Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ábyrgð á skóla- og heilbrigðiskerfi landsins, þannig að öllum þegnum standi til boða góð heilsugæsla og menntun. Hins vegar er margt í þeim rekstri sem setja þarf undir þær mælistikur sem atvinnurekstur í einkaeign þarf að lúta. Þeim sviðum sem lúta almennum markaðslögmál- um þarf að fjölga, því á þann veg fæst þjónustan með hagkvæmasta hætti. Útboð og einkavæðing þeirra verkefiia sem við sameiginlega stöndum að er mikilvægt mál og nauðsynlegt til þess að við fáum notið óbreytts þjónustustigs án auk- ins tilkostnaðar. Því er nú haldið fram að koma verði böndum á uppganginn í at- vinnulífinu með hækkandi vöxtum. Vinnuveitendasambandið tekur vit- anlega undir þau sjónarmið að stjómvöld hagi efnahagsstjóm sinni í takt við aðstæður í atvinnulífinu, en það verður ekki gert með enn hærri vöxtum heldur með aðhaldi í opinbemm rekstri. Það er eina stjómtækið sem við á um þessar mundir. Stjórnvöld verða að halda sig við markaða stefnu um hallalaus fjárlög svo að við sitjum ekki uppi Iengi enn með allt of háa vexti. Eg óska landsmönnum gleðilegs árs. Amar Signrmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva Jafnvægi raskað á kostnað fisk- vinnsiunnar ÞEGAR árið 1995 verður gert upp í sjávarútvegi verður útkoman mjög misjöfn eftir einstökum greinum. Árið hefur reynst hefðbundinni botnfískvinnslu mjög erfítt. Af- koma í rækjuvinnslu hefur verið mjög þokkaleg og viðunandi í mjöl- og lýsisvinnslu. Rúmlega helmings samdráttur í þorskafla á íslands- miðum undanfarin átta ár hefur komið mjög niður á rekstri flestra sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrirtæki sem eru með fjölþættan rekstur hafa brugðist við þessum sam- drætti með aukinni áherslu á út- hafsveiðar og veiðum og vinnslu á rækju, loðnu og síld. Eftir stendur að frysting og sölt- un, sem eru langstærstu þættir í fiskvinnslunni, eru rekin með veru- legum halla á þessu ári. Afkoma frystingar hefur verið lakari en í saltfiski á síðustu mánuðum. Vand- séð er hvernig fyrirtæki sem byggja afkomu sína á miklu leyti á þorskin- um komast að óbreyttum forsend- um í gegnum þessa erfiðleika. Veið- ar og ráðstöfun aflans er með svip- uðum hætti og árið 1994, vinnslu- skip hafa þó heldur verið að auka sinn hlut í botnfiskaflanum og hlut- ur gámafisks og siglingar á erlend- an markað halda áfram að dragast saman. Þá skiptir innflutningur á rússaþorski verulegu máli fyrir nokkur fiskvinnslufyrirtæki. Loðna, sfld og rækja skipta sífellt meira máli í útflutningi sjávaraf- urða og afkomu fyrirtækjanna. Þá hafa stórauknar úthafsveiðar okk- ar á undanförnum árum skipt sköp- um fyrir mörg fyrirtæki. Þá verður ársins 1995 án efa minnst vegna þeirrar framsækni sem íslensk sjávarútvegs- og sölu- fyrirtæki hafa sýnt með öflugri útrás í markaðsmálum og þátttöku í sjávarútvegsfyrirtækjum á er- lendri grundu. Hráefniskostnaður ræður miklu um afkomuna Afkoma fískvinnslunnar ræðst að miklu leyti af hráefniskostnaðin- um. Ein helsta ástæða vaxandi halla í botnfískvinnslu á þessu ári var sú að ekki tókst að ná niður hráefniskostnaði á sama tíma og afurðaverð lækkaði. Það var þess vegna kaldhæðnislegt að á sama tíma og verulega fór að halla á botnfískvinnsluna sl. vor, meðal