Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 25 FYRIR ÁRIÐ 1996 KRABBI (21. júní - 22. júlí) Krabbinn hefur það orð á sér að vera ofurviðkvæmur og tilfinninganæm- ari flestum. En mörgum yfirsést að krabbinn er hvað sem allir viðkvæmni líður hörkuduglegur og sýnir aðdáunarverða þrautseigju og stillingu þegar önnur „sterkari" merki bogna. Þessir eiginleikar krabbans nýtast honum vel á nýju ári því hann sætir alls konar leiðindaumtali og ósanngfrni. En krabbinn lætur það ekki skyggja á gleði sína til langframa, hann er sprækari en svo. Ýmsir krabbar hafa tekið djarfar ákvarðanir á því ári sem er að líða- og uppskera laun erfiðis síns - en mega þó ekki slaka á. Krabbinn hefur mjög gaman af því að umgangast sem flest fólk en hann er flarri því að vera allra vinur. Þeir sem hann tekur tryggð við geta treyst honum fram í rauð- an dauðann. Hvort sem krabbinn er einn á báti eða í sambúð/hjónabandi er öryggi og stöðugleiki honum afar mikilvæg, einkum á heimavígstöðvunum. Fólk i vatns- beramerki, steingeit og annar krabbi virðast.kpma mjög við sögu á árinu, m.a. í því að aðlagast nýjum aðstæðum eða nýju viðhorfi. Krabbanum mun verða vel ágengt á árinu í starfi sínu og þótt hann beiti oft óhefðbundnum leiðum og aðferðum átta félagar hans sig á því að hann veit oftast hvað hann syngur. Þegar umtal og argaþras sem minnst var á í byrjun er hjá garði gengið siðla mars eða svo tekur við hressilegur aprflmánuður. Þá gæti krabbinn stofnað til kynna sem síðar meir léiða til nánara sambands en honum er þó ráðlagt að flana ekki að neinu. Þann mánuð er fólk í tvíburamerki og boga- mannsmerki ekki langt undan. Maímánuður verður hinn ánægjulegast í hvívetna. Alls konar happ og jafnvel ijárhagslegur ávinningur gæti fallið krabbanum i skaut. Að því er stjörnurnar segja byggist það ekki síst á þekkingu krabbans á tæknisviðinu og því að einhvers konar uppfinningar krabbans gætu fengið viðurkenningu. Júní og júlí eru mánuðir þar sem ýmissa breytinga, sumra skyndilegra, er að vænta. Takmark sem virtist viðs fjarri reynist ekki langt undan eftir allt saman. í ágúst tekst að greiða úr deilumáli eða flækju sem krabbinn hefur lengi strítt við og léttir af honum þungu fargi. Rómantíkin er það sem ein- kennir september og um það leyti þarf krabbinn einnig að huga að því að átta sig á hvort hann á að breyta um starf og virðist það tengjast þessu nefnda ástarævintýri. Sköpunargleði setur svip á október og nóvember og verða miklar annir og krabbinn er miðdepillinn. I desember hugsar krabbinn sitt ráð og gerir sér grein fyrir að hann þarf að gera ýmsar áætlanir sem hann hefur skotið á frest. Af öllu má því sjá að burt séð frá fyrstu mánuðum ársins verður þetta farsælt og gott ár fyrir margt fólk í krabbamerkinu. STEINGEIT (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hefur löngum þótt óvenjulegt merki og fólk innan merkisins framkallar sterk viðbrögð hjá mörgum. Sumum er mjög í nöp við steingeit- ina, aðrir telja hana afbragð annarra og fátt er þar i millum. Steingeitin er gædd ríkri réttlætiskennd og henni er annt um að sinna skyldustörfum 'sinum af mikilli alúð. Sumt fólk í þessu merki hefur ótrúlega mikinn sjálfs- aga þegar kemur að því að stjórna skapi sínu. Þó er það vissulega upp og ofan og á þetta einkum við steingeitur sem eru fæddar eftir 10. janúar. Árið 1996 verður mikið happaár fyrir steingeitina. Flest virðist leika i lyndi og það sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur lukkast prýðilega. í janúar þegar Úranus fer í vatnsberamerkið gerir steingeitin upp mál sem hefur verið til umhugsunar um hríð. Þetta mælist misjafnlega fyrir en stein- geitin gengur að málum með oddi og egg. Aftur á móti er ijölskyldulífið efst í huga steingeitar í febrúar. Þá virðist