Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fólk ■Svo gæti farið að framhald yrði gert á þeirri frægu blúsmynd, Blúsbræður. Hún mundi heita Blúsbræð- ur 2000 og kemur blús- bróðirinn Dan Aykro- yd jafnvel til með að leika á móti James Beluchi, bróður Jóns, og John Goodman. ■Svo gæti einnig farið að belgíska buffið Jean- Claude van Damme hitti snjómanninn ógur- lega í einni af næstu myndum sínum. Uni- versal framleiðir en myndin heitir „Abom- inable“. Ekki er ákveð- ið hvenær framleiðslan hefst. MFjórða myndin um Batman eða Leður- blökumanninn er í und- irbúningi og mun Joel Schumacher líklega leikstýra aftur. Sagt var að Demi Moore ætti að fara með hlut- verk höfuðóþokkans í myndinni en henni hef- ur verið skipt út fyrir Julia Roberts. Hún leikur Poison Ivy, sem Batmennið mun eiga fullt í fangi með. Leikstjórinn Penny Marshall mun stýra nýrri endurgerð sem heitir Kona prestsins og er byggð á Konu biskupsins frá 1940. Með aðalhlutverk fara Whitney Houston og Denzel Washington. SÝND á næstunni; úr „Now and Then“. 6000 hafa séð „Mortal Kombat“ ALLS hafa nú um 6000 manns séð tölvuleikjamyndina „Mortal Kombat“ í Laugarásbíói að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar bíóstjóra. Þá hafa rúm 3000 séð Feigðarboð og alls sáu 16.500 manns Hættu- lega tegund, sem nú er hætt að sýna. Næstu myndir Laugarásbíós eru„Now and Then“ með Demi Moore, gamanmyndin „School Trip“, spenn- utryllirinn „Seven“ með Brad Pitt og Morgan Freeman, sem sýndur verður seinni partinn í janúar, „Hackers“, „Sudden Death“ með van Damme, „Get Shorty“, sem sýnd verð- ur í mars og „Nixon“, sem væntanleg er í kringum páskana. ÍBÍÓ ÁRIÐ 1995 var eitt það viðburðaríkásta í sögu ís- lensku kvikmyndanna eins og greint er frá hér annar- staðar á síðunni. Varla er hallað á neinn þótt sagt sé að það hafi verið ár Hilm- ars Oddssonar, sem með Tári úr steini skapaði sér- stakt listaverk úr örlaga- ríkri ævi og tónlist Jóns Leifs. Nýtt ár verður varla eins skrautlega fjölbreytilegt en þá er von á a.m.k. þremur bíómyndum. Ásdís Thor- oddsen sendir frá sér Draumadísir. Júlíus Kemp frumsýnir væntanlega sína fyrstu mynd á eftir Vegg- fóðri og heitir hún Blossi og er vegamynd. Og loks mun Friðrik Þór Friðriks- son kvikmynda Djöflaeyj- una eftir bókum Einars Kárasonar og væntanlega frumsýna seinna á árinu. íslensk kvikmyndagerð hefur tekið stökk framávið það sem af er tíunda ára- tugnum og tryggt sig í sessi sem ein mikilvægasta listgrein þjóðarinnar. Atvinnulausir kvikmynda- gerðarmenn BANDARÍSKI leikstjórinn Tom DiCillo sendi ný- lega frá sér myndina „Living in Oblivion" eða Gersamlega óþekktur sem fjallar á gam- ansaman hátt um þá kvik- myndagerðarmenn er gera bíómyndir fyrir krónur og aura. Enginn þekkir þá og enginn vill setja fé í myndir þeirra og líf þeirra er eilíft basl. DiCillo þekkir vel þennan heim. Fyrsta myndin hans var „Johnny Suede“ en síðan hefur hann ekki fengið neitt að gera. Hugmyndum hans hefur verið fálega tekið í Hollywood og hann verið at- vinnulaus. Hann ákvað loks að gera mynd um þá stöðu sem hann lenti í og útkoman lofar góðu. Myndinni hans hefur verið hælt á hvert reipi þar sem hún hefur verið sýnd. Steve Buscemi fer með aðalhlutverkið en myndin skiptist í þijá hluta sem lýsa því hvernig Buscemi reynir að klára fáeinar tökur. Upp koma tæknileg vandamál, „stjarna“ myndarinnar held- ur að hann sé eitthvert núm- er og í vandasömu drauma- atriði þarf Buscemi að fást við bæði mótmæli móður sinnar og dverg, sem neitar að leika alltaf dverga. Mafíudúkka; Gong Li í Shanghai-mafíunni. Gong Li í Shang- hai-mafí- unni ZHANG Yimou er einn af fremstu leikstjórum Kínveija og á í stöðugum eij- um við kínversk yfirvöld vegna mynda sinna. Þess þykir sjá merki í nýjustu mynd hans, „Shanghai Triad“, eins og hún heitir á ensku en hún gæti