Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 51 + Hörður Heiðar Jónsson fæddist á Blönduósi 16. mars 1939. Hann lést í Reykjavík 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörg Ágústs- dóttir og Jón Sig- urðsson. Einnig áttu þau Hannes Heiðar, f. 11. júlí 1934. Til þriggja ára aldurs var Hörður í fóstri hjá Þórunni Sigur- jónsdóttur á Blöndu- ósi, en eftir það ólst hann upp þjá móður sinni og fósturföður, Jóhannesi Magnússyni. Fyrri kona Harðar var Elín Katrín Guðnadóttir og uppeldissonur þeirra er Bjarki Heiðar Ólason, f. 26. september 1967. Seinni kona Harðar er LÁGREISTUR torfbær eigi langt frá hinu sögufræga og tignarlega Borg- arvirki. Sem eins konar uppbót fyrir veigalítið nafn, Litla-Borg, blasir við til austurs stórfenglegt útsýni til Víðidalsfjalls og Vatnsdalsfjalls og til Skagastrandar í norðaustur. Fyrir rúmum fjórum áratugum var undirritaður leiddur af foreldrum sínum inn í þetta húnvetnska sveita- býli, sem hýsti móðursystur hans ásamt eiginmanni hennar, Jóhannesi Magnússyni, og börnum þeirra. Þar var og sonur húsfreyjunnar sem hún hafði eignast fyrir hjónaband. Við- brigði hins unga, fordekraða borgar- drengs við inngöngu voru hins vegar ólík viðbrögðum Snæfríðar íslands- sólar í íslandsklukkunni, þegar Arn- as Arnæus fylgdi henni inn í bæinn að Rein á Ákranesi. Það var sem sveinninn ungi hefði fundið fyrir- heitna landið. Honum fannst hann alls ekki hafa verið leiddur inn í „hræðilegt" hús, svo frábrugðið sem það var því sem hann hafði vanist. Hér skorti rafmagn, hitaveitu og ýmis önnur þægindi borgarsamfé- lagsins. En hlýlegt viðmót heimilis- fólksins, ekki síst húsfreyjunnar, réð úrslitum um sumardvöl yngissveins- ins og sjálfsímynd hans sem Hún- vetnings upp frá því. Gestinum unga var skipað til rúms í svefnrými með Herði, sem var þá elstur barnanna á bænum, rúmlega sex árum eldri en hinn borgarlegi nýgræðingur. Þetta sambýli varð upphaf að góðum og farsælum kynnum okkar æ síðan. Það vakti fljótlega eftirtekt mína og aðdáun, hvílík hamhleypa frændi minn var til allra almennra verka sem kröfðust handlagni og hve skemmtilega hann söðlaði um á síð- kvöldum, þegar við lágum í fletum okkar. Þá upphófust íjörlegar sam- ræður um lífið og tilveruna, ekki síst pólitík, enda báðir í betra lagi heitir í afstöðu sinni til hins alltum- vefjandi kalda striðs. Ekki fór heldur fram hjá mér hinn mikli áhugi Ermelind Fjóla Jónsson frá Filipps- eyjum. Dætur þeirra eru Anna Björg, f. 25. maí 1989 og Elín Snædís, f. 11. júní 1992. Hálfsystkini hans, börn móður hans og Jóhannesar Magnússonar, eru Gunnar Ingi, Sigur- laug Elsa, Pétur Ingvar, Jóhanes Ragnar og Magnús Viðar (látinn). Hörð- ur starfaði sem leigubílstjóri á Bif- reiðastöð Steindórs í nokkur ár. Hann hóf síðan rekstur vélaleigu sem hann rak tií dauðadags. Útför Harðar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. frænda míns á sagnfræði sýslu sinnar og ýmsum íslendingasögum, og þá ekki síst Grettissögu, sem hann hafði greinilega lesið vendi- lega. Framsetning og túlkun hans á fræðum þessum var í þeim anda sem sveif yrir afdráttarlausu svari Sig- urðar Guðmundssonar skólameist- ara við spurningunni, hvorir væru merkilegri með sig, Eyfirðingar eða Þingeyingar: „Húnvetningar!" Þessi áhugaverða kvöldstemmning hélst síðan þau sumur sem undirritaður dvaldist hjá frændfólki sínu, eftir að það fluttist frá Litlu-Borg í Víðid- al að Ægissíðu á Vatnsnesi. Liðlega tvítugur að aldri hleypti Hörður heimdraganum og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði fyrst leigubílakaakstur og hóf nokkrum árum síðar vélgröfurekst- ur, sem hann starfaði síðan við tii dauðadags. Hörður var tilfinningaríkur og skapmikill, þegar því var að skipta. Hið aðsópsmikla yfirborð gat auð- veldlega villt samferðamönnum sýn. Hörður var ósérhlífmn vinnuþjarkur, enda hafði hann þurft allt frá ungl- ingsárum að vinna hörðum höndum. Hann reyndist oft vinum sínum hjálpfús og tillitssamur. Nærgætnis- leg