Morgunblaðið - 31.12.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 31.12.1995, Síða 2
2 C SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Langdræg f jar stýring f yrir upphitara FYRIRTÆKIÐ Kjoller í Kaup- mannahöfn hefur sett á markaðinn minnstu og langdrægastu fjarstýr- ingu fyrir tæki til að hita upp bíla og kallast það Kjoller Heater Cont- rol 1600. Fjarstýringin virkar að minnsta kosti úr 1600 metra fjar- lægð frá bílnum á víðavangi jafn- vel þó hún sé ekki mikið stærri en venjulegur eldspýtnastokkur. í þéttbýli er vegalengdin þó heldur minni. í köldu loftslagi er auðvelt að koma auga á kosti þess að hafa upphitara í bílnum. Upphituð vél og innanrými er ekki aðeins til þæginda heldur einnig eldneyt- issparandi og umhverfisvæn, og það er að sjálfsögðu til mikilla þæginda að hægt er að setja upp- hitarann í gang þótt bíllinn sé ekki í næsta umhverfi. Með því að þrýsta á hnapp á fjarstýring- unni fer upphitarinn í gang en móttökutækinu er komið fyrir annað hvort í vélarrúminu eða inni í bílnum og er það lítið stærra en sendirinn. Grannt loftnet er haft innan við gúmmílistann í hurðark- arminum, en sé því komið fyrir á bílþakinu dregur fjarstýringin mun lengri vegalengd. Fjarstýr- ingin kostar um 44 þúsund krón- ur, en sé hún keypt með upphitara frá sama fyrirtæki er verðið um 154 þúsund krónur. MERCEDES-Benz W163 jeppinn verður frumsýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Detroit í janúar. M-B stef nir aö 100 þúsund bíln sölu MERCEDES-Benz ráðgerir að selja meira 100 þúsund bíla og jeppa í Bandaríkjunum á ári þegar fr^mleiðsla á jeppum er hafin í Tusealoosa í Alabama 1998. „Við ráðgerum að selja 76 þúsund fólksbíla á Bandaríkjamarkaði á þessu ári. Bygging verksmiðjunn- ar í Tuscaloosa undirstrikar þau áform okkar að færa verulega út kvíamar í Bandaríkjunum,“ segir Bernd Gottschalk, stjórnarmaður Mercedes-Benz AG. Á síðasta ári seldi Mercedes- Benz 72.968 bíla í Bandaríkjunum. Auk fólksbíla- og jeppaverksmiðju á Mercedes-Benz Freightliner fyrirtækið sem framleiðir sam- nefnda vörubíla. Nýlega var Freig- htliner Century Class bíllinn frum- kynntur en framleiðsla á honum hefst í janúar. Hann er með nýju ökumannshúsi og nýrri gerð 12 lítra dísilvél sem skilar sama hest- afiafjölda og togkrafti en svipar 10 lítra vél að stærð og rúmmáll AAVISION-er framtíðaijeppi Mercedes-B Framtíðaric Mercedes-1 NÝR jeppi Mercedes-Benz, AAV, (All Activity Vehicle), verður frum- sýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Jeþpinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Tuscaloosa í Alabama og fram- leiðslugetan verður um 65 þúsund bílar á ári. í Detroit sýnir Mercedes- Benz einnig framtíðarstúdíu af þessum jeppa, AAVision, sem bygg- ir að mörgu leyti á AVV, sem verð- ur settur á markað í Bandaríkjunum haustið 1997 og í Evrópu vorið 1998. Mercedes-Benz segir að AVVisi- on framtíðarjeppinn státi af ýmsu umfram hefðbundna jeppa, bæði í útliti og tækni. Þetta sé ekta jeppi, jafngóður í ófærum sem á þjóðveg- um, en sé hlaðinn öryggisbúnaði og aksturseiginleikarnir og þægind- in séu eins og í Mercedes-Benz fólksbíl. Útlitslega er AVVision sambland af klassískum línum Mercedes-Benz fólksbíla og nútíma- legum fjórhjóladrifsbílum. Spólvörn með sítengdu aldrifl Meðal tækninýjunga í AAVision framtíðarbílnum er rafeindastýrt fjórhjóladrifkerfi. Sjálfstæð fjöðrun er á afturöxli og sítengt aldrifið er með spólvörn. Ört- ölva er í bílnum sem stjórnar fjór- hjóladrifkerfinu skynjar þegar veggrip minnkar á sérhveiju hjóli og dregur úr snún- ingsvægi vélarinn- ar þegar nauðsyn krefur þar til öll hjólin hafa náð hámarksgripi á ný. Bíllinn var _______________ _____ hannaður í sam- IFPPTNT starfi hönnuða í þróunarmiðstöð Mercedes-Benz í Sindelfingen í Þýskalandi og kollega þeirra í Irvine í Kaliforníu. AAVision er með hefðbundum Mercedes-Benz línum að framan sem einkum sjást í grillinu og framl- ugtunum en að öðru leyti er bíllinn afar nýstárlegur í formi. AVVision verður sýndur með fjögurra, fimm, sex og átta strokka vélum, þar á méðal hagkvæmri dísilvél með for- þjöppu og millikæli og fjögurra ventla tækni. FRUMHÖNNUN á Freightliner Century Class hófst árið 1992. Hann er með nýju ökumannshúsi og 12 lítra dísilvél. Jqpqn Erfiöleikar hjá bílaframle JAPANSKIR bílaframleiðendur hafa eins og aðrir bílaframleiðendur heimsins orðið fyrir barðinu á sam- drætti undanfarinna ára, ásamt markaðsbreytingum víða um heim- inn. Þessu hafa þeir m.a. mætt með því að draga úr kostnaði við fram- leiðsluna og sameinast um að hag- nýta sér betur sömu undirframleið- enduma. Grein um þetta efni birtist nýlega í Business Week. Business Week leiðir að því getum hvernig japönskum bílaframleiðend- um reiði af á næstu árum. Blaðið telur ljóst að fjórir þeirra muni lifa af. Það segir að Toyota hafí safnað í sjóð til að mæta áföllum og standi traustum fótum. Mitsubis- hi hafi eflt sölu sína hvarvetna í Asíu og sé með mikla framleiðslu þar sem vinnuafi er ódýrt. Auk þessa sé Mitsubishi afskaplega stór fram- leiðandi með fjölbreytta framleiðslul- ínu. Suzuki sé ekki stórt fyrirtæki en ótrúlega öflugt. Suzuki sé orðinn fjórði söluhæsti framleiðandinn í Japan og skilaði góðum hagnaði á síðasta ári. Framleiðslukostnaður Suzuki á hvem bíl er jafnvel lægri en hjá Toyota, segir í Business Week. Isuzu standi traustum fótum í fram- leiðslu og sölu dísilvéla, stórra og meðalstórra vörabíla, pallbíla o£ jeppa. Fjórir verða undir Business Week telur geta brugðic til beggja vona hvemig fari fyrii Subaru og Honda. Subaru reiði si^ um of á langbaka. Margir telji ac Fuji Heavy Industry, framleiðand Subaru, muni hverfa inn í Nissan Honda sé fallandi á heimamarkað en reiði sig mjög á Bandaríkin. Þeir japönsku framleiðendur sen verða undir að mati Business Weei eru Nissan, Mazda, Daihatsu oí Hino. Nissan er mjög skuldugt fyr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.