annars vegna lækkandi verðs á afurðum, fóru sjómenn í þriggja vikna verkfall. Tilgangur verkfalls- ins var meðal annars að knýja fram fiskverðshækkun. Kjarasamningar sjómanna hafa leitt til nokkurrar hráefnishækkana í beinum við- skiptum útgerðar og fískvinnslu og má rekja þær hækkanir að nokkru leyti til úrskurðarnefndar um fís- kverð. Þó úrskurðir nefndarinnar séu ekki margir og hafí ekki fallið allir á einn veg er samt ljóst að áhrif þeirra hafa í nokkrum tilvik- um leitt til svæðisbundinna físk- verðshækkana. Hráefnisverð á botnfísktegundum ræðst nú orðið að töluverðu leyti á innlendum físk- mörkuðum og er hlutur þeirra nú kominn í 35-40% á móti rúmlega 60% í beinum viðskiptum. Aftur á móti eru bein viðskipti útgerða og vinnslu ríkjandi við sölu á flestum öðrum físktegundum. Hækkað hrá- efnisverð á rækju hefur að miklu leyti farið saman við hækkað af- urðaverð og þ_að sama gildir um síld og loðnu. í botnfiskvinnslunni er samkeppnin mikil og 200-250 fiskverkendur að keppa um tak- markað magn á innlendum fisk- mörkuðum. I þeim slag teygja fyrir- tækin sig stundum of langt til þeSs að tryggja sér hráefni. Engu að síður endurspegla innlendu físk- markaðimir yfirleitt þróun í af- urðaverði svo sem verðlækkun á ýsu og hækkun á ufsa svo eitthvað sé nefnt. Nú er svo komið hjá mörgun fyrirtækjum í frystingu og saltfíski að hráefniskostnaður er einfaldlega orðinn of hár. Í fryst- ingunni er hráefniskostnaður nú að meðaltali um 59% af tekjum samkvæmt útreikningum Samtaka fískvinnnslustöðva sem birtir voru í síðasta mánuði. Sömu útreikning- ar sýndu að hráefnið var komið í rúm 72% í saltfiski. Menn verða að horfast í augu við þann vanda að hráefnið tekur til sín of stóran hluta af útflutningsverðmæti af- urðanna. Árangur fyrirtækjanna í hagræðingu á undanförnum árum hefur allur gengið í hráefnið og gott betur. Fiskvinnslufólki hefur fækkað með aukinni tæknivæðingu og tekist hefur að halda hlutfalli launakostnaðar sem næst óbreyttu þrátt fyrir helmings samdrátt í þorskafla. Fiskvinnslufólk sækir á um hærri laun, en fyrirtækin hafa nær enga möguleika að taka á sig launahækkanir vegna lélegrar af- komu. Það er mikið umhugsunar- efni fyrir okkur sem störfum í sjáv- arútvegi að velta þessari staðreynd rækilega fyrir okkur. Hlutur hrá- efnis og þar með sjómanna hefur verið að aukast í takt við hækkað hlutfall hráefnis, en eftir situr fisk- vinnslan og getur ekki gert það sama til að bæta kjör fískvinnslu- fólks og annara starfsmanna í landi. Forystumenn í blönduðum félögum verkafólks og sjómanna verða ekki síður að horfa á þessar bláköldu tölur. Menn verða einfald- lega að horfast í augu við þá stað- reynd að þarna hefur ákveðnu jafn- vægi verið raskað. Aðrir þættir sem geta skipt miklu fyrir möguleika fískvinnslunnar að komast úr þess- um erfiðleikum eru að sjálfsögðu aukinn þorskafli, þróun afurða- verðs og gengis. Fjármagnskostnaður og sameining sjóða Ekki verður skilið við þessa ára- mótagrein án þess að minnast á tvo þætti í rekstri fískvinnslunnar sem nokkuð voru til umræðu á árinu. Raforkumál komust í sviðs- ljósið fyrr á þessu ári þegar gerð var tilraun til að lækka þennan útgjaldalið með viðræðum við for- ráðamenn Landsvirkjunar og dreifíveitna. Fiskvinnslumönnum sárnar