fjölga i fjölskyldunni við hinn mesta fögnuð. Steingeitin er í einhverri baráttu í mars og apríl og um tíma lítur út fyrir að erfiðleikarnir vaxi henni yfir höfuð en þetta fer betur en á horfð- ist. Síðla apríl koma upp enn meiri leiðindi og verður steingeitin að taka á öllu sínu. En þar sem þetta er þrátt fyrir allt happaár steingeitar mun óveð- ursskýjum feykt brott en líklega ekki fyrr en í maí. Vegna þessa andstreymis leita alls konar efasemdir á steingeitina í júni en þá er allt í góðu gengi og niðurstaða erfiðra mála verður steingeitinni i hag og hún finnur að hún hefur fyrir margt að þakka. Ferðalög í júlí verða til ánægju. En í ágúst verða breytingar á högum einhvers nákomins steingeitinni og verður steingeitin að taka því. f september er rólegt framan af en ágreiningur vegna fjármála gæti þó skyggt á gleði steingeitar. Stjörnurnar telja að það verði ekki til langframa enda muni steingeitin sýna diplómatíska hæfileika sína til að leiða það til lykta. Október og nóvember er steingeitin að íhuga einhveqa möguleika sem hafa komið til tals og gætu breytt fyrri áformum. Þetta tengist vinnu hjá yngri steingeitum. Þær ættu ekki að hika við að gera breytingar þótt það raski einhveiju um hríð. í síðari hluta nóvember er rómantíkin allsráðandi og steingeitin í sjöunda himni. Svið meiri sveiflur eru í desember en viðráðan- legar. Árið sem heild verður mörgum steingeitum ábatasamt og ekki er þá endilega átt við peningalega. LJÓN (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið er ekki að allra skapi nú fremur en endranær, mörgum þykir það of hávaðasamt, fyrirferðarmikið, fljótt til að kveða upp dóma og lítt ígrund- að og sjálfstraust ljónsins er óneitanlega þreytandi. Áuðvitað er þetta mis- skilningur eins og sleggjudómar um mörg önnur merki; i rauninni hefur ljón- ið oft ósköp litla sál, hrærist til tára og vill öllum gott gera. Því fínnst að það verði að rísa undir orðsporinu, og eigi að vera konungur stjörnuhrings- ins eins og dýraríkisins. Mörg ljón væru geðfelldari ef þau væru afslappaðri og tækju forystuhlutverk sem þau risa heldur ekki alltasf undir svona hátíð- lega. ljónið verður duglegra að koma ýmsu í verk á nýja árinu í stað þess að tala aðeins og framkvæma síðan einhvern tíma eftir dúk og disk. Og það á við um ljónið eins og fleiri að þegar Úranus fer í vatnsberamerkið verða góð tíðindi hjá mörgum ljónum, bæði í starfi og fjölskyldulífi. Hætt er við að ljónið sjáist ekki fyrir í ákafa og geti því botninn dottið úr hjá sumum þegar kemur fram í aprfl. Þá er ljóninu bent á að taka á og herða sig upp því annars gæti sjálfsvorkunn hijáð það. Ýmsar fréttir sem ljóni þykja góðar berast í júní og um sömu mundir er rómantíkin allsráðandi einkum hjá yngri ljónum. Samstarfsörðugleikar á vinnustað/heimili geta dregið dilk á eftir sér í ágúst og breytt áætlunum í sambandi við sumar eða haustfrí. 1 september taka mörg ljón ákvarðanir er snerta framtíð, meðal annars skipta þau um vinnu, sum eftir langt starf á sama stað. Ljónið er ekki fyr- ir kyrrstöðu og ef það telur sig hjakka lengi í sama farinu fyllist það óþoli. Fýrir þau ljón sem ákváðu að gera breytingar á starfsvettvangi sínum verður október annasamur og ljónið reynir að láta ekki á því bera en finnst undir niðri að kannski hafi það gert skyssu. Að því er séð verður í stjörnun- um mun ljónið komast yfir þessa þanka. Nóvember og desember er fjölskyldan ofarlega á blaði. Einhver veikindi eru í fjölskyldunni og Ijónið reynir að létta undir með þeim sem mest það má. Undir lok ársins koma enn ný tilboð upp í hendurnar á ljóninu og það verður að gera upp við sig lögmál í huga, ljónið ætti að rækta sjálft sig og fjöl- skylduna betur áður en ráðist er til nýrrar atlögu. Ástarævintýri hjá yngri ljónum