Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MARKAÐIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskverð heima
Fiskverð ytra
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Hafnartjarðar
Fiskmarkaður
Suðurnesja
Aðeins fóm 151,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra
í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 33,7 tonn á
90,07 kr./kg. Um Faxamarkað fóm 19,7 tonn á 73,23 kr./kg og
um Fiskmarkað Suðurnesja fóm 98,0 tonn á 94,73 kr./kg.
Af karfa vom seld alls 5,7 tonn. I Hafnarfirði á 69,00 kr. (0,11), á
Faxagarði á 37,00 kr. (0,11), en á Suðurnesjum seldist karfi á
57,66 kr. (5,41). Af ufsa vom seld alls 1,7 tonn. í Hafnarfirði á
39,00 kr. (0,11), á Faxagarði á 32,00 kr. (0,11) og á 57,28 kr. hvert
kíló á Suðurnesjum (1,61). Af ýsu voru seld 70,1 tonn á
mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 93,58 kr./kg.
37,00
80
70
60
32,00
Ufsi
Karfi
Þorskur
Karfi
Ekki bárust
upplýsingar um
sölur í Bretlandi í
síðustu viku.
Ekki bámst upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku.
Jafnt og stöðugt framboð
af fiski úr N-Kyrrahafi
■■■■■■■■■■■■■■^■^■^* FRAMBOÐ af fiski úr
Yfirleitt gott ástand JSSSSÍSaÍSS
á flestum fiskstofnum /rum <®
buist er við, að svo verði
áfram. Er kvóti Bandaríkjamanna í Alaskaufsa um 1,3 milljónir tonna
en hann skiptist annars vegar í strandkvóta, 35%, og hins vegar í
úthafskvóta, 65%. Búist var við, að veitt yrði upp í allan kvótann í
ufsanum og öðrum tegundum nema sólflúru en þar hefur mikill auka-
afli valdið vandræðum.
Jöfn og góð veiði á Alaskaufsa
á síðasta ári bendir til, að kvótinn
verði sá sami á þessu ári og nú
er að koma inn í veiðina mjög
sterkur árgangur frá 1989. Þá er
árgangurinn frá 1992 einnig yfir
meðallagi. Um þessar mundir, nú
í janúar, er fyrri hrognavertíðin á
ufsanum að hefjast en sú síðari
verður í ágúst-september. Stendur
hún í stuttan tíma í hvort sinn
vegna þess hve flotinn er stór og
sóknargetan í raun allt of mikil.
Nýlegar rannsóknir innan
bandarísku lögsögunnar sýna, að
á sumum svæðum hefur ufsastofn-
inn tvöfaldast en ekki er búist við,
að þessara niðurstaðna muni gæta
í kvótanum alveg á næstunni. Er
það meðal annars vegna þess, að
sett hefur verið þak á heildaraflann
samtals í öllum tegundum og er
það tvær milljónir tonna. Það er
því erfítt að auka kvótann í einni
án þess að minnka hann í annarri.
Hefur þetta til dæmis valdið því,
að kolaaflinn er líklega ekki nema
þriðjungur þess, sem hann gæti
verið enda standa kolastofnarnir
mjög 'vel.
Framseljanlegir kvótar
Mikið hefur verið rætt um að
koma á framseljanlegum kvótum
í ufsanum og er almennt álitið, að
það muni verða til að auðvelda
stjómun veiðanna. Er búist við,
að af þessu verði 1998.
Þorskkvóti Bandaríkjamanna í
Norður-Kyrrahafí á liðnu ári var
250.000 tonn og hefur hann verið
að aukast á síðustu árum. Kvóti
Bandaríkjamanna og Kanada-
manna í lýsingi var rúmlega
250.000 tonn og eru veiðamar ein-
göngu stundaðar á vorin og sumr-
in.,
í þessum veiðum hefur verið
komið á einstaklingsbundnum
Noregur
kvótum. Allnokkuð var um það,
að lýsingurinn væri flakaður en
nú fer hann að langmestu leyti í
surimi. Hefur samdrátturinn í
flakaframleiðslunni valdið aukinni
eftirspum eftir tvífrystri ufsablokk
í Evrópu. Taldar eru líkur á, að
lýsingskvótinn verði aukinn nokk-
uð á þessu ári.
Ufsakvóti Rússa 2,3
mllljónir tonna
Kvóti Rússa í Alaskaufsanum
var um 2,3 milljónir tonna á nýl-
iðnu ári og í Kyrrahafsþorski
186.000 tonn. Þar að auki mátti
veiða 64.000 tonn í tveimur öðrum
þorsktegundum og flyðru- og
lúðukvótinn var tæplega 120.000
tonn.
Rússar úthlutuðu erlendum ríkj-
um 340.000 tonnum af ufsakvótan-
um. Er þar aðallega um að ræða
Kóreumenn, sem heilfrysta fiskinn
um borð eða vinna í surimi; Pól-
verja, sem vinna ufsann í blokk,
og Kínverja, sem em bæði í flökum
og surimi. Auk þess em Rússar
sjálfír í surimiframleiðslu í sam-
vinnu við Japani.
Mikil endurnýjun hefur átt sér
stað í rússneska Kyrrahafsflotan-
um á skömmum tíma eins og sést
á því, að ný verksmiðjuskip, 100
metra löng, em orðin 15 talsins
og nýir togarar, 64 metra langir,
eru 30. Þá hefur 21 skipi verið
breytt og tvö eru sérsmíðuð fyrir
surimivinnslu.
