Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ hæfni íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum en það er ekki síður mikilvægt að huga að samkeppninni hér innanlands. Inn- an bæði heildsölu- og smásöluversl- unar gætir æ ríkari tilhneigingar til samþjöppunar og/eða samstarfs. Þetta er þróun sem er engan veginn einskorðuð við ísland heldur afleið- ing harðnandi samkeppni til að auka. hagkvæmni. Dæmi um slíkt skipulagt samstarf um innkaup og/eða markaðsfærslu er t.d. Baug- ur hf. (Hagkaup + Bónus) og nú nýlega Búr hf. (ýmis kaupfélög + Nóatún). Líklegt má telja að þessu ferli sé alls ekki lokið þannig að erfitt verði fyrir einstakar verslanir að komast af án aðildar að hlið- stæðu samstarfi. Blómleg verslun þrífst best ef fjölbreytileikinn er mikill og því er mikilvægt að sam- þjöppunin verði hófleg. Besta trygging okkar fyrir góðu, hag- stæðu vöruúrvali er að nægileg fjöl- breytni sé á markaðnum þannig að lítil vel rekin fyrirtæki nái að vaxa og veita hinum stærri heilbrigða samkeppni. En lítil fyrirtæki eru jafnframt viðkvæmust fyrir óhóf- legum álögum og flóknu reglu- verki. Enn og aftur þarf að ítreka að leikreglumar þurfa og eiga að vera einfaldar því þá geta litlu fyrir- tækin eins og t.d. bóksalar betur svarað samkeppni stórmarkaðanna þegar þeir selja þeirra sérvöm á eða undir kostnaðarverði til að laða að sér viðskipti. Samkeppni í verslun er gífurlega hörð og felst ekki eingöngu í sam- keppni um verð heldur einnig í þjón- ustu svo sem opnunartíma o.fl. Langur afgreiðslutími er kostnaðar- auki, sem kemur fram í hærra vöru- verði og jafnframt sem álag á starfsfólkið. Vonandi ná verslunar- og þjónustufyrirtæki því að rata á hóflegan meðalveg í þessum efnum. Til að allrar sanngirni sé gætt er þörf á að neytendur, fjölmiðlar og yfirvöld vegi þetta allt saman, þann- ig að samanburðurinn taki mið af verði og GÆÐUM vöru jafnt sem þjónustu. Islenskir verslunarmenn eru hlynntir eðlilegu eftirliti en best er þegar innra eftirlit fyrirtækjanna er virkt. Til að ná langtíma árangri í þessum efnum sem og meiri hag- kvæmni þarf að stórefla menntun og því er það sérstakt ánægjuefni að nú hillir undir að skipuleg verk- menntabraut fyrir verðandi verslun- arfólk verði að veruleika í Borgar- holtsskóla í Reykjavík. Þar er þegar ákveðið að Fræðslumiðstöð bíl- greina verði til húsa skv. sérstökum samstarfssamningi Bílgreinasam- bandsins og menntamálaráðuneyt- is. Betri menntun auðveldar fyrir- tækjum að fá vottun skoðunarfyrir- tækja um starfsemi sína sem leiðir til meiri aga í rekstri og um leið sparnaðar á eftirliti hins opinbera. Í þessu skyni hafa t.d. aðilar innan Félags íslenskra stórkaupmanna rekið skoðunarstofu fyrir fisk- vinnslu og Fræðslumiðstöð bíl- greina og Bílgreinasambandið hafa haldið fjölmörg námskeið m.a. til B-faggildingar í bifreiðaskoðun og vegna gæðaátaks fyrir smurstöðvar svo eitthvað sé nefnt. Líkt og víkingar til forna stendur verslunin og fellur með eigin ákvörðunum. Verslun nýtur engra opinberra styrkja og hefur engan áhuga á slíku, en ætlast til að fá sams konar rekstrarskilyrði og aðr- ar atvinnugreinar þannig að sömu leikreglur gildi fyrir alla. Nú bendir margt til að næsta ár verði þjóðinni hagstætt og því er það mikilvægt að við getum stjómað góðærinu í þetta sinn. Það hefur löngum verið veikleiki okkar að kunna okkur ekki hóf í velgengni. Við verðum að hugsa til framtíðar, skapa okkur varasjóði, í mannauði með betri menntun, í betra starfsumhverfi fyrir íslensk fyrirtæki og í stærri fiskistofnum í sjó. Að lokum vil ég óska landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. ATVINNUA UGL YSINGAR Auglýsing Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir eftir- talin störf laus til umsóknar: 1. Ræstingu/umsjón á Garðvegi 1, Fræða- setrinu. 2. Húsverði í íþróttamiðstöðina Sandgerði. 3. Tómstundafulltrúa, sem verður fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs. Umsóknarfrestur er til 27. janúar 1996. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu bæjarfélagsins, Tjarnargötu 4. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 423 7555 milli kl. 10.00-12.00 alla virka daga. Bæjarstjórinn íSandgerði, Sigurður ValurÁsbjarnarson. Ilisimatusarfik Háskóli Grænlands Aðjúnkt/lektor Stjórnsýsludeild Grænlandsháskóla auglýsir til umsóknar stöðu aðjúkts/lektors í hag- fræði. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. apríl 1996 eða síðar á árinu. Ætlast er til að sá sem ráðinn verður stundi rannsóknir á efnahags- og samfélagsmálum á Grænlandi, kerini á sviði hagfræði, tölfræði og upplýsingatækni á BA- og MA-stigi og taki þátt í stjórnunarstörfum. Nemendur Háskóla Grænlands tala grænlensku og dönsku, en kennsla fer fram á dönsku. Rannsóknaáherslur og rannsóknareynsla á sviði þróunar- og byggðahagfræði er æski- leg, en ekki forsenda ráðningar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um námsferil sinn, starfsfer- il og fræðistörf, kennslu á háskólastigi, rit- smíðar og rannsóknir ásamt eintökum af fræðilegum ritum sínum, sem þeir óska eftir að tekið verði tillit til við hæfnismat. Öll gögn skulu vera í þremur eintökum. Umsóknir verða dæmdar af nefnd sérfræð- inga, sem útnefndir verða af dönskum há- skólum ásamt Háskóla Grænlands. Niðurstöður dómnefndar verða sendar öllum umsækjendum. Ráðningarskilmálar Laun og ráðningarskilmálar, þ.m.t. ferða- styrkir vegna leyfa og flutninga, eru sam- kvæmt launasamningum Heimastjórnar Grænlands og viðkomandi launþegasamtaka. Byrjunarlaun eru háð menntun og reynslu og liggja á bilinu frá 240.000-300.000 ísl. kr. Réttur til húsnæðis samkvæmt gildandi reglum. Nánari upplýsingar veitir dr. ívar Jónsson, forstöðumaður Stjórnsýsludeildar Háskóla Grænlands (sími +299 24711/29002, fax +299 24711). Umsóknir sendist í flugpósti til rektors: llisimatusarfik, att. Rektor, P.O. Box 279, DK-3900 Nuuk, og berist háskólanum í síðasta lagi fimmtu- daginn 1. febrúar 1996. Rafeindavirkja vantar til starfa á nýstofnað verkstæði versl- unarinnar Hljómsýnar á Akranesi. Reynsla áskilin. Góðir tekjumöguleikar. Svör sendist í pósthólf 122, 300 Akranes fyrir 6. janúar nk. Vélstjóri á frystitogara Vélstjóra vantar á frystitogarann Sindra (aðalvél 2000 kW), sem gerður er út frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 481 3400. Melurhf., Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum. EINKARITARI ENSKA/FRANSKA FYRIRTÆKIÐ er eitt af öflugri innflutningsfyrirtækjum landsins staðsett í Reykjavík. STARFIÐ felst í innlendum og erlendum bréfaskriftum á ensku og frönsku m.a., ásamt almennri tölvuvinnslu, vistun skjala, undirbúningi funda auk annarra krefjandi verkefna. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með góða íslensku- og enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli auk þess að vera vel talandi á franskri tungu. Áhersla er lögð sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, örugga og þægilega framkomu ásamt lipurð í mannlegum samskiptum og áreiðanleika í hvívetna. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 9. janúar n.k. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá 10-13. Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 CuSný HarSardóttir Skíðaskálinn Hveradöluni Óskum eftir að ráða: - Yfirmatreiðslumann. - Matreiðslumenn. - Matreiðslu- og framreiðslunema. Leitum að áhugasömu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur á skemmtilegum vinnustað. Skriflegar umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Fjöllin - 7646“, fyrir 10. jan. nk. Frekari upplýsingar veittar í síma 567 2020 eða 587 2336 á milli kl. 18 og 20 nk. þriðjud., fimmtud. og föstud. (Guðmundur). Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk á leikskólann Vesturborg, Hagamel 55. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 551 7665. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. JHM ALTECH ehf. Vélaverkfræðingur og sölustjóri JHM ALTECH ehf. er fyrirtæki sem starfar á sviði hönnunar og sölu tækja til álvera í samvinnu við sérhæfð innlend og erlend verkfræði- og framleiðslufyrirtæki. Vegna nýlegra sölusamninga og aukinna verkefna óskar JHM ALTECH ehf. eftir að ráða véla- verkfræðing og sölustjóra til starfa. Vélaverkfræðingur: Starf vélaverkfræðings felst í hönnun, til- boðsgerð og eftirliti með framleiðslu og upp- setningu tæknibúnaðar. Reynsla af hönnun vélbúnaðar með tölvuteikningu er nauðsyn- leg. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi starfsreynslu á alþjóðavettvangi. Sölustjóri: Starf sölustjóra felst í markaðssetningu, til- boðsgerð og sölu stjórnbúnað og fram- leiðslutækja til álvera um allan heim. Alþjóð- leg reynsla af markaðssetningu tæknibúnað- ar er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Sölustjóri 534“ eða „Vélaverkfræðingur 533“ fyrir 13. janúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.