verkefnum er ekki forgangsraðað og skorið flatt. Eigi árangur að nást í ríkisfjármál- um jafnframt því að tryggja að jöfn- uður ríki í kjara- og réttindamálum og þjóð- félagið aðstoði þá sem minnst mega sín eða eiga um sárt að binda verður að breyta vinnu- brögðum og stefnu. Það verður að ráðast í upp- stokkun ríkisfjármála, meta hvaða verkefni eigi að vera samfélags- leg og hver ekki og for- gangsraða verkefnum. Það verður að skerpa verkaskiptingu ríkis- stofnana og ríkisfyrir- tækja og skilgreina hlutverk þeirra. Það verður að finna rætur vandans og uppræta þær. Við búum við markaðskerfi, en viljum jafn- framt reka öflugt velferðarkerfí með áherslu á menntun og heilsugæslu. Það gerum við ekki til frambúðar nema með því að endurmeta hin sam- félagslegu verkefni með það fyrir augum að styrkja þá þætti sem við viljum standa vörð um. Það verður að skapa íslensku at- vinnulífi eðlileg rekstrarskilyrði og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á innlendum og erlendum mörkuðum. Margrét Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.