Verksmiðjuskipin em smíðuð á
Spáni og hafa mjög mikla veiði-
og vinnslugetu en nýju togararnir
vom smíðaðir í Þýskalandi og í
Noregi og eru aðallega í Ala-
skaufsa, laxi og síld.
Engln veiði í „Smugunnl"
Flest bendir til, að veiðikvótar
Rússa í Norður-Kyrrahafí á þessu
ári og veiðin verði svipuð og 1995.
Ufsaárgangarnir frá 1989 og 1990
eru sterkir og talið er, að stofninn
í Okhotskhafí sé um sjö milljónir
tonna. Er útlit fyrir, að hann muni
standa vel þar næstu tvö árin en
ufsastofninn við Austur-Kamt-
sjatka er hins vegar hruninn.
Veiðar í „Smugunni", alþjóðlegu
hafsvæði í Okhotskhafi, verða lík-
lega engar á þessu ári og hafa
engar verið frá 1993. 1994 var
ákveðið á ráðstefnu, sem Rússar,
Kínveijar, Japanir, Kóreumenn og
Pólveijar sátu, að ekki yrðu hafnar
veiðar fyrr en ufsastofninn þar
mældist 1,67 milljónir tonna en
hann er nú um ein milljón tonna.
Talið er þó líklegt, að þær geti
hafist aftur á næsta ári.
(Heimild: Groundfish Forum)
Hátt þorskverð veldur
vandræðum í vinnslunni
HÁLFGERT kreppuástand ríkir nú í fiskiðnaðinum í Finnmörk í
Noregi og víðar í landinu og hefur fjölda fólks verið sagt upp störf-
um. Segja talsmenn fiskiðnaðarins og aðallega frystingarinnar, að
ástæðan sé einfaldlega allt of hátt verð á þorskinum.
Fiskvinnslan í Finnmörk hefur að undanförnu sagt upp 650 manns
og eru sumir farnir að líkja ástandinu við það, sem ríkti á siðasta
áratug þegar það var hráefnisskortur en ekki hátt verð, sem vand-
ræðunum olli. Er þetta alls ekki bundið við Finnmörk eina, heldur
er sama staða uppi í vinnslunni suður með allri ströndinni.
Talsmenn vinnslunnar krefjast þess, að lögum, sem ætlað er að
tryggja sjómönnum lágmarksverð á fiski, verði breytt og þá þannig,
að tillit sé tekið til verðþróunar á mörkuðunum. Benda þeir á, að
verð á frystum þorskafurðum hafi verið á niðurleið og hafi lækkað
um allt að þriðjung frá því það var hæst. Ástæðan fyrir því sé svo
aftur, að vegna lítils þorskframboðs á undanförnum árum hafi neyt-
endur á erlendum mörkuðum vanið sig á aðrar fisktegundir og láti
sér vel líka.
Þá er til dæmis átt við tegundir eins og Alaskaufsa, hokinhala
og lýsing og það hefur gengið illa að vinna þorskinum aftur sinn
gamla sess. Venjulegir neytendur setja ekki alltaf gæðin efst á blað,
heldur verðið.
Alaskaufsinn:
Þúsundir tonna
2.520 2.500
Afli og aflahorfur 1993 -1996
Litlar breytingar milli ára
r • J
Japan
wm
Veitt á alþjóðl. hafsvæðum
382 -
200 200 200
□Ob
1993 1994 1995 1996
300 300
'I
«£ ■
-22
1993 1994 1995 1996
Fiskneysla
Botnfiskneysla
í Mexíkó:
Afurðaflokkar
Fryst
flök
10% Ferskflök
Saltfiskur
4»
Oplægður akur
í Mexíkó
ÞÓTT Mexíkó eigi langa strand-
lengju jafnt að Kyrrahafi sem
Karíbahafi er neysla sjávaraf-
urða í landinu ákaflega lítil og
næstum eingöngu við sjávarsíð-
una. Það á við þar sem annars
staðar í Rómönsku Ameríku, að
uppistaðan í mataræðinu er kjöt
og ávextir og ýmis annar jarðar-
gróði. Ef litið er á afurðaflokk-
ana þá er neyslan langmest í
frystum flökum eða frystum fiski,
heilum og slægðum, og síðan í
saltfiski. Þriðji flokkurinn er svo
fersk flök. Athygli vekur hvað
vinnslan eða úrvalið er fábreytt
en það virðist þó standa til bóta
og ekki síst fyrir áhrif frá
NAFTA, fríverslunarbandalagi
Bandaríkjanna, Kanada og Mex-
íkós.
Fisktegundir
Botnfiskneysla^-\
í Mexíkó: \
FisktegundirY^,
Lýsingur
Þorskur
Kyrrahafs-
lýsingur
Atlantshafs-
lýsingur
Alaskaufsi
FJÖLBREYTNIN í fisktegundum
er litlu meiri í Mexíkó en annars
staðar í Rómönsku Ameríku en
það er þó eina landið í heimshlut-
anum þar sem alaskaufsinn hefur
háslað sér völl. Stafar það vafa-
laust af nábýlinu við Bandaríkin
og svarar ufsinn til 22% af neysl-
unni. Þorskur er 28%, aðallega
sem saltfiskur, en lýsingurinn, sá
vinsæli og ódýri fiskur, og ýmsar
afurðir úr honum bera höfuð og
herðar yfir aðrar tegundir. Að
sjálfsögðu leggja landsmenn sér
til munns fleiri fisktegundir en
hér eru nefndar en áreiðanlegar
upplýsingar um það eru ekki fyr-
ir hendi.