hefjast í þessum mánuði og svo gæti farið að hjónaband væri ekki fjarri á því ári sem þá er í vændum. VATNSBERI (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn er það merki í stjömuhringnum sem mörgum þykir forvitnileg- ast enda er vatnsberinn bæði forvitinn og spurull og leitandi. Hann þarf að halda sjálfstæði sínu hvort sem er í samböndum eða í starfi og hann lætur illa að stjórn ef honum þykir aðrir ætla að leggja á sig bönd. Hann er í mörgu langt á undan samtíð f hugsun og sjálfum finnst honum það ekki nema sjálfsagt. Fátt fólk í þessu merki verður verulega hissa á neinu. Það er eins og sjötta skilningarvitið starfí af meiri krafti hjá þeim en öðrum. Á árinu sem nú er að líða hafa margir vatnsberar brotið upp það sem þeim fannst orðið leiðigjarnt og leitað nýrra Ieiða til að finna lífsfyllingu. Þeir hafa sjálfir íhugað hvort þetta hafi verið rétt en á nýju ári mun skýrast að þetta var rétt ákvörðun. I janúar og febrúar er kraftur að búa um sig og þegar Úranus fer inn í vatnsberamerkið og raunar allt árið er vatnsberinn í essinu sínu. Ferðalög eru á dagskrá þótt ekki sé hefðbundinn ferðamannatími og gengur þar allt að óskum. Vatnsberar ættu ekki að hika við að taka fjárhagslega áhættu í mars því það mun skila sér margfalt. í apríl ættu vatnsberar að vera á varðbergi því tunglmyrkvinn í þeim mánuði kann að hafa áhrif og vatnsber- inn ætti því að sleppa ferðalögum og allar meiriháttar ákvarðanir skyldu biða betri tíma. Þegar Satúrnus fer inn í hrútsmerkið í þeim mánuði er hættan að mestu liðin hjá og vatnsberar geta tekið til hendinni á ný. Svo virðist sem ástar- mál verði með blómlegra móti í maí. Júní er sá tími þegar vatnsberinn virðist hafa hvað mesta þörf fyrir að blanda geði við fólk og meðbyr er í flestum samskiptum við fólk. Góð tíðindi eru innan fjölskyldunnar og gleðja vatnsbera. Júlímánuð ættu vatnsberar að nota til að sinna hugðarefnum sem lúta að hvers konar Sköpun og þeir fá þar góðar undirtektir. Forystuhæfni vatns- berans kemur fram strax í bamæsku og fær ekki alltaf notið sín svo nú er um að gera að grípa gæsina. Þegar kemur fram á sumarið þarf vatnsberinn að taka ákvarðanir sem skipta framtíð hans. Hann hefur brotið upp líf sitt eins og fram kom i upp- hafi. Stjörnurnar segja að vatnsberinn skyldi ráðgast við vini og vandamenn hvað þetta snertir og gefa ekki upp nánari útlistun. Síðustu mánuðir ársins eru af skiljanlegum ástæðum háðir þvi hvað ákveð- ið er. Hvað sem því líður eru þeir mánuðir uppfullir af táknum um vináttu og góðan félagsskap, vatnsberinn auðgar anda sinn og er sáttur við sjálfan sig. MEYJA (23. ágúst - 22. september) Ekki þarf að orðlengja um að jómfrúin er sögð smámunasöm, reglusöm og stundum er gert lítið úr þessu merki og sagt að innan þess séu litlausir einstaklingar. Þetta er náttúrulega fjarri öllum sanni. Innan þessa merkis eru margir andans menn og konur og margt fólk í þessu merki er afar fal- legt. En óneitanlega er jómfrúin oft sérsinna, hleypir fólki ekki svo glatt að sér og er vandlát á vini. Sumar segja að jómfrúr séu lítið spennandi sem elskhugar eða ástkonur. Þetta er líka rangt, jómfrúin hefur kannski fjar- ræna framkomu en hún hefur rómanttkina í hjarta sínu. Eins og getið er annars staðar fer Júpiter, pláneta heppni og gnægta, inn f steingeitina í janúar og þetta mun hafa mikil og góð áhrif á ástarlíf jómfrúa. Og vel að merkja þegar jómfrúin hugsar um ástalíf er það ekki endilega líkamlegt. Margar jómfrúr hafa verið að velkjast í vafa um hvort þær ættu að taka skref sem gæti reynst afdrifaríkt sumum en farsælt öðrum. Stjömurnar spá því að jómfrúin láti til skarar skríða og taki síðan afleiðingunum þótt þær kunni að verða skrautlegar. Þetta gæti verið fyrstu mánuði ársins en ekki ljóst fyrr en kemur