heitið Shanghai-mafían á íslensku. Kínversk stjórnvöld settu honum strangar reglur að fara eftir við gerð myndarinn- ar eftir að síðasta mynd hans, Að lifa, var sýnd á Cannes- hátíðinni án þess að kínversk yfírvöld gætu komið í veg fyrir það. Nýja myndin gerist í Shanghai á hinum siðspillta fjórða áratug. Gong Li, sem leikur í öllum myndum leik- stjórans, fer með hlutverk söngkonu og ástkonu mafí- ósans á staðnum. Þegar hún heldur framhjá honum með einum af undirmönnum hans er voðinn vís. KVIKMYNDIR r' Aríslensku nwndanna ÞEGAR litið er yfir árið sem er að líða má sjá að það einkennist af einstakri grósku í íslenskri kvikmynda- gerð. Agnes eftir Egil Eðvarðsson var sjöunda íslenska leikna bíómyndin í fullri lengd sem frumsýnd var á árinu 1995 og það er met. íslensku myndirnar hafa að sönnu verið misjafnar að gæðum, kannski höfum við séð það versta og besta í íslensku kvikmyndagerð- inni á árinu, en því verður ekki á móti mælt að nú ríkir blómatími á kvikmyndavori. ISLENSKA árið byijaði með skemmtilegri vetrarferð Friðriks Þórs Friðrikssonar um íslenskt þjóðlíf. Á köldum kiaka var frábærlega kvik- mynduð af Ara Krist- inssyni og jafnt glettin og alvöru- þrungin vegamynd með mörg- .... um fyrri ein- KeyiWiíi mynda leikstjórans; ferðalag, yfírnáttúrulegar stemmningar, dauði. Mynd- inni vegnaði sérlega vel þegar hún var sýnd í Bretlandi seinna á árinu, aðsóknin var góð og gagnrýnendur fögn- uðu. Jóhann Sigmarsson yfrsté ótrúlega erfiðleika og tókst að ljúka við Reykjavíkurmynd sína, Eina stóra ijölskyldu. Hún bar þess auðvitað merki að vera gerð fyrir lítinn pen- ing og var líklega stefnt á Veggfóðursmarkaðinn en gekk ekki upp. Myndin fékk litla aðsókn og sýndi kannski fýrst og fremst hvað hægt er að komast langt á viljanum. Annarrar myndar, sem naut heldur ekki styrks frá Kvjk- myndasjóði íslands, Nei, er ekkert svar eftir Jón Tryggva- son, biðu sömu örlög. Hún var undarleg lýsing á undirheima- lífí Reykjavíkurborgar og fékk margt að láni hjá Quent- in Tarantino virtist vera en aðsóknin iét á sér standa. Erþetta ekki blómaskeib f MIKIL grióska; úr Tári úr steini eftir Hilmar Oddsson. „Nei“ var svart/hvít og höfð- aði mest til unga fólksins en líkt og Ein stór fjölskylda náði hún ekki að kveikja áhuga þess. Þráinn Bertelsson frum- sýndi nýja gamanmynd eftir Iangt hlé. Einkalíf átti einnig að höfða til myndbandakyn- slóðarinnar með sínum hröðu klippingum og myndbands- upptökum og tónlist og ung- um krökkum í aðalhlutverk- um. Henni vegnaði betur í miðasölunni en hinum tveimur enda Þráinn þekktur fyrir gott gaman á hvíta tjaldinu. Mesti kvikmyndaviðburður ársins var frumsýning Társ úr steini eftir Hilmar Odds- son. Hún er byggð á ævi tón- skáldsins Jóns Leifs og Hilm- ari og félögum tókst einstak- lega vel að samræma mynd og tónlist í sannkallað lista- verk. Sérstök natni var lögð í handritsvinnuna og mynd- hugsun, stíll og útlit var unn- ió af fagmennsku sem mætti einkenna fleiri íslenskar myndir. Myndin setur Hilmar hiklaust í hóp fremstu leik- stjóra Norðurlanda og ljóst er að ekki má líða langur tími þar til hann getur byijað aftur að kvikmynda. Benjamín dúfa átti það sameiginiegt með „Tárinu“ að vera þaulhugsuð í upp- byggingu og útliti og er mjög góð kvikmynd. Það sem kom kannski mest á óvart var hversu strákunum í aðalhlut- verkunum fjórum tókst vel með aðstoð leikstjórans, Gísla Snæs Erlingssonar, að skapa lifandi og skemmtilegar per- sónur. Sjöunda mynd ársins, Agnes, er lauslega byggð á einu frægasta sakamáli fyrri alda en er engin sagnfræði eins og margoft hefur komið fram og á eftir að koma í ljós hvemig henni vegnar í miða- sölunni. Árið 1995 verður minnis- stætt fyrir þá grósku sem rík- ir í íslenskri kvikmyndagerð og er vonandi að framhald verði þar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.