umgengni hans við dýr er mér sérlega minnisstæð, einkum við sam- eiginlega einkavini okkar af ætt hunda, tvístirnið Vask og Ásgeir, sem voru í eina tíð helstu útverðir Ægissíðubýlisins. Eigi skai því heldur gleymt, hví- líka ástúð og umhyggju hann sýndi ávallt dætrum sínum barnungum og móður sinni, sem kveður nú hinsta sinn annan sona sinna, sem hafa yfirgefið þennan heim fyrir aldur fram. Sú ræktarsemi, sem Hörður sýndi ætíð fornum heima- slóðum, ber honum fagurt vitni. Auðfundið var, að hugur hans dvaldi tíðum á Vatnsnesinu, eins og upp- byggingarstarf hans á Ægissiðu vitnar best um. Er því við hæfi, að hann fái að hvíla í húnvetnskri mold. Ég vil þakka Herði frænda mín- um margar ánægjulegar stundir heimspekilegra og pólitískra vanga- veltna og er þess fullviss, að hann muni, ef kostur er, heyja áfram glímu sína við lífsgátuna á nýju til- verustigi. Fjölskyldu Harðar og ættingjum hans flyt ég hugheilar samúðar- kveðjur. Ásmundur Guðmundsson. Hugurinn reikar til baka, í leit að upprunanum. Hver er ég, hvers vegna hugsa ég og framkvæmi eins og raun ber vitni? Mótun og innræt- ing er langt og flókið ferli, en svo óendanlega mikilvægt, því á þessum þáttum byggir barnið, unglingurinn og fulltíða maðurinn tilveru sína, samskipti og afkomu, sigra og ósigra. Upp í huga mér koma einstakling- ar sem hafa með einum eða öðrum hætti ‘haft varanleg áhrif á viðhorf og tilfinningar mínar og því með óbeinum hætti stjórnað verkum og framkomu. Einn þessara einstaklinga var Hörður. Eg var átján ára gamall, frekar óreyndur, en sæmilega áræð- inn og hafði því leitað eftir atvinnu hjá honum á gröfu. Hann ákvað sig. Piltinn skyldi reyna. Þar með hófust kynni sem aldrei bar skugga á. Með sinni heillandi og ákveðnu framkomu skóp hann unga manninum sjálfsör- yggi og vissu um eigin getu til að stjóma flókna tækinu hans. Það var þessi eiginleiki Harðar sem bar hon- um svo gott vitni. Að efla þann sem hann átti samskipti við þannig að þeim hinum sama fannst hann meiri og verðugri en áður. Mér varð strax ljóst að Hörður var með afbrigðum vinnusamur og traustur yfirmaður, gerði miklar kröfur til annarra, en þó sérstaklega til sín sjálfs. Hann var um leið nær- gætinn og athugull á líðan annarra og hafði einkennilega gott lag á að leiðbeina með uppbyggjandi og þro- skandi hætti. Margar stundir milli verka var setið og spjallað um landsmálin. Hörður lá ekki á skoðunum sínum. Sérstaklega varð honum tíðrætt um mál þar sem honum fannst hallast á lítilmagnann, eða þar sem honum fannst óheiðarleiki koma við sögu. Hann var réttsýnn og heiðarlegur og þoldi illa óráðvendni. Aldrei varð ég var við slíka hegðun af hans hálfu. í þijú sumur til viðbótar beið mín sumarstarf og hálfan vetur eftir nám vann ég hjá Herði. Það var alltaf tilhlökkun á vorin að hefja störf hjá honum, fá að njóta kímni hans, leið- sagnar og spjallstundanna. Koma inn í heim hans sem einkenndist af vinnusemi og heiðarleika og trausti til náungans og reyna að tileinka sér þó ekki væri nema brot af þessum eiginleikum. Með þessum fáu orðum vildi ég minnast Harðar. Hafðu þökk fyrir allt. Syni hans, dætrum og eftirlifandi eiginkonu hans votta ég mína dýpstu samúð. Aðalsteinn Sigfússon. HÖRÐUR HEIÐAR JÓNSSON PJETUR HALLGRÍMSSON + Pjetur Hall- grímsson fædd- ist á Akureyri 29. júlí 1918. Hann lést á Akureyri 16. des- ember siðastliðinn. Hann var yngstur barna Hallgríms Davíðssonar, f. 14.5. 1872, d. 16.7. 1933, verslunar- stjóra á Akureyri, og konu hans, Sig- ríðar (f. Sæmunds- en, d. 27.4. 1966). Voru börn þeira fimm: Magdalena, d. 18.7. 1984, og Pjetur sem hér er minnst. Pjetur var giftur Huldu Jónsdóttur og áttu þau eina dóttur, Kristínu, gifta Brodda Björnssyni. Útför Pjeturs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 20.9. 1906, d. 14.6. 1977, Ari, f. 21.6. 1908, d. 15.9.1959, Þor- valdur f. 19.2. 1910, d. 4.10. 1992, Margrét, f. 13.12. 