það að vinnslunni skuli gert að greiða að meðaltali sex sinnum hærra raforkuverð á kílówattstund en Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Einkum þegar það er haft í huga að Grundartanga- verksmiðjan fékk lækkun á raforku sem gildir til 5 ára vegna halla- reksturs á sínum tíma. Þrátt fyrir viðræður við stjórnvöld og Lands- virkjun hefur ekkert gerst í málinu. Á það verður látið reyna hvort raf- orkusamningar vegna stækkunar álversins gerir Landsvikjun og dreifiveitum mögulegt að lækka raforkuverð til fískvinnslunnar á næstu misserum. Fjármagnskostn- aður hefur jafnan skipt miklu fyrir afkomu sjávarútvegsins. Háir raunvextir hafa verið hér á landi á undanförnum árum. Aukin sam- keppni bankastofnana, sjóða og annarra fjármálastofnana hafa skapað fleiri valkosti. í nokkrum tilvikum hafa afurðalánaviðskipti verið boðin út og einnig hafa fyrir- tækin farið í auknum mæli í skammtímafjármögnun með útboð- um á víxlum. í tengslum við um- ræður um afkomumál fískvinnsl- unnar og viðræður við stjórnvöld fyrr á þessu ári samþykkti Fisk- veiðasjóður að lækka vexti um 1%. Þrátt fyrir að einstök fyrirtæki hafí náð umtalsverðum árangri í lækkun fjármagnskostnaðar eru háir raunvextir sú staðreynd sem flest fyrirtæki búa áfram við. Þrátt fyrir mikla erfíðleika í rekstri sjáv- arútvegsfyrirtækja er það engu að síður staðreynd að afskriftir banka og sparisjóða eru hvað minnstar í atvinnurekstri vegna fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu. Endurskipu- lagning og sameining fjárfestingal- ánasjóða atvinnulífsins er mál sem hlotið hefur stuðning samtaka í sjávarútvegi og iðnaði. Slík samein- ing og stofnun öflugs nýsköpunar- sjóðs getur leitt til umtalsverðrar rekstrarhagræðingar og vaxta- lækkunar og jafnframt tryggt fjár- mögnun til nauðsynlegrar nýsköp- unar á atvinnulífínu. Þessir sér- greindu sjóðir þurfa uppstokkunar við og þótt þeir hafi þjónað sínu hlutverki vel á undanförnum ára- tugum er umhverfið breytt og nauðsynlegt að bregðast við því á réttan hátt. Treysti ég á núverandi ríkisstjórn að hraða þessu máli eft- ir fremsta megni og til þess verks hefur hún stuðning samtaka i sjáv- arútvegi og iðnaði. Útlitið framundan Það hafa skipst á skin og skúrir í rekstri sjávarútvegsins á þessu ári. Mér hefur orðið tíðrætt um afkomu botnfískvinnslunnar, en jafnframt hefur komið fram að af- koma í rækjuvinnslu og mjöl- og lýsisvinnslu er umtalsvert betri um þessar mundir en oft áður. Nú um áramótin koma til framkvæmda launabreytingar sem samið var um í kjarasamningum í febrúar sl. Launakostnaður fiskvinnslunnar mun hækka um tæp 4% sem hefur allt að 1% áhrif á afkomuna. Þá samþykkti Alþingi nú rétt fyrir jól að hækka tryggingagjald um tæp- lega 0,5% sem eykur kostnað vinnslunnar um tæpar 50 milljónir á næsta ári. Hvað næsta ár ber í skauti sínu fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið er ekki gott að segja. Það er mjög ánægjulegt að ráðist skuli í stækkun álversins í Straums- vík og munu þær framkvæmdir og aukin umsvif Landsvirkjunar koma öllum til góða. Vandi sjávarútvegs- ins er nú einkum fólginn í afkomu botnfiskvinnslunnar og miklum skuldum útgerðar og fiskvinnslu sem nú munu vera á bilinu 106-108 milljarðar króna. Vonin um að nú sé botninum sé