Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekki svigrúm í lögunum til að semja beint ENGAR forsendur eru fyrir því að Landsvirkjun semji sérstak- lega við fiskvinnslustöðvar um raforkusölu, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafull- trúa Landsvirkjunar. Hann segir að ekki sé svigrúm í lögum fyrir slíkum samningi, slíkt sé úrlausnarefni vinnslunnar og almenningsrafveitna. Landsvirkjun ann- ast heildsölu í áramótagrein í Morgunblaðinu segir Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, að fiskvinnslumönnum sámi það að vinnslunni skuli gert að greiða að meðaltali sex sinnum hærra raf- orkuverð á kílówattstund en Jám- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga. Einkum þegar það sé haft í huga að Járnblendiverksmiðjan hafi fengið lækkun á raforku, sem gildi til 5 ára, vegna hallareksturs á sínum tíma. „Þrátt fyrir viðræður við stjórn- völd og Landsvirkjun hefur ekkert gerst í málinu," segir Arnar. „Á það verður látið reyna hvort raf- orkusamningar vegna stækkunar álversins gerir Landsvirkjun og dreifiveitum mögulegt að lækka raforkuverð til fískvinnslunnar á næstu misserum." Úrlausnarefni fiskvinnslunnar og almenningsrafveitna „Lögum samkvæmt annast Landsvirkjun heildsölu á rafmagni til almenningsrafveitna samkvæmt sömu gjaldskrá á öllum afhending- arstöðum hvar sem er á landinu," segir Þorsteinn í samtali við Morg- unblaðið. „Landsvirkjun getur því ekki verið með mismunandi gjald- skrá eftir mismunandi kaupendum. Hún getur þó gert orkusölusamn- inga beint við stóriðjufyrirtæki sem kaupa minnst 100 GWst. á ári. Fisk- vinnslufyrirtæki landsins eru ekki kaupendur af þessari stærðargráðu. Þau eru viðskiptavinir almennings- rafveitna og gjaldskrárverð til fisk- vinnslunnar því eðli málsins sam- kvæmt úrlausnarefni fískvinnslunn- ar og almenningsrafveitna." Raforkuverð iækkað um 40% að raunvirði frá 1984 Þorsteinn segir að það megi hafa í huga þegar fjallað sé um þessi mál að rafmagnsverð frá Landsvirkj- un hafi lækkað að raunvirði til al- menningsveitna um 40% frá 1984 og að væntanleg raforkusala til stækkunar álversins auki getu Landsvirkjunar til að lækka raforku- verð til rafveitna enn frekar í fram- tíðinni. „Það kemur vonandi físk- vinnslunni vel eins og öðrum þegar fram líða stundir," segir hann. Hvað varðar þau sérkjör sem Járnblendifélagið á Grundartanga nýtur segir Þorsteinn: „Járnblendi- félagið greiðir núna hærra verð fyrir rafmagn en samkvæmt al- mennum orkusölusamningi sem Landsvirkjun gerði við fyrirtækið á sínum tíma.“ Hann segir að ástæðan sé sú að þeir bráðabirgðasamningar sem gerðir hafí verið til að forða Jám- blendifélaginu frá yfirvofandi gjald- þroti hafí falið í sér að þegar verð á kísiljárni væri hátt rynni hluti söluandvirðisins til endurgreiðslu á afslættinum. „Allar líkur eru á því að á þessu ári verði Jámblendifélagið búið að endurgreiða að fullu þann tíma- bundna afslátt sem það fékk þegar erfiðleikar þess voru mestir,“ segir hann. „Þegar upp verður staðið fær Landsvirkjun því fullt samnings- bundið raforkuverð frá Járnblendi- félaginu.