Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + KJIISLUEft Langdræg f jar- stýring fyrir upphitara ip FYRIRTÆKIÐ Kjoller í Kaup- mannahöfn hefur sett á markaðinn minnstu og langdrægastu fjarstýr- ingu fyrir tæki til að hita upp bíla og kallast það Kjeller Heater Cont- rol 1600. Fjarstýringin virkar að minnsta kosti úr 1600 metra fjar- lægð frá bílnum á víðavangi jafn- vel þó hún sé ekki mikið stærri en venjulegur eldspýtnastokkur. í þéttbýli er vegalengdin þó heldur minni. í köldu loftslagi er auðvelt að koma auga á kosti þess að hafa upphitara í bílnum. Upphituð vél og innanrými er ekki aðeins til þæginda heldur einnig eldneyt- issparandi og umhverfisvæn, og þáð er að sjálfsögðu til mikilla þæginda að hægt er að setja upp- hitarann í gang þótt bíllinn sé ekki í næsta umhverfi. Með því að þrýsta á hnapp á fjarstýring- unni fer upphitarinn í gang en móttökutækinu er komið fyrir annað hvort í vélarrúminu eða inni í bílnum og er það lítið stærra en sendirinn. Grannt loftnet er haft innan við gúmmílistann í hurðark- arminum, en sé því komið fyrir á bílþakinu dregur fjarstýringin mun lengri vegalengd. Fjarstýr- ingin kostar um 44 þúsund krón- ur, en sé hún keypt með upphitara frá sama fyrirtæki er verðið um 154 þúsund krónur. MERCEDES-Benz W163 jeppinn verður frumsýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Detroit í janúar. -B stef nir að 100 þúsund bíla sölu MERCEDES-Benz ráðgerir að selja meira 100 þúsund bíla og jeppa í Bandaríkjunum á ári þegar framleiðsla á jeppum er hafin í Tusealoosa í Alabama 1998. „Við ráðgerum að selja 76 þúsund fólksbíla á Bandaríkjamarkaði á þessu ári. Bygging verksmiðjunn- ar í Tuscaloosa undirstrikar þau áform okkar að færa verulega út kvíarnar í Bandaríkjunum," segir Bernd Gottsehalk, stjórnarmaður Mercedes-Benz AG. Á síðasta ári seldi Mercedes- Benz 72.968 bíla í Bandaríkjunum. Auk fólksbíla- og jeppaverksmiðju á Mercedes-Benz Freightliner fyrirtækið sem framleiðir sam- nefnda vörubíla. Nýlega var Freig- htliner Century Class bíllinn frum- kynntur en framleiðsla á honum hefst í janúar. Hann er með nýju ökumannshúsi og nýrri gerð 12 Iítra dísilvél sem skilar sama hest- aflafjölda og togkrafti en svipar 10 Iítra vél að stærð og rúmmáfc FRUMHÖNNUN á Freightliner Century Class hófst árið 1992. Hann er með nýju ökumannshúsi og 12 lítra dísilvél. AAVISION. er framtiðarjeppi Mercedes-Ben; Framtí&arje Mercedes- B NÝR jeppi Mercedes-Benz, AAV, (All Activity Vehicle), verður frum- sýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Jeþpinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Tuscaloosa í Alabama og fram- leiðslugetan verður um 65 þúsund bílar á ári. í Detroit sýnir Mercedes- Benz einnig framtíðarstúdíu af þessum jeppa, AAVision, sem bygg- ir að mörgu leyti á AVV, sem verð- ur settur á markað í Bandaríkjunum haustið 1997 og í Evrópu vorið 1998. Mercedes-Benz segir að AVVisi- on framtíðarjeppinn státi af ýmsu umfram hefðbundna jeppa, bæði í útliti og tækni. Þetta sé ekta jeppi, jafngóður í ófærum sem á þjóðveg- um, en sé hlaðinn öryggisbúnaði og aksturseiginleikarnir og þægind- in séu eins og í Mercedes-Benz fólksbíl. Útlitslega er AVVision sambland af klassískum línum Mercedes-Benz fólksbíla og nútíma- legum fjórhjóladrifsbílum. - Spólvörn með sítengdu aldrifl Meðal tækninýjunga í AAVision framtíðarbílnum er rafeindastýrt fjórhjóladrifkerfi. Sjálfstæð fjöðrun er á afturöxli og sítengt aldrifið er með spólvöm. Ört- ölva er í bílnum sem stjórnar fjór- hjóladrifkerfinu skynjar þegar veggrip minnkar á sérhverju hjóli og dregur úr snún- ingsvægi vélarinn- ar þegar nauðsyn krefur þar til öll hjólin hafa náð hámarksgripi á ný. Bíllinn var hannaður í sam- starfi hönnuða í þróunarmiðstöð Mercedes-Benz í Sindelfingen í Þýskalandi og kollega þeirra í Irvine í Kaliforníu. AAVision er með hefðbundum Mercedes-Benz línum að framan sem einkum sjást í grillinu og framl- ugtunum en að öðru leyti er bíllinn afar nýstárlegur í formi. AVVision verður sýndur með fjögurra, fimm, sex og átta strokka vélum, þar á méðal hagkvæmri dísilvél með for- þjöppu og millikæli og fjögurra ventla tækni. JEPPINN c Jqpqn Erf iðleikar hjá bílaf ramlei JAPANSKIR bílaframleiðendur hafa eins og aðrir bílaframleiðendur heimsins orðið fyrir barðinu á sam- drætti undanfarinna ára, ásamt markaðsbreytingum víða um heim- inn. Þessu hafa þeir m.a. mætt með því að draga úr kostnaði við fram- leiðsluna og sameinast um að hag- nýta sér betur sömu undirframleið- endurna. Grein um þetta efni birtist nýlega í Business Week. Business Week leiðir að því getum hvernig japönskum bílaframleiðend- um reiði af á næstu árum. Blaðið telur ljóst að fjórir þeirra muni lifa af. Það segir að Toyota hafi safnað í sjóð til að mæta áföllum og standi traustum fótum. Mitsubis- hi hafí eflt sölu sína hvarvetna í Asíu og sé með mikla framleiðslu þar sem vinnuafl er ódýrt. Auk þessa sé Mitsubishi afskaplega stór fram- leiðandi með fjölbreytta framleiðslul- ínu. Suzuki sé ekki stórt fyrirtæki en ótrúlega öflugt. Suzuki sé orðinn fjórði söluhæsti framleiðandinn í Japan og skilaði góðum hagnaði á síðasta ári. Framleiðslukostnaður Suzuki á hvern bíl er jafnvel lægri en hjá Toyota, segir í Business Week. Isuzu standi traustum fótum í fram- leiðslu og sölu dísilvéla, stórra og meðalstórra vörubíla, pallbíla og jeppa. Fjórir verða undir Business Week telur geta brugðið til beggja vona hvernig fari fyrir Subaru og Honda. Subaru reiði sig um of á langbaka. Margir telji að Fuji Heavy Industry, framleiðandi Subaru, muni hverfa inn í Nissan. Honda sé fallandi á heimamarkaði en reiði sig mjög á Bandaríkin. Þeir japönsku framleiðendur sem verða undir að mati Business Week eru Nissan, Mazda, Daihatsu og Hino. Nissan er mjög skuldugt fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.