Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 4
4 C SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGU NBLAÐIÐ Kraftur Þægindi Veró Aftursætió náð er meðhöndlunin næsta auð- veld. Hann verður nokkuð stirðari í aldrifmu í kröppum snúningum en auðvelt er að svissa úr og í. Dodge Ram hefur unnið til nokk- urra verðlauna, m.a. verið kjörinn fjórhjóladrifs bíll ársins í Banda- ríkjunum og hefur náð hærra endursöluverði en keppinautarnir frá Ford og Chevrolet. Frumgerð- irnar voru þrautreyndar og þeim ekið um íjórar milljónir km sam- tals þegar bíllinn var í undirbún- ingi og þeir síðan rifnir í spað og skoðaðir hátt og lágt eftir meðferð- ina. Marglr mögulelkar Notkunarmöguleikar á Dodge Ram eru margvíslegir og má segja að menn geti valið bíl og búnað eftir því sem þeim hentar. Þurfi menn vinnubíl er sjálfsagt að taka lágmarksbúnað og sleppa rafdrifnu hinu og þessu sem telja má til þæginda en ekki nauðsynja, vinýl- sæti í stað plussklæðningar og svo framvegis. Auk stærri bensínvélar- innar geta menn fengið 318 vél sem er 5,2 lítrar og 220 hestöfl, hægt er að fá þriggja manna hús og kostar ódýrasta útgáfan þannig með handskiptingu rúmar 2,2 millj- ónir króna. Bíllinn sem var prófaður kostar 2.756.000 og er þá komin í hann sjálfskipting, rafdrifið ökumanns- sæti, rafdrifnar rúður og samlæs- ing með rofa innan á hurð, leðurk- lætt stýri, veltistýri, loftkæling, krómfelgur, hraðafesting og útvarp með segulbandi. Það sem þyrfti að gera að auki er að setja undir hann heldur stærri hjólbarða og er þá kominn fullbúinn alhliða ferða- og fjölskyldubíll á sæmilegu verði þótt fjárfestingin sé að vísu allnokkur. Þá hafa menn sett hús á pallinn (gistihús) og hægt er að sjálfsögðu einnig að fá plasthús eða bara hlíf til að loka pallinum. Að lokum má nefna að umboðið býður ýmsa aukahlutapakka. Ljósapakki kostar 14.000 en í honum eru stokkur í lofti með lesljósum og geymslu- hólfi, ljós aftan á húsi fyrir skúff- una, ljós í hanskahólfi, ljós undir vélarhlíf og aukainnstunga í mæla- borði. Ferðapakki hefur að geyma stokk í lofti með áttavita og útihita- mæli, rafstýrða og krómaða spegla og innispegil með rafeindaauga og deyfmgu og kostar þessi pakki 26 þúsund krónur. Þá má nefna sport- pakka, snjóplógs-pakka og dráttar- pakka. ■ Jóhannes Tómasson DODGE Ram er voldugur bíll og yrði enn verklegri ef stærri hjólbarðar væru settir undir hann. Dodge Ram vinnuþjarkur eða f jölskyldujeppi DODGE Ram pallbílamir bandarísku em að ná síaukn- um vinsældum hérlendis og hefur umboðið, Jöfur hf. í Kópavogi, flutt inn nærri 30 bfla á árinu sem nú er senn á enda. Þetta em miklir vagn- ar og voldugir, fáanlegir með stórum bensín- eða dísilvél- um, með mismunandi burðar- getu, beinskiptir eða hand- skiptir og í mörgum verð- flokkum eða allt frá rúmum 2,2 milljónum króna og uppí tæpar 3,6 milljónir. Hingað til lands em eingöngu teknir Ram bílar með aldrifi en þeir em einnig fáanlegir með afturdrifinu eingöngu. Ram getur verið hvort sem er sérhæfður vinnubfll eða ferða- og fjölskyldu- bfll því þótt bfllinn sé stór og sterk- legur hefur hann að bjóða ýmsa eiginleika fólksbfls. Við skoðum í dag Dodge Ram Club 1500 sem er með 5,9 lítra V8 bensínvél, 230 hestöfl og með sjálfskiptingu. Voldugur en ekki klunnalegur Dodge Ram er voldugur og stór bíll en án þess að vera klunnaleg- ur. Framendinn er aðallega krómuð og stór vatnskassahlífin og kró- maður stuðari en luktir em flnleg- ar. Vélarhúsið er breitt og hátt og stallar og bogalínur gera það ávalt og sömuleiðis em hliðar bflsins nokkuð bogadregnar og með hlið- arlista þar sem skiptir um lit á bílnum. Hjólbarðar og felgur em kannski minnst spennandi á óbreyttum bílnum en sé hann sett- ur á stærri hjólbarða nálgast bfllinn að vera til í hvað sem er. Bíllinn er tveggja hurða og em þær eins og annað á þessum bíl fremur vold- ugar en hann er með sex manna húsi og síðan er allstór pallur. Að innan er einnig allur fremur stór og breiður og á það þó