náð í þorskveiðum, auknum úthafsveiðum, stórsókn í markaðsmálum og þátttaka okkar í sjávarútvegfyrirtækjum í öðrum löndum fær okkur til að líta með örlitilli bjartsýni til næstu framtíð- ar. Haraldur Sumarliða- son, formaður Sam- taka iðnaðarins Iðnaður í sókn ÁRIÐ 1995 hefur verið okkur ís- lendingum viðburðaríkt í ýmsu til- liti. Ber þar fyrst að nefna þau hörmulegu slys sem Vestfirðingar urðu fyrir bæði í upphafí árs og nú á haustdögum. Slíkar hamfarir eru ofarlega í huga þegar litið er yfir árið sem nú er að líða. Ekki er við því að búast að okk- ur takist nokkurn tíma að veijast til fulls þegar hamfarir skella yfir. En með nútímatækni, aukinni þekk- ingu og góðum vilja verðum við að trúa því að betur takist að bregðast við ógnum óblíðra náttúruafla í okkar gjöfula landi. Að því verðum við öll að vinna. Iðnaður í sókn Frá sjónarhóli iðnaðar stendur helst upp úr að útflutningur á iðnað- arvörum jókst verulega annað árið í röð og samkeppnisiðnaður sótti í sig veðrið á heimamarkaði með aukinni markaðshlutdeild. Enn- fremur telst til stórviðburða ákvörð- un um stækkun álversins í Straums- vík. Fyrstu tvö atriðin eru angar af sama meiði, þ.e. afleiðing af bættri samkeppnisstöðu og stöðug- leika í þjóðarbúskapnum. Raunar höfðu þau atriði einnig sitt að segja með að ákveðið var að fjárfesta í aukinni afkastagetu álversins þótt vissulega komi þar fleira til. Frekari uppbygging atvinnulífsins Samtök iðnaðarins hafa lagt á það þunga áherslu í málflutningi sínum að bættur þjóðarhagur gæfi ekki tilefni til óhóflegrar bjartsýni. íslendingar hafa iðulega farið of- fari í að skipta efnahagsbata, jafn- vel áður en hann er í höfn, með þeim afleiðingum að skaða skilyrði fyrir frekari uppbyggingu. Því voru þær skærur sem brutust út á vinnu- markaðinum, eftir að samningar voru frágengnir, vissulega áhyggju- efni. Ég held að við þurfum öll að gera okkur grein fyrir því að upp- bygging atvinnulífsins er langtíma- verkefni. Við getum ekki gert kröfu um verulegan bata í lífskjörum nema tii grundvallar liggi aukin verðmætasköpun. Þetta eru engin ný sannindi en einhvern veginn er eins og þau vilji oft gleymast. Auk þess virðist sem óróleikinn á vinnumarkaðinum hafi að þessu sinni stafað af innbyrðis saman- burði og togstreitu milli einstakra hópa launafólks. Samkvæmt því er vandinn að stórum hluta vandi laun- þegahreyfingarinnar en ekki ósætt- anlegur ágreiningur milli viðsemj- enda. Þetta rennir stoðum undir þá skoðun að löngu sé orðið tímabært að taka vinnulöggjöfina til endur- skoðunar og vinnuaðferðir í samn- ingum um kaup og kjör. Skærur á vinnumarkaði er annað þeirra atriða sem ógnað geta stöð- ugleikanum. Fyrirhyggjuleysi í hag- stjórn þegar uppsveiflan kemst á skrið getúr einnig skaðað sam- keppnisstöðuna og þurrkað út þann árangur sem náðst hefur. Við stöndum því frammi fyrir tvíþætt- um vanda. Lausn útheimtir skipu- lagsbreytingar og endurnýjun hug- arfarsins. Að öðrum kosti hvílir allt- af yfír okkur hættan á að stöðug- leikanum sé fórnað fýrir skamm- tímamarkið sem teyma okkur útaf sporinu. Það kemur niður á hag- vexti, atvinnuhorfum og lífskjörum. Því lít ég svo á að meðal brýnustu verkefna ársins 1996 verði að hafa tiltæk hagstjórnartæki til að jafna út óæskilegar