Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 13 Bless í blll Elíza Geirsdóttir kveður. Ljósmynd/Björg Sveinsd6ttir Kolrössur í víking KOLRÖSSUR hafa í nógu að snúast næstu daga því þær eru staddar vest- an hafs við tónleikahald og upptökur. Þær héldu tónleika í kveðjuskyni skömmu fyrir jól. Kolrössur héldu kveðju- tónleika í Þjóðleikhús- kjallaranum á fimmtudags- kvöld 21. desember, en þær héldu svo utan á annan í jólum. Förinni var heitið til Chicago, þar sem þær dvelj- ast næstu vikur við tónleika- hald og upptökur á næstu breiðskífu sinni. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar ytra, Stranger Tales, kom út und- ir nafninu Bellatrix í haust, en Kolrassa krókríðandi þótti full óþjált í munni vest- an hafs. Platan, sem Smekkleysa í Bandaríkjun- um, Bad Taste USA, gaf út, hefur fengið prýðilegar viðtökur gagnrýnenda vest- an hafs og komist á blað hjá háskólaútvarpsstöðvum. Kolrössur eru ytra á vegum Bad Taste USA sem hyggst einnig gefa út næstu plötu sveitarinnar. Upphitun fyrir Kolrössur á kveðjutónleikunum var í höndum Kristínar Eysteins- dóttur og hljómsveitar henn- ar og Botnleðju sem fór hreinlega á kostum. ■ Milljónamæringarnir hafa haldið velli sem vin- sælasta ballsveit landsins undanfarin ár, ekki síst fyrir það að hún hefur reglulega skipt um söngv- ara, fyrst var það Bogomil Font, þá Páll Oskar Hjálmtýsson og svo Nuno Miguel. Nuno og Milljóna- mæringana greindi á um tónlistarstefnu og því sagði hann skilið við sveitina. Fyrir vikið hafa ýmsir gestasöngvarar troðið upp með sveitinni á meðan leit- að er að nýjum söngvara. Felix Bergsson hefur ver- ið meðal gesta, en einnig hefur Ragnar Bjarnason sungið og gamlir félagar, þeir Bogomil Font og Páll Óskar Hjálmtýsson. í kvöld syngja þeir Bogom- il og Ragnar með Milljóna- mæringunum í Ingólfs- kaffi, en annað kvöld syngur Bogomil með þeim á Hótel Örk. Of góð BRESKT techno hefur átt í vök að veijast á undanhaldi und- an jungle og bandarísku house. Til eru þó sveitir sem halda merkinu á lofti, þar einna fremst Sheffíeld sveitin Autechre. Techno hefur tekið stakkaskiptum, víða runnið saman við ambient tóna og Autechre-dúóið, sem skipað er þeim Sean Booth og Rob Brown, fetar þá slóð, sameinar ambient hljóð- skúlptúra og drífandi dynj- andi dansmúsík. Sveitin hef- ur sent frá sér grúa smá- skífna sem jafnan hafa fallið dansóðum í geð, breiðskíf- urnar seljast yfirleitt vel og fáar danssveitir komast með tærnar þar sem Autechre hefur hælana á tónleikum. Treglega gengur þó að blanda sér í toppslag, að minnsta kosti eins og er, og aðdáendur sveitarinnar segja það sé vegna þess að hún sé einfaldlega of góð fyrir almennar vinsældir. Hvað sem því líður hefur ný plata sveitarinnar, Tri Rep- etae, vakið slíka athygli ytra að framinn virðist innan seil- ingar. Kraftur Green Day. Pönkæði PÖNKARARNIR í Green Day komu sáu og sigruðu á síðasta ári með fágað popp- pönk; slógu rækilega í gegn um allan heim og hrintu af stað pönkæði. Fyrir nokkru kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Insomniac. Pönkið sem Green Day leikur er ekki ýkja ógn- andi að mati harðsnúinna breskra pönkara, en dugði vel til að hrella og hrista upp í bandarískum rokk- heimi á síðasta ári og þessu. Þeir félagar í Green Day eru nú í þeirri öfundsverðu að- stöðu að hafa sigrað heim- inn með þær yfirlýsingar í farteskinu að