“ Hafna veiðileyfa- gjaldi AÐALFUNDUR Sjómannafélags Hafnaify'arðar, sem haldinn var 29. desember síðastliðinn, hafnaði hugmyndum um að leggja beri auðlindaskatt eða veiðileyfagjald á sjávarútveginn. „Fundurinn hafnar þessum hug- myndum á þeirri forsendu, að nái þær fram að ganga verða það sjó- menn og verkafólk í fískiðnaði, sem greiða þennan skatt að stómm hluta,“ segir í ályktun fundarins. Aðalfundurinn mótmælti einnig ákvæði um samningsveð í laga- frumvarpi, sem liggur fyrir Al- þingi og krefst þess að það falli brott úr frumvarpinu, Þar er gert ráð fyrir því að veðsetning skipa nái einnig til veiðiheimilda. I álykt- un^fundarins segir að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði útgerðarmanna yfir veiðiheimild- um skipa sinna. „Það hlýtur því að teljast afar hæpið að heimila að verðmæti, sem ekki eru eign útgerðarmanna, séu veðsett á sama hátt og skipin.“ Aðalfundurinn skoraði einnig á stjórnvöld og Alþingi að sam- þykkja nú þegar að hafnar verði hvalveiðar undir vísindalegu eftir- Iiti. LÍFIÐ ER SKELFISKUR Morgunblaðið/Guðlaugur Albertason. • ÞAÐ ER nóg að gera í skelfiskvinnslunni hjá Soffaníasi Cecilssyni á Grundarfirði en þar eru nú unnin um 14 tonn á dag. Bozewa Karpisuk heitir stúlkan, sem hér fæst svo kunnáttusamlega við skelfiskinn. Hún kom til að vinna á Grund- arfirði fyrir fimm vikum ásamt átta öðrum pólsk- um stúlkum. VERÐLAG A SJAVARAFURÐUM 1992-1995 meííoo Verð á ÍSflSkÍ 180------í SDR 160 140 120 100 80 60 V I. 1 ta / njl | ¥ mr V \j 1992 1993 1994 1995 Botnfiskur samtals án ísfisks, í SDR Vísitala 160 140 120 100 80 60 40 Á m 1992 1993 1994 1995 Verðmæti heildarafla 160 1992 1993 1994 1995 160 140 120 100 8Q 60 40 Rækjuafurðir, verð í SDR // ■f 1992 1993 1994 1995 Áætlað verðlag 1fi0 sjávarafurða Vísitala ■ CnP . 1993=100 1 OUn ^^ 1992 1993 1994 1995 Frystar afurðir, verð í SDR Vísitala "t-sr/æro* 1986=100 X Landfrystar 1992 1993 1994 1995 Saltfiskafurðir, verð í SDR 1992 1993 '1994 1995 Mjöl og lýsi, í SDR 160 140 120 100 80 60 40 í ÉÍil 1992 1993 1994 1995 Heimild: Þjóðhagsstofnun Eitt af bestu árum í sögu fyrirtækisins ÁRIÐ 1995 var eitt af bestu árum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, bæði í magni og verðmæti, að sögn Friðriks Pálssonar fram- kvæmdastjóra. Heildarframleiðsl- an minnkaði lítils háttar á árinu og nam um 110 þúsund tonnum en ekki er enn hægt að segja til um verðmæti með mikili nákvæmni þar sem endurskoðaðar tölur liggja ekki fyrir. 1995 var Sölumið- stöðinni gjöfult Til samanburðar má geta þess að framleiðslan nam 117 þúsund tonnum árið 1994 og segir Friðrik að samdrátturinn stafi af minni veiði á mikilvægum tegundum eins og þorski, ufsa og karfa. Ekki urðu miklar hlutfallslegar breytingar á sölu SH til einstakra markaðssvæða á liðnu ári að sögn Friðriks. „Söluskrifstofurnar í Grimsby, París og Tókýó virðast þó hlutfalls- lega hafa bætt sinn hlut en lítils háttar samdráttur átti sér stað í sölu til Bandaríkjanna og Þýska- lands. Sala á þorski og ýsu var að mestu óbreytt á milli áranna 1994 og 1995 en talsverð aukning varð í sölu á grálúðu. Nokkur samdrátt- ur varð í sölu á karfa, ufsa og loðnu- afurðum en engu að síður var mest selt af karfa í magni á liðnu ári. Þá varð talsverð aukning í sölu á ferskum afurðum á ýmsum tegund- um sjávarfangs og kjöts, s.s. hrossakjöts til Japans.