efnahagssveiflur og að endurskoða vinnulöggjöfína. ís- lendingar geta vænst meiri afrakst- urs af efnahagsstarfseminni ef stöðugleikinn er tryggður í sessi. Þá styrkist tiltrú á að góð rekstrar- skilyrði séu varanleg sem gerir áætlanir, markaðssókn og vöruþró- unarstarf markvissara. Hafa ber hugfast að mikill fjöldi nýliða er væntanlegur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Þörfín fyrir trausta efnahagsstefnu er því brýnni en ella. Aukinn útflutningur og markaðshlutdeild Á fyrstu tíu mánuðum ársins 1995 jókst verðmæti útflutnings iðnaðarvara um 20 prósent eða ríf- lega 3,3 milljarða króna miðað við sama tímabil árið á undan. Aukn- ingin í almennum iðnaðarvörum er ríflega 26 prósent en 16 prósent á afurðum stóriðju. Árið 1994 jókst verðmæti á útfluttum iðnaðarvörum um ríflega 27 prósent. Aukningin á undanförnum tveimur árum kem- ur fram í flestum greinum útflutn- ingsiðnaðar þótt í mismiklum mæli sé. Þessu til viðbótar gefur könnun Samtaka iðnaðarins og Hagstof- unnar á markaðshlutdeild til kynna að innlend iðnaðarframleiðsla fyrir heimamarkað sé að sækja í sig veðr- ið. Árangurinn á heimamarkaði og í útflutningi á rætur að rekja til þeirrar hagstæðu samkeppnisstöðu sem hefur verið að skapast á síð- ustu árum. Átakið „íslenskt - já takk“ gegnir einnig lykilhlutverki í sókn samkeppnisiðnaðar. Dagur iðnaðarins var haldinn á Iiðnu hausti með uppákomum og kynningum víða um land. Hann staðfesti svo ekki verður um villst að mikill þróttur er í íslenskum iðn- aði. Mikil aðsókn almennings var einnig til vitnis um að áhugi á ís- lenskri framleiðslu hefur eflst til muna á síðustu árum. Það er því ástæða til að líta björtum augum til framtíðar þótt vissulega bíði mörg krefjandi verkefni. Stækkun álversins Með stækkun álversins í Straumsvík er stigið mikilvægt skref í uppbyggingu orkufreks iðn- aðar á Islandi. Umfang fram- kvæmdanna hefur veruleg áhrif á þjóðarbúskapinn allan. Þjóðhags- áætlun gerir nú ráð fyrir að lands- framleiðslan aukist um 3,2 prósent á árinu 1996 og er það yfir meðal- tali OECD-landa. Byggingastarfsemi kemur til með að njóta góðs af framkvæmd- unum við stækkun álversins en árs- verk þar munu auk^.st um 2-3 pró- sent á árunum 1996-1997. Það er því ljóst að útlitið er bjartara en það hefur verið í mörg ár. Engu að síður er vert að minna á að bygg- ingariðnaðurinn á enn langt í land með að vinna til baka það sem tap- aðist í efnahagslægðinni frá 1988 til 1993. Aukin fjárfesting Gert er ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna aukist um 13 millj- arða króna milli áranna 1995 og 1996. Þar vegur þyngst stækkun álversins en einnig fjárfesting vegna framkvæmda við jarðgöng undir Hvalfjörð. Gert er ráð fyrir að fjármunamyndun á vegum hins opinbera dragist saman og fjárfest- ing í íbúðarhúsum standi í stað. Heildaraukning í fjárfestingu milli áranna 1995 og 1996 verður því ríflega 16 prósent samkvæmt end- urskoðaðri þjóðhagsáætlun. Hlut- fall fjármunamyndunar af lands- framleiðslu er þá komið í um það bil 17,5 prósent. Það komst lægst í rétt ríflega 15 prósent árið 1994 og hafði þá minnkað úr rúmum 19 prósentum frá árinu 1990. Þótt enn vanti töluvert upp á að fyrri styrk sé náð í þessum efnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.