1916, PJETUR átti heima á Akureyri alla ævi, en dvaldist tvo vetur í Reykja- vík við nám í Verslúnarskóla ís- lands, og lauk þar prófi vorið 1937. Hann stundaði ýmis skrifstofustörf á Akureyri, en réðst snemma til Útgerðarfélags Akureyringa, og vnan þar uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Var því við brugð- ið hversu glöggur hann var um hvaðeina er varðaði bókfærslu, enda leituðu ýmsir kunningjar ásjár hans í þeim efnum. Pjetur var heilsuhraustur lengst af ævi sinnar, uns vágestur sá er engu eirir lagði hann að velli nú á jólaföstu. Ekkja Pjeturs, Hulda Jónsdóttir, er einnig Akureyringur; var sambúð þeirra farsæl, enda bjó hún manni sínum einkar vistlegt heimiii þar sem ávallt var gott að koma. Einkabarn þeirra, Kristín, er gift Brodda Björnssyni, lögreglumanni á Akureyri. Ég sendi vandamönnum látins vinar og sæmdarmanns bestu kveðjur, og votta þeim samúð mína og bið þeim farsældar á nýju ári. Kjartan Ragnars. BJARNIÞORIR BJARNASON + Bjarni Þórir Bjarnason fæddist 22. apríl 1937. Hann lést í Reykjavík 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Einars- son, leigubifreiðar- stjóri, og kona hans Ásta Stefánsdóttir húsfreyja. Útför Bjarna Þóris verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þú pð míns lífs, ég loka augum mínum, í líknarmildum föður-örmum þínum, og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að'þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Miðvikudaginn 3. janúar nk. fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogs- kirkju útför vinar míns Bjarna Þór- is Bjarnasonar, en hann lést 22. desember sl. Foreldrar hans voru Bjarni Ein- arsson, leigubifreiðastjóri, og kona hans Ásta Stefánsdóttir húsfrú, en þau bjuggu í Reykjavík. Bjarni tók sér fyrir hendur marg- vísleg störf, og sem ungur maður vann hann í Svíþjóð, við skógarhögg og var oft eftir það kallaður Bjarni sænski milli vina og kunningja og kunni því ekki illa. Síðar meir gerðist hann sjómaður á tog- urum, og var það í nokkur ár, og var há- seti á bv. Röðli árið 1967 þegar frystikerfi laskaðist og freon lak út í íbúðir skipveija og olli dauða og miklum veikindum og var hann einn þeirra, sem veikt- ust illilega og beið þess aldrei fyllilega bætur, en hann var talinn mjög duglegur til sjós. Eftir það vann hann í mörg ár, sem bifreiðastjóri við byggingu Sig- öiduvirkjunar og hjá íslenskum að- alverktökum á Keflavíkurflugvelli, og síðast, sem sundlaugarvörður við sundlaugina í Laugardal. Síðustu árin átti hann eftir að lifa við erfið veikindi vegna hjart- ans, og þurfti fyrir nokkrum árum að fara til uppskurðar á spítala í London, sem nægði ekki til lang- frama og var svo skorinn aftur upp á þessu ári, en lést eins og fyrr segir skyndilega 22. desember. Bjarni var vel látinn af vinum og kunningjum, og er hans sárt saknað. Ég flyt systkinum og öðrum nán- um ættingjum samúðarkveðjur. Isleifur A. Pálsson. t Fósturfaðir minn og bróðir okkar, MAGNÚS JÓNASSON, lést á heimili sínu í Bolungarvík 1. janúar. Benedikt Bogason, Jóna Jónasdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, Stella Jónasdóttir Kilgore. t Faðir okkar, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Engjavegi 32, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 1. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins tátna. t Hjartkær móðir mín, GUÐRÚN Þ. JÚLÍUSDÓTTIR frá Sandprýði, Stokkseyri lést á Kumbaravogi á nýársnótt. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þórarinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, MARGRÉT PÁLÍNA GÚSTAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð mánudaginn 1. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Mona Erla Símonardóttir. t Útför föður míns, tengdaföður og afa, PÉTURS Á. GUÐMUNDSSONAR, til heimilis í Keflavík, er lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 29. desember, fer fram frá Keflavík- urkirkju laugardaginn 6. janúar kl. 11.00. Ingimar Örn Pétursson, Leslie A. Pétursson, Bára Rós Ingimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.