þeir fyrirlíti fé og frægð, en láta það ekki standa í veginum fyrir frekari framsókn. Leiðtogi sveitarinnar, Billy Joe Arm- strong, lét þau orð falla í viðtali fyrir skemmstu að þar sem hann ólst upp hafi fólk ekki haft efni á að hafna peningum, en bætti við að sveitarmenn ættu nóga innbyrgða reiði og kraft til að halda áfran með látum lengi enn. DÆGURTÓNLIST Hver er niburlœgingin? Fáttum frumleika Morgunblaðið/Kristinn íslenskur Kristján KK Kristjánsson. Ljðsmynd/Björg Sveinsdóttir Frumleg Botnleðja. er Bong, sem hefur alla tíð sungið á ensku, og ís- lenskt tripphopp strandaði á barnalegum framadraumum í útlöndum. Þær raddir hafa heyrst að plötumarkaður hafi breyst til frambúðar; að heimamarkaður sé um leið heims- markaður og horfið sé það for- skot sem íslensk útgáfa hafði. í ljósi þess að ný íslensk útgáfa fer halloka fyrir það að hún er ekki ný og oftar en ekki íslensk er ekki ástæða til að hafa áhyggj- ur. Sá tími hlýtur að koma að allir sölulistar verði upp fullir með is- lenskri tónlist ís- lenskra flytjenda sem taki erlend poppgoð í nefið. ÍSLENSK plötuútgáfa á því ári.sem nú er að kveðja var sérkennileg um margt, ekki síst það hve erlendar plötur, endurútgáfur og safnplötur ýmiskonar seldust vel á kostnað þeirra sem gáfu út frumsamda tónlist. Þannig hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar að á meðal fimm söluhæstu breiðskífna fyrir jólin var eng- in með frumsaminni tónlist; þijár plötur þar sem tón- listarmenn fluttu lög eftir aðra og tvær safnplötur. eftir Árno Motthiasson Fyrir jólin börðust um efstu sæti sölulista plötur með Bubba Morth- ens að syngja lög sem frændi hans Haukur gerði wmm^mmmmm fræg á sínum tíma, Páli Óskari Hjálm- týssyni að syngja lög eftir hina og þessa er- lenda höfunda og Emilíönu Torrini sem var að syngja sömuleiðis lög úr ýmsum áttum eftir erlenda höf- unda, utan.eitt, sem varla var lag. í þennan slag blönduðu sér svo safnplöt- ur með mestmegnis er- lendri tónlist, tvær með nýrri tónlist en ein var safn helstu laga ársins. Á þeim mátti finna eitt og eitt íslenskt lag, þó ekki væri það alltaf Ijóst af heiti sveitarinnar eða enskum textanum. Fram- úrskarandi plötur ís- lenskra listamanna sem sungu á íslensku frum- saminlög sín eða annarra hlutu aftur á móti ekki náð fyrir eyrum plötukaup- enda eða ungmenna sem óskuðu eftir plötum í jóla- gjöf. Þessi niðurlæging ís- lenskrar plötuútgáfu ætti ekki að koma á óvart. Reyndar er varla rétt að tala um niðurlægingu þó helstu útgáfur ársins séu útgáfur túlkenda en ekki höfunda, því túlkendur skipta eðlilega miklu máli í dægurtónlist. Dægur- tónlist sem hluti af ís- lenskri menningu fær hinsvegar ekki dafnað nema hún endurnýi sig sí- fellt og svo er því því mið- ur farið að undanf- arin nokkur ár hef- ur lítið verið um endumýjun og fátt um frumleika. ís- lenskum hljóm- sveitum hefur ekki tekist að bregðast við erlendum straumum og skapa eitthvað nýtt úr öllu saman, of oft er eina leiðin til að greina hvort íslensk eða erlend hljómsveit á ferð sé afkáralegur framburður á aulalegum enskum textum. Enn er beðið eftir íslensku rappi, breska ný- bylgjan, britpop, hefur ekki skilað sér hingað nema í hermisveitum sem allar ætla að verða frægar í útlöndum, íslensk danstónlist er varla til, eina hljómsveit sem náð hefur árangri á því sviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.