fram í apríl hvað það hefur í för með sér. í apríl og maí verður jómfrúin að sætta sig við utanaðkomandi afskipti sem henni finnast ekki geðfelld en með því að beita sjálfa sig aga nær hún tökum á því. Júní er góður mánuður og jómfrúin hugsar sér til hreyfings og skipulegg- ur ferðalag af kostgæfni. Það ferðalag verður kannski með nokkuð öðrum brag en hún hugði en athyglisvert engu að síður. Júlí og ágúst er jómfrúin enn að efast um þær ákvarðanir sem hún tók fyrr á árinu - eða að minnsta kosti þær jómfrúr sem gerðu það. t september gerir jómfrúin einveijum rangt til og það leiðir til togstreitu því jómfrúin er ekki á þeim buxunum að viðurkenna að hún hafi verið þar sökudólgur. Mæt er með því að jómfrúin sýni sáttfýsi sem þarf til að ekki fari allt í vitleysu. Október og nóvember eru ánægjulegasti tími ársins. Gleðilegur viðburður seni stjörnurnar spá í október og síðan bætist fleira við, svo sem gott gengi og frægð og frami hjá sumum jómfrúm. Því er jómfrúin í desemberlok að mestu sátt við árið og telur sig hafa grætt á mörgu sem á dagana dreif. Hún er bjartsýnni en á ýmsum tímabilum á árinu 1996 og sér fram á að hún verður sjálf að leggja sig í líma til að viðhalda því sem áunnist hefur. FISKAR (19. febrúar - 20. mars) Fiskamerkið er annað tveggja skiptu merkjanna sem þýðir að mannverurn- ar innan þess eru ákaflega ólíkar og það sem enn snúnara er: fiskurinn er sjálfur í vafa oft og tiðum um það hvor þessara tveggja fiska hann er. Fiskurinn er oft veikur á svellinu, freistingarnar sækja til hans eða öfugt og er þá ekki sökum að spyija. Honum hættir til að vera tilætlunarsamari en æskilegt mætti telja, áhrifagjarn og uppstökkur. Þetta er sá fiskanna sem hinn fiskurinn hefur f sjálfu sér ímugust á og leggur sig í framkróka að uppræta hina neikvæðari eiginleika hans. 1 eðli sínu er fiskurinn blíðlyndur og vill öllum vel, hann er úrræðagóður og því mikið leitað til hans - og jaðrar við að hann láti misnota sig af því honum er svo mikið í mun að geðjast öllum. Fiskurinn ætti að standa fastar á sinu og hafa í huga að ekki eru allir viðhlægjendur vinir. Árið verður að mörgu leyti gott fyrir fiskinn og hann er djarfari í upp- hafi þess og kemur meiru í verk en oft áður. Það gæti m.a. starfað af stöðu Júpiters og þar með eflist fiskinum kraftur og kjarkur. Samt kemur eitthvað upp á í febrúar sem mætti rekja til vanrækslusynda fisksins sjálfs en hann er ekki tilbúinn að viðurkenna það og það líður nokkur tími uns hann skilur það. Vonandi það verði ekki of mikill skaði skeður þá. Með vorinu bjóðast tækifæri sem fiskurinn ætti að gripa. Það gæti hugs- ast að hann vildi starfa sjálfstætt og þetta er hentugur tími til þess að því er stjömurnar segja. Fiskurinn sér alltaf nýja og nýja möguleika og það getur ruglað hann eilítið í ríminu fram eftir sumri sem verðhr þó gott að mörgu leyti. Einhveijar óvæntar uppákomur sem tengjast flöskyldumálum munu verða í ágústmánuði og gæti það verið lokapunktur þeirra mála sem upp komu i febrúar. Neptúnus stjórnar merkinu og fyrir hans áhrif virðast vera mikil umsvif i félagslífi fisksins með haustinu og nýir vinir koma til skjalanna. Að minnsta kosti einn þeirra mun reynast traustur löngu síðar þegar á reynir. Október og nóvember er besti tími ársins fyrir fiskinn. Ungir ólofaðir fisk- ar kynnast ást og rómantík og verður þar hinn mesti blónii. Eldri fiskar eru ekki ósnortnir af allri rómantíkinni í loftinu en þeir ættu að fara sér gætileg- ar og reyna fremur að treysta böndin á heimavelli en fara út í ævintýri sem gætu sært þessa viðkvæmu einstaklinga síðar meir. Hvernig desembermánuð- ur verður og árið endar fer harla mikið eftir því hvaða leið fiskurinn kýs mánuðina tvo á undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.