“ Aukin áhersla á fullvinnslu Friðrik segir að á síðasta ári hafí áhersla verið lögð á að auka fullvinnslu og með samstarfi við íslenskt franskt hf. hafi til dæmis tekist að auka verulega sölu lúxus- afurða úr fiski. „Aukin umsvif af ýmsum toga voru reyndar einkennandi á síðasta ári. Samstarf og viðskipti við er- lenda fiskframleiðendur hafa aukist stöðugt. Við seljum nú afurðir fyrir um fímmtán þýsk, rússnesk og færeysk frystiskip og hefur það að sjálfsögðu styrkt sölunet fyrirtæk- isins mjög. Kaup SH á verksmiðju Faroe Seafood í Grimsby munu tvöfalda veltuna þar og þar af leið- andi styrkja stöðu SH á breska markaðnum og gefa aukna mögu- leika og sóknarfæri á meginland- inu. Þá má nefna samstarf okkar við belgíska fyrirtækið Superior Salmon en það lofar góðu. Hér innanlands bar flutningurinn á skrifstofum SH til Akureyrar hæst en hann mun skila sér í bættri þjónustu við framleiðendur. Ljóst er að liðið ár var fyrirtækinu gjöf- ult en það er mjög ánægjulegt að okkur skyldi einnig gefast ráðrúm til að sinna svo mörgum verkefnum sem raun ber vitni, sem munu skila sér í betri starfsemi síðar,“ segir Friðrik. Norðmenn vilja inn á markaðinn í Kína NORÐMENN eru í alvöru farnir að kortleggja markaðinn fyrir fisk í Kína og hafa verið með ýmsar kynningar í landinu, til dæmis í Shanghai. Kínverjar eru raunar mesta fiskveiðiþjóð í heimi og afla- aukningin hefur verið ævintýraleg á síðustu árum en mjög margir fisk- stofnar hafa verið ofveiddir. Það mun því draga úr aflanum á næstu árum en þar sem kaupmátturinn fer vaxandi er Ijóst, að eftirspurn eftir innfluttum fískafurðum á eftir að aukast mikið. Fiskur hefur alltaf verið í miklum metum í Kína og meðalfiskneysla á mann er nú um 15 kg á ári. Er hún að sjálfsögðu mismikil eftir héruðum og mest við ströndina. Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt í afla úr sjó þá stefna kínversk stjórnvöld að því að tvöfalda físk- framleiðsluna næstum því eða fara úr 18,3 milljónum tonna nú í 30 millj. árið 2010. Byrjað á laxlnum Þessi aukning, sem á að mestu leyti að byggjast á auknu eldi, mun þó ekki nægja til að anna eftir- spurninni miðað við, að efnahags- uppbyggingin í landinu haldi áfram með líku móti og verið hefur. Verð- ur henni ekki mætt nema með stór- auknum innflutningi. Norðmenn hafa fyrst og fremst laxinn í huga að þessu sinni en þeir eru þegar búnir að vinna hon- um öruggan sess í Hong Kong og á Tævan. Annar fiskur, þorskur, ýsa, lúða og fleiri tegundir, er enn of dýr fyrir kínverska markaðinn almennt, að minnsta kosti svo lengi sem hann hefur aðgang að ódýrum Alaskaufsa. Þó er talið, að miklir möguleikar geti verið fyrir gæðaaf- urðir úr þessum fiski á hótel- og veitingahúsamarkaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.