sérstak- lega við um framsætin. Aftursætis- bekkurinn er ekki beint spennandi og varla þrífast þar fullvaxnir far- þegar nema í skemmri ferðum rým- isins vegna en sætin sem slík em samt sæmileg. Trúlega ferðast því menn aðallega með böm í langferð- ir í Dodge Ram með þessu sex manna húsi. En þrír geta ágætlega setið í framsætum og allir hafa að sjálfsögðu öryggisbelti. Er þar eig- inlega um að ræða heilan bekk en þó má hreyfa endasætin fram og aftur en miðjusætið er fast. Öku- mannssætið er með rafstillingu sem er sérstaklega þægilegt og má hækka það og lækka eða breyta HÚSIÐ er sex manna en bíllinn er einnig fáanlegur með þriggja manna húsi. Hægt er að opna giuggann sem snýr út að pallinum. STÝRIÐ er leðurklætt í SLT útgáfunni og það er nokkuð bólg- ið vegna líknarbelgsins sem er staðalbúnaður í þessari útgáfu. HÆGT er að nota miðjusætið frammí fyrir geymslu og þar má til dæmis koma fyrir ýmsum skrifstofuáhöldum, tölvu, síma og fleiru ef bíllinn er notaður sem vinnutæki. Undir aftursætisbekknum má líka koma fyrir margs konar varningi. halla setunnar auk hinna hefð- bundnari stillinga. Svolitla lipurð þarf að viðhafa til að komast í aftursætið og bíllinn er vitanlega í hærra lagi þannig að menn þurfa að umgangast svona farartæki með vissum fyrirvara og getur farið svo að séu menn í viðhafnarklæðnaði, einkum konur, þurfi að beita sér- legri verklagni til að komast í aftur- sætið en framsætið er tiltölulega auðvelt viðfangs. Hefðbundlð mælaborð Mælaborð ér allt á þverveginn. Staðsetning mæla er ósköp venju- leg. Hraða- og snúniningshraða- mælar ásamt bensín-, olíu- og hita- mælum beint fram af ökumanni, rofar fyrir ljós og miðstöð til hlið- ar, þurrkúr í armi við stýrið og á miðju mælaborðsins er gott rými fyrir útvarp, glasabakka og fleira. Sé miðjusætið í frambekknum ekki notað má leggja bakið niður og nota sem armpúða og sé það opnað kemur í ljós geymsluhólf mikið og tvískipt með sérstöku smápeninga- hólfi. Ágætt er að taka á stýrishjól- inu en þó liggur við að miðjan sé of bólgin þar sem loftpúðinn er. Þar eru rofar fyrir enn ein þægind- in í þessum bfl, hraðafestinguna. Skipting er í stýri og í gólfi er síð- an stöng fyrir drifskiptingar, aldrif og hátt og lágt. Vélin í þessari gerð af Dodge Ram var V8 360 5,9 lítra bensín- vél sem er 230 hestöfl, þýðgeng og ágætlega hljóðlát. Hún gefur feiknagóða vinnslu og viðbragð eftir því og í þessari sjálfskiptu útgáfu er gaman að láta hana rífa bflinn snarlega af stað (að minnsta kosti þegar ekki þarf að hugsa um eyðsluna!) og fer hún létt með það. Skiptingin er með yfirgír og gefur hann mjög mjúka og þægilegar skiptingar. Eyðslan er talin nálægt 18 til 20 lítrum á 100 km í þétt- býli en getur farið niður í um 13 sé ekið af stillingu og reynt að hemja þessa óhemju viljugu vél. Medfærllegur Dodge Ram er eins og áður hef- ur komið fram allstór bíll. Hann er 5,5 metra langur en þrátt fyrir það er hann furðu meðfærilegur í þéttbýlinu. Bíllinn leggur vel á og er ekki erfitt að koma honum fyrir í öllum venjulegum stæðum þótt hann sé auðvitað stærri um sig en lítill fólksbíll. En það sem hjálpar til í bfl sem þessum er gott útsýni og að ökumaður situr hátt og sér því gjörla hvað hann er að gera og stórir speglar sýna vel hvemig umhorfs er í kringum bílinn. Hér má þó skjóta inn að aldrei er of varlega farið þegar menn með- höndla slíka bíla og þarf ökumaður að læra strax að átta sig á stærð og umfangi bílsins. Þegar því er Dodge Ram SLT1500 í hnotskurn Bensínvél: 5,9 lítrar, 8 strokkar, 230 hestöfl. Tengjanlegt aldrif, hátt og lágt. Vökvastýri - veltistýri. Sex manna. Hemlalæsivöm að aftan. Hásingar: Dana 44 að fram- an, gormafjöðrun, Chrysler 9 1/4 að aftan, blaðfjaðrir. Plussklædd sæti. Lengd: 5,66 m. Breidd: 2,0 m. Hæð: 1,81 m. Hjólhaf: 3,42 m. Palllengd: 2,64 m. Rafdrifnar rúður. Samlæsing. Hraðafesting. Útvarp með segulbandi. Loftkæling. Staðgreiðsluverð kr.: 2,756.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.